Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 14
14 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
________________________LISTIR
Ekki hægt að koma
í veg fyrir að fólk lesi
Jason Epstein vinnur við útgáfu hjá banda-
ríska forlaginu Random House. Karl
Blöndal komst að því að hann er óttalaus
um framtíð bókarinnar, en fínnst hins
vegar vera skortur á góðum rithöfundum
um þessar mundir.
JASON Epstein er matargat.
Hann er einnig innsti koppur
i búri eins stærsta útgáfufyr-
irtækis Bandaríkjanna, Ran-
dom House, og hafði um langt skeið
yfirumsjón með öllum bókaforlögum
þess. Epstein hyggst á næstunni
gefa út Sjálfstætt fólk eftir Halldór
Laxness í Bandaríkjunum og hefur
ekki áhyggjur af því að bókin verði
ekin niður á upplýsingahraðbraut-
inni, hvað sem öllum hrakspám líður.
„Það hvarflar ekki að mér eitt
augnablik að hætta sé á að bókin
verði úrelt,“ sagði Epstein yfir morg-
unverði með digran vindil skagandi
upp úr bijóstvasa skyrtu sinnar. „Það
sem er framleitt er ekki jafn gott
og það var, rithöfundar þessarar
kynslóðar standa sig ekki jafn vel
og maður hafði búist við. Sá rithöf-
undur er vandfundinn í mínu heima-
landi, eða Englandi, sem mun kom-
ast hjá því að hverfa með næstu
kynslóð. En það kemur rafmiðlum
(electronic media) ekkert við, heldur
einhveiju^ öðru, sem ég veit ekki
hvað er. Ég held að þessir ijölmiðlar
eigi ekki eftir að breyta neinu um
það hvernig bækur eru skrifaðar eða
framleiddar. Ég get ekki ímyndað
mér að fólk eigi eftir að lesa bækur
á tölvuskjám."
í mótsögn við mannlegt eðli
Þaðan af síður getur hann ímynd-
að sér að fólk hætti einfaldlega að
lesa: „Slíkt væri í mótsögn við mann-
legt eðli,“ sagði Epstein. „Fólk les
rétt eins og það borðar og andar.
Það er ekki hægt að koma í veg
fyrir að fólk lesi. Það er þess vegna,
sem auglýsingar hafa áhrif: það er
hægt að trana fram fáránlegasta
efni og fólk les það.“
Epstein kvaðst þeirrar hyggju að
mest lesnu bækurnar væru verri en
áður. „Ástæðan er sjónvarp," sagði
hann. „Ákveðið fólk kemur fram í
sjónvarpi og bækur þessa fólks verða
mjög vinsælar. Bókin, sem nú trónar
á toppinum, er eftir einhvem sjón-
varpsmann, sem ég hef aldrei heyrt
á minnst. Um leið og einhver verður
vinsæll í sjónvarpi er rakið metsö-
luráð að setja nafn hans á bó-
kakápu. Svo skrifar einhver annar
bókina."
Hann er ekki hrifnari af metsölu-
listanum yfir skáldsögur: „Hann er
til skammar. Þar er ekki að finna
alvarlega skáldsögu."
Epstein sagði að þetta hefði verið
á annan veg fyrir tveimur áratugum.
Þá var viss tegund vinsælla sagna
aðeins gefin út í pappírskilju. Þær
voru ekki taldar nógu mikilvægar til
að koma út í hörðu bandi. Höfundar
þessara bóka urðu hins vegar marg-
ir eftirsóttir og gátu farið fram á
meira fyrir sinn snúð. Það voru tak-
mörk fyrir því hvað hægt var að
hækka kilju í verði, en sá vandi var
leystur með því að gefa þessa höf-
unda út í hörðu bandi.
„Margar þessara bóka á-vinsælda-
listunum hefðu verið gefnar út í
pappírskilju og hent fyrir tuttugu
árum,“ sagði Epstein.
Random House
Random House hefur fjölda bóka-
forlaga á sínum snærum: þar má
KVIKMYNPIR
Háskólabló, Sagabíó
og Borgarbíó
Aku rey ri
CASPER
Leikstjóri Brad Silberling. Handrits-
höfundar Sherri Stoner og Deanna
Oliver. Tónlist James Horner. Kvik-
myndatökustjóri Dean Cundy. Sjón-
rænar brellur ILM. Aðalleikendur
Christina Ricci, Bili Pullman, Cathy
Moriarty, Eric Idle. Bandarísk. Uni-
versal 1995.
CASPER er hreinræktað ævin-
týri enda úr smiðju Amblin fyrir-
tækis Stevens Spielberg með
dæmalaust góðri brellugerð, ætt-
aðri úr galdraverksmiðju George
Lúcas, Industrial Light and Magic.
Þegar þessir tveir töframenn leiða
saman alla sína kunnáttu er öllum
hindrunum rutt úr vegi, hver ný
mynd er nýr sigur í brellutækni
Casper
og Kata
nútíma kvikmyndagerðar. Myndin
reynir að vera e.k. E.T. að handan
en nær því ekki en er hinsvegar
dúndurskemmtileg rússíbanareið
fyrir alla fjölskylduna, að ekki sé
talað um smáfólkið.
Kvenskass (Cathy Moriarty) erfir
sannkallað draugabæli norður í
Maine og er það hið eina sem hún
fær eftir karl föður sinn. Hún og
félagi hennar (Eric Idle) komast að
því að fjársjóður er falinn í hjallin-
um og ennfremur að þar er kol-
reimt. Ráða því draugabanann
Harvey sér til fulltingis og mætir
hann á staðinn ásamt Kötu (Christ-
ina Ricci) dóttur sinni. Hún vingast
við góða drauginn Casper en karl
faðir hennar á fullt í fangi með að
yeijast þrem, öllu illvígari aftur-
göngum. Og skassið fylgist með
framvindunni.
Brellusmiðirnir eru fremstir og
skapa sannkölluð stórvirki, hreint
makalausan draugagang þar sem
öll áherslan er lögð á gamansemina
enda minnir Casper óneitanlega á
fjölskyldumynd frá Disney-verk-
smiðjunum. Allt á léttum ævintýra-
nótum; góðir draugar og slæmir og
gott mannfólk og vont. Eric Idle
og Cathy Moriarty sprella konung-
lega fyrir litla fólkið en Pullman
nær sér ekki vel á strik. Það er
hinsvegar Christina Ricci sem stelur
senunni í hópi leikpersóna af holdi
og blóði. Bamastjarnan úr Addams
fjölskyld u-myndunum er orðin
bráðefnileg, ung leikkona. Fjöl-
skyldugamni í þessum gæðaflokki
er fyrirgefin dulítil væmni undir
lokin. Hún skaðaði ekki ánægju
yngstu áhorfendanna og þá er til-
ganginum náð.
Sæbjörn Valdimarsson
Smábréf til forseta Bandalags
íslenskra listamanna
Hjálmar H. Ragnarsson
tónskáld
ÞAR sem þú ert málsvari og í
raun eins konar réttar-
gæslumaður íslenskra lista-
manna, vil ég skjóta til þín máli,
er varðar meðferð á hugverki. Svo
er mál með vexti, að ég hef unn-
ið úr þjóðlagi nokkru tónverk, sem
þekkt er undir nafninu Vísur
Vatnsenda-Rósu. Verkið er í þrí-
skiptu formi og er A hluti þess
íslenskt þjóðlag, en B hluti mín
tónsmíð. Þá er einnig þess að
geta, að í niðurlagi þjóðlagsins,
Enginn lái öðrum frekt, eins og
það er á blaðsíðu 831 í þjóðlaga-
safni Bjama Þorsteinssonar,
breytti ég tveimur síðustu töktun-
um (af átta töktum lagsins). Höf-
undarréttur minn nær því yfir
breytinguna á þjóðlaginu, frum-
gerð miðhlutans og samskipan
þessara laga, sem mynda þá heild,
er nefnast Vísur Vatnsendá-Rósu
en hennar er aðeins getið í megin-
máli á bls. 813, í safni Bjarna.
í kvikmyndinni Tár úr steini
eru þessar tónhendingar notaðar,
það er, laglínan óbreytt, eins og
ég útbjó hana og samdi en með
annarri hljómskipan. Tónlist kvik-
myndarinnar er gefin út á geisla-
diski og er gerð mín á þjóðlaginu
notuð í nr. 7 og í nr. 11 er lagið
í heild, fyrst leikið á píanó, þá af
blásurum og síðan af fullri hljóm-
sveit í raddsetningu þinni og skrá-
ir þú þig sem höfund tónlist-
arinnar. Það skal tekið fram, að
geisladiskurinn er gefinn út af
Islenskri tónverkamiðstöð, fyrir-
tæki, sem Jón Leifs og ég ásamt
öðmm félögum í Tónskáldafélagi
íslands stofnuðum, til hagsbóta
fyrir íslensk tónskáld og til að
vernda fjölföldunarétt þeirra á
eigin hugverkum.
Mörgum kann að þykja hér
mikið gert úr litlu en höfundarétt-
ur tekur ekki mið af því en hefur
sömu stöðu, er gildir um allar
eignir manna, stórar og smáar.
Varðandi tónlistarhugverk er lagt
bann við því að taka það upp sem
heild, eða að hluta til, útsetja eða
fjölfalda með einhveijum hætti
án leyfis höfundar.
Varðandi þetta lag má skipta
umhugsunaratriðunum í sex
þætti, að mínu mati;
1) breytinginguna á þjóðlaginu
og miðlagið notar þú óbreytt án
leyfis,
2) raddsetur án leyfis,
3) hljóðritar án leyfis,
4) notar það í kvikmynd án
leyfis,
5) gefur það út á geisladisk án
leyfis og síðast en ekki síst,
6) eignar þú (úsetjari) þér allt
hugverkið.
Þrátt fyrir að þú eigir að vaka
yfir rétti samlistamanna þinna,
ætla ég ekki að setja þig í sömu
stöðu og Salomon, að dæma í eig-
in sök, heldur senda Stefi ósk um
að þetta mál verði tekið til athug-
unar, því of oft hafa höfundar
orðið að þola misnotkun verka
sinna, án þess að réttur þeirra
hafí verið virtur og er mál að linni,
því svona gerir maður ekki.
Reykjavík, 15. september 1995,
Jón Asgeirsson.
Morgunblaðið/Þorkell
JASON Epstein vinnur að bókaútgáfu hjá stærsta
forlagi Bandaríkjanna.
nefna bókaforlögin Pantheon, Knopf,
Vintage, New York Times Books,
Ballantine, Fawcett og Crown svo
eitthvað sé nefnt. Epstein var rit-
stjóri þeirra allra, en lét endanlega
af því starfí fyrir ári. Nú kvaðst hann
aðeins fást við það, sem honum þætti
áhugavert, auk þess sem hann feng-
ist við matargerðarlist af mikilli elju.
Sér hefði meira að segja tekist að
leggja eldhús eitt í Reykjavík undir
eldamennsku sína eina kvöldstund.
Hann kvað ábyrgðina á því hvað
bækur um þessar mundir væru rislitl-
ar ekki liggja hjá forlögunum: „Við
fáum einfaldlega ekki góð handrit."
Epstein ,er útgefandi Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar og finnst mikið til
hans verka koma. Hann hefur einnig
lesið enska þýðingu á Sjálfstæðu
fólki eftir Halldór Laxness, sem nú
er aðeins fáanleg í fornbókaverslun-
um vestan hafs. Epstein hyggst gera
þar breytingu: „Mér fínnst það yndis-
leg bók,“ sagði Epstein. „Hún verður
gefin út í kilju með formála eftir
Brad Leithauser, sem er ljóðskáld
og á stóran þátt í þessari útgáfu.“
Nýjar bækur
Hollensk verð-
launaskáldsaga
EINN vinsælasti og um
leið virtasti rithöfundur
Hollendinga, Cees
Nooteboom, er gestur á
bókmenntahátíð 1995
sem nú stendur yfir.
Hann hlaut Evrópsku
bókmenntaverðlaunin
árið 1993 fyrir bók sína
Sagan sem hér fer á
eftir sem kom út í gær
hjá Vöku-Helgafelli.
Cees Nooteboom
fæddist í Haag í Hol-
landi árið 1933. Hann
missti föður sinn í síð-
ari heimsstyrjöld í loftá-
rás á Haag og varð fjöl-
skyldan að flytja út í
sveitir landsins eftir það. Hann hlaut
menntun sína meðal munka en það
gekk ekki þrautalaust fyrir sig því
að hann var fjórum sinnum rekinn
úr skóla. Frá árinu 1953 hefur hann
ferðast um heiminn og skrifað um
ferðir sínar.
Nooteboom gat sér fyrst orð sem
skáldsagnahöfundur
árið 1980 með bók sinni
Rituelen, en frægasta
bók hans er Sagan sem
hér fer á eftir og er hún
sjöunda skáldsaga No-
otebooms, en hann hef-
ur hlotið fjölmargar við-
urkenningar fyrir bæk-
ur sínar.
Sagan sem hér fer á
eftir hefur hvarvetna
fengið lofsamlega
dóma. Marcel Reich-
Ranicki, sem varð fræg-
ur fyrir það á dögunum
að rífa nýjustu bók
Gúnters Grass í sig á
forsíðu Spiegel, sagði í
umsögn sinni um Nooteboom og
Söguna sem hér fer á eftir: „Einn
merkasti rithöfundur Evrópu og
kannski ein merkasta bók sem ég
hef lesið á þessu ári.“
Utgefandi er Vaka-Helgafell.
Kristín Waage þýddi bókina sem er
125 blaðsíður. Bókin kostar 1.990 kr.
Cees Nooteboom
Göngnlag tímans
ÚT ER komin skáld-
sagan Göngulag
tímans eftir þýska rit-
höfundinn Sten Na-
dolny, sem nú er gestur
Bókmenntahátíðar.
Sagan Ijallar um
hinn fræga enska sæ-
fara og landkönnuð
John Franklin (1786-
1847). Sá Franklin sem
Nadolny hefur skapað
er að mörgu leyti frá-
brugðinn hinni sögu-
legu fyrirmynd. Hann
er einkennilega hægur
í tali og hugsun og öll-
um viðbrögðum og
leggur annan mæli-
kvarða á timann en flestir i kringum
hann. Er öll sagan sögð frá sjónar-
homi hins hægláta. Segir hér frá
æsku Franklins þar til hann gengur
í sjóherinn. Hann tekur
þátt í blóðugum sjóor-
ustum við Kaupmanna-
höfn og Trafalgar. Eftir
að ferli hans í sjóhemum
lýkur gerist hann land-
könnuður og leggur upp
í erfíða leiðangra í leit
að siglingaleið í norðri
frá Atlantshafí til Kyrra-
hafs. Loks gerist hann
nýlendustjóri í Tasma-
niu. Þessi sögulega
skáldsaga heitir á frum-
málinu Die Entdeckung
der Langsamkeit og kom
fyrst út árið 1983. Síðan
hefur hún verið þýdd á
fjölda tungumála.
Útgefandi er Mál og menning.
Arthúr Björgvin Bollason þýddi bók-
ina sem er 310 blaðsíður. Bókin kost-
ar 3.480 kr.
Sten Nadolny