Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 16

Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 16
16 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen KÖNIGSBERG er horfin og Kaliníngrad, með ljótum blokkum, lélegum bílum og rússneskum hermöjnnum, er komin í staðinn. (P)RÚSSNESKA VIRKIB VTD EYSTRASALT Rússneska borgin Kalíníngrad, sem áður var þýzk og hét Königsberg, á sér sérkennilega sögu og tilveru. Ólafur Þ. Steph- ensen heimsótti staðinn, þar sem gamlir prófessor- ar í marx-lenín- isma lesa Kant, rússneski Eystra- saltsflotinn ryðgar — og Prússarnir snúa aftur. RÚSSNESKA borgin Kalín- íngrad við Eystrasalt á sér sérkennilega sögu. Hún var stofnuð á 13. öld sem þýzkt virki. Fram til ársins 1945 hét hún Königsberg og var austasta stórborg Þýzkalands ásamt því að vera höfuðborg Austur-Prússlands. Borgin tengist þýzkri sögu með ýmsum hætti, einna þekktust er hún sennilega sem heimaborg heimspek- ingsins Immanúels Kant, sem fædd- ist og dó í borginni — og fór helzt aldrei út fyrir háskólahverfið. í sókn sinni til vesturs 1944-45 sat rauði herinn um Königsberg en þýzkar hersveitir vörðust af kappi, enda hafði Hitler útnefnt borgina eitt af óvinnandi virkjum sínum. Borgin var að mestu leyti lögð í rúst og í stríðslok slógu Sovétríkin eign sinni á Königsberg og héraðið í kring. Árið 1946 hlaut borgin nýtt nafn, í virðingarskyni við kommún- istaforingjann Kalínín, sem dó sama ár. Þeir af þýzku íbúunum, sem enn héldust við í borginni, voru hraktir burt og Rússar frá héruðum, sem höfðu orðið illa úti í stríðinu, flutt- ust til Kalíníngrad þúsundum sam- an. Kalíníngrad varð eitt af víghreiðr- um Sovétríkjanna. Þar er heimahöfn Eystrasaltsflotans, sem var stolt borgarinnar, og ekki er ósennilegt að margir af kafbátunum, sem voru uppi í landsteinum Svíþjóðar um árabil, hafi verið þaðan komnir. Af um 900.000 íbúum héraðsins voru 100.000 hermenn og enn fleiri tengdust hernaðarstarfsemi með einhveijum hætti. Árið 1991 varð skyndileg breyting á högum Kalíníngradbúa. Sovétríkin hrundu og allt í einu hafði Kalín- íngrad fjarlægzt heimalandið, Rúss- iand, um 500 kílómetra og Litháen og Hvítarússland voru komin upp á milli. Samgöngur urðu erfiðar, efna- hagslífið tók djúpa dýfu og mörgum Kalíníngradbúum fuiast. þejr hafa. gleymzt á ókunnri strönd. Breyting- arnar hafa jafnvel skapað sálræna kreppu hjá fólki, vegna þess að for- tíð þess og rætur eru í Rússlandi — fyrsta kynslóð innfæddra Kalín- íngradbúa er ekki nema á fimmtugs- aldrinum — og því finnst það hafa verið skorið frá rússneskri menningu og svífa um í einhvers konar tóma- rúmi. í ljósi hinnar sterku föður- landshyggju Rússa og mikilvægis hinnar miklu móður, Rússlands, í sálarlífi þeirra, er þetta ömurleg aðstaða fyrir fólkið í Kalíníngrad. „Skyndilega þarf ég að sýna vega- bréfíð mitt mörgum sinnum til að komast til Sankti Pétursborgar, þar sem ég var í háskóla," segir blaða- maðurinn Míkhaíl Vorontsov við mig. „Það er óþægileg tilfinning. Við erum ein hérna úti.“ Nágrannarnir skelfast víghreiðrið Ekki alveg ein. Til varnar rúmlega 800.000 óbreyttum borgurum í Kal- íníngrad og nágrenni eru 40.000 hermenn úr Eystrasaltsflotanum og 11. rússneska hernum. Þó hefur verið fækkað um meira en helming í flotastöðinni frá því að rauði herinn var upp á sitt bezta. Viktor Kravtsj- enkó, varaaðmíráll og næstæðsti yfirmaður Eystrasaltsflotans, viður- kennir að fjárskortur valdi því að ekki sé hægt að halda úti nema tak- mörkuðum fjölda skipa, og þá yfir- ryðgi í höfninni í Baltíjsk (áður Pil- lau — rússneskar nafngiftir í hérað- inu eru mátulega frumlegar: Baltíjsk, Sovétsk, Slavsk, svo dæmi séu nefnd). Sænski flotinn hafi boð- izt til að hjálpa til við að farga skip- um. „Flotinn gegnir ekki lengur neinu hlutverki á heimsvísu, hann er bara til þess að veija rússneska landhelgi," segir Kravtsjenkó. Hann segir suma íbúa Kalíningrad hafa tekið samdrætti í hernaðarumsvifun- um illa, hann snerti stolt þeirra og öryggistilfinningu. Flestir skilji þó að niðurskurðurinn sé nauðsynlegur. Þótt Kravtsjenkó segi Eystra- saltsflotann nú sinna sakleysislegu landvarnahlutverki, eru nágrannar Kalíníngradbúa í Eystrasaltsríkjun- um órólegir yfir hinum mikla fjölda rússneskra hermanna á jafnlitlu svæði. Eystrasaltsríkin eru eins og lús milli tveggja nagla þar sem ann- ars vegar eru öflugar hersveitir í kringum Sankti Pétursborg og hins vegar flotastöðin í Kalíníngrad. Lit- háen og Rússland hafa samið um herflutninga og borgaralega umferð til Kalíníngrad yfir litháískt land- svæði. Mikil spenna er hins vegar í samskiptunum og báðir kvarta und- an stífni og samningsbrotum. Ráða- menn í Tallinn, Riga og Vilnius vilja gjarnan að Kalíníngrad verði her- laust svæði, en því taka Rússar víðsfjarri. í Eystrasaltsríkjunum á sú hugmynd fylgi að fagna að Kalín- íngrad öðlist sjálfstæði frá Rússlandi og verði „fjórða Eystrasaltsríkið", en þessi hugdetta fellur í grýttan jarðveg meðal Kalíníngradbúa sjálfra. Við komuna til Kalíníngrad fór ekki hjá því að farþegum með flug- vél SAS frá Kaupmannahöfn dytti í hug að hernaðarmáttur Rússlands væri ekki lengur sá, sem hann áður var. Fresta varð lendingu á flugvell- inum við borgina, vegna þess að á miðri flugbrautinni sat Antonov-her- an Uma í einu. Mörg skip Ilugvf.i, suii þafði tapa.ðJijólasL llinu þegar hún lenti. SAS-vélinni var snúið til Gdansk í Póllandi, þar sem flugstjórinn fékk sér sígarettu og sagði þetta alvanalegt í Kalíníngrad. Þegar boð bárust um að búið væri að hreinsa Antonov gamla upp af flugbrautinni, var loksins hægt að lenda og hefja þátttöku í hinni sovézku biðraðamenningu, sem enn er í fullu gildi í Kalíníngrad. Prússar í pílagrímsferð Fyrir nokkrum árum hefðu fáir haldið á þýzku vegabréfi í biðröðinni við vegabréfaskoðunina — það var álit sovézkra stjórnvalda að heim- sóknir frá fyrrverandi íbúum Kalín- íngrad væru ekki heppilegar. Nú var hins vegar stór hópur af rosknum Þjóðveijum á meðal farþega frá Kaupmannahöfn. Þeir iðuðu í skinn- inu að komast til borgarinnar, þar sem æskuheimili þeirra höfðu staðið. Á flugvellinum seldu framtakssamir unglingar kort, annars vegar af gömlu Königsberg og hins vegar af Kalíníngrad dagsins í dag. Þetta reyndist þarfaþing, vegna þess að gatnakerfinu hefur verið gjörbreytt, auk þess sem engin þýzk götunöfn eru til lengur. Kortin tvö mátti svo leggja saman til að Þjóðveijarnir gætu áttað sig á því við hvaða götu með óskiljanlegu nafni æskuslóðirn- ar væru. Sessunautur minn í flugvallarrút- unni var af gyðingaættum og hafði flúið Königsberg ásamt foreldrum sínum árið 1933, er Hitler komst til valda. Hann var því að líta Königs- berg augum í fyrsta sinn í 62 ár — eða var það Kalíníngrad? Til að byija með starði hann út um bílgluggann í von um að koma auga á grafreit gyðinga, en þegar rútan nálgaðist miðborgina var orðið ljóst að hann væri Iíkast til löngu kominn undir malbik og steinsteypu — rétt eins og flest annað, sem gamli gyðingur- inn mundi eftir úr æsku sinni. Hann kvaddi með þeim orðum að hann ætlaði að reyna að finna brúna, sem hann hefði búið við, þá gæti hann kannski áttað sig á umhverfinu. Königsberg kemur aldrei aftur Síðastliðin þijú ár hafa um 50.000 Þjóðveijar á ári komið í pílagríms- ferð til Kalíníngrad. Margir búast við að finna eitthvað af gömlu Kön- igsberg, en flestir verða fyrir von- brigðum. Fáeinar byggingar standa eftir, til dæmis dómkirkjan með gröf Kants og gamalt virki. En Königs- berg með glæsibyggingum sínum, breiðgötum og prússnesku sögu kemur aldrei aftur — Kalíníngrad með ljótum, sovézkum blokkum, lé- legum bílum, babúskum með skuplu og rússneskum hermönnum í græn- um einkennisbúningum er það sem komið hefur í staðinn. Sem flest merki um þýzka byggð voru máð út — á gömlu skólahúsi má greina orðið „Schule“, ritað með gotnesku letri undir flagnandi málningunni, sem huldi það áður. Morgunverðar- salurinn á Hótel Tourist er fullur af aldurhnignum Prússum, sem hrista höfuðið og formæla því hvern- ig fæðingarborg þeirra hefur verið eyðilögð. Sovézk stjórnvöld höfðu engan áhuga á að varðveita sögulegar byggingar Prússa, sem skemmzt höfðu í stríðinu. Jafnvel þær, sem enn voru uppistandandi í stríðslok, voru brotnar niður. Þannig fór til dæmis fyrir einni frægustu bygg- ingu Königsberg, Konungskastal- anum svonefnda, sem stóð þar sem nú er miðpunktur borgarinnar. Á sjöunda áratugnum lýsti sovézki héraðsstjórinn því yfir að kastalinn væri tákn prússneskrar hernaðar- hyggju og lét rífa hann. í staðinn var hafizt handa um byggingu tutt- ugu hæða móðgunar við fegurðar- skynið — „Hús sovétanna" sem vegna hönnunargalla og ótal slysa v>ð bygginguna stendur ennþá hálf- karað á gríðarstóru torgi og er lítil borgarprýði. Rússnesku íbúarnir hvísla um það sín á milli að líkast til hafi yfirvöldunum hefnzt fyrir að rífa Konungskastalann. Þýzkir peningar — þýzk heimsvaldastefna? Samskipti þýzku ferðamannanna og eldri Kalíníngradbúa eru ekki alltaf auðveld. Rússarnir vita sem er, að Prússarnir fæddust og ólust upp í borginni, en sjálfir eru þeir fæddir austur í Rússlandi og komu I | L » L II » I b c .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.