Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand Smáfólk Svo þetta er úlfaldi, er Ég hélt að það væri það? svellslípari... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vetrarstarf í Bústaðakírkju Frá Pálma Matthíassyni: SUNNUDAGINN 17. september hefst vetrarstarfið í Bústaðakirkju. Þá breytist messutíminn og al- mennar messur verða kl. 14.00. Starfið verður fjölbreytt og líflegt og leitast er við að allir megi fínna eitthvað við sitt hæfí. Barnaguðsþjónustur Barnastarf verður alla sunnu- daga kl. 11 árdegis og eru foreldr- ar sérstaklega hvattir til þátttöku með bömunum. Þar verður, auk helgihaldsins, fræðsla, söngur og leikir auk þess sem farið verður í heimsóknir og vorferðalag. Sam- starfsmenn í bamastarfi verða Bára Elíasdóttir og Jóhann Þor- steinsson auk sóknarprests og org- anista. Guðsþjónustur Almennar guðsþjónustur verða kl. 14. Félagar úr kirkjukórnum munu syngja einsöng í messunum í vetur. Þannig mun Kristín Sig- tryggsdóttir syngja næstkomandi sunnudag. Einnig mun barnakór- inn syngja mánaðarlega í messun- um. Starf aldraðra Starf aldraðra hefst með haust- ferðalagi miðvikudaginn 27. sept- ember og verður farið frá kirkj- unni kl. 14.00. Samverur fyrir aldr- aða verða síðan í vetur á miðvuiku- dögum kl. 13.30 til 16.30 og er starfið undir stjórn Aslaugar Gísla- dóttur. Með henni starfar hópur kvenna að fræðslu, handavinnu, spilamennsku og að sjálfsögðu ilm- andi veitingum. Þá er öldruðum í sókninni boðið upp á fótsnyrtingu á fímmtudags- morgnum í Safnaðarheimilinu og er skráning hjá kirkjuvörðum. Mömmumorgnar Mömmumorgnar hefjast fímmtudaginn 29. september. Þar koma mæður saman og eiga nota- lega samveru með spjalli og kaffi- sopa og einnig verða flutt fræðslu- erindi. Enda þótt nafnið höfði fremur til mæðra en feðra, þá eru þeir að sjálfsögðu velkomnir. Um- sjón með mömmumorgnum hafa Kristín Sigurðardóttir og Þórunn Helga Þorkelsdóttir. Þá verður þriggja kvölda fræðsla um sjálfstyrkingu kvenna og verður fyrsta samveran 2. októ- ber. Halla Jónsdóttir hefur fram- sögu á námskeiðinu. Þá hittist gönguhópur við kirkj- una á þriðjudagskvöldum kl. 20.45. Barna- og bjöllukórar Barna- og bjöllukórar verða starfandi í vetur undir stjórn organistans, Guðna Þ. Guðmunds- sonar og Erlu Þórólfsdóttur. Þessir kórar verða þátttakendur í helgi- haldi safnaðarins á margvíslegan hátt. Starf þessar kóra hefur verið mikil lyftistöng í öllu safnaðar- starfinu og má þar ekki síst nefna vakandi áhuga foreldra, sem hafa fylgt börnum sínum dyggilega í þessu starfi. Kirkjukórinn Þá er starf kirkjukórsins að hefj- ast, en hann ber uppi safnaðarsöng í almennum guðsþjónustum og tekst auk þess á við stærri verk- efni. Þeim er áhuga hafa á kór- starfi er bent á að hafa samband við organistann, Guðna Þ. Guð- mundsson. Þá er stefnt að því að halda áfram með kirkjulega sveiflu með líkum hætti og vinsæl var á síð- asta vetri. Þá verða Purchell-tón- leikar á dagskrá kirkjukórsins. Einnig verða hljóðfæraleikarar ungir sem eldri þátttakendur í helgihaldinu í vetur. Fermingarstarfið Fermingarstarfið er nú að hefj- ast og er skráning fermingarbarna í kirkjunni milli kl. 16 og 18 mánu- daginn 18. september. Þau ferm- ingarbörn sem eru í Réttarholts- skóla verða skráð í skólanum. Unglingastarf Æskulýðsstarf unglinga verður í vetur starfrækt í fjórum deildum yngri og eldri unglinga og eru Halldór Elías Guðmundsson og Sigurður Grétar Sigurðsson um- sjónarmenn starfsins. Þeim til að- stoðar verða Fríða Kristinsdóttir og Jenný Brynjarsdóttir. Undan- farna vetur hefur verið farið í ferðalög og heimsóknir auk vor- ferðálags. Þetta er þróttmikið starf sem tengir unglingana helgihaldi og kirkjustarfi. Þá verður í vetur farið af stað með þá nýbreytni og bjóða ungmennum á framhalds- skólastigi til þátttöku í kristilegu starfí kirkjunnar og mun Sigurður Grétar annast þann hóp og annast fræðslustundir. Kvenfélag Bústaðasóknar Kvenfélag Bústaðasóknar hefur þróttmikið starf sitt með félags- fundi 9. október. Síðan verða fund- ir annan mánudag hvers mánaðar. Starf félagsins hefur verið öflugt og heilladrjúgt í starfí kirkjunnar og eru konur sérstaklega hvattar til þess að kynna sér starf félags- ins. Auk þess er að framan greinir eru starfandi mörg samtök og hóp- ar í kirkjunni, sem kalla fólk til staraf. AA-samtökin eru með sam- verur á miðvikudags- og föstu- dagskvöldum og laugardags- morgnum. Það er von mín að sem flestir finni sig heima í starfí Bústaða- kirkju í vetur og njóti þar blessun- ar Guðs til uppbyggingar í lífi sínu og starfí. PÁLMI MATTHÍASSON, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.