Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ « 0 jf*»* Camus er stærsta koníaksfyrirtækið, sem enn er í fjölskyldu- eigu. Steingrímur Sigurgeirsson hitti Jean-Paul Camus í Plessis-höll fyrir skömmu og fræddist um sögu ættarinnar og fyrirtækisins. ÞÓ AÐ CAMUS hafí verið mest selda koníak á ís- landi í um hálfan annan áratug er fyrirtækið ein- ungis fimmta stærsta koníaksfyrir- tæki í heimi og mun minna en risarnir fjórir í koníaksheiminum, Hennessy, Courvoisier, Rémy- Martin og Martell. Camus hefur hins vegar sér- stöðu hvað tvennt varðar. Það er stærsta koníaksfyrirtækið, sem enn er rekið sem fjölskyldu- fyrirtæki. Camus-fjölskyldan hefur framleitt koníak allt frá árinu 1863, er það var stofnað af Jean-Baptiste Camus og er núverandi aðalstjórnandi fyrir- tækisins, Jean-Paul Camus full- trúi fjórðu kynslóðarinnar. Bróðir hans, Philippe, er yfirmaður Frakklandsdeildar fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið um árabil verið ráðandi á heimsmarkaði hvað varðar sölu á hágæðakon- íaki eða í flokkunum fyrir ofan VSOP, þ.e. Napoléon, XO, Extra og rándýrum sértegundum sem aðallega er að finna í tollfrjálsum verslunum. Að því leiðir einnig að mikilvægustu markaðir fyrir- tækisins eru ekki í Evrópu fyrst og fremst, þar sem uppistaða neyslunnar er VS-koníak heldur í Asíu, þar sem mesta salan er í dýru koníaki. Þó að oft sé talað um Asíu sem einn markað samanstendur hann hihs vegar af fjölmörgum ólíkum og flóknum mörkuðum og geta menn í koníaksbransanum sagt endalausar sögur af samskiptum sínum við Asíubúa. Japanski kon- íaksmarkaðurinn er fyrst og fremst gjafamarkaður og því skiptir útlit flöskunnar oft meira máli heldur en innihaldið. Oft ganga flöskurnar manna á milli án þess að vera nokkurn tímann opnaðar. Hins vegar drekka Jap- anir mikið koníak á börum og þar Morgunblaðið/Steingrímur JEAN-Paul og Christíne Camus. Til hægri má sjá Plessis-höll. CAMUS skiptir sjálf koníaksblandan öllu máli. Kínverjar (Hong Kong og Tæv- an) leggja einnig mikið upp úr útliti flasknanna en þar sem að þeir kaupa þær til að drekka en ekki gefa myndu þeir aldrei kaupa blöndu er félli þeim ekki í geð. Þeir drekka gjarnan koníak með mat og ekki er óalgengt að kín- verskir kaupsýslumenn drekki hálfa flösku af XO með hádegis- matnum. Kóreumenn drekka einn- ig koníak með mat og þá helst osti. Margir Asíubúar er einnig sannfærðir um að koníák hafi já- kvæð áhrif á kyngetu karl- manna. í upphafi aldarinnar var Rússland einn allra mikilvæg- asti markaður fyrirtækisins og hafði sá markaður verið byggður upp af annari kyn- slóð fjölskyldunnar, Gaston og Edmond Camus. Var kon- íak þeirra notað við hirð Rúss- landskeisara. Þessi markaður varð hins vegar að engu við byltinguna. Með árunum tókst hins vegar að byggja upp viðskiptin við Rúss- land (eða Sovétríkin eins og ríkið hét þá) að nýju og seldi fyr- irtækið mikið magn af brenndum vínum og koníaki þangað en fékk á móti einka- leyfi til innflutnings á Moskovskaya- vodka til Frakklands. Enn í dag á fjölskyld- an í töluverðum við- skiptum við Rússa. Það var hins vegar Michel Camus í næstu kynslóð, sem mótaði þá stefnu er fyrirtæk- ið hefur fylgt til þessa það er að einbeita sér að sölu og framleiðslu á hágæðakoníaki. Michel var á stöðugum ferðalögum um heiminn til að kynna koníakið sitt og sann- færðist um að besti möguleiki fyrirtækisins til markaðssóknar væri að einbeita sér að efri gæða- flokkunum þar sem að koníaks- risarnir væru það öflugir á öðrum sviðum. Hann lagði mikla áherslu á toll- frjálsa sölu í fríhöfnum er var ört stækkandi markaður upp úr miðri öldinni. Stefna Michels var að framleiða minna en betra og von- ast til að fólk myndi með tímanum kunna að meta þá stefnu. Hann virðist hafa veðjað á réttan hest því undanfarin ár eru há- gæðakoníök sá flokkur er sala eykst hlutfallslega mest í. "Það var Michel sem reið á vaðið varðandi hágæðakoníak á koníaksmarkaðinum," segir NYJUNGAR í desember, XO- Superior og Cuvée Special. Philippe Mayer-Gillet, einn af stjÓEnendum fyrirtækisins. "Hann lagði mikla áherslu á Napoléon- koníakið og setti eitt allra fyrsta XO-ið á markaðinn í heiminum. Við eigum enn mesta selda XO í heimi og það sama má segja um Napoléon en langmikilvægustu markaðir okkar eru í Austurlönd- um fjær." Camus hefur aðsetur sitt i mið- borg Cognac. Fjölskyldan á vín- ekrur í Borderies, Grand Champagne og Fine Champagne og eru vínin þaðan eimuð í fjórum eimingarhúsum, sem eru mjög' mismunandi að stærð. Hið minnsta er staðsett við Chateau d'Uffaut í Grande Champagne þar sem fjölskyldan á vínekrur. Jean-Paul Camus leggur hins vegar mikla áherslu á að sérstaða Camus-koníaks byggi á því að nota mikið af koníaki er kemur frá svæðinu Borderies. Það er minnsta svæði koníakhéraðsins og eru vín þaðan mjög eftirsótt þar sem Borderies-koníök gefa mikla þyngd og fyllingu, sem kemur hinni endanlegu kon- íaksblöndu til góða. Camus-fjölskyldan á rætur sínar í Borderies og þar er einnig að finna ættarsetrið Plessis-höll. Tvær þriðju af vínekrum fjölskyldunnar er í Borderies en um þriðjungur í Grand . og Fine Champagne. Vín frá öðrum svæðum, sem |\ notuð eru í ódýrari blöndur, eru að- keypt. Jean-Paul leggur mikla áherslu á að sér-. staða fyrirtækis- ins felist í fjöl- skyldurekstrinum og þeirri trygg- ingu sem hann veiti. Galdurinn á bak við hágæðakoníak sé einmitt að um áratugaskeið hafi verið byggt upp safn af góðum, eldri koníökum er nota megi til að gera hina flóknu lokablöndu. Jean-Paul sér sjálfur um að blanda öll koníök Camus og hóf hann að nema þá tækni af föður sínum Michel þegar sem táningur. Um nokkurra ára skeið hafa synir hans tveir, Jean-Baptiste og Cyr- il, undirbúið sig undir það að geta í framtíðinni tekið við fyrirtækinu. í desember kynnirCamus tvær nýjungar á. íslandi. í fyrsta lagi verður sett á markaðinn nýtt XO, sem heitir XO Superior og leysir hið eldra af hólmi. Nýja XO-ið var fyrst sett á markað í Asíu fyrír tveimur árum og hefur aðallega fengist í fríhöfnum til þessa. Er ísland fyrsti markaðurinn í Evr- ópu, sem fær að selja hið XO Superior en fljótlega stendur einn- ig til að hefja sölu á því í evrópsk- um fríhöfnum. Nýja XO-ið er í öðrum flöskum en hið eldra en að sama skapi er blandan önnur. Uppbyggíng þess er flóknari, meðalaldur koníak- anna í blöndunni töluvert hærri og hlutfall koníaks frá Borderies meira. Þá verður einnig hafin sala á koníaki er heitir Cuvée Special en vegna uppbyggingu áfengissölu- kerfisins á íslandi verður það fyrst um sinn einungis selt í fríhöfnum og til veitingahúsa af frísvæði. Cuvée Special er verðlega séð stað- sett á milli VSOP og Napoléon og er ætlað að höfða til þeirra er vilja betra og dýrara koníak en VSOP en eru ekki reiðubúnir að fara alla leið upp í XO. Um 100 koníök eru notuð í blönduna sem er mild og bragðmikil. Ekki er langt síðan þetta koníak var sett á markaðinn í Austurlöndum fjær og vegna góðrar reynslu þar er nú að hefj- ast sala á fleiri mörkuðum. Fyrstu 1995-vínin ÞAÐ FYLGIR því ávallt nokkur spenna að bragða á fyrstu vínum árgangsins, þó svo að maður viti að bestu vínin þurfa mun lengri tíma áður en að þau verða tilbúin til neyslu. Eitt mesta snilldarbragð í sögu markaðsmála hlýtur að vera er vínframleiðendum í Beaujolais hugkvæmdist að setja fyrsta vín uppskeruársins á markað þriðja fimmtudag nóvembermánaðar. Vín þessi urðu mjög vinsæl, ekki endilega vegna þess að þau væru svo góð heldur vegna þeirrar stemmningar er myndaðist í kring- um þau. En þegar einhverjum gengur vel eru alltaf einhverjir til að apa það eftir og því eru venjulega komnar á markað ýmsar "nouveau"- útgáf- ur fyrir þriðja fimmtudág nóvem- ber. Snemma hausts fara að berast "nove!lo"-vín frá ftalíu og "nouv- eau"-vín frá syðri héröðum Frakk- lands, sem ekki eru bundin af þess- ari tímasetningu. Tvö slík fást nú hér og veita færi til að taka forskot á sæluna þangað til að Beaujolais-tegundirn- ar fara að streyma til landsins á næstu dögum. Báðar eru þær raun- ar frá þekktasta framleiðanda Be- aujolais, Georges Duboeuf. í báð- um tilvikum er um ágæt vín að ræða enda ekki við öðru að búast frá Duboeuf. Gamay Nouveau frá Ardeche- héraðinu (940 krónur) er ferskt vín og létt og minnir það um margt á Beaujolais Nouveau enda framleitt úr sömu þrúgu líkt og nafnið bend- •ir til. Þetta er þægilegt vín og eru ilmur og bragð út í hindber og rauð skógarber. Nouveau frá Oc-héraðinu við Mið- jarðarhaf (870 krónur) er nokkuð þyngra og ilmur þess út í rifsber og jafnvel sólber. Það er fyllra en Gamay-vínið en verður helst til væmið til lengdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.