Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ i DÆGURTONLIST P Urýmsum áttum EMILIANA Torrini sló í gegn með hljómsveitinní Spoon a síðasta ári og hefur sungið með fjölmörgum upp frá því. Fyrir skemmstu sendi hún svo frá sér sína fyrstu sólóskífu, Croueie d'ou lá, þar sem hún syngur lög úr ýmsum áttum, allt frá gömlum blús í kvikmyndatónlist. Eins og áður segir hefur Emiliana verið iðin við að syngja með hinum og þessum, syngur meðal ann- ars lög á plötum með Pjali- mmmmmmmmmm konunni og Gus- gus, en einnig syngur hún lag með Lhooq á erlendri safn- plötu, Volume 15, sem kemur út ínnan skamms. Emílana segir að henni þyki eftir Árna Matthíosson afskaplega gaman að syngja með sem ólíkustum tónlistarmönnum. „Þannig fannst mér mjSg gaman að syngja með Lhooq og lika með Gusgus. Það var líka gaman að syngja með Pjall- konunni en öðruvísi. Erfið- ast fmnst mér þó þegar ég er að syngja með Mjóm- sveitum eins og Lhooq og Gusgus að ég syng svo stutt og verð svo að dansa, og ég kvíði því ailtaf svo mik- ið," segir Emilana og hlær. Emiliana segir að Iðgin á plötunni nýj'u komi hvert úr sinni áttinni. „Þetta er mest blús, við útsetjum þau þannig, grófur blús, og svo er eitthvað af jass, mjög blandað," segir hún, en út- setningar voru helst í hönd- um Jóns Ólafssonar. Emiliána hefur ekki hljómsveit sér til halds og trausts, en Fjallkonan legg- ur henni lið á sameiginleg- um tónleikum þeirra og Páis Óskars. „Við ætlum að reyna að halda baratón- leika, það kemur ekki til greina að spiia á böllum, ég fékk strax ógeð á því. Það er svo billegt að vera að spila á balli, fólk er hvort eð er ekkert að hlusta á þig, þú gætir eins verið glymskratti," segir Emili- ana ákveðin. Utgáfuflóð Stilluppsteypa Stilluppsteypu- sjötomma STILLUPPSTEYPA hefur verið iðin við útgáfu á ár- inu, þegar hafa komið út tvær smáskífur og ein breið- skífa og fyrir skemmstu kom út þriðja smáskífan. Stilluppsteypuliðar segja smáskífuna tekna upp í júníbyrjun og á henni séu ný lög, „sem samin voru sérstak- lega fyrir þessa plötu". Líkt og fyrri plötur Stillupp- steypu gefur erlent fyrirtæki sjötommuna út, breska útgáf- an Destroy all Music. „Forsvarsmenn útgáfunnar heyrðu kassettu með okkur, höfðu samband og báðu okkur um að senda sér lög til að gefa út." Þeir Stilluppsteypumenn segja að ein plata til sé vænt- anleg á árinu; pólskt fyrirtæki gefi út sjötömmu á næstu vik- um. Þeir segjast ekki stefna á neina sérstaka útgáfutón- leika, þeir séu alltaf að leika á tónleikum öðru hvoru. „Þessi plata fæst í takmörk- uðu upplagi hér á landi og því ekki ástæða til að vera með neina sérstaka útgáfu- tónleika. Við höfum gaman af því að spila á tónleikum, en það er svo lítill hópur sem sækir tónleika hér heima að það er ekki gott að halda tón- leika of þétt. Við höfum hald- ið tónleika erlendis og gerum kannski meira af því." í rótum tónlistartrésins HALLDÓR Bragason og sveit hans Vinir Dóra hefur helst verið þekkt sem blússveit. Fyrir skemmstu kom út breið- skífa þeirra, Hittu mig, þar sem kveður við annan tón. Halldór, sem dvaldist um hríð í. Kanada fyrir nokkru, segir að eftir því sem hann var lengur úti hafi ætt- jarðarástin aukist og hann langað að gera plötu með ís- lenskum textum. „Eg kom svo heim í sumar og fór að spila með Ásgeiri Óskarssyni og Jóni Ólafssyni og við þvældumst um landið. Við ákváðum í sameiningu að Ættjarðarást Halldór Bragason. taka upp plötu og þá í kjölfar þess að við fórum um landið, þegar hljómsveitin var orðin vel heit og samspiluð." Halldór segir að þeir félagar séu ekki að leika blús á plöt- unni. „Hugmyndirnar liggja í rótum tónlistartrésins, en við ætluðum ekki að taka upp blúsplötu heldur poppplötu. Það má víða heyra bláan hljóm, án þess þó þetta sé blús. Við höfum aldrei gert að- gengilega plötu fyrir almenn- ing með íslenskum textum og við reyndum að hafa þetta þannig að hver einasti maður gæti fundið sér þrjú uppá- haldslög." FOLK MlUOllK Guðmundsdótt- ir tekur sér nú hlé frá tón- leikastússi, en slagurinn hefst aftur um miðjan jan- úar. Fyrst fer hún í stutta tónleikaferð um Bretland og-heldur síðan til Austur- Asíu meðal annars. Fyrstu tónleikarnir í Bretlandst- úrnum verða í Sheffield Arena 19. janúar, þá leik- ur hún í G-Mex í Manc- hester 20. janúar, Bour- nemouth International Centre 22. og loks í Wembley Arena í Lund- únum 25. janúar, en sá staður rúmar 12-15.000 manns. Eins og áður hefur komið fram bendir flest til þess að Unun hiti upp í ferðinni, en Unun sendi nýverið frá sér breiðskífu á ensku. Eilíft betl HLJOMSVEITIN Betl er fáum kunn, en til að bæta úr því sendi hún frá sér breiðskífuna Eilíft betl fyrir skemmstu. Betl skipa Halldór Braga- son, Rögnvaldur Rögn- valdsson og Hreinn Laufdal og einn Betlara segir að á disknum sé músík unnin á tölvu, „en kannski ekki eins og tölvutónlist er venjulega unnin. Við erum búnir að vera í þessu í næstum tvö ár, semjum lögin hver í sínu lagi, líklega flest á kassagítar, og svo eru þau unn- in fyrir tölvu. Við höfum líka skipst þannig á að einn býr til lag og annar texta," segir hann og leggur áherslu á að á disknum sé bara popp, ekki tölvupopp, „mikið allskonar", eins og hann vill orða það. „Við erum ekki starfandi sem hljómsveit, eigum enda ekki heima í sama landshluta svo það gengur ekki. Við erum að þessu bara til gam- ans og þó það kosti peninga björgum við okkur, betlum fyrir kostnaðinum." ' (MDfl ' WlfiTOÍ iM V ÍÍDf-íflWRttHnQ ' uasnnnra mnatBi-Becr UiH.seuHtiSi ima-ntaní :*»ii».iM«tt£ ¦¦""¦-¦ mtm-mti wmm-ttmom ' iuMmtnanwu a««i«temi8ío asmm Vplume á íslandi NÆSTU helgi eru væntan- leg hingað til lands hljóm- sveitin Trancedental Love Machine og stjóri Volume- útgáfunnar bresku, til að fagna útkomu fimmtánda bindi útgáfunnar, en þar á. íslenska hljómsveitin Lhooq lag meðal annarra. Þrívegis verður blásið til hátíðar af því tilefni. Volume er ein virtasta safnplötuútgáfa í heimi og hefur lagt sig í líma við að gefa út það sem markverð- ast er eða stjórar útgáfunnar telja að eigi eftir að verða markvert. Jafnan þykir heið- ur að verða fyrir valinu, en meðal listamanna sem lög hafa átt á Volume-plötum má nefna Sykurmolana, Björk Guðmundsdóttur, Cypress Hill, Aphex Twin, Stereo MCs, Tricky, Massive Attack, Blur Pulp, Suede og flestar fremstu framsæknu hljómsveitir síðustu ára, en diskarnir seljast afskaplega vel og hafa orðið mörgum stökkpallur til frægar. Þessu til viðbótar gefur Volume- útgafan einnig út Metallurgy, þungarokksafn, Trans Eur- ope Express og Trans Atl- antic, danstónlistarsöfn, og úrval úr Volume-röðinni sem kallast Shark Partrol These Waters, sem er rokksafn, og Wasted, sem er danssafn. Volume útgáfurnar byggjast mikið á rituðu máli, þ.e. með fylgja veglegir bæklingar, eða bækur, og svo er einnig með áðurnefnd úrvalssöfn, því þau eru tvöföld og bæklingarnir 200 síður hver. Stjórnandi Volume er Rob Deacon, sem kom hingað til lands á Uxa tónleikana í sumar, en þar heyrði hann meðal annars í Lhooq og ósk- aði eftir því í kjölfarið að fá Iag frá sveitinni. Reyndar verður Uxa gert hátt undir höfði í næstu Volume útgáfu. Hingað kemur Deacon til að þeyta skífum og kanna hvort ekki sé meira útgáfuvænt á íslandi. Trancedental Love Mach- ine, TLM, átti lag á Volume 10 og kemur hingað að undir- lagi Deacons, sem telur sveit- ina eina þá efnilegustu í Bret- landi í dag. Hún leikur techno-rokk og gaf út breið- skífu á síðasta ári sem fékk mjög góða dóma. TLM lauk fyrir stuttu við upptökur á næstu plötu sinni og kynnir hana væntanlega hér. Lhooq leikur eðlilega einnig á hátíð- inni, en einnig munu aðrir íslenskir listamenn troða upp. Volume hátíð verður í Ing- ólfskaffi fimmtudags- og föstudagskvöld, en síðan flytja menn sig um set og laugardagskvöld verður leik- ið á öðrum stað. Einnig verð- ur síðdegisuppákoma í Hinu húsinu á föstudag. -ii'iHTSH '••;•» 'j V'o' UUIC |¥'A"ST'ED Lr£: "' "" " "'"' 1 WM ml V ti w ® ¦F W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.