Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 1
88 SÍÐUR B/C 211. TBL. 83.ARG. SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friðargæsluliðar efins um að umsátrinu um Sarajevo verði létt Lítill hluti þungavopna Serba fluttur á brott Sarajevo. Reuter. UMSÁTURSLIÐ Bosníu-Serba hafði aðeins flutt tólf þungavopn frá Sarajevo í gær þegar þriggja daga hlé á loftárásum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á víghreiður þeirra var hálfnað, að sögn talsmanns friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, Chris Gunness. „yið erum enn efins um að Bosníu-Serbar ætli að virða að fullu samkomulagið sem þeir hafa gert,“ sagði Gunnéss. Frestur Serba til að ljúka vopnaflutningunum og létta 3'A árs umsátri um Sarajevo rennur út í kvöld sam- kvæmt samkomulagi milli Richards Hol- brooke, sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, og leiðtoga Bosníu-Serba. Vestrænir ráðamenn hafa varað við því að loftárásunum kunni að verða haldið áfram. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðust aðeins hafa séð tólf þungavopn flutt á brott, fjögur stórskotavopn, þijá skriðdreka og fimm sprengjuvörpur. Friðarsamningur fyrir árslok? Holbrooke hélt friðarumleitunum sínum áfram í gær og ræddi við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst vongóður um að friðarviðræðurnar bæru árangur. „Það gæti tekið nokkra mánuði en ef svo fer fram sem horfir tel ég að friðarsamningur verði undirrit- aður í ár.“ Perry staðfesti þessa bjartsýni með því að falla frá áformum um að senda „Stealth“-orr- ustuþotur til Ítalíu í því skyni að beita þeim gegn Bosníu-Serbum. Serbar sakaðir um fjöldamorð Stjórnarher Bosníu og Króatar héldu sókn sinni áfram í mið- og norðvesturhluta lands- ins og hafa náð 2.000 ferkílómetra svæði á sitt vald. Um 70-90.000 serbneskir íbúar svæðisins hafa lagt á ftótta vegna átakanna. Utvarpið í Sarajevo hélt því fram að serb- neskir hermenn hefðu drepið 21 íbúa bæjar- ins Donji Vakuf áður en stjómarherinn náði honum á sitt vald í vikunni sem leið. Friðar- gæsluliðar gátu ekki staðfest þetta og kvört- uðu yfir því að bosníska lögreglan leyfði þeim ekki að rannsaka málið. Úrhelli og fellibylur í Kyrrahafi Reuter HITABELTISSTORMUR gekk yfir Filippseyjar í gær og monsúnúrhelli olli flóðum í höfuðborginni, Manila. Á mynd- inni hjólar ungur Manila-búi framhjá piltum sem ærslast í vatni á götunni. Norðar á Luzon-eyju urðu 20.000 manns að flýja heimili sín vegna flóða og aur- skriða. Enn norðar í Kyrrahafi stefndi fellibylurinn Óskar í átt að strönd Jap- ans og búist er við að hann komi að Tókýó í kvöld. Þetta er einn mesti felli- bylur á þessum slóðum eftir stríð. Hjónum greitt fyrir tryggð? KONUR í breska íhaldsflokknum hafa lagt til að hjón, sem ná því að halda upp á tíu ára brúðkaupsafmæli, fái „tryggðarbónus", eða sérstakar endurgreiðslur frá skattinum. Mark- miðið með þessum greiðslum yrði að fækka skilnuðum og hvelja fólk til að hlúa að hjónabandinu. Hjónin fengju þessar greiðslur á tíu ára fresti eftir að þau ættust. Konurnar vilja að skattkerfinu verði breytt giftu fólki í hag. Þær beita sér ennfremur fyrir því að heimavinnandi mæðrum verði umbunað fyrir að ann- ast sjálfar um börnin, að sögn dag- blaðsins The Times. Klám vinsæl- ast á Alnetinu KLÁM er vinsælasta efnið á Alnetinu, samkvæmt könnun sem Harold Thimbleby, prófessor í tölvurannsókn- um við Middlesex-háskóla, kynnti á þingi breskra vísindamanna á dög- unum. „Sumir hafa kallað Alnetið tölvu- heimsþorp. Sé það rétt lýsing er þetta þorp að stærstum hluta fjölfarið vænd- ishverfi," hafði The Independent eftir Thimbleby. „Of fáir bjóða upp á áhuga- verða eða gagnlega þjónustu." Prófessorinn segir að könnunin bendi til þess að tæpur helmingur allra leita á veraldarvefnum snúist um kyn- líf. Ennfremur hafi komið fram að tí- unda hver verslun, sem noti Alnetið, selji klám- eða kynlífsefni. Morðingi sýn- ir nýja hlið LJÓÐ eftir kanadískan fjöldamorð- ingja komst í úrslit bandarískrar ljóða- samkeppni en dómnefndin féll frá ákvörðun sinni þegar hún komst að því hver höfundurinn var. Clifford Olson, sem var dæmdur fyrir morð á átta stúlkum og þremur drengjum árið 1982, orti ljóð sem hann nefnir „Velgengni". í ljóðinu segir að velgengnin felist í því að lifa „hreinu Iífi“ og gera sitt besta. „Þetta var mikið áfall fyrir okkur, enda hefur þetta aldrei gerst áður,“ sagði talsmaður Kanadíska ljóðasafns- ins, sem stendur fyrir samkeppninni. Hann sagði að stofnunin, sem verð- launar ljóð ársfjórðungslega, fengi þúsundir ljóða í hverjum mánuði og þetta væri í fyrsta sinn sem skáld væri dæmt úr leik fyrir annað en rit- stuld. KINA Á TÍMA- MÓTUM ÞETTA ER BARDAGI vmsmpniaviNNUiíF ASUNNUDEGI VILJl, ÞOR OG KRAFTUR ER ALLTSEM TIL ÞARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.