Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í Herinn gæti þurft inn- flutt korn Moskvu. Reuter. RÚSSAR gætu þurft að flytja inn korn innan eins til tveggja mánaða til að brauðfæða herinn, að því er fréttastofan Interfax hafði á fimmtudag eftir Vladímír Stsjerbak, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rúss- lands. Haft var eftir Stsjerbak að ríkið gæti þurft að flytja inn korn eða kaupa af rússneskum korninnflytj- endum þar sem illa hefði gengið að afla koms handa hernum og af- skekktum bæjum nyrst í Rússlandi. Rússneska stjórnin gerir ráð fyrir að komuppskeran í ár verði sú minnsta í þijá áratugi, eða um 65 milljónir tonna. Hún hefur þó ítrekað sagt að ekki komi til greina að korn verði flutt inn með stuðningi ríkisins og rússnesk einkafyrirtæki eigi að sjá til þess að ekki verði skortur á korni. Einkafyrirtækin segjast ekki áforma. mikil kaup á korni frá Evr- ópu eða Bandaríkjunum. Korn verði aðeins flutt inn í litlum mæli frá Kazakstan, Úkraínu eða Austur- Evrópuríkjum. Að sögn Interfax búast sérfræð- ingar landbúnaðarráðuneytisins við því að flytja þurfí inn 15 milljónir tonna af komi. Það gæti orðið til þess að hækka frekar heimsmark- aðsverðið, sem hefur ekki verið jafn hátt í 16 ár vegna þurrka í Ástralíu og Norður-Afríku, auk framleiðslu- takmarkana í Norður-Ameríku og Evrópu. Iliescu los- ar sig við þjóð- ernissinna Búkarest. Reuter. FLOKKUR Ions Iliescus forseta Rúmeníu, flokkur lýðræðislegs sós- íalisma (PDSR), freistar þess að hressa upp á ímynd stjórnar sinnar í þeirri von að það geti orðið til að laða erlenda fjárfesta til landsins og auðveldi forsetanum að efla tengsl við Atlantshafsbandalagið (NATO). í þessum tilgangi hefur flokkur Iliescus slitið samstarfi við flokk þjóðernissinna, Stór-Rúmeníuflokk- inn (PRM), sem aðild átti að sam- steypustjóm landsins ásamt Eining- arflokknum, flokki harðlínumanna, og Sósíalíska verkamannaflokknum, flokki nýkommmúnista. Flokkurinn Stór-Rúmenía, sem lýtur forystu Corneliu Vadims Tudors, þykir hafa verið orðinn dragbítur varðandi traust stjórnarinnar erlendis og lík- legur til að geta skaðað stjórnar- flokkinn í næstu kosningum yrði samstarfinu ekki slitið. Tudor hefur að undanförnu notað vikublað sitt til árása á Iliescu þar sem forsetinn hefur verið sakaður um að freista þess að selja þjóðina í hendur útlendingum með því að efla tengsl við vesturlönd. Hefur Tudor oftlega höfðað til þjóðernis- stefnu og fjandskapar í garð gyðinga sem ekki hefur verið ýkja djúpt á í Rúmeníu. „Félagi Iliescu, þú lést þjóðina víkja fyrir gyðingum. Þeir komu þér til valda, þú nuddar þér upp við þá,“ sagði í blaðinu og þótti greinin bera öll merki þess að Tudor hefði sjálfur skrifað hana. Með greininni þóttist stjórnar- flokkur Iliescus hafa fengið næga ástæðu til að slíta 10 mánaða gömlu samstarfi við flokk þjóðernissinna. í byrjun aðventu, sunnudaginn 3. desember nk., kemur út hinn árlegi jólablaðauki Jólamatur, gjafir og föndur.Til að hafa blaðaukann sem glæsilegastan verður hann sérprentaður á þykkan pappír og prentaður í auknu upplagi, þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp. í blaðaukanum verða birtar uppskriftir að jólamat, smákökum, tertum, konfekti og fleira góðgæti sem er ómissandi um jólahátíðina. Þá verður fjallað um jólagjafir, jólaföndur og jólaskraut. Farið verður í heimsókn til fólks, bæði hér heima og erlendis.og forvitnast um jólasiði.mat og undirbúninginn fyrir jólin. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir, Agnes Erlingsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í símum 569 1171 og 569 I I I I eða með símbréfi 569 í 110. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 21. nóvember. • kjartti málsins! Kramnik og Ivant- sjúk sigruðu SKAK Stórmót Credit S u i ss e HORGEN, SVISS, 21. OKT.-l. NÓV. VLADÍMIR Kramnik, 21 árs Rússi og Vasilí ívantsjúk, 26 ára Úkra- ínumaður, sigruðu á stórmótinu í Sviss með sjö vinninga af 10 mögu- legum. Gary Kasparov, 32ja ára gamall heimsmeistari at- vinnumannasamtak- anna PCA, var heill- um horfinn og hafn- aði í fimmta sæti með fímm vinninga. Þetta er slakasti árangur hans á móti allt frá árinu 1981, er hann náði sömu- leiðis aðeins 50% vinningshlutfalli. Það var á stórmótinu í Tilburg það ár. Kasparov tefldi greinilega alltof fljótt eftir einvígið við Anand. Spennufallið hjá honum var augljóslega mikið og því hæpið að draga of víðtækar ályktanir af þessu eina móti. Það er þó ljóst að honum dugar ekki annað en alveg fullur styrkleiki til að hafa betur gegn sterkustu skák- mönnunum af ungu kynslóðinni. Þeir ívantsjúk og Kramnik hafa báðir átt gott ár og þeir verða ásamt Anand að teljast líklegustu áskorendur Kasparovs að tveimur árum liðnum, nema svo fari að Anatólí Karpov, heimsmeistari al- þjóðaskáksambandsins FIDE blandi sér í slaginn. Sameiningareinvígi samtak- anna tveggja, FIDE og PCA, verð- ur væntanlega haldið á næsta ári og eru líkur á að þau mál skýrist á þingi FIDE í París, síðar í þess- um mánuði. Úrslit í Horgen I. -2. Kramnik og ívantsjúk 7 v. 3.-4. Short og Ehlvest 6 v. 5. Kasparov 5 v. 6. -8. Júsupov, Kortsnoj og Gulko 4 'A v. 9. Lautier 4 v. 10. Vaganjan 3'A v. II. Timman 3 v. Hannes á annað mót Hannes Hlífar Stefánsson tap- aði síðustu skák sinni á opna al- þjóðlega mótinu í Agios Nikolaos á eyjunni Krít í Miðjarðarhafi. Andstæðingur Hannesar var Kotr- onias, langstigahæsti skákmaður Grikkja. Hannes endaði því með 5 ‘A vinning af 9 mögulegum. Á laugardaginn hófst síðan annað opið mót í borginni Her- aklio. Hannes vann sína skák í fyrstu umferð, sem var gegn al- þjóðlegum meistara. Urslit í Agios Nikolaos: 1.—10. Atalik, Tyrklandi, Skembris, Grikklandi, Kuzmin, Úkraínu, Miles, Englandi, Saltajev og Nenashev Ús- bekistan, Avrukh, Israel, Kotronias, Papaioanno og Tzermiadianos, Grikk- landi 6'A v. 11. -15. Rogers, Ástralíu, Golod, Úkraínu, Guliev, Aserbadsjan, Mik- halevski, ísrael og Pavlovic, Júgó- slavíu 6 v. Hannes Hlífar varð í 16.-27. sæti með 5/2 v. ásamt fyrrum heimsmeistara unglinga, Milad- inovic, Júgóslavíu o.fl. Hannes vann ísraelskan alþjóð- legan meistara sérlega glæsilega. Skákin er fengin af íslenskri skák- Arnar Jónssonar á (Netslóð http://www.vks.is- /skak/): Hvítt: Hannes H. Stefánsson Svart: Zifroni, ísrael Drottningarbragð I. c4 — e6 2. Rc3 — d5 3. d4 - Rf6 4. Bg5 - Be7 5. Rf3 - Rbd7 6. e3 - 0-0 7. Bd3 - dxc4 8. Bxc4 — c5 9. 0-0 — a6 10. a4 — cxd4 II. exd4 - Rb6 12. Bb3 - Rbd5 13. Hel — Rxc3 14. bxc3 — Rd5 15. Bxe7 —Rxe7 16. Dd3 - b6 17. Bc2 - g6 18. Habl - Bb7 19. Re5 - Hc8 20. Hb3 - Dc7 21. Dh3 - Rd5 byijunina, en nú virðist svartur mega vel við una, því hann hótar bæði Rxc3 og Rf4. En Hannes hefur séð lengra og efnir til glæsi- legrar atlögu: 22. c4! - Rf4 23. Dh6 - Rxg2 24. Hh3 - f5 24. — f6 25. Bxg6 tapar strax. Eftir næsta leik hvíts hótar hann Hxb6. Svartur stendur höllum fæti. 25. Hbl - Hfd8 26. Hg3! - Hxd4 27. Rxg6 - Hg4 28. Hxg4 - fxg4 29. Re5! - Dxe5 30. Dxh7+ - Kf8 31. Dxb7 - Hxc4 32. Bg6 — Df6 33. Hdl og svart- ur gafst upp, því hann verður að gefa drottninguna til að forðast mát. Meistaramót Hellis Hellismótið er ekki síður vei skipað en Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í síðustu viku. Staða efstu manna eftir fjórar umferðir var þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 4 v. 2. -7. Sævar Bjarnason, Andri Áss Grétarsson, , Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Snorri Guðjón Bergsson og Ólafur Brynjar Þórsson 3 v. 8.-9. Halldór Grétar Einarsson og Davíð Guðnason 2'/* v. Margeir Pétursson Vasilí ívantsjúk síðu Daða Internetinu. BRIDS Umsjón: Arnór G. Uagnarsson Frá Trésmiðafélaginu SPILAÐUR var eins kvölds tvímenn- ingur fímmtudaginn 26. okt. Hæsta skor náðu: Þorleifur Þórarinsson - Þórarinn Árnason 98 Gunnar Traustason - Trausti Eyjólfsson 97 Indriði Guðmundsson - Pálmi Stefánsson 94 Mapús Rúnarsson - Óskar Baldvinsson 84 Ásvaldur Jónatansson - Lúðvík Friðbergsson 79 Spilað er annað hvert fímmtudags- kvöld að Suðurlandsbraut 30 og hefst spilamennska kl. 19.30. Næst verður spilaður þriggja kvölda barómetra-tví- menningur sem hefst 11. nóv. Spilað er um Járniðnaðarbikarinn. Umsjónar- maður er Jakob Kristinsson. Spila- mennskan er opin öllum meðan húsr- úm leyfir. Bridsfélag Kópavogs Nú stendur yfir Barometerkeppni hjá félaginu og er staðan þessi að loknum 17 umferðum af 27: Sigurður Siguijónsson - Ragnar Bjömsson 142 Sævin Bjamason - Guðmundur Grétarsson 125 Þoreteinn Berg - Guðmundur Baldursson 115 Gísli Tryggvason - Leifur Kirsjánsson 115 Trausti Finnbogason - Haraldur Árnason 115 Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 31. október var spilaður einskvölds tölvureiknaður tvímenningur með þátttöku 12 para. Spiluð voru 33 spii og var meðalskor 165. Georg Isaksson - Sigurður Jónsson 189 Gestur Pálsson - Guðmundur Sigurbjömsson 186 Jón Baldvinsson - Baldvin Jónsson 184 Sturla Snæbjömss. - Vilhjálmur Sigurðss. yng. 172 Bridsfélag SÁÁ spilar alía þriðjudaga í Úlfaldanum að Ármúla 17Á. Spilaðir eru einskvölds tölvureiknaðir tvímenn- ingar. Spilamennska hefst kl. 19.30 og keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.