Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 B 9 skepna — skyld sækúnni — er nykurinn, einnig nefndur nennir eða vatnahestur. Hann var eirinig grár að lit og lifði aðallega í ám og vötnum, en stundum líka í sjó. Að sköpulagi líktist hann helst hesti, nema hvað hófarnir sneru öfugt. Útlit hans gat þó brugðið frá þessari lýsingu, því hann átti til að breyta sér að eigin vild. Fyr- ir kom að hann fyljaði hryssur á landi, en afkvæmi hans höfðu það einkenni að vilja leggjast niður undir manni eða böggum, ef riðið var yfir vatnsfall. Sagt er eð nykur- inn hneggi þegar sprungur mynd- ast á lagnarís með tilheyrandi dun- um. (JA 1:129-130). Aðrar verur, öllu skyldari huldu- fólki, eru svokallaðar dísir sem nokkuð ber á í örnefnaheitum á íslandi (t.d. Dísardalur við Rauð- hóla í Reykjavík og fjallið Dís við Siglufjörð). Líkt og huldufólk eiga þær rót sína að rekja til goðafræð- innar en þar var dísarheitið notað um nornir, fylgjur, valkyrjur og jafnvel ásynjur (t.d. er Vanadís eitt af skáldaheitum Freyju). Á germönskum landsvæðum var dís- ardýrkun ríkur þáttur í helgihaldi heiðinna manna til forna, og ís- lensk sagnarit geta sumstaðar um dísarblót sem fram fóru á erlendri grund. í þjóðtrúnni vísar heitið til kvenvera sem lifðu í náttúrunni, ýmist í jörð (landdísir) eða vatni (vatnadísir). Séra Jón Sigurðsson á Mýrum í Dýrafirði segir frá því í fornminjaskýrslu árið 1817 að Landdísa-steinar (sem eru all- margir á Vestfjörðum) séu svo nefndir vegna þess að fólk trúi að í þeim búi dísir. Ekki mátti slá gras umhverfis Landdísasteina og börnum var meinað að leika sér umhverfis þá eða vera með ærsl og læti nálægt þeim. Er því nokk- uð ljóst að dísartrúin á Vestfjörð- um er náskyld huldufólkstrúnni og raunar einn angi af henni. I þjóð- artrúnni örlar einnig á vatnadísum sem minna mjög á eriendar fyrir- myndir, til dæmis hina frægu Lore- lei við Rínarfljót sem laðaði til sín sjófarendur. Eitt þekkt dæmi er Lómatjarnardísin sem Margrét Magnúsdóttir (föðursystir Matthí- asar Jochumssonar, skálds) lýsti eitt sinn þannig: Þarna við tjarnarbakkann stóð fögur kona, með mikið hrafn- svart hár, er féll ofan um hana allt að beltisstað. Hún starði opnum döprum augum í vestur- átt, heim til bæja. Annar hand- leggurinn var krepptur í oln- bogaliðnum og lá hendin flöt á brjóstinu. Hinn handleggurinn lá niður með síðunni. Neðri hluti líkamans . . . virt- ist . . . vera undir yfirborði vatnsins. Einkennilegur ljós- bjarmi sýndist . . . leika um þessa veru og friður stafa frá henni. CCU samtökin halda fræðslufund Ekki stóð þessi sýn nema and- artak, og seig veran ofan í tjörnina, hljóðlaust, og án þess að nokkur gára myndaðist á yfirborði vatnsins. Fuglar sem móktu á tjörninni bærðu ekki á sér. (Helgi Hallgrímsson: 42-43). Eftirfarandi saga er birt sem dæmi um þessa tegund þjóð- sagna: Selshamurinn Einu sinni var maður nokkur austur í Mýrdal sem gekk hjá klett- um við sjó fram að morgni dags fyrir fótaferð. Hann kom að hellis- dyrum einum. Heyrði hann glaum og.danslæti inni í hellinum, en sá mjög marga selshami fyrir utan. Hann tók einn selshaminn með sér, bar hann heim og læsti hann ofan í kistu. Nokkru seinna um daginn kom maðurinn áftur að hellisdyrunum. Sat þá ungleg kona og lagleg. Var hún allsber og grét mjög. Þetta var selurinn er átti haminn sem maðurinn tók. Maður- inn lét stúlkuna fá föt, huggaði hana og tók hana heim með sér. Var hún honum fylgisöm en felldi skap sitt miður við aðra. Oft sat hún samt og horfði út á sjóinn. Eftir nokkurn tíma fékk maðurinn hennar. Fór vel á með þeim og varð barna auðið. Haminn geymdi bóndi alltaf íæstan niður í kistu og hafði lykilinn á sér, hvert sem hann fór. Eftir mörg ár reri hann eitt sinn og gleymdi lyklinum heima undir koddabrún sinni. Þegar hann kom heim aftur var kistan opin, en kon- an og hamurinn horfin. Hafði hún tekið lykilinn og forvitnast í kist- una, og fundið þar haminn. Gat hún þá ekki staðist freistinguna, kvaddi börn sín, fór í haminn og steyptist í sjóinn um leið og hún mælti þetta fyrir munni sér: Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og sjö börn í landi. Sagt er að manninum féllist mjög um þetta. Þegar maðurinn reri síðan til fiskjar var selur oft að sveima í kringum skip hans og var eins og tár rynni af augum hans. Mjög var hann aflasæll upp frá þessu og ýmis höpp bar upp á fjörur hans. Oft sáu menn það, að þegar börn þeirra hjóna gengu með sjávar- ströndinni synti þar selur fyrir framan í sjónum, jafnframt sem þau gengu á land eða í fjörunni, og kastaði upp til þeirra marglitum fiskum og fallegum skeljum. En aldrei kom móðir þeirra aftur á land. Glslenskar þjóðsögur — Álfar og tröll. Ólína Þorvarðardóttir bjó til prentunar og ritar formála. Oíafur M. Jóhannesson myndskreytti. Út- gefandi er Bóká- og blaðaútgáfan sf. Bókin er alls 176 bls. Verð kr. 3490.-.. CCU SAMTÖKIN halda fræðslu- fund fyrir einstaklinga með Crohn's og Colitis Ulcerosa sjúkdóma þriðjudagskvöldið 28. nóvember í sal Verkstjórafélags Reykjavíkur, Skipholti 3, 3. hæð. CCU-samtökin voru stofnuð 28. október sl. Samtökin eru hópur fólks með Crohn's og Colitis Ulcer- osa sjúkdóma sem eru langvinnur bólgusjúkdómar í meltingarvegi. Talið er að um þessar mundir séu Spástefna Stjórnunar- félagsins 5. desember HIN ÁRLEGA Spástefna Stjórnun- arfélagsins verður haldin 5. desem- ber næstkomandi. Þetta er í 16. skipti sem Stjórnunarfélagið stendur að Spástefnunni. Á þessari Spástefnu fjalla 10 ræðumenn um meginstrauma á ís- landi til aldamóta. Ræðumennirnir eru stjórnendur og forystumenn á jafn mörgum sviðum þjóðlífsins. Á Spástefnunní verður jafnframt kynnt spá forsvarsmanna fyrirtækja um efnahagsþróun næsta árs, svo og efnahagshorfur til aldamóta. Að þessu sinni leitaði Stjórnunarfélagið til tvöfalt fleiri fyrirtækja en áður til að taka þátt í spánni. Skráning á Spástefnuna er hjá Stjórnunarfélagi íslands. 500-600 íslendingar með þessa sjúkdóma og að árlega greinist um 25-35 sjúklingar. Á fundinum heldur Birgit Eriks- en, næringarfræðingur, fyrirlestur um fæðuval fyrir einstaklinga með Crohn's og Colitis Ulcerosa sjúk- dóma. Áð loknum fyrirlestri og fyr- irspurnum verður hópspjall um áhrif mismunandi fæðu á líðan fólks. ¦ * FJOLMENNI var á stofnfundi CCU samtakanna. MCURÉTTIN " Námskeið til aukinna ökurétfinda hefst miðvikudaginn 29. nóvember kl. 18 Upplýsingar í síma 567 0300 frá kl. 13 - 20 alla vírka daga, 0KUSK0LINNIMJO arabakka3, Mjóddinni, símj,5^f03( n i. Vitara V6 Nýr edaljeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, meö hljóblata V6 oél, 24 ventla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggöur á sjálfstæöa grind og er meö hátt og lágt drif. tiákvæmt vökvastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin eða 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auöveldan í akstri á vegum sem utan vega. Öryggisloftpúöar fyrir ökumann og framsætisfarþega, höfuðpúöar á fram og aftursætum og styrktarbitar í hurðum gera Vitara V6 að einum öruggastajeppa sem býðst. Einstaklega hljóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum sem eiga heima í eðaljeppa eins og Vitara V6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.