Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1995 B 13 MANNLIFSSTRAUMAR Eins er það talið gott fyrir húð- ina að þvo hana upp úr hreinum eplasafa. Til að halda hárinu sterku og gljáandi er gott að blanda saman við milt sjampó safa úr einu grænu epli og þvo hárið upp úr því, eins er gott að skola hárið eftir þvott upp úr eplaediki. Talandi um eplaedik, eða epla- „cider" þá er hann til margra hluta nytsamlegur, t.d. gegn þreytu og svefnleysi. Þá getur hjálpað að fá sér tvær teskeiðar af blöndu af hunangi og eplaediki, 1/1, áður .en farið er í háttinn. Eplakaka, eplamús, epla-„chutney", eplasafi, eða bara beint af trénu. Eplið stendur alltaf fyrir sínu. Hér fylgja með annars vegar uppskrift að sniðugri eplasósu úr ensk/amer- íska eldhúsinu, sem er afbragð bæði með lamba- og svínakjöti, fuglakjöti og villibráð, og hins vegar tvær hugmyndir úr eldhúsi móður minnar að einföldum hvers- dagseplaeftirréttum. Eplasósa 500 gr epli (græn). 50 gr sykur, safi úr hálfri sítrónu, sitthvor hnifsoddurinn af kardimommu og kanil, 3 msk. hvítvín ______________salt______________ 1. Skerið eplin í litla bita 2. Setjið eplin ásamt öllu hinu í pott og sjóðið þar til eplin eru orð- in að mauki. 3. Setjið sósuna í skál og berið hana fram heita. 4. Einnig er hægt að fá sér sós- una út á súrmjólkina á morgnana svona til hátíðabrigða. Mömmuepli - Eplamaukeðaeplabátarmeð mjólk eða súrmjólk. - Gróftrifiðepliásamtsöxuð- um hnetum í súrmjólk eða sýrðum rjóma. LOÐVÍK XIV sem Sólarkonungurinn. Vegna ástríðu hans til að dansa neyddist hirð hans til að vera sídansandi, og böll voru haldin allt að þrisvar í viku. alla læra að dansa jafn virðulega og glæsilega og Loðvík fór fram á. Hann tók því upp á því að þjálfa ákveðinn hóp í að dansa fyrir hirð- ina og dró með því mörkin milli áhuga- og atvinnudansara, eins og gert var í Egyptalandi til forna. Til þess réð hann til sín dans- meistara sem átti að leggja grunninn að dansstíl atvinnu- dansara. Fyrsti dansmeistarinn var ráðinn árið 1661, þegar jafn- framt var stofnuð Hin konung- lega dansakaemía. Pierre Beau- champ varð fyrstur til að gegna þessu embætti. Hann setti fram grundvallarstöður og orðaforða hins klassíska balletts, sem er notaður enn í dag. Glissade, jeté og assamblé eru allt nöfn yfir mis- munandi stökk í ballett, sem voru innleidd á tímum Beauchamp við Hina konunglegu dansakademíu. Á 300 ára tíma- bili hafa sporin þróast, í að verða stærri og erfiðari sem er eðlilegt. Á tímum Loðvíks var mun erfiðara að hreyfa sig þar sem klæðnaður var íburðarmikill og þungur og gaf ekki færi á frjálsum hreyfingum. Karl- menn voru í háhæl- uðum skóm og íbúðarmiklum jökkum, eða kjól- um, og konurnar í samanreimuðum magabeltum 'sem oft gerði þeim erf- itt um andardrátt, sérstaklega við mikla áreynslu. Dansar við hirð Lovíks kröfðust mun minni áreynslu en klassískur ballett gerir í dag. Til að geta framkvæmt spor balletts í dag þarf klæðnaðurinn að vera eins íbúðarlítill og léttur og hægt er og svarið er sokkabuxur og þröngur bolur. Er það þess vegna þess að valdhafar í dag láta sig dans litlu varða? Eða tækju Davíð Oddsson og kollegar hans í ríkis- stjórninni sig betur út í líki Lovíks XIV, í háhæluðum skóm, hnébux- um og gulli slegnum jakka? ÞJÓÐLÍFSPRNKRR/Má aldrabfólk á stofnunum ekki rába meiru um mataræbi sittf Matur og mannréttindi ÉG HEIMSÓTTI rösklega níræðan mann fyrir skömmu. Hann býr á stofnun fyrir aldraða. Þegar ég kom var hann að fara í mat. „Getur þú beðið meðan ég borða eða viltu koma með," spurði hann. „Ég bara bíð, ég hef nógan tíma," svaraði ég. Hann fór og ég settist inn í stofu. Ekki hafði ég lengi setið þegar hann var kominn aftur. „Óskaplega varstu fljótur að borða," sagði ég. „Það var nú nefnilega það, ég borð- aði ekki neitt," svaraði hann. „Af hverju ekki?" spurði ég. „Af því að mér líkaði ekki maturinn," svaraði hann. oftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞEGAR við vorum sest saman inn í stofuna fór hann að segja mér allt af létta. um mataræðið á stofnuninni. „Ég kann ekki við matinn sem hér er á boðstólum," sagði hann. „Með- an ég átti' með mig sjálfur þá borðaði ég alltaf soðinn mat. Ég er alinn upp í sveit og vandist því að borða mest soðinn mat og svo slátur. Nú er nýlega af- staðin sláturtíð og ég hef einu sinni fengið hálfa lifrarpylsusneið hér. Svona er þetta nú. Ekki hef ég fengið svið eða sviðasultu og næst- um aldrei er hér nýr, soðinn fiskur á borðum. Við sem búum á þessu heimili erum öll orðin gömul, flest yfir nírætt. Við erum öll alin upp við að borða mest soðinn mat eins og kjötsúpu, fisk, slátur og grjóna- graut. Hér sést varla slíkur mat- ur. í staðinn er einlægt brauð og pakkasúpur í kvöldmatinn og oft eitthvert bras í hádeginu. Líka alls konar pasta, sem það kallar, og ýmislegt fleira af þessum ný- móðins mat. Þetta fólk sem eldar hér skilur ekki að soðinn matur fer miklu betur í maga gamals fólks. Fyrir utan það að því finnst gamli íslenski maturinn miklu betri, eins og ég hef áður sagt. Það er eitthvað svo óheimilislegt að geta ekki haft nein áhrif á hvað haft er í matinn. Ég hef stundum talað við stúlkurnar um þetta en það ber engan árangur. Ég er ekki að segja að hér sé vondur matur en okkur hér finnst hann miklu síðri en það sem við áttum að venjast og fara miklu ver í okkur. Við hér erum orðin gömul og hugsum öðruvísi en ungt fólk. En ég skil ekki af hverju er ekki hægt að hafa þann mat sem við helst viljum og ólumst upp við. Sá matur er ekki flókinn í mat- reiðslu. Maturinn hérna er búinn til fyrir okkur, því þá ekki að hafa eitthvað á borðum sem okkur finnst gott og verður gott af?" Ég gat fáu svarað nema því að ég væri hjartanlega sammála síð- asta ræðumanni. Hins vegar finnst mér þessi gagnrýni umhugsunar- verð. Við sem byggjum þetta land erum flest sammála um að við viljum gera okkar aldraða fólki sem glaðast ævikvöld. Margt af því sem talið er til heimsins lysti- semda getur fólk ekki lengur not- ið þegar ellin sækir það heim fyr- ir alvöru. Það getur lítið sem ekk- ert farið, fáa hitt og lítið gert í höndunum. En alltaf heldur fólk áfram að borða. Eftir því sem lysti- semdunum fækkar verða þær sem eftir eru mikilvægari. í ljósi þessa finnst mér að þeir sem stjórna mötuneytum fyrir aldraða ættu að leggja sig í fram- króka við að finna út hvað þeim sem þeir eru með í fæði finnst best að borða - og reyna svo að fara eftir þeim ábendingum eftir megni. Varla er soðinn maður dýrari en sá brasaði. Mér finnst ekki til mikils mælst að fólk sem er á stofnunum fyrir aldraða hafí tillögurétt hvað snertir mataræðið þar. Það má ekki gleymast að gamalt fólk hefur skoðanir og langanir rétt eins og þeir sem yngri eru. Það hefur skilað sínu dagsverki vel og ætti að uppskera virðingu og umhyggju hinna yngri. Það er auðvitað ekki hægt að fara eftir öllu sem þetta fólk vill, en það mætti ábyggilega að skað- lausu koma að einhverju leyti til móts við óskir þess. Slíkt myndi gera mörgum ævikvöldið bjartara. HÆRRA TIL ÞIN ER KOMIN ÚTI Björgvin Halldórsson hefur framleitt nýja geislaplötu fyrir Krossgötur sem kemur í kjölfar metsöluplötunnar „Kom heim" sem kom út árið 1993. „Hærra til þín" inniheldur gullfallega tónlist flutta af hinum frábæru listamönnum Björgvini Halldórssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Bjarna Arasyni. Þetta er plata sem lætur engan ósnortinn. KROSS GÖTUR Úgáfa: Krossgötur til styrktar byggingu áfangaheimilis fyrir stúlkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.