Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Endurgreiðsla líftrygginga Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hefur opnað erlendum tryggingafélögum markað hér á landi. Gunnar Hersveinn kynnti sér tryggingar Allianz og Friends Provident. Líftryggingar með fullri endur- greiðslu o g ávöxtun eru nýjung hér á landi. SJÁLFSTÆÐIR verktakar og at- vinnurekendur eru helstu við- skiptavinir tryggingafyrirtækisins Allianz hér á landi og Friends Provident, sem selja líftryggingar sem eru endurgreiddar með ávöxt- un þegar samningi lýkur. Gildistaka samningsins um Evr- ópska efnahagssvæði opnaði er- lendum tryggingafélögum mögu- leikann á sölu trygginga hér á landi. Þýska tryggingafyrirtækið Allianz hefur nýtt sér það og er íslenska fyrirtækið Alíans umboðs- aðili þeirra. Um er að ræða sölu á söfnunartryggingum sem flokkast annars vegar í líftryggingar og hins vegar eftirlaunatryggingar. Árni Reynisson, vátryggingamiðl- ari, er með samnlng við breska tryggingafyrirtækið Friends Provident. Skattfrjálsar eingreiðslur Þýska fyrirtækið Allianz er stærsta tryggingafyrirtækið í Evr- ópu. Að sögn Guðjóns Ó. Krist- bergssonar framkvæmdastjóra Al- íans hf. sem er samstarfsaðili líf- tryggingafélags Allianz hér á landi er fé tryggingataka ávaxtað með öruggum þýskum verðbréfum og veðskuldabréfum samkvæmt mjög ströngum ákvæðum þýskra laga um slík viðskipti. Nýjungin fyrir íslendinga felst í því að líftryggingin er endur- greidd í lok samnings. Geri 30 ára einstaklingur samning til 35 ára eða til 65 ára aldurs og greiðir 10 þúsund krónur mánaðarlega er hann líftryggður fyrir 5,9 milljónir frá fyrsta degi. Líftryggingin stighækkar með hverri innborgun og getur trygg- ingataki reiknað með að fá 13.4 milljónir króna í einni greiðslu við lok samnings. Alíans hf. selur einnig eftirla- unatryggingar fyrir Allianz hér á landi. „Geri 30 ára gamall maður samning til 35 ára og greiðir 15 þúsund á mánuði, greiðir hann samtals 6,3 milljónir,“ segir Guð- jón framkvæmdastjóri „og á þá von á rúmum 23 milljónum króna í einni greiðslu við lok samnings.“ Samkvæmt bréfí frá Ríkisskatt- stjóra til Allíanz kemur þessi ein- greiðsla ekki til skattlagningar, hvort sem um er að ræða greiðslu í lifanda lífi eða við andlát, ef hún er greidd í einu lagi. Fé tryggingataka er alfarið ávaxtað af Allianz í Þýskalandi og byggja ofangreindar útborgunar- tölur, að sögn Guðjóns Ó. Krist- bergssonar, á áralangri reynslu Allianz í ávöxtun á fé viðskiptavina sinna. Meinatryggingar vegna heilsutjóns Árni Reynisson löggiltur vá- tryggingamiðlari segir að miðlari sé óháður einstökum félögum og hlutverk hans sé að leita uppi hag- stæðustu kjörin fyrir viðskiptavini sína. Hann selur tvennskonar líf- tryggingar frá breska fyrirtækinu Friends Provident, ævitryggingar og meinatryggingar. Ámi segir tryggingamar sameini spamað og vemd. Þetta em persónutrygging- amar og er markmið þeirra að vemda menn gagnvart heilsu- bresti, fjárhagsáföllum og fjöl- skyldur þeirra gagnvart óvæntum dauða. Ævitrygging er samsett líf- og lífeyristrygging, sem einnig nýtist gegn tekjutjóni á miðjum aldri. Fé tryggingatakans er ávaxtað í verð- bréfasjóðum félagsins, og hefur fólk val um ávöxtunarsjóði og flutning á milli sjóða. „Markmið ævitryggingarinnar er að eiga fyr- ir ellinni,“ segir Árni Reynisson. „En markmið meinatryggingarinn- ar er að veita vemd um starfsæ- vina.“ Meinatrygging er líf- og örorku- trygging og nýtist þegar tekjutjón verður vegna heilsubrests. Greinist tryggingataki með einn af þeim 14 sjúkdómum sem eru tilgreindir í meinatryggingunni, fær hann fulla bótafjárhæð skattfijálsa. „En ef ekki reynir á trygginguna," seg- ir Ámi, „getur tryggingatakinn eignast innistæðuna við samnings- lokin." Heilusfar meinatryggingahafa er kannað vel áður en til samninga er gengið. Hér er dæmi um 30 ára gamlan mann sem reykir ekki: Ið- gjaldið er 3.600 krónur á mánuði. Bótafjárhæðin 5 milljónir króna. Ef samningnum lýkur án bóta- greiðslu 20 árum síðar, hefur hann greitt um 870 þúsund krónur og fær rúmlega þá fjárhæð endur- greidda miðað við 7,5% ávöxtun. Meira frelsi í lífeyrismálum? íslenskir launþegar og atvinnu- rekendur eru skuldbundnir til að greiða í lífeyrissjóð stéttafélag- anna. Þaðan koma svo greiðslur eftir starfslok. Peningarnir renna óskattlagðir í lífeyrisstjóðina. Eft- irlauna- og ævitryggingar All- ianz og Friends Provident eru þvi aukafjárfestingar fyrir hinn almenna launþega eins og málum er hátt- að núna. Enginn er skyldug- ur til að kaupa líf- tryggingu. Islensk tryggingafélög hafa lengi boðið upp á hana, en hafa nú fengið samkeppni frá erlendum félögum eins og Allianz og Friends Provident. Kosturinn er sá að tryggingar þeirra eru endurgreiddar með ávöxtun við lok samnings. Nefna má að Ábyrgð hf. tók upp nýtt kerfi í sumar sem felur í sér endurgreiðslur en það er Ábyrgðarbónus. Tryggingataki með fjórar grunntryggingar eins og heimili, hús, bíl og líftryggingu, getur fengið 10% iðngjalda endur- greitt ef hann hefur verið tjónlaus á árinu og verið á greiðslur. Ljóst er að fjölbreytnin í trygg- ingum fyrir Íslendinga er að verða meiri. Atvinnurekendur hafa meira val en hinn almenni launþegi sem er bundnari. íslenskir séreigna- sjóðir eru líka að auka úrvalið á tryggingum hjá sér. Tryggingar Allianz og Friend Provident eru hentugar fyrir at- vinnurekendur og sjálfstæða verk- taka. Gallinn er bara sá að þeir verða að kaupa sér tryggingar með peningum sem búið er að skatt- leggja. Á hinn bóginn njóta þeir þess að eingreiðslur við lok samn- ingsins eru ekki skattlagðar. í samstarfssamningi ríkisstjórn- arinnar kemur fram að markmiðið sé að auka frelsi í lífeyrissjóðum á kjörtímabilinu. Nefnd hefur verið sett á laggirnar til að vinna að því. Markmið þeirra sem selja frjálsar tryggingar er að fá að taka við lögbundum greiðslum launþega í lífeyrissjóði. Það myndi hafa mikil áhrif á tryggingaumhverfið, bæði fyrir ís- lensk tryggingafélög og lífeyris- sjóði, og fyrir útlend eins og All- ianz og Friends Provident. Sorpa kynnir starfsemi sína OPIÐ hús verður í Sorpu í dag og á morgun og munu um 30 fyrirtæki, sem vinna á sviði sorphirðu og endurvinnslu, kynna starfsemi sína þar. Sýning verður á athafna- svæði fyrirtækisins og verður sýnt á 10 þúsund fermetra fleti, bæði innan dyra og utan. Inni í fyrirtækinu verður sér- stakur barnakrókur, þar sem börn geta föndrað úr úrgangs- efnum, t.d. endurunnið pappír. Jódís Olafsdóttir, kennari, hef- ur umsjón með barnakróknum. í fréttatilkynningu frá Sorpu kemur m.a. fram að þegar Sopra hóf starfsemi fyrir nær fimm árum hafi verið brotið blað í málefnum sorphirðu og endurvinnslu á íslandi. „í stað þess að urða úrgang í fyllingar upp af Gufunesfjöru hófust sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu handa um flokkun hans með skipulögðum hætti. Á þessum fáu árum hefur náðst góður árangur, því nú er um þriðjungur sorpsins end- urunninn og allar líkur á að það hlutfall muni hækka á næstu árum.“ Sænskir kjúklingar komu í verslanir Bónuss í gær Söguleg stund hjá Jóhannesi „ÞETTA er söguleg stund,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bón- us, þegar hann fékk afhent hálft tonn af frosnum, ósoðnum kjúklingum frá Svíþjóð úr fry- stigeymslu Samskipa í Holta- görðum síðdegis í gær. „Ráð- herra samþykkti innflutninginn á tíunda tímanum í morgun (gærmorgun). Ég er búinn að standa í stöðugu streði í einn og hálfan mánuð út af þessum kjúklingum, sem fáir höfðu trú á að kæmust nokkurn tíma á borð neytenda." í Bónus hafa fengist kjúkling- ar frá Móum á 600-700 kr. kíló- ið. Aðspurður um verð á sænsku kjúklingunum sagði Jóhannes að þeir yrðu seldir á 863 kr. kílóið. Innkaupsverðið væri 175 kr., flutningskostnaður og tryggingar 27 kr., GATT- tollur 499 kr., flutningskosnaður að búð 6 kr. og álagning búðar 50 kr. Samtals geri þetta 757 kr., fyrir virðisauka, sem er 14%, eða 106 kr., og þá væri útsölu- verð komið í 863 kr. kg. Ríkið fær 606 krónur af hverju kg. „Þetta er nú hagsældin í raun á fslandi í kjölfar GATT-sam- komulagsins. Ríkið fær 606 kr. af hverju kílói í sinn hlut,“ sagði Jóhannes, sem ætlar að láta eft- irspurn ráða því hvort hann tekur inn aðra sendingu af sænskum kjúklingum eða öðr- um útlenskum kjötafurðum. „Framleiðsla sænska slátur- hússins, sem ég á viðskipti við, er mjög fjölbreytt, t.d. selja þeir kjúklingasnitsel, bita og leggi í alls konar raspi og kryddi, ég hefði gaman af að prófa hvort markaður sé fyrir slíkt hér. Einnig hef ég mikinn áhuga á að flytja inn kalkúna og ef til vill fleiri kjöttegundir síðar,“ sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.