Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 B 5 veldið hrundi. Verkamennirnir sem hér störfuðu nutu þeirra sér- réttinda að byggðir voru bílskúr- ar. Margir sjóða þar nú landa eða nota þá sem forðabúr. I utanverðum bænum, rétt hjá kjarnorkuhaugnum gamla, stend- ur bjórverksmiðja. Verksmiðju- stjórinn, sem reynist vera frá Kaz- akhstan og ágætlega málglaður, upplýsir að þarna sé framleiddur dökkur bjór að þýskri fyrirmynd. Bjórinn bragðast prýðilega, er geislandi framleiðsla , en athygli vekur að Munchen er vitlaust staf- að á miðanum. Hugsanlegt er að nafnið „Narva“ megi rekja til fínnsk-eist- neska orðsins „narvaine" sem þýð- ir „þröskuldur." Merkingin er þá trúlega sú að handan Narva taki annar heimur við. Sú lýsing gildir ekki lengur, hinum megin við Narva-fljótið, í Ivangorod, er Rússland að vísu en að öðru leyti er þetta sami veruleikinn, sama fólkið og sama málið, rússneska. Sá þröskuldur sem reynist mörg- um óyfirstíganlegur felst í þeirri staðreynd að hér eru þúsundir manna ríkisfangslausar og geta sig hvergi hrært. Til þess að Rúss- arnir geti fengið eistneskan ríkis- borgararétt þurfa þeir að sveija hollustueið og sýna fram á viðeig- andi kunnáttu í eistnesku. Það getur reynst erfitt, ekki síst sökum þess að 96% íbúanna tala rúss- nesku og hér er aðeins gefið út eitt eistneskt blað, sem kemur út sex sinnum á ári. Borgarstjórinn í Narva, sem er Eisti, upplýsir að samskiptin hafi gengið merkilega vel fyrir sig. Á sovéttímanum bjuggu um 100.000 manns í Narva, nú eru íbúarnir um 70.000. Samgangurinn við Ivangorod er þó nokkur enda tek- ur aðeins örfáar mínútur að ganga yfir brúna, hafi menn rússneska vegabréfsáritun. Margir þurfa að láta sér nægja að horfa yfir fljót- ið; vodkað er 15 sinnum dýrara í Narva en í Ivangorod. Rússnesk menning Narva á sér merka sögu og hefur oftlega verið bitbein Rússa og Eista. Danir stofnuðu Narva árið 1223 en síðar réðu þar þýskir riddarar og^síðar sænskir menn. Þeir vörðu bæinn í frægum bar- daga árið 1700 en fjórum árum síðar biðu hersveitir Karls XII ósigur fyrir sveitum Péturs mikla og Narva komst á vald Rússa. Svo var allt fram til 1919 þegar Eistar öðluðust yfirráð á ný eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði. Það breyttist árið 1940 þegar Eistland var inn- limað í Sovétríkin. Þegar Eistar hlutu síðan sjálfstæði á ný eftir hrun Sovétríkjanna vísuðu þeir til fyrri samninga sem voru í gildi áður en kommúnistar hernámu landið og fengu Narva á ný. Nú er þetta þriðja stærsta borg Eist- lands en menningin er rússnesk enda eru aðeins rúmir 130 kíló- metrar til Pétursborgar. Síðasta Lenín-styttan í Eist- landi stóð á aðaltorginu þar til fyrir fáeinum vikum. Nú húkir hún undir vegg við hliðina á tveimur sorpgámum. Lærimeistarinn mikli bendir til austurs í áttina til Narva- fljóts og yfir til Rússlands. Stríðs- málaðar rússneskar unglings- stúlkur vilja sem minnst af honum vita en biðja um sígarettur og tyggjó á ensku. Við ósa Narva-fljóts, í bænum Narva Jöesuu, er að finna gamalt sovéskt heilsuhæli. Hér dvaldist forréttindastéttin forðum auk þess sem staðurinn þótti henta sérlega vel til að efláP byltingarandann í brjóstum ung-kommúnista. Þetta hefur verið prýðilega friðsæll stað- ur og ströndin er falleg. Sjórinn er hins vegar baneitraður. Heilsuhælið veldur gestinum SÉÐ YFIR Narva-fljótið til Ivangorod í Rússlandi. Landamærastöðin er á brúnni. LENÍN í Narva. EITRIÐ eirir engu, útumþessaskorsteinafóru forðum 78.000 tonn af úrgangsefnum á ári hverju. Ástandið hefur að sögn forstjórans batnað þótt, eins og hann tekur fram, þess sjáist ekki merki. ÞRÁTT FYRIR gífurlega mengun er víða að finna fallega bæi í Eistlandi. Myndin er frá Rakevere. ekki vonbrigðum. Sovéskt plastút- varp fer í gang um leið og herberg- islyklinum er snúið í skránni. Á því eru engir takkar, engar bylgju- lengdir til að velja. Slíkt var óþarfi í fyrirmyndarríkinu. Beddinn gæti gert líkamsræktarmann að öryrkja á mettíma svo slitinn er hann. Flísarnar á baðherberginu eru brotnar, lyktin verður seint talin heimilisleg og vatnið er svo meng- að að ekki sést í gegnum glasið. Kvöldverður er borinn fram í stórum sal sem gæti verið mötu- neyti í verksmiðju. Makríllinn sem er á boðstólum er í besta falli geislavirkur og þar sem hvorki borðvín né bjór er hér að fá verð- ur að skola réttinum niður með sovésku kampavíni sem drukkið er úr tebolla. Um kvöldið er stig- inn dans með nokkrum rússnesk- um ellilífeyrisþegum við undirleik sérlega þjóðlegrar hljómsveitar. I nágrenni heilsuhælisins er að finna skemmtistaðinn „Yabba Dabba Duh“ og þar er m.a. að finna fulltrúa eistnesku mafíunnar auk misgæfulegra ungmenna. í mafíunni eru sýnilega prýðilega framtakssamir ungir menn en þá rekur í rogastans þegar þeir eru beðnir að útvega sovéskan plast- síma, án skífu, og takkalaust út- varpstæki. í herbergi á bak við sjálfa vínstúkuna er útskýrt að sérlega illa standi á þetta kvöld en til að greiða fyrir framtíðar-við- skiptum er gestinum velkomið að skilja eftir fax-númerið í Reykja- vik. Daginn eftir er aftur haldið inn í Narva. í miðbænum eru rússnesk unglingagengi áberandi. Þau hanga í nágrenni við sjoppurnar, jú, sjoppurnar eru nokkuð sem ekki var hér að fínna áður. En eistneskt/amerískar sígarettur eru aðeins fáaniegar, ekki uppáhaldið „Byelomorkanal" (Hvítahafs- skurðurinn) og þegar beðið er um „spítskíj“ (eldspýtur) réttir aldur- hnigna afgreiðslukonan kveikjara út um sjoppugatið. Gömul, grát- andi kona liggur upp við húsgafl og betlar peninga. Rúnum ristir karlar með derhúfur og í sovéskum mittisjökkum sýna henni ekki minnsta áhuga. Græn eiturvötn í nokkurra mínútna fjarlægð frá Narva er að finna Balti Elektrija- am, ógnarstórt orkuver sem byggt var á árunum 1959-1965. Á einum gaflinum gnæfír risastór mynd af fyrirmyndarverkamanninum sem er umvafinn fánanum rauða. „Slava trúd“ (lifi vinnan) stendur risastórum stöfum. Umhverfíð er engan veginn líf- vænlegt en forstjórinn, Anatólíj Paa, reynist ágætlega gamansam- ur. Starfsmennirnir eru að hans sögn úrvalsfólk sem sinnir vinnu sinni vel þótt tækjabúnaður sé úreltur og aðstæður allar heldur fjandsamlegar. „Áður vissum við ekki hvað mengun var, við skildum ekki hugtakið. Án peninga og tækja getum við ekki dregið úr menguninni og lagað okkur að vestrænum viðmiðum. Það er verst að við höfum ekki flugvél, á sólrík- um degi eru grænu eiturvötnin okkar mjög sérstök sjón úr lofti.“ Biksvartir „lækir“ í nágrenni orku- versins og „fjöll“ og hólar úr efna- úrgangi sannfæra gestinn um að engin ástæða er til að draga þessi orð forstjórans í efa. Það reynir á heilsu manna og þrek að ferðast um á þessum slóð- um. Víða fær hugtakið „kæfandi mengun" raunverulega merkingu í norð-austur Eistlandi og ekki er hægt annað en að undrast að tug- þúsundir manna skuli hafa þurft að draga fram lífið í slíkum eitur- pyttum áratugum saman. í Rúss- landi er meðalaldur karla nú um 57 ár en hér í Eistlandi hefur hann alltaf verið hærri, trúlega um 64 ár. Þess vegna hafa Eist- arnir nú ákveðið að hækka eftir- launaaldurinn upp í 64 ár en hann hefur hingað til verið 55-60 ár. Það segir sína sögu um ástandið í sovétveldinu að lífskjörin í Eyst- rasaltsríkjunum skyldu ætíð vera talin með þeim bestu. Leiðin aftur til Tallinn liggur í gegnum gömul samyrkjubú og smábæi. I Kolga hefur hin sænska Stenbock-ætt fengið aftur óðals- setur sitt sem sovéskir kommún- istar tóku eignarnámi á sínum tíma og gerðu að samyrkjubúi. Þetta hefur verið glæsileg bygging í eina tíð en nú er hún að hruni komin. Það kemur því skemmti- lega á óvart þegar í ljós kemur að ir.n af anddyrinu, þar sem kæfandi fúkkalyktin ríkir í þreif- andi myrkrinu, er að fínna prýði- legan veitingastað. Loksins fæst máltíð, sem misbýður ekki lyktar- og bragðskyninu, vatnið reynist drykkjarhæft og hóstakviðunum linnir um stund þegar sementsryk- inu er skolað niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.