Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ I < r . é ATVINNU/\ ( / YSINGAR ^ v/ö °FNAÐ^ Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Vegna forfalla vatnar kennara í tölvufræði (fullt starf) á vorönn 1996. Nánari upplýsingar fást í skólanum og þang- að skulu umsóknir berast fyrir 23. nóvember. Rektor. Laus störf Rafeindavirki: Traust fyrirtæki óskar eftir vönum rafeindavirkja til framtíðarstarfa. Kerfisfræðingur/forritari: Vantar á skrá fyrir öflug og traust tölvu- og hugbúnað- arfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Sölumaður: Vanur sölumaður óskast fyrir traust tölvufyrirtæki, þarf að geta unnið und- ir miklu álagi. Rafvirkjar: Óskast á skrá. Upplýsingar: Umsóknablöð og frekari upp- lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson. Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 _ mar msnesi Sólheimar er þorp í Grímsnesi með um 100 íbúa, miðsvœðis á Suðurlandi. A staðnum er verslun með nauðsynjavörur, lífrœn grœnmetis- og skógrœkt, sundlaug, íþróttahús, bankaþjónusta og góðar gönguleiðir ífallegu umhverfi. UMSJÓNARMAÐUR Á HEIMILISEININGU ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA umsjónarmann á heimiliseiningu. UMSJÓNARMAÐUR heimiliseiningar ber ábyrgð á daglegri umsjón með fötluðu fólki og heimilishaldi þeirra á Sólheimum, þ.m.t. matargerð, innkaup, hreinlæti og þrifnaður, aðstoð við fjármál, frítímastarf og annað er að daglegu heimilishaldi lýtur. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu reglusamir, ábyrgir, áhugasamir og hafi gaman af að liðsinna og hvetja þá áfram er á stuðningi þurfa að halda. Menntun á sviði uppeldis- og/eða umönnunar áhugaverð. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 10. nóvember n.k. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. ST I Starfsráðningar ehf Mörkirwi 3 - 108 Reykjavík Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 GuSný Harbardóttir RA Ertu söngvís, hress og lífsglaður? Nú bráðvantar nýjan víking í sveitina okkar. Það sem við sækjumst fyrst og fremst eftir eru söngvísi, leikrænir hæfileikar, góð tungumálakunnátta, létt lund og ómæld vinnugleði. Spennandi starf heima og erlendis. Fjölhæfur matreiðslumeistari Það vantar einnig fjölhæfan og glaðlyndan matreiðslumeistara til að takast á við þau fjölmörgu skemmtilegu viðfangsefni sem við er að fást í Fjörukránni allan ársins hring. Ahugasamur matreiðslunemi Að lokum leitum við að áhugasömum, stundvísum og samviskusömum matreiðslunema. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um ofangreind störf, vinsamlega sendi umsóknir til Fjörukráarinnar, merkt "Víkingur", "Matreiðslumeistari” eða "Matreiðslunemi" fyrir 10. nóv. nk. FJORUKRAIN FJARAN-FJÖRUGARÐURINN Strandgötu 55 • 220 Hafnarfírði • Sími 565 1890 • Fax 565 1891 Vantar þig ritara? Ég er löggiltur læknaritari og óska eftir 60% starfi fyrri hluta dags. Mörg sambærileg störf koma til greina. Vinsamlegast sendið svör til afgreiðslu Mbl. merkt: „Ritari - 17795“. Verkmenntaskólinn á Akureyri Dönskukennarar! Dönskukennara vantar að Verkmenntaskól- anum á Akureyri á vorönn 1996. Umsóknir berist ekki síðar en 20. nóvember nk. Skólameistari. NÝHERJI Alllaf skrefi á undan IBM Visualage C++ fyrir AS/400 Með tilkomu IBM PowerPC AS/400 hefur allt vinnslu- og þróunarumhverfi AS/400 ver- ið umskrifað í C++ eða hlutbundnu forritunar- umhverfi. Vegna mikilla og margvíslegra nýrra verkefna framundan leitar Nýherji hf. að starfsmanni eða verktaka til að mennta sig erlendis hjá IBM á þessu sviði. Þekking á hlutbundinni forritun og AS/400 umhverfi er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Emil G. Einarsson í síma 569 7862. Umsóknum ber að skila til Nýherja hf. fyrir 15. nóvem- ber nk. merktar: „PowerPC AS/400". EIMSKIP Skiparekstrardeild EIMSKIP leitar að áhugasömum og vel skipu- lögðum starfsmanni í skiparekstrardeild. Meginhlutverk deildarinnar, sem er ein af þremur deildum á rekstrarsviði, er að stýra rekstri skipa fyrirtækisins, viðhalda verð- mæti þeirra og tryggja rekstraröryggi skip- anna með hámarkshagkvæmni að leiðarljósi. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Tengiliður skipstjórna og landreksturs. • Innkaup rekstrarvöru og varahluta. • Rekstraráætlanir, matgerðir, kostnaðar- eftirlit og ráðgjöf vegna viðhalds og við- gerða. • Öryggismál, fræðsla og endurmenntun í samvinnu við skipstjórn. • Umsjón með umhverfis- og gæðamálefn- um sem tengjast skipum félagsins. Hæfnikröfur eru að starfsmaður hafi mennt- un í skipatæknifræði eða skipaverkfræði auk starfsreynslu á því sviði. Viðkomandi starfs- maður þarf að vera sjálfstæður í hugsun, nákvæmur og góður í almennum samskipt- um. Starfsmaðurinn þarf að hafa gott vald á enskri tungu. Fyrir réttan starfsmann er í boði fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi með margvísleg- um tækifærum til faglegs og persónulegs þroska. Umsóknum skal skilað til Hjördísar Ásberg, forstöðumanns starfsþróunardeildar EIMSKIPS fyrir 14. nóvember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Eitt ár Bandarlkjunum er reynsla sem þú ' alla ævi Síðastliðin 5 ár hafa mörg hundruð íslensk ung- menni farið löglega á okkar vegum til Banda- ríkjanna til eins árs dvalar við nám og störf. Og ekki að ástæðulausu, því ~___. engin önnur samtök bjóða y eins góða, örugga og ódýra þjónustu. • Allar ferðir fríar. • 32.000 krónur í vasapeninga á mánuði. • 5 daga námskeið í Washington D.C. í skyndihjálp og uppeldisfræðum. • 32.500 krónu styrkur til að stunda nám að eigin vali. • Einstök tilboð á ferðum um Bandaríkin t.d. á vegum Trek America. ...ogsíðast en ekki síst. "BRING A FRIEND" Þú þarft ekki lengur að kvíða því að vera án vinanna í heilt ár - taktu einn með þér. AuPair Homestay U.S.A. eru einu samtökin sem bjóða vinum að sækja um saman og dvelja hjá fjölskyldum á sama svæði. Erum að bóka í brottfarir íjanúar, febrúar, mars, apríl, maí og júní. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA26 101 REYKJAVÍK SÍMI562 2362 FAX 562 9662 i SAMSTARFIMED VIÐURKENNDUM MENNINGARSAMTÖKUM i AUSTURRÍKI. BANDARÍKJUNUM, BRETLANDI, DANMÖRKU, FINNLANDI, FRAKKLANDI, HOLLANDI, ÍTALÍU, NOREGI, SPÁNI. SVISS. SVl'pJÓÐ OG ÞÝSKALANDI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.