Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 B 5 „SKRÍTNA fugla fékk ég séð," segir í botni Móra. Morgunblaðið/RAX Vísnatorq ALÞÝÐUVÍSUR hafa meðal annars gegnt því hlut- verki að varðveita atburði og frásagnir í minni þjóðarinnar. Til þess eru þær vel fallnar vegna þess að auðvelt er að henda reið- ur á hrynjandi þeirra, rími og stuðlum. Fátt er líka betur til þess fallið að þroska málvitund og stílbrögð ungs fólks en kveð- skapur. Að móta hugmynd eftir reglum bragfræðinnar kallar á þekkingu, þolinmæði og öguð vinnubrögð. Til glöggvunar þeim sem ekki rata um völundarhús bragfræð- innar, er ástæða til að veita nokkrar leiðbeiningar. Munu þær birtast lið fyrir lið í næstu þátt- um. í ferskeytlum verður stuðla- setning að vera hnökralaus, ann- • ars falla þær undir óvísur eða stagl. Stuðlar og höfuðstafur geta annars vegar staðið saman af sérhljóðum, þ.e. þeim stöfum sem segja sig sjálfir. Þykir þá fegurst að sinn sé stafur í hverjum stuðli. Hins vegar geta samhljóðar myndað stuðla og höfuðstaf. Þá þarf sami samhljóði að vera í hverjum stuðli. Ef harðir sam- hljóðar k, p, t, fylgja samhljóðan- um s eru þeir sérstakir stuðlar. í fyrstu og þriðju braglínu eru jafnan tveir stuðlar og annar þeirra í þriðja áhersluatkvæði eða braglið. Höfuðstafurinn er ávallt í fyrsta áhersluatkvæði annarrar og fjórðu braglínu. Andrés H. Valberg yrkir fyrir þáttinn hugvekju til þeirra sem hafa áhuga á vísnagerð. Brugðið hefur verið á það ráð að feitletra stuðla og höfuðstafi til hjálpar þeim sem vilja tileinka sér rétta stuðlasetningu: Magnaður lífsins galdur Tilgangur með þessura þætti það er að yrkja vísur góðar ef ég með því auka mætti orðaforða minnar þjóðar. Rími og stuðlum raða saman röðin orða falli slétt virkilega væri gaman ef vísan fæddist sköpuð rétt. Auk þess mun svo orðakynngi, æfing gefurmeiri ferð. Alit mitt á íslendingi alveg háð er vísnagerð. í huga sé ég hópinn fríðan að hnyttin staka birtist góð. Andrés Valberg óskar síðan að allir geti rímað ljóð. Grímur Gíslason sendir hlýlega vísu í tilefni af því að þættinum hefur verið hleypt af stokkunum: Ekki þarf að ýkja það á ýmsan hátt má ríða úr hlaði. Virðist fara vel af stað vísnagerð í Morgunblaði. Jón Eiríksson slær hins vegar á léttari strengi: Burt skal kasta sinni sorg sálar glæða funa, svo er best að bera á torg bull og vitleysuna. Óttar Einarsson yrkir eftir 30 ára kennslustarf og má heyra að honum er þungt niðri fyrir: Loks ég hörfa lúinn má lífs úr örvabrýnum. Klæddur lðrfum kem ég frá kennslustörfum mínum. Vegna vinnuloka sinna kastar Skúli Gunnarsson stéttarbróðir Óttars fram vísu. Ekki er hann ánægðari með lífið og tilveruna: Fyrr ég ýmsu fékk að sinna fátt mig dregur.nú á kreik. Engin von og engin vinna ellin dæmdi mig úr leik. Lilja Þorleifsdóttir kemur auga á björtu hlið málsins og Skúli getur þá væntanlega tekið gleði sína á ný: En finnst þér ekki ljúft að lúra lengur þinni spúsu hjá á morgnana - á meðan aðrir mega þola regn og snjá. Þórður Halldórsson frá Dagverð- ará varð níræður í gær og í til- efni af því var opnuð sýning á málverkum hans í bahdaríska sendiráðinu. Það er enginn barlómur í honum, þrátt fyrir háan aldur: Fátt er hraustum manni um megn, magnaður lífsins galdur. Ellina klár ég komst i gegn, kominn á besta aldur. Halldór Jóhannesson er líka Ey- firðingur og ámóta kokhraustur. Hann orti þegar frændi hans Kristján Eldjárn var kjörinn for- seti: Um mitt nafn er alltaf glans eins og af gullnu letri. Ég er frændi forsetans og flestum mönnum betri. " Margir eru farnir að velta vöng- um yfir því hver muni taka við af Vigdísi Finnbogadóttur sem forseti lýðveldisins. Nokkrir hag- yrðingar lögðu mat á hvaða kost- ir ættu að prýða næsta forseta, þar á meðal Magdalena Thorodd- sen: Vitur bæði og velmetinn verði nýi forsetinn, hóflega sitji hástólinn, hugsi um pjóðarmetnaðinn. Ólafur Runólfsson velkist ekki í vafa. Forsetinn á að vera kona: Mikil reisn og menntun góð margs sé vís um land og þjóð hagmælt, göfug, hreinlynd, fríð, hana virðum alla tíð. Friðrik Steingrímsson, sem sló rækilega í gegn á hagyrðinga- kvöldi í Deiglunni nýlega, kemur með nýjan pól í hæðina: Hann þarf að vera í hugsunum klár með hörku bem lýðirnir skilja, Sonur morgunroðans Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað - vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Sigurbjörn Einarsson biskup heimsækir Vísnatorg að þessu sinni og velur vísu eftir vestur- heimska skáldið Stephan G. Stephansson. Umsjónarmaður Vísnatorgs gat þess í upphafi samtalsins við biskup, að hann hef ði verið bekkjarfélagi og vin- ur Sigurbjarnar sonarsonar hans í barnaskóla. „Vísan kom upp i hugann þegar þú nefndir nafna minn af því éghef svooft sungið hana fyrir börn og barna- börn mín," segir þá Sigurbjörn. Hann segist hafa lært vísuna snemma á ævi sinni: „Hún er ein af mörgum sem ég hef haldið upp á fyrir sjálfan mig og aðra. Mér þykir vísan falleg og lagið sem ég hef við hana er hentugt til þess að róa sjálfan mig og aðra." fara í kynskipti fjórða hvert ár þá fá allir það sem þeir vilja. Andrés H. Valberg segir að aldr- ei fáist betri forseti en Vigdís Finnbogadóttir, sem hann kallar engil bæði í sjón og reynd. Ekki þætti honum verra ef næsti for- seti yrði eitthvað í líkingu við hana: Eins og Vigdís allt hið góða að nýta, á sem Vigdís frægan mælskusjóð. Eins og Vigdís yndisleg að líta og sem Vigdís fróð um land og þjóð. í síðasta vísnaþætti birtist svo- hljóðandi fyrripartur: Léttir huga, lífgar geð að labba nið'rá Vísnatorg Ekki stóð á viðbrögðum og byrj- uðu botnar að berast þættinum þegar næsta dag. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að birta þá alla, en hér má sjá sýnishorn. Móri yrkir: Skrítna fugla fékk ég séð 1 flögra um stræti í þeirri borg. Þá Grétar Hannesson: Góðir vinir gangið með og gleðjumst nú í Bragarborg. „Heila þökk fyrir þáttinn, megi hann lengi lifa," segir í bréfi frá Jóni Sindra Lárussyni. Þessari hressilegu kveðju fyígir botn: Þættinum ég mæli með mapast gleði dvínar sorg. Loks má nefna botn frá Ásjón í Hafnarfirði: Víst hefur stakan vaxið með vorri þjóð í gleði og sorg. Þaðan kemur líka kveðja til þátt- arins í þremur hringhendum: Vendum skjótt á Vísnatorg vekjum drótt af blundi. Enn er pótt í andans borg ei skal hljótt á fundi. Sláum nú hinn væna vef vel má hlú að Braga. Látum fljúga stuðluð stef stöku búum haga. Pétur styðja munu menn meta iðju fína. Öll skal byggðin óma senn andans dyggðir skína., Fyrir næsta þátt geta vísnavinir velt vöngum yfír þessum fyrri- parti: Nú er dimmt á norðurslóð napurt morgunsárið Pétur Blöndal • Póstfang þáttarins er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík skyldan taki það ekki í mál. „Áður þegar maður þurfti að fara að heim- an brann alltaf á rrianni spurningin um það hvort maður kæmi að heim- ili sínu heilu. Núna eftir að við höf- um misst allt þetta fólk er mér þann- ig innanbrjósts að mér finnst heimil- ið ekki skipta máli. Húsið mitt slapp óskemmt en ég fékk ekki neinar fréttir af því fyrr en laugardaginn eftir snjóflóðið og stóð raunar alveg á sama." Við Magnea ræðum saman í stof- unni í Ólafstúni. Þrjú hús við götuna eyðilögðust í snjóflóðinu og öll húsin í hverfinu standa auð. Hún segist ekki hafa neinar tilfinningar til þessa heimilis lengur. „Það er engin sál í húsi sem býr manni óöruggt heimili stóran hluta ársins. Það er einskis virði." Nokkrum dögum fyrir snjó- flóð óskaði Flateyrarhreppur form- lega eftir því við félagsmálaráðherra að Ofanflóðasjóður leysti til sín þau íbúðarhús sem standa á upphaflegu snjóflóðahættusvæði á Flateyri. Þau Páll bíða nú eftir svari ráðu- neytisins og vonast eftir því sem fyrst. Hún segir að þau séu að reyna að finna húsnæði til að dvelja í fram á vor en þá geti þau aftur flutt heim. Framtíðin sé síðan í lausu lofti. Þau hafi ekki ráð á að kaupa nýtt hús nema losna við það gamla. „Það er erfitt að þurfa að ætlast til þess að einhver kaupi húsið manns til þess að geta lifað eðlilegu lífi við öruggar aðstæður en staðan er því miður þannig," segir hún. Snjóflóðahættan hefur sett mark sitt á fjölskylduna í Ólafstúni 6 eins og annað fólk á hættusvæðinu. „Það er flestum eðlilegt að gleðjast þegar fer að snjóa, það er fallegt og börn- in geta farið á skíði og leikið sér í snjónum. Við sem búum við snjó- flóðahættu stífnum hins vegar upp og fyllumst skelfingu þegar fyrstu kornin koma úr lofti. Maður fer út í það að afneita vetrinum. Þetta hefur haft mikil áhrif á fjöl- skylduna og heimilislífið. Við vorum fjörutíu nætur að heiman í fyrravet- ur og vorum þá í einu fleti á Brim- nesveginum þar sem verið var að gera húsið upp. Svo var alltaf verið að togast á um það hvort við ættum að fara heim eða bíða lengur. Þegar mér tókst að koma fjölskyldunni heim lá ég andvaka eða gekk um gólf hálfu næturnar vegna ábyrgðar- innar sem hvíldi á mér vegna þess að ég hafði þrýst á fólkið mitt að flytja heim. Þegar aftur fór að hausta sá ég hvað börnin höfðu orð- ið fyrir miklu áfalli í fyrra. Ég fór að mæta tárum og ásökunum um það hvort við þyrftum að búa í Ólafstúni í vetur." Gott að búa á Flateyri Oddvitinn er bjartsýnn á framtíð byggðar á Flateyri, þrátt fyrir allt. „Fólk er ákveðið í að byggja þennan stað upp hægt og bítandi. Hraði verksins fer eftir því hvernig okkur gengur að fá nýtt hættumat og upp- kaup ónotaðra og ónýtra húsa. Eg trúi ekki öðru en að það verk verði unnið í vetur þannig að við getum hafist handa strax í vor. Það er mikil- vægt svo fólk þurfi ekki að bíða lengi í óvissunni." Tuttugu Flateyringar létust í snjó- flóðinu og Magnea telur að fimmtíu dvelji nú í Reykjavík til að átta sig á lífinu á nýjan leik eftir áfallið. Hún segir að þetta skarð sé vandfyllt því þótt allir skipti máli í þessu litla sam- félagi, hafi það fólk sem lést eða fór til Reykjavíkur gegnt lykilhlutverki á ýmsum sviðum. Hún vonast til þess að sem flestir af þeim sem fóru suð- ur treysti sér til að koma aftur heim með vorinu en segir mikilvægt að fólk gefí sér góðan tíma til að íhuga framtíðina. „Sjálfri hefur mér alltaf þótt gott að búa á Flateyri. Vissulega eru náttúruöflin erfið. En það skiptir meginmáli í mínum huga að fólkið og mannlífið sé gott þar sem maður býr," segir hún. Bendir Magnea á að næg atvinna sé á Flateyri og að göngin í Breiða- dalsheiði verði opnuð fyrir jól. Þá vonast hún til að sex sveitarfélög sameinist í kjölfar atkvæðagreiðslu sem fram fer í byrjun næsta mánað- ar. „Ég sé Flateyri fyrir mér sem blómlegt byggðarlag, hverfi í sameig- inlegu sveitarfélagi. Ég verð því von- andi ekki oddviti nema fram á vor þegar kosið verður til bæjarstjórnar í nýja sveitarfélaginu," segir Magnea Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.