Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 24
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR SJUKRAHÚS SUÐURLANDS v/Arvwg - 800 SftHoss - Pösthóli 241 - Simi 98-31300 Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkr- unarfræðinga til starfa á hand- og lyflæknis- deild og öldrunardeild sem fyrst eða eftir nán- ara samkomulagi. Um er að ræða fjölbreytt störf við góðar aðstæður. Framundan er áframhaldandi uppbygging á hjúkrunarferli auk þess sem verið er að koma á fastri sjúklingaflokkun. Upplýsingar um störf og launakjör veitir hjúkrunarforstjóri í síma 482 1300. NOPUS Nordlska utblldnlngsprogrammet för utveckllng av soclal service Nordic Education Programme for Social Service Development Rektor við NOPUS (Nordiska utbildningsprogrammet för utveckling av social service) NOPUS er samnorræn stofnun til kennslu á háskólastigi fyrir stjórnendur á sviði félags- mála. Stofnunin er miðstöð til að miðla reynslu og hugmyndum á þessu sviði um Norðurlöndin öll. NOPUS er rekið af norrænu ráðherranefndinni, en starfar sem sjálfstæð eining með aðsetur í Gautaborg. Rektor er forstöðumaður miðstöðvarinnar í Gautaborg og samræmir einnig starfsemi á vegum fjögurra fræðslustjóra, sem starfa í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Rektor er skylt að þróa heildarstarfsemina í átt til þeirra markmiða, sem lögð voru til grundvallar þegar til NOPUS var stofnað í samræmi við boð stjórnar stofnunarinnar hverju sinni. Sérstaka áherslu skal leggja á notagildi starfseminnar fyrir norrænt sam- starf. Umsækjandi þarf að hafa háskólanám og -feril að baki, sem duga myndi til a.m.k. dósentsstöðu við sænskan háskóla, skv. þarlendum reglum. Þá þarf umsækjandi að hafa staðgóða þekkingu á félagslegri þjón- ustu og helst vegna eigin starfa á þeim vett- vangi. Ennfremur þarf umsækjandi að hafa forystu- og stjórnunarhæfileika. Reynsla af norrænu samstarfi er æskileg. Stefnt er að ráðningu til fjögurra ára, fram- lenging um fjögur viðbótarár mest er hugsan- leg. Starf skal hefja 1. janúar 1997. Rektor verður ráðinn af norrænu ráðherranefndinni, þ.e. félagsmálaráðherrum Norðurlandanna. Laun eru samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórn- ar, Jan Ording, sími 00 46 8 783 31 41, sett- ur rektor, Gunvor Brettschneider, sími 00 46 31 69 39 91, og fulltrúi starfsmanna í stjórn, Ellen Kartnes, sími 00 47 22 93 25 55. Umsókn, ásamt fylgiskjölum, skal send í síð- asta lagi miðvikudaginn 20. des. 1995 til NOPUS, Pbox 12047, S-402 41, Gautaborg, Svíþjóð. EJS Þjónustusvið Þjónustusvið EJS starfar á hátæknisviði við uppsetningu og þjónustu á tölvubúnaði, hug- búnaðarkerfum, netkerfum og víðnetum. Við óskum að ráða tæknimann, rafeinda- virkja eða mann með sambærilega menntun, til starfa á þjónustusviði okkar við þjónustu og viðgerðir á einmenningstölvum og jaðar- tækjum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af viðgerðum á rafeindabúnaði ásamt þekkingu á stýrikerfum og stöðluðum not- endahugbúnaði fyrir einmenningstölvur. Upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar ekki síðar en 6. desember nk., merktar: „Umsókn". Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegil 0, 128 Reykjavík, sími 563 3000. Markaðsrannsóknir Hagvangur hf óskar eftir starfsmanni við markaðsrannsóknir. Hagvangur hf. er eldta starfandi og jafnframt leiðandi fyrirtæki á íslandi við gerð markaðsrannsókna. Starfssvið: • Úrvinnsla og greining á niðurstöðum markaðskannana. • Framsetning og túlkun á markaðskönnun- um. • Umsjón og ábyrgð með ýmsum verkefnum er lúta að markaðskönnunum. Hæfniskröfur: • Mikil þekking á tölfræði markaðsrannsókna. • Færni í greiningu tölulegra gagna. • Mjög góð tölvukunnátta. • Þekking á SPSS fyrir Windows, Paradox/Ac- ess, Excel, Word og Harvard Graphics. • Mjög góð íslenskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli. Enskukunnátta nauðsynleg. • Eiga auðvelt með að koma fram og kynna niðurstöður. • Háskólamenntun skilyrði. Nánari upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. merktar „Markaðsrannsóknir" fyrir 4. desember nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Sölustjóri Traust iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða sölustjóra til starfa. Leitað er að traust- um manni með verkfræði- eða tæknifræði- menntun og helst með starfsreynslu eða nám erlendis að baki. Reynsla, þekking eða a.m.k. skilningur á byggingariðnaði og bygg- ingarvörum væru mjög æskilegur. Heppilegur aldur 30 til 45 ára. Sölustjórinn þarf m.a. að uppfylla eftirtalda kosti: * Reglusemi, stundvísi, reyklaus. * Vinnusemi, dugnaður, ósérhlífni. * Góð, lífleg og aðlaðandi framkoma. * Hæfni til að hafa mannaforráð og vinna með öðrum. Umsóknir þurfa að vera sem ítarlegastar. Æskilegt að meðmæti eða umsagnir fylgi. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Góð starfskjör í boði fyrir réttan mann. Umsóknum/fyrirspurnum þarf að skila til afgreiðslu Mbl. fyrir 8. desember nk., merktar: „Sölustjóri - 15918." VEGAGERÐIN Deildarstjóri Staða deildarstjóra hjá þjónustudeild Vega- gerðarinnar í Reykavík er laus til umsóknar. Starfið • Gerð verklýsinga, staðla og leiðbeininga um þjónustuverkefni Vegagerðarinnar. • Vinnurannsóknir og gagnasöfnun vegna þjónustu. • Þróunarverkefni og aðstoð við umdæmi. • Eftirfylgni og úrvinnsla þróunarverkefna. • Tæknileg ráðgjöf fyrir umferðareftirlit og umferðarþjónustu. Hæfniskröfur • Byggingatæknifræði eða byggingaverk- fræði. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt samstarfshæfni. • Skipulögð framsetning skýrslna og grein- argerða. • Reynsla af vinnu við stjórnun/skipulagn- ingu og áætlanagerð æskileg. • Enska og Norðurlandamál ásamt hald- góðri tölvuþekkingu. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Ath.: Upplýsingar um starfið eru eingöngu veittar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 9. desember nk., merktar: „Vegagerðin - deildarstjóri þjónustudeild". RÁJOGARDUR hf STJÓRNUNAR OG REKSnmRRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK 'S 533 1800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.