Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 B 25 ATVINNUA UGL YSINGA R Þroskaþjálfar! Svæðisskrifstofa Suðurlands auglýsir eftir þroskaþjálfa á vistheimili fyrir fjölfötluð börn á Selfossi. Við bjóðum upp á spennandi uppbyggingar- starf, skemmtilegt starfsumhverfi, lifandi starfssvið. Um er að ræða 100% stöðu. Upplýsingar á Svæðisskrifstofu Suðurlands, í síma 482 1922 eða 482 1839, Nína Edda eða Dóra. Sölumaður/sölustjóri KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SlÐUMÚU 14, 108 REYKJAVlK, SfMI 5813022 óskar að ráða kröftugan sölumann/sölu- stjóra til starfa í skrifstofutækjadeild til sölu á Ijósritunarvélum og öðrum skr if stof utækj u m. Tilvalið tækifæri fyrir duglegan einstakling sem hefur reynslu/þekkingu á þessu sviði að komast í gott framtíðarstarf hjá traustu og öflugu fyrirtæki. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 3. desember. QjðntTónsson RÁÐGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Forstöðumaður tölvudeildar Staða forstöðumanns tölvudeildar Lands- bankans er laus til umsóknar. Bankinn hefur mótað nýja stefnu varðandi upplýsingavinnslu sína. Landsbankinn er með eigin tölvudeild en auk þess er hann einn af eignaraðilum Reiknistofu bankanna. Upplýsingakerfi bankans byggja m.a. á Microsoft NT netstýrikerfum, biðlara/miðlara högun, UNIX gagnaþjóni, hlutbundinni gagnavinnslu, forritunarmálinu Visual C++ og öðrum hugbúnaði frá sama framleiðanda. Starfið felur í sér: - Stjórnun og umsjón með uppbyggingu og rekstri upplýsingakerfa bankans. - Kerfis- og þarfagreiningu. - Umsjón með áætlanagerð á sviði tölvu- mála og hugbúnaðargerðar. - Samskipti við seljendur tölvubúnaðar. Gerðar eru kröfur um: - Háskólamenntun í viðskipta-, tölvunar- eða verkfræði auk góðrar þekkingar á tölvu- og upplýsingatæknimálum, æski- legt að hafa stundað nám erlendis. - Góða skipulags- og stjórnunarhæfileika. - Lipurð í mannlegum samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum S.Í.B. og bankanna. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Umsóknum sé skilað til Ara F. Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs bankans, Laugavegi 7, 4. hæð, 101 Reykja- vík. Hann gefur einnig nánari upplýsingar. Húshjálp - Noregur Norsk/íslensk fjölskylda í Haugasundi óskar eftir barnagæslu og húshjálp í sex mánuði. Laun á mánuði 2.500 norskar kr. auk lítillar íbúðar í sama húsi og fæðis. Upplýsingar í síma 561 1629. BJÖRK Fimleikafélagið Björk óskar eftir starfskrafti. Starfið felst í: a) Aðstoð við þjálfara í sal. b) Umsjón með launum og reikningum. c) Umsjón með útgáfu fréttabréfs og fjáröfl- unum. d) Önnur störf sem stjórn felur starfskrafti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um áramót ’95-'96. Umsóknir berist í pósthólf 11,222 Hafnarfjörð- ur, merkt: „Starfskraftur", fyrir 10/12 1995. Skrifstofustarf - Akureyri Þekkt þjónustufyrirtæki á Akureyri óskar að ráða reglusaman og drífandi starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Vlnnutími frá kl. 13-18, alla virka daga, og aðra hverja helgi er unnið á laugardögum frá kl. 10-13 og á sunnudögum frá kl. 10-12. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til kl. 16 föstu- daginn 1. desember nk. Guðni Jónsson RÁDGjÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Tölvunarfræðingar Kerfisfræðingar Nú er tækifæri til að breyta til Framtíðarstörf hjá traustum fyrirtækjum, hugbúnaðarhúsum og stofnunum eru laus til umsóknar eða losna á næstu mánuðum. Óskum því eftir að komast f samband við tölvumenntaða einstaklinga sem vilja breyta til. í boði eru fjölbreytt og faglega áhugaverð verksvið Bæði koma til greina nýútskrifaðir og aðilar með reynslu. Láttu reyna á hvort við höfum eitthvað fyrir þig ! Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon og Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 9. desember nk. merktar: „Tækifæri - trúnaðarmál". RAÐGARÐURM STJÓRNUNAR OG REKSIRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK •& 533 1800 Ritari Eldklár ritari óskast á endurskoðunarskrif- stofu. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 3. desember merktar: „Ritari - 11185“. Nýtt söluverkefni Óskum eftir sölumanni sem getur bætt við sig verkefnum. Um er að ræða vörusölu til smásöluaðila og sölu auglýsingavara til fyrir- tækja. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „VE“. Eigendur/stjórn- endur ítréiðnaði < 47 ára gamall tréiðnfræðingur og rekstrar- fræðingur, með langa reynslu af stjórnunar- störfum, óskar eftir framtíðarvinnu. Áhugasamir leggi svör inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Tréiðnaður- 123“,fyrir2. desember. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Forstöðumaður óskast Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðu- mann við vistheimilið Tjaldanes í Mos- fellsbæ. Launakjör skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna, launaflokk 506-248. Umsóknareyðublöð eru afhent á Svæðis- skrifstofunni, Digranesvegi 5, Kópavogi, sími 568 1822. Styrkþegastaða Staða styrkþega (lausráðins sérfræðings) við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs og Félags háskólakennara. Umsækjendur skulu hið minnsta hafa lokið meistaraprófi eða öðru sambærilegu prófi á fræðisviði stofnunarinnar frá viðurkenndum háskóla. Ætlast ertil að sá, sem ráðinn verð- ur í stöðuna, stundi rannsóknir á sviði ís- lenskra fræða, einkum þær, sem reistar eru á könnun handrita, og taki að öðru leyti þátt í almennum skyldustörfum starfsliðs stofn- unarinnar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn, starfs- feril og fræðistörf, ritsmíðar og rannsóknir, ásamt eintökum af fræðilegum ritum sínum, ritgerðum og skýrslum, prentuðum sem óprentuðum, sem þeir óska eftir að tekið verði tillit til við hæfnismat. Jafnframt er æskilegt að umsækjendur geri stutta grein fyrir verkefni eða verkefnum, sem þeir hafa hug á að vinna að, fengju þeir starfið. Umsóknir skulu sendar Stofnun Árna Magn- ússonar á íslandi, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 31. desember nk. Stofnun Árna Magnússonará íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.