Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR
MAGNÚSSON
+ Gunnar Magnús-
son fæddist í
Vestmannaeyjum 4.
apríl 1928. Hann
lést á Landspítalan-
um 5. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Gunnarsson frá
Hólmum í Austur-
Landeyjum, bóndi í
Ártúnum, f. 13. júlí
1896, d. 13. apríl
** 1973, og Auðbjörg
María Guðlaugs-
dóttir bónda í Stóra-
gerði, Vestmanna-
eyjum, f. 13. ágúst
1900, d. 23. júní 1986. Þau áttu
fimm börn og var Gunnar næ-
stelstur. Elst er Guðlaug, f. 4.
maí 1925, Gunnar sem hér er
minnst, Ragnheiður, f. 4. júlí
1931, Geir, f. 13. ágúst 1933 og
Ólafur, f. 6. desember 1939.
Hinn 31. desember 1971
kvæntist Gunnar eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sigríði Svan-
borgu Símonardóttur, f. 6. des-
ember 1927 I Vestmannaeyjum,
dóttir hjónanna
Pálínu Jóhönnu
Pálsdóttur, f. 29.
september 1890,
d. 23. nóvember
1980, og Simonar
Guðmundssonar
útgerðarmanns í
Vestmannaeyjum,
f. 21. maí 1881, d.
2. apríl 1955. Dótt-
ir Sigríðar er
Birna Kr. Lárus-
dóttir, gift Stur-
laugi J. Eyjólfs-
syni bónda á Efri-
Brunná í Dölum.
Þau eiga fjögur
börn: Eyjólf, Sigríði, Solveigu
og Helgu Helenu.
Gunnar gekk í Héraðsskól-
ann á Laugarvatni og síðan í
Samvinnuskólann. A sinum
yngri árum vann hann við vöru-
bílaakstur og sjómennsku en
síðustu tuttugu til þrjátíu árin
var hann bóndi í Ártúnum. Út-
för Gunnars fer fram frá Odda-
kirkju á Rangárvöllum í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
^I DAG ertu kvaddur hinstu kveðju.
Fráfall þitt bar skjótt og óvænt að.
Það er ekki lengra síðan en um
heyannir sem þú greindist með þann
sjúkdóm sem heltók þig síðan á
stuttum tíma. Þegar ég hitti þig
síðast heima var ljóst að hveiju
stefndi. Samt hélt ég í þá von að
þú fengir að vera hjá okkur örlítið
lengur.
Þegar ég lít til baka og hugsa
um lífshlaup þitt þá held ég að þú
hafír lent á réttri hillu í lífínu. Það
að vera bóndi og það góður í bestu
merkingu þess orðs. Þú áttir samt
fleiri kosti eftir að hafa gengið í
Héraðsskólann á Laugaiyatni og
síðan í Samvinnuskólann. í þá daga
var Samvinnuskólapróf vísasti veg-
urinn til þess að fá vel launað stjóm-
unarstarf. Enda þótti sú menntun
nýtast vel í hvers konar fyrirtækja-
rekstri.
En þú tókst þá ákvörðun að fara
heim. Þar stundaðir þú síðan vöru-
bílaakstur í mörg ár að ógleymdri
sjómennskunni. Það var alltaf gam-
an að heyra þig segja frá þeim tím-
um er þú varst til sjós. Ekki er ég
í neinum vafa um það að þú hefðir
orðið afbragðs skipstjóri og sómt
** þér vel sem „karlinn í brúnni".
Reyndar var sjómannsblóðið ekki
langt að sækja. Forfeður þínir í
Vestmannaeyjum sóttu flestir
hveijir sjóinn.
Þegar ég var lítil varst þú aðal-
lega í vörubflaakstri. Þar áttir þú
oft ánægjulegar stundir og eignað-
ist marga góða kunningja. Um svip-
að leyti og ég hóf minn búskap
snérir þú þér alfarið að þínum.
Þótt við værum hvort á sínum
landsfjórðungnum var umræðan um
landbúnað óþijótandi. Við vorum
að mestu sammála um stefnur,
strauma, skóla og búmark. En um
pólitíkina gegndi öðru máli. Oft
^sátum við fram eftir kvöldi í eldhús-
^inu í Ártúnum og ræddum málin.
Þú varst sjálfstæðismaður af gamla
skólanum, fylgdir stefnu Ólafs
Thors og Bjarna Benediktssonar en
hafnaðir nýfrjálshyggju og einka-
vinavæðingu. Bæði vissum við að
ekki tækist að snúa hinu af glap-
stigum en höfðum samt gaman af
að reyna.
Núna á seinni árum átti búskap-
urinn hug þinn allan. Ævinlega
þegar ég kom austur var verið að
breyta og bæta. Húsin löguð og
núna síðast var búið stækkað til
muna og aftur hafin mjólkurfram-
leiðsla. Aldrei sáust í Ártúnum
gömlu tækin grotna niður þar sem
þau voru síðast notuð. Þau voru
endurnýjuð með fárra ára millibili
og þau gömlu seld. Síðustu árin
átti ég það til að spyija þig hvort
þið hjónin'ætluðuð ekki að fara að
hætta búskapnum. Fara að hafa
það rólegt, ferðast eða bara slappa
af. Það þótti þér hreint ekki tíma-
bært. Núna væri gott að stunda
búskap og síðan reyndir þú að leiða
mér fyrir sjónir ágæti jarðarinnar
þinnar sérstaklega til heyöflunar.
Þú varst maður athafna. Öll verk
voru unnin fljótt og vel. Aldrei
mátti geyma neitt til morguns sem
hægt var að gera í dag. Ef þú hefð-
ir fengið að ráða hefði það verið
gert í gær.
Ég er þér þakklát fyrir það vega-
nesti sem þú gafst mér út í lífið
og þá umhyggju sem þú sýndir mér.
Elsku Gunnar, megi minning þín
lifa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Birna Kr. Lárusdóttir.
Þar sem við systurnar setjumst
niður til að skrifa nokkur orð um
Gunnar afa okkar hvarflar hugur-
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför ástsæls eiginmanns
mfns, föður okkar og afa,
STEFNIS ÓLAFSSONAR,
Langholtsvegi 17.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sigriður Jóhannesdóttir,
Helga Rakel og
St. Ruth Stefnis
Ingibjargar Steinunnar dætur
og afabörn.
MINIMINGAR
inn að Ártúnum. Gunnar var reynd-
ar ekki líffræðilegur afi okkar og
við kölluðum hann aldrei afa, en í
huga okkar og hjarta var hann
það. Það var því mikið áfall þegar
Gunnar greindist með krabbamein
nú síðsumars, en engin átti þó von
á að endinn bæri svo skjótt að.
Minningar okkar systranna um
Gunnar eru margvíslegar. Til að
mynda átti Gunnar þennan fína
vörubfl sem vakti mikinn áhuga.
Þessi áhugi hefur eflaust verið aug-
ljós. Að minnsta kosti tók Gunnar
eftir honum og ákvað að uppfylla
þessa heitu ósk tveggja telpu-
hnokka, svo smárra að fæturnir
náðu ekki fram af sætinu. Annað
eins undur og stórmerki og að fá
að stýra þessum bíl, aleinar, höfðu
litlar stelpur aldrei upplifað. Enn
þann dag í dag, hátt í tuttugu árum
síðar, er þessi minning ljóslifandi
og ein sú bjartasta. Sama áhuga
er að finna hjá næstu kynslóð þar
sem eitt langafabamið minntist
Gunnars ætíð sem afans sem átti
vörubílinn.
Annað atvik úr bemsku okkar
er okkur minnisstætt. Við vorum
úti að „hjálpa" Gunnari með bú-
störfin og vorum beðnar um að
fara og ná í „ballann". Þetta orð
höfðum við systurn aldrei heyrt
áður en létum mannalega og þótt-
umst vissar um að við myndum
þekkja „balla“ þegar við sæjum
’nann. Hins vegar sáum við engann
„ballann" heldur aðeins þennan for-
láta járnbala og fórum því sneypu-
legar til baka. Þegar við sögðum
Gunnari þetta hló hann mikið og
benti okkur á balli væri það sama
og bali.
Ávallt þegar komið var í Ártún
var okkur tekið með þéttingsföstu
handtaki og við boðnar velkomnar
á þann hátt sem Gunnari einum var
lagið. Á seinni árum tilheyrði það
heimsóknum að ræða aðeins um
stjómmál og þá var Gunnar í essinu
sínu. Allt var það á léttu nótunum
þó svo að við höfum sjaldnast verið
sammála.
Elsku amma, missir þinn er mik-
ill. Við vonum að guð gefí þér styrk
til að standast þetta áfall líkt og
önnur sem þú hefur gengið í gegn-
um. Við vottum þér og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Fyrsti sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja
en það er guðs að vilja
og gott er allt, sem guði’ er frá.
(V. Briem)
Sigriður, Helga Helena og
Solveig Sturlaugsdætur.
Skjótt hefur sól brugðið sumri.
Óþarft að skrifa langan eftirmála
um góðan dreng, sem lokið hefur
góðu dagsverki. Því hver og einn
skrifar sína minningu í annarra
huga. Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við þér, Silla mín,
ennfremur vinum og samferðar-
mönnum Gunnars.
Olga og Ólafur Magnússon.
Ég kynntist Gunnari þegar hann
og Sigríður Símonardóttir (Silja)
fóstursystir mín hófu búskap í Ár-
túnum 1954 þar sem hann var
fæddur og uppalinn. Þau voru mjög
glæsilegt par og þannig hafa þau
verið öll samvistarárin. Heimili
þeirra, búið og framkoma við menn
og dýr ber þessum glæsileika vitni.
Það er erfítt að nefna Gunnar einan
sér vegna þess að frá því að hann
og Silla fundu hvort annað hef ég
alltaf hugsað um þau sem Sillu og
Gurinar eða Gunnar og Sillu.
Ég og fjölskylda mín eigum
margar góðar minningar tengdar
Ártúnsheimilinu og þar höfum við
átt sanna vini. Þegar dóttir okkar
var sjö ára sagði hún eitt sinn eftir
heimsókn að Ártúnum: „Þegar ég
verð stærri ætla ég að fara í sveit
til Sillu og Gunnars." Hún var stað-
föst í þessum ásetningi og þegar
hún var tólf ára fór hún til þeirra
og dvaldi hjá þeim mörg sumur.
Á kveðjustund er þakklæti efst
í huga. Sillu, Birnu og öðrum ástvin-
um Gunnars sendi ég samúðar-
kveðjur.
Elsa G. Vilmundardóttir.
Um miðjan júlímánuð kenndi
Gunnar Magnússon bóndi í Ártún-
um á Rangárvöllum þess sjúkleika
sem dró hann til dauða. Árið 1932
fluttist hann með foreldrum sínum
að Ártúnum, ólst þar upp með
systkinum sínum i garði foreldra.
Þau Auðbjörg og Magnús ráku jafn-
an umsvifamikinn búskap í Ártún-
um, og vöndust böm þeirra allri
vinnu sem að þeim rekstri laut.
Gunnar var við nám í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni tvo vetur og
lauk prófí frá Samvinnuskólanum í
Reykjavík 1949. Jafnframt vinnu
við búrekstur í Ártúnum vann hann
m.a. við akstur í vegavinnu o.fl. og
sjósókn frá Vestmannaeyjum.
Árið 1954 hófu þau Gunnar og
Sigríður félagsbúskap með foreldr-
um Gunnars og blómgaðist bú
þeirra vel, enda var samvinna þeirra
farsæl. Árið 1968 keyptu Gunnar
og Sigríður jörð og áhöfn af foreldr-
um Gunnars og hafa rekið þar
rausnarbúskap síðan. Naut þar við
dugnaðar og hygginda. Þau Auð-
björg og Magnús voru áfram í Ár-
túnum, eftir að þau hættu búskap,
og nutu góðrar aðhlynningar, þegar
aldur færðist yfir og kraftar þrutu.
Á heimili þeirra hefur jafnan verið
margt ungmenna við sumarstörf
og bundist við þau vináttuböndum
sem ef til vill segir meira um mann-
kosti húsbændanna en mörg orð.
Þau hjón hafa gert vel til allra sem
hjá þeim hafa verið.
Að Gunnari stóðu traustir stofnar
bænda og sjósóknara og erfði hann
marga kosti áa sinna. Gunnar í
Ártúnum var maður vörpulegur á
velli, höfði hærri en meðalmenn og
vel á sig kominn, heilsteyptur
drengskaparmaður í öllu því er
hann tók sér fyrir hendur og honum
var til trúað, og æðrulaus í hel-
stríði. Söknuður þeirra er næst
standa er sár, en minningin um
ráðhollan heiðursmann, er huggun
hanni gegn.
Ég bið þann sem gefur lífið og
kærleikann að leiða hann til æðra
lífs og vernda þá sem honum eru
kærir.
Eftirlifandi eiginkonu og öðrum
aðstandendum votta ég dýpstu
samúð.
Árni Vigfússon.
Frændi okkar, Gunnar í Ártún-
um, var með hærri mönnum að
vexti, myndarlegur og sterkur vel.
Hann var búmaður góður, ákaflega
glöggur og minnugur. Hann talaði
kjarnyrta íslensku, skýrmæltur og
skorinorður. Gunnar var góður
verkstjóri, hafði ákaflega gott lag
á vinnufólki sínu, drífandi og skipu-
lagður í öllum athöfnum en þó aldr-
ei djúpt á glettni. Hann var greind-
ur vel, hafði góða frásagnargáfu
og sagði þannig frá að menn tóku
vel eftir og gripu ekki fram í fyrir
honum. Gunnar hafði næmt auga
til að sjá fyrir um útlit og kosti
búfjár síns. Hann var sívakandi
yfir velferð þess og var fénaður
hans sérstaklega fallegur og vel
fóðraður.
Bú þeirra hjóna, Gunnars og
Sillu, hefur ætíð verið rómað fyrir
snyrtimennsku og myndarskap,
jafnt úti sem inni. Við bræður telj-
um það mikla gæfu í lífi okkar að
hafa fengið að kynnast þeim hjón-
um, notið gestrisni þeirra og vin-
áttu í gegnum árin, sem börn, ungl-
ingar og fullorðnir menn. Það verð-
ur seint fullþakkað.
Megi algóður Guð styrkja þig,
Silla mín, í þinni miklu sorg.
Gunnar og Örlygur
Árnasynir.
Það haustaði skyndilega í Ártún-
um þó sumarið væri rétt hálfnað
og nú er eins og vetur konungur
hafi lagt sæng yfir sveitina mína.
Þegar ég fékk að vita að Gunn-
ar, föðurbróðir minn, ætti aðeins
skammt eftir ólifað, myndaðist ein-
hvers konar varnarlaust tóm í huga
og hjarta, sem í rauninni engin orð
geta lýst. Gunnar var alltaf svo
hraustur og bar aldurinn betur en
honum yngri menn og þess vegna
var þetta svo óvænt og svo fjarlægt.
Og þegar atburðir gerast svona
snögglega verður manni hugsað til
baka, til þess tíma þegar dauðinn
var víðsijarri og sólin skein alla
daga í Ártúnum.
Ég var svo heppin að „eiga sveit“,
eins og við systkinin kölluðum það,
og mamma og pabbi fóru oft með
okkur í heimsókn í sveitina okkar,
þar sem pabbi ólst upp ásamt systk-
inum sínum, að Ártúnum i Rangár-
vallasýslu. Þegar afi og amma
hættu búskap tóku Gunnar, föður-
bróðir minn og Silla, konan hans,
við búinu og sveitin var áfram okk-
ar. Það var alltaf svo gaman að
koma í sveitina og svo mikils virði
fyrir okkur borgarbörnin að fá að
kynnast sveitarlifinu. Fá að taka
þátt í heyskapnum, umgangast dýr-
in, finna kyrrðina og það var svo
gott að finna, hvað við vorum vel-
komin.
Árni liðu og sagan endurtók sig.
Ég fór með börnin mín í heimsókn
í sveitina og þau fengu að kynnast
sveitarlífinu og Gunnari og Sillu.
Alltaf tóku þau jafn hlýlega á móti
okkur og alltaf vorum við jafn vel-
komin í sveitina.
Gunnar var mjög metnaðarfullur
og duglegur bóndi og ber Ártún
glögglega merki þess. Þar komust
færri börn að en vildu í sveit á
sumrin og segir það meira en mörg
orð um bóndann og bóndakonuna
í Ártúnum.
Já, ég var heppin að eiga sveit,
þessa sveit. Og ég er þakklát.
Elsku Silla, ég votta þér og öllum
öðrum sem syrgja hann Gunnar
mína dýpstu samúð og bið Guð að
vaka yfir þér og hjálpa þér að yfír-
stíga sorgina.
Hrafnhildur Geirsdóttir.
Þó við vitum að eitt sinn verða
allir menn að deyja, þá er það nú
stundum þannig að erfitt er að skilja
hvers vegna einmitt nú. Andlát
Gunnars Magnússonar var ótíma-
bært að okkar mati og kom öllum
í opna skjöldu. Þessi þróttmikli og
athafnasami maður, á besta aldri,
fékk vissulega ekki langan tíma til
að beijast við manninn með ljáinn,
og við sem eftir stöndum getum
vart trúað því að lífshlaupi hans sé
lokið.
Við sem sendum þessi fátæklegu
kveðjuorð vorum svo lánsamir á
unga aldri að kynnast þeim hjónum
Gunnari og Sillu í Ártúnum. Við
vorum allir „í sveit“, eins og það
er kallað, hjá þeim yfír sumarmán-
uðina á unglingsárum okkar. Það
er ómetanlegt fyrir ungt fólk að fá
tækifæri til þess að kynnast störf-
um bóndans, læra að umgangast
dýrin og náttúruna á réttan hátt.
Það fengum við vissulega, undir
traustri og góðri leiðsögn Gunnars
Magnússonar. Gunnar var mikill
dugnaðar- og atorkumaður, sem
kunni vel til verka og hann kunni
að laða fram það besta hjá þeim
sem með honum fengu að starfa.
Hann var einstaklega barngóður og
laginn við það að kenna okkur öll
verk á þann hátt að við höfðum
ánægju af hveiju starfi. Hann var
líka óþreyttur við það að láta okkur
finna að hann treysti okkur og mat
það sem vel var gert. Við teljum
það mikið gæfuspor að hafa fengið
tækifæri til þess að dvelja í Ártún-
um hjá þessu mikla ágætisfólki.
Vinátta þess hefur verið okkur mik-
ils virði og við búum alla tíð að því
sem við lærðum þar.
Góður drengur er genginn. Við
þökkum fyrir góða vináttu og send-
um Sillu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Við biðjum góðan guð
að senda henni styrk og huggun á
stund sorgar og trega.
Einar, Hallgrímur og Guðjón.
Okkur vinkonurnar langar að
kveðja Gunnar með nokkrum orðum
og minnast þeirra góðu tíma sem
við höfum átt hjá Gunnari og Sillu
í Ártúnum.