Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 18
SKOÐUN 18 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LEGGJABRJÓTUR VEGA- GERÐAR í REYKHOLTSDAL Um malbikun v valllendis og túna TALSVERT hefur verið fjallað um lagningu svonefndrar Borgar- fjarðarbrautar um land Stóra- Kropps og fleiri jarðir í Reykholts- dal á liðnum mánuðum. Fjölmiðlar hafa blandað sér í málið. Hefur umijöllun Morgunblaðsins og ríkis- sjónvarpsins borið hæst. Hvað er svo sérstakt við þetta mál sem veldur því að tveir stærstu ijölmiðlar landsins hafa komið þar að og ítrekað veitt ábúendum á jörðum á svæðinu tækifæri til að tjá sig? Vegna ítrekaðrar umfjöll- unar á opinberum vettvangi hljóta menn að velta fyrir sér hvers vegna embættismenn þegja þunnu hljóði við ásökunum um valdníðslu, hroð- virkni og umhverfisspjöll. Sann- leikurinn er sá að hér er um sér- stætt mál að ræða í vegalagningu á íslandi. Vegagerð ríkisins á með aðstoð umhverfísráðherra og dig- urra höfðingja í héraði að komast upp með að malbika tún í Reyk- holtsdal á meðan brú yfír Gilsfjörð er slegin af. Vegagerð ríkisins „kokkar" upp hroðvirknislegar til- lögur og segir ósatt um staðhætti á þjóðleið sem farin hefur verið í hálfa öld. Þeir sem eru ósáttir við þetta atferli ættu að gera skoðanir sínar opinberar við viðkomandi yfírvöld. Ráðherra kveður upp dóm Nú nýverið lokaði umhverfísráð- herra hringnum á því ferli sem hefur staðið með þetta mál í all- langan tíma, með því að staðfesta embættisfærslur nokkurra ríkis- starfsmanna, með tilvísun til hinna jákvæðu áhrifa sem góður vegur í botni Reykholtsdals á að hafa í för með sér. Þetta mál hefur geng- ið þannig til að ríkisstarfsmenn sömdu stýrandi tillögur um veg- stæðið. Því næst skoðuðu sömu starfsmenn ágæti eigin tillagna, og niðurstaðan var í samræmi við það. Síðan var þeim vísað til skipu- lagsstjóra. Hann samþykkti tillög- umar. Úrskurði skipulagsstjóra var mótmælt. Þá fékk ráðherra málið til meðferðar, og hann gerði ekki annað en að nema tillögur starfsmanna sinna og lesa þær orðrétt í sjónvarpsviðtali. Af því má sjá að hann hvorki kynnti sér né hyggst skoða mótrök þeirra sem á að valta yfír í sveitinni. Málið er þar með úr hans höndum og fá nú aðrir aðilar að taka á þessu ill- ræmda máli. Haldið við hefðir Ekki var við því að búast að Guðmundur Bjarnason brygði út af hartnær sjötíu ára gamalli stjómsýsluhefð í embættisfærslum framsóknarmanna, einkum og sér í lagi með málefni er varða Vega- gerð ríkisins. Víðtæk eru þau orðin faðmlög framsóknarmanna við bændastéttina sem nú hafa hneppt þorra sveitafólks í ánauð fram á næstu öld. Allt vel meint eins og vegurinn sem á að þekja nokkra hektara af eðallandi þriggja jarða á bökkum Reykjadalsár. Um röksemdir vegagerðarmanna Þetta lag úr hendi ráðherrans er þannig að menn eiga ekki ann- 'arra kosta völ en "að snúast hart til vamar. Tilefnið er þríþætt. í fyrsta lagi er meðferð þess máls hjá opinberum aðilum með slíkum endemum að nauðsynlegt er að vekja athygli þar á. Reynt hefur verið að gera það með ýmsum hætti og eiga Morgun- blaðið og ríkissjón- varpið þar stærstan hlut að máli. Viðbrögð hafa verið næsta lítil, a.m.k. hjá opinberum aðilum. Tilgangurinn helgar meðalið, Vega- gerðin er gott mál og ekki má bregða út af hefðum í vegamálum, því þá er hætta á að lýðurinn rísi upp gegn vanhugsuð- um vegaframkvæmdum víðar um land. Það er kannski kominn tími til. I öðru lagi er vegstæðið ekki hið besta sem völ er á og það er valið gersamlega samhengislaust við aðrar framkvæmdir sem nauð- synlegar verða á svæðinu á næstu áratugum. Vegagerð um mýrar hefur frá öndverðu verið lakari kostur en á föstu landi. í þriðja lagi er það andstætt gildandi um- hverfislögum að rústa lífsviðurværi fólks í nafni óskilgreindra hags- muna með þeim hætti sem til stendur. Landeigendur hafa beitt þessari röksemd af kurteisi til að reyna að fá opinbera aðila til að endurskoða hug sinn. Það hefur minni en engan árangur borið. Hrokinn í embættismönnum, og hin samanbitna þráhyggja ýmissa sveitarstjómarmanna á svæðinu sem kemur fram í niðurstöðu ráð- herrans mun að líkindum leiða til víðtækra árekstra í þessu máli. Málamiðlunin sem vegagerðin tæpti á um sl. helgi um færslu á veginum frá útihúsum á Stóra- Kroppi, lengra niður túnið, jafn- gildir að bjóða dæmdum manni að velja á milli tveggja lengda á hengingaról. Forræðishyggjan lifir En víkjum að rök- semdum Vegagerðar- innar um.hið nýja veg- stæði. Umhvérfísráð- hérra gerði röksemdir Vegagerðarinnar að sínum á þeim forsend- um að stuðst væri við hrein öryggislæg, veg- tæknileg og fjárhags- leg sjónarmið. Þannig Guðmundur á að þagga niður í Kjartansson mótmælendum, með því að gefa þeim og öðrum í skyn að þeir viti ekki hvað þeim sé fýr- ir bestu. Þetta er forræðishyggja. Engum frjálsum manni ber skylda til að sætta sig við slíka málsmeð- ferð. Enginn maður með snefil af réttarvitund getur sætt sig við slíka framkomu. Lygar um öryggismál Aðalröksemdir vegagerðar- marina Guðmundar Bjamasonar varða öryggismál. Er vegurinn um hina efri leið eitthvað hættulegri í dag en áður? Svo er að heyra. Þar er þó vegurinn búinn að standa í hálfa öld án þess að til alvarlegra óhappa hafi komið sem rakin verði til staðsetningar hans sérstaklega. Komið hefur verið á kreik hviksög- um um slysagildrur og fjölda óhappa sem stuðningsmenn hins nýja vegastæðis telja sig nú muna eftir. Þetta er hluti af „vegtækni- legum“ málflutningi framkvæmda- manna. Sannleikurinn um efri veg- inn er einfaldlega sá að hann er gamall og á köflum hlykkjóttur, en ekki hættulegri en aðrir gamlir vegir á íslandi. Menn hljóta að sjá brestina í þessum áróðri. Annars- vegar er mönnum sýnd mynd af nýjum, malbikuðum vegi í Iogni og sól á dalbotninum. Hinsvegar Faðmlög framsóknar- manna við bændastétt- ina, segir Guðmundur Kjartansson, hafa nú hneppt þorra sveitafólks í ánauð. er svo talað um efri veginn í sömu andrá og „illviðri", „mjóar brýr“ „sviptivinda“ og „illar brekkur". Skólabflstjóri stendur klökkur og talar um hræðslu sína við að aka um „Ruddann“. Hefur hann átt leið fyrir Hafnarfjall, eða um Tíð- arskarð á síðustu dögum? Vegtækni fyrr og nú Vegtæknirökin eru góð og gild í þessu máli og sést það af eftirfar- andi. í febrúar sl. var undirritaður á ferð um þennan ægilega „efri“ veg í einhverju hinu versta veðri sem gerði þar um slóðir á sl. vetri. Ferðin frá Kleppjárnsreykjum að Geirsárbrú og til baka, sem er um 3 km, en þar endaði ferðin vegna skafls sem lokaði brúnni, tók fjóra klukkutíma. Við komumst til baka eftir efri veginum sem nú er skyndilega talinnj varhugaverður í öllum veðrum. Á meðan dvöldu bændur á botni Reykholtsdals veð- urtepptir í útihúsum sínum. Aðal- atriðið varðandi hina efri leið er það að hún var valin vegna þess að eldri vegurinn sem lá þar sem nú stendur til að leggja nýjan veg var sífellt ófær vegna snjóþyngsla. Það er Vegtækni. Auðheyrt er að Vegagerðin er engu nær eftir ófarir sínar í Ból- staðarhlíðarbrekku. Vegstæðið þar var valið með tilliti til kostnaðar og „vegtækni", en eitthvað virðist hafa gleymst í þeim útreikningum eins og nú. Þar sátu „vegtækni- menn“ og drógu dár að athuga- Á MYNDINNI er Iteykjadalsá í forgrunni, þá sést hvar núverandi vegur, neðri leiðin, liggur fram hjá bæjarhúsunum á Stóra-Kroppi. Efst sést Kroppsmúlinn þar sem vegurinn liggur meðfram og yfir svokallaðan „Rudda“. semdum fólks sem hefi'- búið á svæðinu um aldur og ævi. Það leið- ir okkur að næsta lið í röksemda- færslum ráðamanna. Kostnaður í samhengi ríkisfjármála Hin neðri leið er talin vænlegri kostur vegna lægri kostnaðar. Hálfsannleikur oftast er, óhrekj- andi lygi. Það er orðin venja á ís- landi að útreikningar sem liggja að baki mörgum framkvæmdum ríkisins séu settir upp þannig að almenningur beri skaðann milli- liðalaust eftir að ríkisstofnanir hafa hrækt upp mannvirkjum þar sem fjárforsendur eru skoðaðar aðeins að hálfu. Þannig hefur al- menningur í landinu orðið að sætta sig við hina nýju stefnu í ríkisíjár- málum og fjárveitingum. Viðvar- andi fjárlagahalli er dulinn með því að veita aðeins hluta af nauð- synlegu fé til reksturs og fram- kvæmda. Stofnanirnar fá síðan heimild til beinnar gjaldtöku til að brúa bilið eftirá. I því tilviki sem hér um ræðir gildir að ekkert heildarskipulag hefur verið sett fram sem réttlætir lagningu vegar um botn Reyk- holtsdals á þessu svæði. Hvað með nýtt vegstæði af Götuás að Grímsá og nýja brú sem vitað er að verður að byggja þar á næstu árum? Hvað þá með vegstæðið þar sem því verður beint til austurs eftir að komið er framhjá Ásgarði og inn í mitt skólahvetfíð að Kleppjárns- reykjum? Er það framtíðarlausn? Hver ætlar að ábyrgjast að fjár- hagsáætlun þessa verks muni standast? Mörgum sýnist að þar vanti verulega á varðandi kostnað við uppbyggingu vegarins þar sem hann fer yfír mýrar og votlendi. Á meðan verið er að eyða gildum fjárhæðum víða um land í nýja vegi sem sveigja frá viðkvæmum svæðum í þéttbýli, ætla spor- göngumenn ábúenda í Reykholts- dal að senda 300 bíla á dag í gegn- um þéttan kjama byggðar. Síðan verða sjálfsagt byggðar þrenging- ar og hraðahindranir til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Eng- inn slíkur kostur er tekinn með í reikninginn. Þá er hugsanlegur kostnaður vegna snjómoksturs á hinni neðri leið ekki tekinn með í útreikningana, enda telja fram- kvæmdamenn að það komi þessu máli ekki við. Vegagerðarmenn og aðrir sem sveifla veldissprotanum yfir al- menningi í þessu máli ættu að taka með í reikninginn að uppbyggingin á Stóra-Kroppi á umliðnum árum hefur kostað miklar fjárhæðir. Rík- ið mun ekki sleppa létt frá því uppgjöri. Búskapur á Stóra-Kroppi verður eyðilagður með þessum framkvæmdum. Dettur Guðmundi Bjamasyni eða minnihlutaoddvita hreppsnefdar í Reykholtsdal í hug að málinu ljúki þar með? Þeir ættu að lesa umhverfislögin. Helgarfrí fyrir mjólkurkýr Að lokum er rétt að benda á hina hlægilegu athugasemd Vega- gerðarinnar að bændur geti beitt búsmala ofan vegar um helgar þegar mest umferð er. Hvað fínnst fólki um svona hótfyndni? Er það þetta sem á að ráða um 200 til 300 milljón króna framkvæmd? Það fínnst umhverfísráðherra. Sumum þætti nóg um að búa á jörð sem er skipt í þrennt af tveim- ur þjóð- og sýsluvegum. Það er einmitt staðan á Stóra-Kroppi. Flutningur á þjóðbraut inn á mitt undirlendi á jörðinni er algerlega óþolandi ráðstöfun og má ekki fram ganga. Lygasögur um hættur á fímmtíu ára gömlum vegi eru ekki svara verðar. Það hefur hins vegar reynst nauðsynlegt að taka á þeim vegna þess að þær eru það sem upp úr stendur af lævi manna sem í hér- aði töpuðu þessu máli en hefndu á þingi. Spyijum að leikslokum. Höfundur er rekstrarhagfræðing- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.