Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ . v Reynum að búa tilævintýri FINNLAND er á þeim landa- mærum sem tónlistarhefð- ir austurs og vesturs mæt- ast og á Kammermúsíkhá- tíðinni í Kuhmo þetta árið mættust tónsmíðar Franz Schuberts og Dmitris Shostakovich. Verk þeirra voru þema hátíðarinnar. Morgun- tónleikar voru þó helgaðir J.S. Bach, eins og stundum fyrr, og Henry Pureell. Og á tónleikum sem haldnir voru á síðkvöldum var aðal- lega boðið upp á verk slavneskra tóhskálda. Yfirumsjón með Schu- bert-hlutanum hafði hinn kunni píanóleikari, prófessor Ralf Got- hóni, en hingað til hefur listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Seppo Ki- manen, séð einn um verkefnaval og val á listamönnum. Gothoni sem hefur ekki verið viðriðinn kammermúsíkhátíðina í Kuhmo áður, sagði það hafa verið einstaka reynslu. „Það hefur verið heillandi að vera hér," sagði hann. „Ég hef hlustað á flesta konsertana þennan hálfa mánuð sem hátíðin hefur staðið og leikið með á öðrum. Og ég verð að segja að það hefur verið mjög gaman að setja saman svo þétta dagskrá af verkum Schu- berts. Hér hafa verið leikin verk hans, allt frá þeim köldustu, til þeirra heitustu og hér hefur því verið kjörið tækifæri til að fá yfir- lit yfir feril hans. Svo er hátíðin óhemju vel skipulögð og tengsl stjórnenda hennar og listamann- anna sem taka þátt í henni eru til fyrirmyndar." Listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar, Seppo Kimanen, sagði að mark- miðið hefði verið að fá 40.000 áheyrendur þetta árið - og það Kammermúsíkhátíðin í Kuhmo var haldin í 26. sinn í sumar. Segja má að hátíðin hafi hlotið al- þjóðlega viðurkenningu og haldin var eins konar „minni" Kuhmo-hátíð í London dagana 4.-8. októ- ber í haust, auk þess sem listamenn hennar lögðu leið sína á hátíð í Japan. Súsanna Svavarsdóttir heimsótti hátíðina á dögunum og ræddi við listræn- an stjórnanda hennar, Seppo Kimanen. hefði tekist. „Markmið okkar er að gera betur með hverju árinu," sagði hann. „Við Finnar höfum gengið í gegnum kreppuástand eins og aðr- ir á seinustu árum, sem þýðir að bæði almenningur og þeir sem fjár- magna hátíðir af þessu tagi, velta hverri krónu fyrir sér og það þýðir ekkert að slaka á. Samkeppnin er hörð, vegna þess að hér í Finnlandi eru listahátíðir um allt land, allt sumarið. Það er hefð sem við erum mjög stoltir af. Við þurfum að miklu leyti að fjármagna hátíðina með innkomu okkar og það hefur verið gleðilegt fyrir okkur að þeim hefur fjölgað ár frá ári, jafnvel núna þegar fólk hefur svo miklu minna á milli handanna. Bærinn er ekki heldur í alfaraleið og fólk þarf virkilega að hafa fyrir því að koma sér hingað. Og það er kostn- aðarsamt. Við verðum því að halda miðaverði í algeru lágmarki; getum alls ekki haft það hærra en það er og því fer mikill hluti af árinu í að leita eftir fjárhagslegum stuðn- ingi fyrir næstu hátíð. En markmið okkar er ekki að græða, heldur að halda lífi - og það er ljóst.að það munum við gera. Við hér í Kuhmo erum líka mjög stolt af því hvað okkur gengur vel að fá úrvals tónlistarfólk til að vinna með okkur. Það kemur hing- að fyrir tónlistina og það segir sitt um gæði hátíðarinnar." Auk þess sem píanóleikarinn Ralph Gothóni tók þátt í hátíðinni í ár, mættu til leiks hinn heims- frægi Chingrilan kvartett, sem ís- lenski víóluleikarinn Ásdís Valdi- marsdóttir er gengin til liðs við, Shostakovich kvartettinn, Nýi Hels- inki kvartettin, Borodin kvartettinn auk Síbelíusar kvartettsins. Kosta- mus Orthodox kirkjukórinn hélt tón- leika og Perko-Pyysalo Poppoo sá um jasshlið hátíðarinnar. Flautu- leikarinn Petri Alanko er orðinn fastur gestur á hátíðinni, bæði sem hljóðfæraleikari og kennari í virtú- ósanámskeiðum hennar, auk klari- nettuleikarans Eduards Brunner, RALF Gothóni SEPPO Kimanen SHOSTAKOVICH-kvartettinn. fiðluleikarans Peters Csaba, píanó- leikaranna Philippes Cassard, Jean Francois Heisser og Peter Frankl, sellóleikaranna Karine Georgian og Frans Helmerson, sem er listrænn Korsholm hátíðarinnar í Svíþjóð, hörpuleikarans Andrew Lawrence- King og sænsku söngkonunnar Lenu Hoel. Og mun fleiri mætti telja. „Listræni staðallinn á þessari hátíð hefur verið mjög hár," segir Seppo Kimanen. „Við höfum alltaf lagt okkur fram um að hafa góða tónleika og góðar hátíðir, en ég held við höfum aldrei haft svona mikið af jafngóðum tónleikum frá upphafi til enda. Það hefur ekki síst verið ánægju- legt að heyra að munurinn milli erlendra og finnskra listamanna hefur nánast horfið, hvað aðsókn að tónleikum varðar. Áður vildu finnskir áheyrendur bara koma á tónleika hjá erlendum gestum okk- ar en þetta árið hefur ekki verið neinn munur á aðsókn. Finnskir tónlistarmenn hafa verið jafnmikið í stjörnuhlutverkum og erlendir. Það hefur líka aukið á orðstír Ákvað að prófa allt og byrjaði á toppnum ÞAÐ er satt sem listrænn stjórnandi Kuhmo-hátíð- arinar, Seppo Kimmanen, segir: Hún er ekki í alfara- leið. Eiginlega er hún svo langt norður í landi og langt frá öllu sem er að gerast að þessi litli bær er varla á kortinu. Jafnvel þótt maður Tiafi eytt tveimur dögum í að kom- ast þangað frá okkar kalda landi og viti að tónlistin verður himnesk á maður ekki von á hverju sem er. Síst af öllu því að hitta íslenska ¦ tónlistarmenn sem eru meðlimir í heimsfrægum sveitum. Líklega ein- hver annesjamennska að taka bara eftir þeim sem eru einsöngvarar og einleikarar en síður eftir því að hljóðfæraleikrar okkar ná svo langt á sviði kammertónlistar að vera teknir inn í kvartetta sem hafa skapað sér góðan orðstír. Það var í þrjátíu stiga bræðandi hita á þessum undurfagra stað sem ég stóð fyrir aftan unga konu sem var að tala ensku og hugsaði um leiðj Hún er íslensk. Nokkrum mín- 1 útum síðar sneri konan sér við og var þar þá komin Ásdís Valdimars- dóttir víóluleikari sem við fréttum á vordögum að hefði gengið í liðs við Chilingrian kvartettinn breska. Hér var hún kdmin, ásamt öðrum meðlimum kvartettins, til Kuhmo þar sem hún kom fram með þeim í fyrsta sinn. Hafði áður verið með ""' þeim að kenna í Svíþjóð. Ekki var að heyra annað en Ásdís væri rétti í vor gekk íslenski víóluleikarinn Ásdís Valdimars- dóttir til líðs við hinn heimskunna Chilingrian- kvartett. Súsanna Svavarsdóttir hitti Ásdísi á Kammertónlistarhátíðinni í Kuhmo og spjallaði við hana um kvartettinn og aðdragandaþess að hún gekk til liðs við hann. hlekkurinn í þessum frábæra kvart- ett Ásdís, sem hefur sfðastliðinn fjögur ár búið í Frankfurt í Þýska- landi og leikið með (Deutsche Kammerphilarmoni í Bremen og Ensemble moderne, hyggst nú söðla um og er þessa dagana að pakka niður föggum sínum til að flytjast til Lundúna. Sjálf sagðist hún ekki alveg vera búin að ná því að hún væri byrjuð að leika með þessum frábæru tónlistarmönnum og þegar hún er spurð hvernig það kom til hristir hún höfuðið í forundran og segir. „Ég er eiginlega ekki búin að na því sjálf." Chilingrian kvartettinn var stofn- aður í London 1971 og fljótlega eftir stofnun lék kvartettinn á Edin- borgarhátíðinni, hátíðunum í Bath og í Aldeburgh og þaðan lá leiðin til Vestur-Evrópu þar sem hann lék í Amsterdam Concertgebouw, Munich Herkulessaal, Zurich Ton- halle, Vienna Konzerthaus og Stockholm Konserthuset. Kvartett- inn debúteraði í New York' árið 1976 og síðan hefur hann farið í tónleikaferðir um Bandaríkin, Kanada, til Austurlanda, .Suður- Ameríku, Afríku, Astralíu og Nýja Sjálands. Á þessum árum hefur kvartettinn hljóðritað fyrir EMI, RCA, CRD, Nimbus og CHANDOS. Hljóðritun Chilingrian á sex kvart- ettum Mozarts, sem voru tileinkaðir Haydn, var kosinn besta strengja- kvartetts-hljóðritun af hinu virta tónlistartímariti Gramophone — og nú nýverið hefur kvartettinn hljóð- ritað verk Schumanns, Haydns, Dvoraks, Bartoks og Prokofievs fyrir CHANDOS. Hann hefur leikið hjá öllum helstu útvarps- og sjón- varpsstöðvum í Evrópu og Banda- ríkjunum og er „Quartet-in-Resi- dence," í Royal College of Music í London. Chilingrian kvartettinn er einn af fáum strengjakvartettum í heiminum sem starfa allt árið og. er á stöðugum ferðalögum um heiminn. Það er því dálítið ævintýri sem bíður víóluleikarans Ásdísar Valdimarsdóttur — sem var ein af tíu til fimmtán sem sóttu um inn- göngu. „Fyrir þremur árum ætlaði víólu- leikarinn þeirra að hætta," segir hún og þá kom til greina að ég léki með þeim. Úr þyí varð hins vegar ekki, þar sem hann ákvað að vera áfram. Svo frétti ég í vor, af tilvilj- un, að nú vantaði þá víóluleikara og hafði samband við vinkonu mína sem býr í London og þekkir meðlimi kvartettsins. Hún hefur alltaf hald- ið því fram að ég væri rétti víólu- leikarinn fyrir kvartettinn og ég ákvað að sækja um ... Núna skil ég ekkert í því að ég skyldi þora að spila fyrir þá. Enda fór svo að þegar nær dró þeim tíma að ég skyldi fara í prufu fannst mér þetta alger tímasóun. Tímasóun fyrir alla aðila. Ég tók upp símakortið mitt og ákvað að hringja í þá til að segja þeim að ég væri hætt við en sam- bandið slitnaði alltaf. Þegar ég kom heim um kvöldið heyrði ég í Levon á símsvaranum mínum og hann virtist svo indæll að ég ákvað að prófa. Ákvað-að fara og eiga bara skemmtilega viku í Lundúnum með vinkonu minni. Svo fór ég að spila fyrir þá og reiknaði með því að ef þeim þætti eitthvert vit í mér myndu þeir biðja ASDIS Valdimarsdóttir mig að spila á einum tónleikum méð þeim og sjá til hvort ég pass- aði inn í kvartettinn. Þegar prufu- spilinu var lokið fannst mér ég bara galin að hafa látið mér detta þetta í hug og ákvað að fara í langan göngutúr um London til að jafna mig. Þegar ég kom heim til vinkonu minnar spurði hún hvar í ósköpun- um ég hefði verið. Þeir Levon, Char- les og Philip hefðu allir komið: „Varla hefur það verið til að segja þér að þú hafir verið ömurleg," sagði hún og ég var alveg ráðvillt. Það kom svo í ljós að þeir höfðu prófað 10-15 manns og meðal þeirra voru nokkrir sem þeir vildu prófa aftur en voru ekki allir sam- mála um. Ég var sú eina sem þeir voru allir sammála um og var ráðin „á spottinu." Eg var á einhverju „flippi" í vor. Ákvaðað prófa allt og byrjaði efst," segir Ásdís og hlær. „Ég hafði svo- sem engu að tapa en ég verð að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.