Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 B 7 að flytja sem fiest störf frá Dan- mörku til Grænlands," segir Bene- dikte. Hún segir ennfreinur að mikill skortur hafi verið á menntuðu vinnu- afli á Grænlandi. Það hafi því þurft að sækja menntað vinnuafl erlendis frá og skv. áætlun um framboð og eftirspurn eftir háskólamenntuðu vinnuafli verði þörfinni ekki fullnægt fyrr en árið 1999. „Heist skortir okkur lækna, tannlækna og annað menntað fólk í heilbrigðisgeiranum svo og kennara í listgreinum svo við getum boðið börnunum okkar upp á nám í tónlist og myndlist því ég vil efla menningu og listir á Grænlandi. Aftur á móti lofar ferðaþjónustan góðu og vart hefur orðið sívaxandi fjölda ferðamanna á liðnum árum. Vandinn er sá að það þyrfti að vera til staðar meira gistirými yfir sumar- mánuðina, en vegna þess hversu ferðamannatíminn er stuttur er erf- itt að halda hótelum gangandi allan ársins hring. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að gefa skóla- börnum lengra sumarfrí en nú tíðk- ast svo hægt yrði að nýta heimavist- ir skólana undir ferðafólk lengur yfir háannatímann. Sem stendur fá skólabörn nú tæplega tveggja mán- aða sumarfrí.“ Benedikte segir að jafnframt séu miklar vonir bundnar við námuvinnslu af ýmsu tagi og hefðu nú margir sótt um kaup á réttindum til rannsóknarstarfa. Sækja þyrfti síðan um sérstakt vinnsluleyfi ef t.d. olía eða málmar fyndust í jörðu. Færeyja-hræðsla Helsta tekjulind Grænlendinga er rækjuútflutningur. Ráðherrann seg- ir að vöruskiptajöfnuður við útlönd hafi verið nokkuð jafn fyrir þremur árum, en sé nú farinn að verða Grænlendingum í óhag. Þó eru Grænlendingar ekki að glíma við stórkostlegan ijárhagshalla, eins og íslendingar. „Okkur leyfist ekki að hafa fjárhagshalla gagnvart Dönum því Danir eru haldnir Færeyja- hræðslu.“ Benedikte segir Grænlendinga vera nokkuð sátta við það íjárfram- lag, sem Danir láta af hendi rakna til Grænlands. Hún telur þó nauð- synlegt að Grænlendingar fái utan- ríkismálin alfarið í sínar hendur svo og eigin Iöggjöf um sifjarétt. „Við getum ekki samið beint við aðrar þjóðir, en viljum auðvitað vera sjálf- stæðari á alþjóðavettvangi. Við stefnum að auknu sjálfstæði. Aðal- málið er að við fáum að ráða okkar málum sjálf, hvort sem það yrði í samvinnu við Dani eða ekki.“ Hún segist telja að lífið á Græn- landi yrði töluvert öðruvísi til að byija með ef Danir veittu Grænlend- ingum fullt sjálfstæði og ef fjárfram- lags Dana nyti ekki lengur við. „Við þyrftum kannski að breyta eilítið um lífsstíl, jafnvel ganga nokkur ár aft- ur í tímann. Það yrði mjög erfitt í fyrstu, en ég er sannfærð um að við myndum aðlaga okkur nokkuð fljótt.“ Náttúrufólk og þjóðarböl Hveiju spáir Benedikte um fram- tíð Grænlands? „Ég tel nauðsynlegt að við fáum í hendur. sjálfstæði, sem lýtur að aukinni ábyrgð. í því sambandi er mikið talað um að næst fáum við í eigin hendur dómskerfið, fangelsis- málin og löggæsluna. Það er verið að vinna í því. Á undanförnum árum hef ég fundið fýrir gífurlega jákvæðri þróun og ég er sannfærð um að Grænland á eftir að verða fyrirmyndarþjóðfé- lag, ekki síst í sambandi við áfengis- neyslu, sem verið hefur mikið þjóðar- böl með tilheyrandi félagslegum vandamálum. Það er bara bull að kenna atvinnuleysi um áfengis- neyslu. Það er vitað mál að Græn- lendingar, eins og annað náttúru- fólk, þola illa áfengi. Punktur. Basta. Þetta fólk hefur aWrei haft með áfengi að gera, ólíkt ítölum til dæm- is sem drukkið hafa vín í þúsund ár.“ Benedikte segir að nýlega hafi verið stofnað meðferðarheimili fyrir áfengissjúka í Nuuk sem hafi verið risaskref í átt að bættu mannlífi. „Allir helstu fyrirmenn þjóðarinnar hafa nú þegar farið í áfengismeð- ferð, en fyrir um tíu árum síðan hefðu þeir hinir sömu ábyggilega dáið úr hlátri við að heyra um slíka ansans vitleysu." AFMÆLI GUÐMUNDUR R. EINARSSON HINIR 11 vinsælustu í jazzinum 1949, samkvæmt skoðanakönnun jazzblaðsins það ár. Neðri röð frá vinstri: Jón Sigurðsson (kontra- bassi), Guðmundur R. Einarsson (trommur), Sigrún Jónsdóttir (söngkona), Haukur Morthens (söngvari), Ólafur Gaukur (gítar). Efri röð frá vinstri: Gunnar Ormslev (tenorsax.), Bragi Hlíðberg (harmonika), Steinþór Steingrímsson (píanó), Jón Sigurðsson (trompet), Vilhjálmur Guðjónsson (altosax., klarinet) og Björn R. Einarsson (básúna). HLJÓMSVEIT Björns R. Einarssonar. Við hlið hans er Haraldur Guðmundsson, Gunnar Egilssoiu Axel Kristjánsson, Guðmundur R. Einarsson við slagverk og Arni Isleifsson við slaghörpuna. ÞAÐ hefur sennilega verið seinni part ársins 1947 að synir Einars rakara og félagar þeirra lögðu grunninn að nýjum dansstað í Reykjavík, Breiðfírðingabúð. Þar dönsuðu síðan ungir Reykvíkingar um allar helgar fram á miðjan næsta áratug. Þeir bræður voru engir nýgræð- ingar í tónlistinni. Á æskuheimili þeirra við Ficherssund lék móðir þeirra, íngveldur Rósinkranz Björnsdóttir, á fortepíanó, en faðir þeirra, Einar Jónsson, var þekktur liðsmaður, básúnuleikari og akkeri í Lúðrasveit Reykjavíkur. Bræðurnir stunduðu snemma íþróttir með góðum árangri, voru umtalaðir sundgarpar og aflmenn. Þeir Björn Rósinkranz og Guðmund- ur Rósinkranz Einarssynir voru á sama tíma næmir og tilfínningaríkir tónlistarmenn. Fyrstu sögur af leik þeirra má yekja til dansleikja hjá sunddeild 'Ármanns, þar sem Guð- mundur R. lék á trommur. Það má segja að það hafi verið upphafið að nútíma trommuleik á íslandi. Um tuttugu árum eftir að Jass- hljómsveit Reykjavíkur (1926) fór með strandferðaskipi í kringum landið til þess að gróðursetja sveifl- una hérlendis, tók fyrsta alvöru hljómsveitin, sem Guðmundur R. lék í, til starfa í Listamannaskálanum í Reykjavík. Þar voru engir aukvisar á ferðinni. Guðmundur R. lék á trommur, eins og áður er sagt, Árni, núverandi jazzgoði Austurlands, ísleifsson lék á píanó, Haraldur heit- inn Guðmundsson á trompet, Gunn- ar Egilson á klarinet, Axel Krist- jánsson á gítar og Björn R. Einars- son á básúnu. Guðmundur R. Einarsson fæddist í Gijótaþorpinu 26. nóvember 1925. Systkinin voru þijú talsins, Elín Hulda, Björn og Guðmundur. Guð- mundur kvæntist Höllu Kristins- dóttur árið 1949, en sama ár fædd- ist frumburðurinn, Matthildur, en síðar bættist í hópinn Elín Birna, 1952 og Trausti Þór, 1953. Barna- börnin eru sjö. Þær eru því næst óteljandi hljóm- sveitirnar sem Guðmundur R. Ein- arsson hefur leikið með. Oftast hef- ur hann ieikið á trommur, en það eru margir sem þekkja hann sem prýðilegan básúnuleikara. Hann lék á það hljóðfæri í Sinfóníuhljómsveit íslands hátt á þriðja áratug. Þá má ekki gleyma áhuga hans á_ öðru blásturshljóðfæri og óskyldu. Á góð- um degi á hann það til að leika fallegar ballöður Ellingtóns á klari- nettið sitt. Þótt að Guðmundur R. hafí haft afgerandi áhrif á unga tónlistar- menn og tónlist þeirra í hálfa öld, hefur aldrei farið mikið fyrir honum. Guðmundur R. er að eðlisfari frem- ur hlédrægur og hefur sig ekki mjög í frammi - nema að honum sé mik- ið niðri fyrir. Hann er fæddur kenn- ari og hefur einstakt lag á ungu fólki í mótun. Næmi og fáguð spila- mennska einkenna tónlistarflutning hans. Finni hann slíkt í fari nem- enda sinna annast hann þá með örvandi alúð og nærgætni. Guðmundur R. hefur kennt öll hin síðari ár og þá sérstaklega í lúðrasveitum barna og unglinga. Hann hefur starfað við Breiðholts- skóla. Það eru mikil forréttindi fyrir skólann að hafa kennara með jafn víðtæka reynslu og þekkingu á blásturshljóðfærum og slagverki. Þá eykur það örugglega árangurinn að Guðmundur R. hefur mikla kímni og hlýju til að bera. Á meðan að jazz- og danstónlist voru mikið til samhliða var varla sú ,jam session" haldin í landinu að Guðmundur R. væri ekki nálæg- ur. Áhugi hans á jazztónlist hefur verið ódrepandi frá fyrstu tíð. Það má teljast óvenjulegt um tónlistar- mann sem hefur haft klassíska tón- list að aðalstarfi svo lengi sem raun ber vitni. Guðmundur R. hefur leik- ið með flestum íslenskum jazzleikur- um og mörgum erlendum kollegum sem lagt hafa leið sína hingað til lands. Þá iék hann m.a. á fyrstu íslensku jazzplötunni, sem HSH gaf út, með Gunnari Ormslev og félög- um. Undanfarin ár hefur Guðmundur R. Einarsson leikið jazz með þeim Tómasi R. Einarssyni og Ólafi Stephensen. í leik tríósins ■ kerhur það vel í Ijós hve aldurslaus þessi tónlist er. Þar er Guðmundur R. ótrúlegur, - vakandi og drífandi. Leiki hann með stærri hljómsveitum sýnir hann og sannar að það eru fáir slagverksleikarar sem kunna betur til verka. Þó að Guðmundur R. hafi farið af bæ á afmælisdaginn, þá vilja tveir „ungir sveinar“ sem hlýtt hafa á leik hans með velþóknun síðan þeir voru tólf ára gamlir (og gera enn!) þakka honum kærlega fyrir og hvetja hann til frekari dáða. Hrafn Pálsson, Olafur Stephensen. Utanríkisráðherra segir að markmið um 12.000 ný störf fyrir aldamót muni nást Atvinnuþátttaka fólks hefur verið að aukast 0 Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti ræðu við upphaf miðstjórnarfundar flokksins. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á mið- stjórnarfundi flokksins að allt benti til að markmiðið um að skapa 12.000 ný störf fram til aldamóta muni nást. Nýjar upplýsingar frá Hagstofnunni sýndu að störfum fjölgaði meira en venjulega. Framsóknarflokkurinn lofaði því í kosningabaráttunni í vor að skapa 12.000 ný störf fram til aldamóta. Þjóðhagsstofnun spáir því að með aðgerðum í ríkisfjármálum og lækk- uðum vöxtum skapist 9.200 störf til aldamóta. Halldór sagði að þar til viðbótar kæmu ný störf sem yrðu til með tilkomu álvers og fleiri verk- efni væru í undirbúningi til að styrkja atvinnulíf þjóðarinnar. „Á næstunni eru væntanlegar athyglisverðar upplýsingar frá Hagstofnunni um vinnumarkaðinn. Þar kemur fram að atvinnuþátttaka á vinnumarkaði hefur aukist veru- lega að undanförnu, þ.e. þeim, sem eru við nám og heimilisstörf hefur fækkað og að sama skapi hefur fjölgað á vinnumarkaðnum. Þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi minnk- að, sem sýnir að störfum fjölgar meira en venjulega. Þetta gefur enn frekari tilefni til bjartsýni," sagði Halldór. Þörf á breytingum á vinnumarkaði Halldór sagði að reglur sem gilda á vinnumarkaði væru að mörgu leyti orðnar úreltar. Ákveðnir þjóð- félagshópar hefðu dregist aftur úr launum og fámennir hálaunahópar beittu þvinunum til að knýja fram hækkanir. Fordómar um hvenær vinna skuli fara fram væru farnir að valda misræmi sem varla yrði við unað. „Þjóðfélagið hefur þróast hratt að undanförnu og verður áfram í hraðri þróun. Til þess að svo megi verða verður að varpa af sér ýmsum venjum, sem byggjast á því að ein- hvern tímann hafi þetta verið svona og gefist vel. Nýir tímar krefjast nýrra aðferða og oft verður að breyta grundvellinum sjálfum, ef aðstæður knýja á um það, jafnt í starfi stjórnmálaflokka, félagasam- taka á vinnumarkaði og annarra áhrifavalda í þjóðfélaginu. Sem nátttröll þess gamla og liðna vinn- um við framtíðinni lítið gagn.“ Vanþekking á íslandi í ESB Halldór lýsti sem fyrr yfir and- stöðu við aðild íslands að ESB. „Sjávarútvegsstefna ESB er óað- gengileg fyrir ísland og engar vís- bendingar eru um að sambandið sé reiðubúið að taka tillit til sérað- stæðna íslands. Ég hef hins vegar orðið var við að nokkurrar vanþekk- ingar gætir meðal aðildarríkjanna á sérstöðu okkar. Það er afar mikil- vægt að fullur skilningur ríki bæði meðal aðildarríkjanna og fram- kvæmdastjórnar ESB í hverju and- staða okkar við aðilda að ESB er fólgin. Ég mun því kappkosta að kynna betur að hvaða leyti hags- munir okkar og stefnumál ESB eru ósamrýmanleg. Til þess að gera betur kleift að varpa ljósi á þessi atriði er hins vegar nauðsynlegt að gera faglega úttekt á því hvað það er í stefnumálum ESB sem er ósam- rýmanlegt fyrir ísland og Sslenska hagsmuni," sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.