Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Blessuð bókin MIKIÐ eigum við gott að vera af kynslóð sem hefur eirð í sér til að sitja og sökkva sér niður í góða bók, varð konu að orði í fyrra. Það var einmitt á þessum árstíma, í skammdeginu í byrjun jólabókaflóðsins svokall- aða. Þau ummæli hafa oft skot- ist upp í hugann síðan. Ekki bara við lestur i birtuhringnum í hlýrri stofu sem umlukin er myrkri og óveðrið gnauðar fyrir utan, heldur líka við lestur í glaðasólskini úti á svölum í suð- urlöndum eða vaknandi undir hlýrri sæng þegar regnið bylur værðarlega á tjaldi eða rúðum og maður má teygja sig í bókina og liggja kyrr. Þetta voru orð að sönnu. Hugsið ykkur hvaða unaðsstunda þeir fara á mis í lífinu, sem ekki „mega vera að því að lesa". Eða kunna það ekki? En þetta er auðvitað eins og allt annað, val. Lífíð og hver dagur þess er of stutt til að geta gert allt. Framboðið einfaldlega of mikið. Einmitt á þessari stundu, þegar maður er að velja og leggjast í nýju jólabæk- urnar, þá herðir allt hvað af tekur á framboðinu á hvers konar afþreyingu með tónleikum, leiksýn- ingum, kvikmyndum, myndlistarsýningum o.s.frv. Sjálf hefi ég löngu gefist upp á að reyna að upplifa allt sem hugurinn girnist, a.m.k. allt íslenskt, og gráta það sem ekki næst af forgangsverkefn- um. En líka getur verið gott að eiga sinn jólamat óétinn. Núna get ég því hlakkað til að heyra um helgina í henni Ólöfu Kol- brúnu og honum Ólafi Bjarna í óperunni um hana jap- önsku Butterfly, sjá kvikmynd- ina Benjamín Dúfu, skoða sýn- inguna hans Guðmundar Bene- diktssonar í Listasafninu og sjá Glerbrotin hans Arthurs Millers í Þjóðleikhúsinu, sem ég vil samt alls ekki missa af. En þá er líka valið milli þessa og notalegu stundanna við bókarlestur. Þess að kveikja á kertum með nýju Jólastjörnuna í augsýn og gleyma sér við góða bók. Og við logandi ljós aðventukransins um næstu helgi. Þær unaðsstundir vildi ég ekki missa í lífinu. Var raunar lögst í bækur 5-6 ára. Hætt er við að þeirsem ekki læra að lesa fyrirhafnarlítið og þjálfast verði fátækari í lífínu. Upplýst er að margir komi nú illa læsir úr skóla. Og eitt af því sem hin glögga skólamanneskja Helga Sigurjónsdóttir hefur talið hvað brýnast að bæta í skóla- kerfinu er að fjölga kennslu- stundum í yngri bekkjunum í lestri og móðurmáli. Á fimmtu- dag segir hún í grein í Mbl. að upplestur hafi gefið tækifæri til að útskýra efnið og ný orð um leið, og ekki síst þjálfi þessi kennsluaðferð einbeitingarhæfni barnanna, sem sé mikið nauð- synjamál. Einbeitingin kemur nú kannski líka af sjálfu sér þegar börn eða fullorðnir fara að leggj- ast í það sem þeim þykir skemmtilegt að lesa. En hvað um lesefnið? Sú dap- urlega staðreynd blasir við svo- kallaðri bókaþjóð að bókin á orð- ið fjarska bágt. Er kannski ekki dauðvona, en sár mjög af mannavöldum. Varla fer á milli mála lengur að með bókaskatt- Gárur inum hefur hallað undan fæti, marg- ar bókaútgáfur ------------------------------ farið á hausinn. eftir Elinu Pálmadóttur Bókaútgáf a stendur varla undir nema hrað- skrifuðum hraðsölubókum. Varla getur höfundur lagt mörg ár í heimildaöflun og skrif einn- ar bókar. Hann verður að hrað- semja, helst bók á hverja jóla- bókarvertíð. Höfundar geta fæstir lifað á loftinu eða maka sínum til langframa. Nú hefi ég ekkert á móti skyndibókum. Gefnar eru út hraðþýddar, næsta óprófarkalesnar pappírskiljur og seldar í sjoppum sem afþreying- arbækur. Þetta eru spennubæk- ur og ástarsögur, sem hafa þann kost að ná til þeirra sem annars mundu kannski ekki lesa heldur fá sér myndband, en þjálfast þarna í lestri. Komast úpp á að liggja í bókum. Kannski er það sem þungir skattar á bókum og mikill út- gáfukostnaður gerir, að ýta í útlegð því sem eitthvað er lagt í og vandað til. Einstaklingar sem hafa þraukað og af hugsjón lagt líf sitt og tíma í að gefa sjálfir út vandaðar bækur, lenda að auki í því að þurfa að leggja fyrirfram út fyrir virðisauka- skattinum meðan þeir liggja með lagerinn og hann hefur verið skattlagður sem eign meðan hann er ekkert nema útistand- andi skuldir, sem e.t.v. eru aldr- ei borgaðar. Höfundar þekkja líka að fá ekki laun sín greidd í bókaforlögum sem fara á haus- inn. Ýmislegt bendir til þess að markvisst sé verið að drepa bók- ina eða að minnsta kosti rýra gæði hennar. Það þykir mér dapurlegt. Kannski bókaþjóðin fái brátt bara hraðþýddar róm- anakiljur að orna sér við í skammdeginu. Bókaútgefendur eiga að vísu nokkra sök með útsölumörkuð- um á bókum strax að ári og venja lestrarhesta á að kaupa bækur til eigin nota aðeins á tombóluverði. Enn eru samt um þessi jól margar girnilegar bækur til lest- urs, sem vekja forvitni. Verður spennandi að sjá hverjar standa undir nafni. Það vafðist ekki fyrir John nokkrum Hawkes hvernig skáld- sögu hann vildi: Skáldsagan ætti að ná hefndum fyrir alla reiði okkar í æsku. Hún ætti að vera uppreisn gegn hefðbundn- um almennum hugsunarhætti í kring um okkur, sagði hann. Rétt er það, bældur hefndarhug- ur hefur a.m.k. stundum orðið eldsneyti i vel auglýsingavæna ævisögu eða viðtalsbók, jafnvel smásögu, og drifið áfram góða skáldsögu. Eða öfugt, verkið orðið skotspónn hefndar. MANNLIFSSTRAUMAR Wstt^tTWst/Barafreisting Evu? Eitt epli á dag kemur heilsunni ílag FYRSTA eplið sem sögur fara af er hið fræga epli Evu, en hún í óhlýðni sinni og græðgi gat ekki sagt nei við freistara sinn, höggorm- inn. Síðan hafa óendanlega mörg epli, góð og vond, haft áhrif ájafnt sögu okkar sem goðsagnir. Af þeim þekktustu ber m.a. að geta eplanna sem París gaf fegurðargyðjunni Venus og kom með því Trójustríðinu af stað og í norrænni goðafræði finnum við goðsögnina um æskuepli Iðunnar í Ásgarði. INORMANDÍ-héraði í Norður- Frakklandi finnst goðsögn þar sem Tetísi er eignaður heiðurinn af eplatrjánum er hann sáði fræj- um eplis þess er hann stal frá Venus. Eplið er óumdeilanlega ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦b tákn frjósemi og jarðarinnar. Mörg dæmi mætti nefna um aðdrátt- arafl þess, bæði sem fæðu og eins sem einhvers kon- ar tákns eða vöru- merkis, t.d. stóra eplið New York, tölvutegund, mótorhjólategund og getnaðarvarnategund svo eitthvað sé nefnt. Mörg dæmi og goðsagn- ir eru til um eplið sem tákn ástar^ innar, enda er það vel til þess falf-' ið, rautt, safa- og næringarríkt og umfram allt bragðgott líkt og sönn ást og það að dreyma þessi tákn ástarinnar í fleirtölu þykir vera fyrir ást. Ef eplið (í draumn- um) er sætt og fallegt er það fyr- efttr Álfheiöi Hönnu íriðriksdóltur ir hamingju og trygglyndi mak- ans, sé það hins vegar skemmt og rotið ...! Mörg tengjum við eplin jólunum, bæði litarins -og lyktar- innar vegna, og eins muna þeir sem eldri eru eftir þessum kræs- ingum jólanna, sem alla jafna voru ekki mikið á boðstólum í þá daga. Önnur hefð sem margir tengja eplum er svokölluð hrekkjavaka eða Halloween, sem nú er nýaf- staðin, 1. nóvember. Þá fara börn í Bandaríkjunum og Englandi á stúfana og ganga skrautklædd í hús til að fá eælgæti og epli og síðan leika þau tvo leiki með epl- in, sem ég ætla ekki að útlista nánar hér. Epli ævintýra og skáld- sagna eru óteljandi. Fyrst kemur ef til vill epli Mjallhvítar upp í ' hugann og eplakökur ömmu andar eru löngu orðnar heimsþekktar. í myndlistinni eru þau ófá ódauð- legu eplin, allt frá Caravaggio til Gauguin til Picasso svo einhverjir séu nefndir. Af hverju eru eplin síðan svona ómótstæðileg? Eplið inniheldur ógrynnin öll af næring- arefnum. Auk hás vatnshlutfalls er það mjög próteinríkt, fítusnautt og náttúrulega sætt. Það er einnig ríkt af mineralsöltum eins og járni og magnesíum. Af vítamínum er það auðugast af A-vítamíni en einnig inniheldur það B- og C-vít- amín. Allir ættu að temja sér að snæða eitt epli á dag. Eplin eru mikill orkugjafi og hafa góð áhrif á meltinguna, enda er bæði mjög gott og lystaukandi að fá sér eitt epli fyrir mat og eins er mjög ró- andi að fá sér epli fyrir svefninn og það kemur lagi á meltinguna. Eplið er frískandi og mikill þreytubani, auk þess sem reglu- leg neysla þess lækkar kóleste- rólinnihald í blóði. Það hefur hreinsandi áhrif bæði á líkama og sál og er mjög svalandi. Gott er að byrja daginn á einu epli til að hita meltinguna upp og hressa sig. Einnig er gott að fá sér epli eftir rhat til að hjálpa melting- unni. Eplið er tilvalið milli mála og heldur niðri magasýrunum. Það berst á móti hvítlaukslykt og því er þetta gott tvíeyki, til dæmis við kvefi. Eplið er einnig fegurðarmeðal. Gamalt húsráð gegn hrukkum er að sjóða epla- sneiðar í hálfu glasi af mjólk og leggja síðan volgar eplasneiðarn- ar eins og maska á andlitið. DKHS/Hvar liggja rœtur hins klassíska ballettsf Sérvitringar og áhrifþeirra á söguna HVORT ætli Davíð Oddsson hafi stundað meira í skóla dans eða málfræði? Svarið er líklegast málfræði og sama má segja um flesta menn, en ekki alla. Þótt þjóðfélagslegar breytingar marki sín spor á stefnu dansins geta einstaklingar líka haft áhrif. Og það er merki- legt hve miklu sérviska valdamikilla persóna fær áorkað. Til eru nokkur dæmi þess að persónur með mikil völd hafi haft dálæti á dansi og þar af leiðandi fært hann til vegs og virðingar á yfirráða- svæði sínu. eftir Rögnu Söru Jónsdóttur PÉTUR mikli sem réð ríkjum í Rússlandi um aldamótin 1700 skipaði bændum og vinnu- fólki að dansa. Ástæðan var að hann hafði kynnt sér menningu Kmmmm^mmmm Og atyinnulíf í Vestur-Evrópu og vildi sníða ríki sitt að þeirri fyrir- mynd. Ein leið að því takmarki var áð láta fólkið dansa, bæði í hirðinni sem og á löndum bænd- anna. Eftir daga Péturs, eða tæpri öld síðar, sat Katrín mikla við stjórnvölinn. Hún var enginn eftir- bátur Péturs í að efla dansiðkun og flutti inn í landið þjálfaða franska og ítalska dansara til að kenna ballett við hirðina. Hún kom einnig á fót Kirov- og Bolshoi-ball- ettskólanum sem að enn í dag eru meðal fremstu ballettskóla heims- ins. Með þessu móti efldist dans- iðkun gífurlega í Rússlandi og áhrifa Katrínar gætir enn í hinum klassíska ballett. Hvaðan komu þessir Jajálfuðu dansarar Frakklands og Italíu og af hverju kunnu þeir að dansa eitthvað sem að hafði þegar feng- ið nafnið ballett? Svarið er að finna í sölum Versalahallarinnar á miðri 17. öld. Það er merkilegt hvernig tiktúrur valdhafa geta haft við- varandi áhrif á þróun sögunnar. Eitt besta dæmið um það er ástríða Loðvíks XIV (1636-1715) Frakkakonungs til að dansa. Þeg- ar hann var fjögurra ára tók hann formlega við embætti nýlátins föður síns. Embætti sem hann nýtti til að gera hirð sína að þeirri viðhafnarmestu í Evrópu. Hann lét reisa skrauthöllina Versali, þar sem íburðarmiklir danssalir voru ekki af skornum skammti. Helsta hneykslið við hirð Lovíks á hans yngri árum var að hann vildi hafa fleiri kennslustundir í dansi en málfræði í námi sínu. Fólki fannst það óviðeigandi, sérstaklega þar sem kirkjan var lítið hrifin af dansi. En Loðvík lét ekki að sér hæða, enda lifði hann á breyting- artímum. Það voru tímar endur- reisnarinnar og hreyfinga í evr- ópskri menningu, sem leitaði fyr- irmynda í • goðfræði Grikkja og Rómverja. Þar af leiðandi túlkaði hann hinn gríska sólarguð Appol- on árið 1653, í sinni fyrstu ballett- sýningu, og einni þeirri fyrstu sem sett var upp. í rauninni var hann að upphefja sjálfan sig í guðatölu og vildi láta líta á sig sem guð, eða miðju alheimsins. Reglan um virðingarröð innan hirðarinnar var mjög mikilvæg. Loðvík var að sjálfsögðu toppur- inn og þegar dansað var á böllum dansaði hánn fyrst við drottning- una, hún síðan við æðsta ráð- herra, hann við æðsta kvenmann á eftir drottningunni og síðan koll af kolli. Röð dansara sagði nákvæmlega til um virðingar- stöðu einstaklinga og var tekin mjög alvarlega. Dansarnir sem dansaðir voru, voru „hefðbundnir" hirðdansar, paradansar sem að mynduðu rað- ir eftir endilöngum sölum Ver- sala. Dans var orðinn mikilvægur hluti af hirðlífi Versala og voru böll haldin allt að þrisvar sinnum á viku þegar lítið var um stríð. Ekki eigum við við nein stríð að etja. Hversu oft á viku ætli ríkis- stjórnin gefi sér tíma til að halda böll í Perlunni? Eflaust ekki þrisv- ar í viku. Við hirðina voru um 20.000 mann's, en ómögulegt var að láta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.