Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 22
22 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
TÁKÍU
Stjörnusamloka m/ananas.340
Stjörnusamloka m/sveppum .. 340
m/skinku.osti og sósu 260
jpp*!e>y8s@iiyskinku, osti o.tl... 380
X‘SSMÉ;gi, Skinku o.fl. .... 380
.....................140
IrZT....190
.......... 240
M.-. .j.ari ....... 270
iJ^OTÉari .......... 340
Y JBtomari með ananas 340
ami&sr 350
(sissmém**,.. 410
" - I .315
/ ' k 465
fe;f299
: 4 ^tSsfamStsssáé^. 195
0
....
■
SXaBJ?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VILJl ÞOR OG KRAFTUR
ER ALLTSEM TIL ÞARF
eftir Hildi Friðriksdóttur
SYSTKININ Sveinn og Guð-
laug Pálsböm, auk Krist-
jáns eiginmanns Guðlaug-
ar, tóku þá áhættu fyrir
tæpum þremur árum að selja íbúð-
ir sínar og bíla til þess að setja á
stofn skyndibitastaðinn Aktu-
Taktu, sem stendur við Skúlagötu.
Kristján 0g Guðlaug fluttu með
dóttur sína, Thelmu Hrund, til
móður Guðlaugar en Sveinn flutti
til bróður síns. Reksturinn hefur
gengið vel og að þeirra sögn er
eiginfjárstaða fyrirtækisins góð.
Raunar það góð að þeim hefur
tekist að kaupa sér íbúð að nýju.
„Við litum alltaf á reksturinn
sem örugga einingu, því við höfð-
um legið fyrir utan aðra sambæri-
lega staði og mælt fjöldann sem
þangað kom,“ sögðu þau þegar
Morgunblaðið hitti þau á skrifstof-
unni, sem er til húsa á Skúlagötu,
bak við matsölustaðinn. Skrifstof-
an virkar í fyrstu sem stórt gím-
ald, enda fátt um óþarfa hluti þar
inni, aðeins eitt skrifborð, hillur,
lítið sófasett og borð. Skýringin
felst að hluta til í því að aðeins
eru örfáir dagar síðan þau fluttu
skrifstofuhaldið úr örlítilli kompu
úr sjálfum söluskálanum.
Önnur skýring er sú að þau
ástunda mikla sparsemi í rekstrin-
um og vilja frekar staðgreiða hluti
í stað þess að taka lán. „Við vorum
að ljúka við síðustu innréttingar í
söluskálanum, þrátt fyrir að stað-
urinn hafi verið starfræktur í tvö
ár. Við viljum frekar láta hlutina
koma smám saman heldur en taka
ián, sem lýsir ef til vill best hvern-
ig við hugsum. Allt sem unnið er
fyrir okkur er staðgreitt, svo og
allar vörur,“ sagði Kristján.
Fann lóð í miðbænum
Upphafið af samstarfi þeirra var
að Sveinn, sem rak Pylsuvagninn
við Ánanaust, hafði hug á að kom-
ast í varanlegra húsnæði, því eins
og hann bendir á fylgir lausum
skúr alltaf sú áhætta að hann verði
fluttur eins og nú er komið á dag-
inn. „Eg fór að líta í kringum mig
eftir lóð og svæðið á horni Klappar-
stígs og Skúlagötu vakti athygli
mína, svo að ég kannaði hjá borg-
inni hvort lóðin væri föl. I ljós kom
að þarna var óúthlutuð lóð, sem
enginn hafði sótt um. Hún var
nánast gleymd."
Skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings mælti með úthlutun við
borgarráð, sem þó hafnaði um-
sókninni og sagði að hér eftir yrðu
allar verðmætar lóðir boðnar út
og seldar. „Þetta kom flatt upp á
VmSHPIIAIWINNUIÍF
Á SUNNUDEGI
► Guðlaug Kristín Pálsdóttir fæddist 16. apríl 1967. Hún
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugavatni
1989 og starfaði hjá Búnaðarbanka íslands 1989-92, fyrst
í erlendum viðskiptum en síðan sem gjaldkeri. 1992-93
starfaði hún hjá Pylsuvagninum við Ananaust.
Kristján Þór Sveinsson fæddist 23. maí 1965. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum Breiðholti 1985,
varð íþróttakennari frá Laugarvatni 1989, kenndi við
Grunnskóla Grindavíkur í eitt ár og vann á holræsabíl
hjá Reykjavíkurborg 1991-93.
Sveinn Pálsson fæddist 19.júlí 1959. Hann lauk prófi í
byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1982 og vann
hjá borgarverkfræðingi árin 1983-92. Þá keypti hann
Pylsuvagninn við Ananaust og rak hann til ársins 1993.
25. ágúst 1993 opnuðu þremenningarnir síðan Aktu-Taktu
sem þeir reka nú.
Viðskipti Aktu-Taktu eftir mánuðum
Svein og fleiri vegna þess að yfir-
leitt þegar skrifstofustjóri borgar-
verkfræðings mælir með úthlutun
þá er farið eftir því,“ sagði Kristján.
„Þetta var í fyrsta skipti í sög-
unni sem úthlutun var hafnað á
þeirri forsendu að lóðin væri of
verðmæt," grípur Sveinn fram í.
„Stuttu síðar, eða sumarið 1992,
var lóðin auglýst til útboðs öðru
hvoru, þannig að fólk ætti að hafa
tekið eftir henni,“ heldur Kristján
áfram. „Það endaði með því að við
þijú sendum inn nokkuð hátt tilboð
til þess að eiga einhveija mögu-
leika. Við gerðum okkur ekki meiri
vonir um að fá lóðina en svo að
við Gulla vorum á Spáni þegar
útboðið var opnað. Þegar kom í
Ijós að við hefðum fengið lóðina
upphófst mikið spamaðartímabil
það sem eftir var sumarfrísins."
íbúar mótmæltu
Þegar fréttist að byggja ætti
bílalúgusjoppu mótmæltu nokkrir
íbúar rekstrinum svo að Reykjavík-
urborg tók málið aftur til endur-
skoðunar. Borgarráð var þó hlynnt
því að þau fengju aðra lóð á þessu
svæði, þannig að eftir mikið þref
urðu endalok málsins þau að skipt
var um lóð við Olís. „Við vorum
alls ekki sátt, því við höfðum fjar-
lægst markhópinn, þ.e. fólkið sem
var „á rúntinum“ í miðbænum."
Fyrir lóðina ásamt gatnagerðar-
gjöldum greiddu þau 5,5 milljónir
króna og var hún stærsti hluti
stofnkostnaðar fyrirtækisins.
„Þetta var sérstaklega blóðugt, því
Brimborg fékk skömmu síðar út-
hlutað verðmætri lóð, svo og
MeDonalds sem fékk hringtorg að
auki. Orð borgarráðs um að hér
eftir yrðu allar verðmætar lóðir
boðnar út stóðust því ekki.“ Þau
segjast ekki hafa lagt út í mála-
rekstur á þessum tíma eingöngu
vegna hræðslu við að þeim yrði
gert enn erfiðara fyrir. „Við höfð-
um engan pólitískan styrk,“ segja
þau.
Nafnið kom frá
andstæðingunum
Um áramótin 1992-93 stofnuðu
þau fyrirtækið Akið-Takið hf. Þeg-
ar þau eru spurð um tilurð nafns-
ins, líta þau hvert á annað, skella
upp úr og segja það komið frá
andstæðingum upphaflega staðar-
ins. „Þeir töluðu um „þennan akið
takið-stað“. Okkur fannst nafnið
svo gott að við ákváðum að nota
það,“ segja þau.
Fyrsta skóflustungan var tekin
seinni hluta aprílmánaðar og 25.
ágúst var staðurinn opnaður. „Við
byggðum reynslu okkar mikið á
pylsuvagninum við Ánanaust, sem
er lítil bílalúgusjoppa en svo jiöfum
við smátt og smátt lært. I raun
hugsuðum við eininguna sem fjóra
litla pylsuvagna,“ segir Guðlaug.
„Það átti að vera pylsupottur
við hveija lúgu eins og er úti á
Ánanaustum en það hefur aldrei
virkað, því það hefur bara verið
þörf fyrir einn pott,“ segir Sveinn.
Fyrstu tvo mánuðina var strax
það mikið að gera að þau gátu
staðið undir afborgunum lána og
greitt laun. Nú starfa hjá þeim 30
manns, þar af 18 í hlutastörfum.
„Staðurinn höfðar til fólks. Við
höfum náð viðskiptavinum með
hraðri afgreiðslu, með því að bjóða
alltaf upp á tilboð og vera með
inniaðstöðu, en um þriðjungur af
allri sölu fer þar fram. Einnig þyk-
ir fólki kostur að geta lagt bílnum
á bílastæði án þess að þurfa að
borga í stöðumæli eins og alls stað-
ar þarf að gera í miðbænum," seg-
ír Guðlaug.
Undir þetta taka karlmennirnir
og bæta við að inniaðstaðan hafi
tekist mjög vel til. „Það hefur kom-
ið okkur á óvart hversu vinsælt
er að setjast þarna inn,“ segir
Sveinn.
Hrun á hamborgurum
Aðspurð um samkeppni segja
þau hana ekki vera takmarkaða
við miðbæjarsvæðið, enda sé eng-
inn sambærilegur staður í grennd.
„Fólk- hefur haft á orði að einmitt
svona stað vantaði í miðbæinn. Og
þrátt fyrir að Subway og McDon-
alds-staðir hafi verið opnaðir niðri
í bæ í sumar minnkuðu umsvifin
ekki hjá okkur. Við erum vel sátt
við þá hlutdeild sem við höfum.“
Þau minnast þess hins vegar að
mánuði eftir að þau opnuðu hrundi
markaðsverð á hamborgurum.
„Upphafið var að Staldrið lækkaði 1
sína hamborgara úr 350 kr. í 150 i
kr. þannig að við urðum að fylgja
í kjölfarið. Það sama gilti um alla
hamborgarastaði í bænum. Þetta
var töluverð blóðtaka fyrir okkur
í byijun, þar sem við höfðum gert
ráð fyrir öðrum upphæðum. Við
hófum því öfluga auglýsingaher-
ferð, sem ég tel að hafi tekist vel,“
segir Kristján. )
Aðspurð um hvort þau telji sig
hafa sérstöðu á markaðnum segj-
ast þau leggja mikið upp úr hrein- •
læti auk hraðrar og liprar af-
greiðslu. Einnig leggi þau metnað
í að nota alltaf ferskt og nýtt hrá-
efni. „Þau noti aldrei frosna ham-
borgara og þeir eru aldrei nema
dagsgamlir.
Lítill biðtími
Þegar talið berst að daglegum I
rekstri taka þau fram að samstarf- )
ið hafi gengið eins og best verði á i
kosið. Þá hrósa þau starfsfólkinu
fyrir dugnað og lipurð og segja
það stefnu fyrirtækisins að auka
ábyrgð þess. „Flest starfsfólk okk-
ar er mjög næmt á að viðskiptavin-
urinn verði að fá vöruna strax.
Ef hann þarf að bíða í 5-10 mínút-
ur hversu lengi þurfum við þá að
bíða eftir honum næst?“ spyr Krist- .
ján. „Það viljum við ekki upplifa.“
Þá segja þau viðskiptavinahóp- /
inn fjölbreytilegan. I hádeginu )
megi sjá fólk á öllum aldri sem
vinni í nágrenninu. Á kvöldin sé
fjölskyldufólk áberandi stór hluti
og það taki hefðbundna fjölskyldu-
pakka með sér heim og allt þar á
milli. „Hingað kemur því ekki ein-
ungis fólk á aldrinum 17-25 ára,
eins og margir gera ráð fyrir, held-
ur er hópurinn mun breiðari." I
- Hvað hefur ykkur fundist í
skemmtilegast við að koma fyrir- .
tækinu upp? '
„Nánast allt,“ svara þau og
bæta við að starfið sé mjög lif-
andi. „Samstarfið er skemmtilegt
og það er virkilega gaman að vinna
með starfsfólkinu. Maður er með
puttana í öllu og sumt er alveg
nýtt fyrir okkur eins og að fara á
milli heildsala og semja um lægra .
verð. Það er nauðsynlegt að vera
vakandi yfir því, vegna þess að F'
annars þarf að hækka vöruna. Ef )
maður sofnar á verðinum vaknar
maður líka við það að salan hefur
minnkað," segir Kristján.
- Hvað hefur verið lærdómsrík-
ast í rekstrinum?
„Að það er hægt að rífa sig upp
úr engu. Ef maður hefur vilja, þor
og kraft þá er það hægt. Þessi
barlómur alla tíð á ekki rétt á sér j,
í öllum tilvikum. Maður þarf að
vísu að taka áhættu og eiga góða
að. Með því að eiga góða að er ég *
ekki að tala um ættingja sem