Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 8

Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 8
8 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjófar á þingi Forgöngumenn íslenzkrar spillingar sitja á Alþingi.11 Þeir hafa ákveðiö aö hækka laun sin langt umfram aðra | aðila og stela mestum hluta hækkunarhmar undan i skatti. Það gera þeir með því að búa til ímyndaöan I 40.000 króna mánaðarlegan kostnað, án nokkurra reikn- 1 " 1 1111,1 11 1 Næstur tekur til máls hæstvirtur annar þjófur Reykvíkinga.. Morgunblaðið/ppj GÖMUL Douglas Invader árásar- og sprengjuflugvél á Ieið frá Bandaríkjunum til Grikklands hafði viðkomu á Reykjavíkurflugvelli í síðustu viku. Douglas Invader lenti á Reykj avíkurflugvelli VEGNA legu landsins er ísland ákjósanlegur millilendingar- staður fyrir gamlar flugvélar á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf. Ein slík, gömul Douglas A-26 Invader árásar- og sprengju- flugvél, sem var á leiðinni frá Flórida í Bandaríkjunum til nýrra eigenda í Grikklandi, átti viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Invader flugvélarnar voru teknar i notkun á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og komu fyrst fram á vígstöðvum í Kyrra- hafinu vorið 1944, en um haust- ið það ár voru þær komnar í notkun í Evrópu í átökum við herafla Hitlers. Síðar meir voru flugvélar af þessari gerð talvert notaðar í Kóreustríðinu og gerðu þær m.a. fyrstu sprengjuárásir Bandaríkja- manna á skotmörk í Norður- Kóreu í júní árið 1950. Ennfrem- ur voru Invader vélar notaðar í Víetnam-stríðinu, en þær síðustu voru teknar úr notkun flughers Bandarílganna árið 1969. Meðal annarra þjóða sem notuðu Invader flugvélar voru Frakkar, í nýlendustríðum sínum í Indó- Kína og Alsír, og Bíafrabúar, í tilgangslausu frelsisstríði sínu. Breytt í forstjóravélar Á árunum eftir síðari heims- styijöld var mörgum Invader vélum breytt í einkaflugvélar, m.a. þóttu þær henta vel sem „forstjóravélar" sökum þess hvað þær voru hraðfleygar og voru slíkar vélar „einkaþotur" þess tíma. Vélin sem hér hafði viðkomu var ein slikra véla og var innréttaður farþegaklefi fyrir sjö manns aftan við væng- inn. Ennfremur þóttu þær henta vel til margvíslegra verkefna, s.s. ljósmynda- og landmælinga- flugs og til slökkvistarfa við skógarelda. Nú á dögum eru Invader flug- vélar afar vinsælar á flugsýn- ingum víða um lönd og mun vélin sem hér var á ferðinni væntanlega verða notuð til að ferðast milli flugsýninga í Evr- ópu. Eigendur hennar eru að koma sér upp safni gamalla flugvéla skammt utan Aþenu. Það er ætlun eigendanna að halda flugvélum safnsins i flug- hæfu ástandi, en ekki safna ryki eins og á hefðbundnum söfnum. Nú þegar á þetta safn einn Cata- lina-flugbát og ráðgera eigend- urnir kaup á öðrum samskonar innan tíðar. i Fyrsti alþjóðlegi ósondagurinn Osongatiðá stærð við megin- land Evrópu Sigurbjörg Gísladóttir Sameinuðu þjóðimar efndu til fyrsta al- þjóðlega óson- dagsins í gær. Ósondagur- inn er haldinn til að vekja athygli á því hvemig dreg- ið hefur verið úr notkun ósoneyðandi efna og minna á að baráttunni fyr- ir vemdun ósonlagsins sé alls ekki lokið. Iðnvædd ríki (25% jarðarbúa) hafa nær hætt allri notkun óso- neyðandi efna. Þróunar- löndin eiga hins vegar töluvert í land. Sigurbjörg Gísladóttir, forstöðumaður eiturefna- sviðs Hollustuvemdar rík- isins, segir að íslendingar hafi verið virkir á alþjóða- vettvangi' með þátttöku í gerð tillagna um hvemig draga megi úr notkun efnanna. „Hér innanlands höfum við unnið að því að takmarka skaðleg efni. Fyrst var einblínt á svokölluð freon (klórflúorkolefni) en notkun þeirra í úðabrúsum var bönnuð hér á landi árið 1989. Freon em hins vegar töluvert útbreidd í kæliiðn- aði og framundir það síðasta við plastframleiðslu svo dæmi séu tek- in. Halón eru enn hættulegri um- hverfínu en freon. Efnin hafa nær eingöngu verið notuð í slökkvitæki og slökkvikerfí og hefur uppsetn- ing þeirra tækja verið bönnuð. Hins vegar eru þau enn í eldri slökkvibúnaði. Nú er einnig farið að tala um önnur skaðleg efni á borð við vetnisklórflúorkolefni sem eru mikið notuð í kæliðnaði og metyl- brómíð en það er ekkert notað hér á landi.“ - Hvernig verður ósoneyðingin? „Þessi efni em mjög stöðug og geta enst áratugum saman. Efnin berast upp í lofthjúpinn, upp í heiðhvolfið, og brjóta þar niður óson við vissar aðstæður. Þessar aðstæður, einkum kuldinn, skapa skilyrði fyrir efnahvörfin á Suður- hvelinu. Ein lítil sameind getur komið af stað keðju svo að fjöldinn allur af ósonsameindum brotnar niður. Með því raskast eðlilegt jafnvægi en fyrir áhrif sólarljósins er óson stöðugt að myndast og brotna niður.“ - Hvað um Norðurhvelið? „Ósoneyðing hefur mælst á Norðurhvelinu en að- stæður til ósoneyðingar verða miklu sjaldnar á því svæði en á Suður- hvelinu. Þynningin hér kann að hluta til að stafa af hreyfingu loft- massanna og ósoneyð- ingu annars staðar. Veðurstofan hefur gert mælingar á ósonlaginu áratugum saman." - Hvernig er ástandið núna? „Ýmislegt getur haft áhrif á ósoneyðingu, t.d. eldgos, og því er hún töluvert sveiflukennd. Ósoneyðingin er mest í september og október á Suðurskautinu og nýlega var í fréttum að mæling- amar hefðu leitt í ljós að gatið væri nú stærra en nokkru sinni fyrr og væri á stærð við meginland Evrópu. Þynning ósonlagsins er nú yfir 70% þar sem hún er mest.“ - Hvaða skaða getur þynning ósonlagsins valdið? „Ósonið ver okkur fyrir útfjólu- bláum geislum (UV-B) og eftir því sem fleiri geislar sleppa í gegn eykst hættan á húðkrabbameini og vissum augnsjúkdómum. Eins hefur verið talað um að aukin ► Sigurbjörg Gísladóttir, for- stöðumaður eiturefnasviðs Hollustuverndar ríkisins, er fædd 14. nóvember 1948 í Reykjavík og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Sigurbjörg lauk Cand. real. prófi í efnafræði með lífræna efnafræði að sér- sviði frá Háskólanum í Osló árið 1979. Að því loknu starfaði hún eitt ár í Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins og við kennslu í Flensborgarskóla í um fjögur ár. Frá árinu 1984 hefur Sigurbjörg starfað hjá Hollustuvernd ríkisins. Fyrstu árin vann hún að loftmengunar- málum á mengunarvarnasviði og frá upphafi ársins 1993 hef- ur hún verið forstöðumaður eiturefnasviðs. Maki Sigurbjargar er Hreinn Hjartarsson, veðurfræðingur, og eiga þau þrjú börn. geislun hafí áhrif á ónæmiskerfíð. Geislunin hefur áhrif á þörunga- svifíð í sjónum. Sú breyting hefur áhrif á alla lífkeðjuna. Einnig hef- ur verið talið að geislunin hafi áhrif á viðkvæman gróður og upp- skeru í landbúnaði. Ósonið hefur því áhrif á allan okkar lífsgrund- völl. Mér fínnst rétt að leggja áherslu á að menn eru sammála um að ef við hefðum ekki með Vínarsáttmálanum árið 1985 og Montreal-bókuninni 1987 náð samkomulagi um að draga úr notkun ósoneyðandi efna værum við mun ver stödd en við erum þrátt fyrir allt í dag.“ - Hefur verið könnuð tíðni húðkrabbameins meðal Suðurskautsfara? „Ég veit ekki til að gerð hafi verið könnun á því en menn hafa talið sig geta sannað að öruggt samhengi væri á milli ósoneyðingar og fjölgunar húð- krabbameinstilfella. Reyndar hef- ur verið komist að því með rann- sóknum að 1% þynning valdi 2% aukningu í tíðni húðkrabbámeins." - Hvernig getur almenningur lagt sitt af mörkum til að hefta eyðingu ósonsins? „AÍmenningur getur auðvitað hjálpað til með neyslumynstri sínu. Ég nefni til dæmis halón- slökkvitæki inni á heimilum eða í bílum. Eigendur tækjanna ættu að skila þeim inn svo halónið losni ekki út í andrúmsloftið og skaði ósonlagið. Neytendur ættu al- mennt að forðast ósoneyðandi efni en oft er erfítt fyrir þá að gera sér grein fyrir því hvort vörur innihalda slík efni.“ 1% þynning veldur 2% aukningu í tíðni húð- krabbameins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.