Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Hjúkrunarfræðingar Næturvaktir Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg- ar á heilsugæslu vistheimilis Hrafnistu. Tveir hjúkrunarfræðingar verða á næturvakt f einu, annar á hjúkrunardeildum, en hinn á vistheimilinu. Hjúkrunarfræðinga vantar einnig í 100% stöðu á heilsugæslu og hlutastarf á kvöld- og helgarvaktir á hjúkrunardeild. Höfum leik- skólapláss. Upplýsingar veita ída Atladóttir hjúkrunarfor- stjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar hjúkrunar- framkvæmdastjóri í símum 553 5262 og 568 9500. tt Hagstofa íslands Ritari Hagstofa íslands óskar að ráða ritara í þjóð- skrárdeild. Starfið felst í skráningu og gagnameðhöndl- un, afgreiðslu, símaþjónustu o.fl. Haldgóð tölvukunnátta nauðsynleg. Lögð er áhersla á þjónustulipurð og sjálfstæði f starfi. Ath. upplýsingar um starfið eru ein- göngu veittar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið umsóknir tif Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Hagstofan - ritari" fyrir 2. feþrúar nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK »'533 1800 Laus störf 1. Verslunarstjóri í verslun, sem selur m.a byggingar- og heimilisvörur. Starfið felst í daglegum rekstri verslunarinnar. Reynsla af verslunarstjórn nauðsynleg. Um erað ræða krefjandi og gott framtíðar- starf. 2. Sölumaður hjá heildsölu/smásölu með veiðarfæri. Starfið felst í að viðhalda við- skiptasamböndum og stofna til nýrra. Þekking á sjávarútvegsgeiranum nauð, synleg. 3. Afgreiðslustarf hjá þekktri verslun með vandaðar raftækjavörur. Starfið felst í afgreiðslu í verslun, en viðkomandi þarf að auki að vera tilbúinn í ýmsar útrétting- ar. Traust og gott starfsumhverfi. Mynd fylgi umsókn. 4. Afgreiðslustarf í verslun með ýmsar barnavörur s.s. vagna, kerrur, bílstóla, leikföng o.fl. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður og geta unnið sjálf- stætt. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími frá kl. 10-18. 5. Afgreiðsjustarf í verslun með vandaðar gjafavörur. Æskilegur aldur 30-45 ára. Reyklaus vinnustaður. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki ehf. Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Heilsugæslustöðin Neskaupstað Hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðin í Neskaupstað óskar eftir að ráða hjúkrunarforstjóra nú þegar eða eft- ir nánara samkomulagi. Heilsugæslustöðin er í starfstengslum við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og þjónar um 1.700 íbúum, húsnæðið er nýlegt og starfsaðstaða góð. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, í síma 477 1402. noRDmPo Norræni samstarfsvettvangurinn á sviði vísindalegra upplýsinga, NORD- INFO, vinnur að því að þjónusta við þá, er nýta sér vísindabókasöfn og aðrar upplýsingalindir á Norðurlöndum, verði bætt. Skrifstofan er í bókasafni tækniháskólans í Esbo í Finnlandi. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra NORDINFO er laus til umsóknar. Samkomulagsatriði er hvenær viðkomandi hefur störf, en þó ekki síðar en 1. júní 1996. Framkvæmdastjórinn er ráðinn í fjögur ár í senn af Norrænu ráðherranefndinni eftir til- lögu stjórnar NORDINFO. Helsta verkefni framkvæmdastjórans er að eiga frumkvæði að, starfa að og meta norræn þróunarverkefni á sviði vísindalegs upplýs- ingaflæðis. Framkvæmdastjórinn er að auki ábyrgur fyr- ir skrifstofu NORDINFO. Nauðsynlegt er að ferðast nokkuð vegna starfsins. Þess er krafist af umsækjendum, að þeir hafi háskólamenntun að baki, reynslu af þró- unarstarfi á sviði RDI og góða tungumála- þekkingu. Miklar kröfur eru gerðar til þess að viðkomandi eigi gott með að tjá sig, jafnt í ræðu sem riti. Mest áhersla er lögð á að viðkomandi eigi auðvelt með að eiga frum- kvæði, sé skapandi og hafi hæfileika til að þróa og viðhalda umfangsmiklu samskipta- neti innan og utan Norðurlanda. Umsókn þar sem fram koma launakröfur og með fylgja staðfest afrit um náms- og starfs- feril ber að senda í síðasta lagi 28. febrúar 1996 til NORDINFO, c/o Tekniska högskolans bibliotek, Otnásvágen 9, FIN-02510 Esbo, Finland. Fyrirspurnum er hægt að beina til Lennarts Thörnqvist, stjórnarformanns, í Svíþjóð, sími 00 46 46 222 9271 eða til Mariönnu Heikell, skipuleggjanda á skrifstofu NORDINFO, sími 00 358 0 455 2633. Útgáfumál Vegna aukinna umsvifa vill Marel hf. ráða starfsnKinn tílaðvinnaaðútgáfumálum. Starfiðfelstm.a. ígerðog hönnun kynningarefnis, bæklinga og auglýsinga. Umsækjandi þarf að hafa reysnlu í tölvuumbroti og grafískri hönnun. Gott vald á íslensku og ensku er nauð- synlegt Um fjölbreytt og spennandi starf er að ræða fyrir hugmyndaríka aðila. Umsóknum skal skilað tíl Marel hf., Höfðabakka 9,112 Reykjavík, fyrir mánudaginn 5. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita deildarstjórar í markaðsdeild í síma 563-8000. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Marel hf. Höfóabakka 9*112 Reykjavík Sími: 563 8000 • Fax: 563 8001 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunar- og dalarheimilið Kumbaravogi, Stokkseyri, óskar eftir að ráða hjúkrunar- fræðing (deildarstjórn). íbúðarhúsnæði fyrir hendi á staðnum. Frekari upplýsingar í síma 483 1213 og 483 1310. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavik - Sími: 588-8500 - Fax: 568-6270 Stuðningsfjölskylda óskast Hefur þú áhuga á mannlegum samskiptum? Við óskum eftir samvinnu við fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu sem geta tekið börn í helgarvistun, t.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir verðandi stuðningsfjöl- skyldur. Nánari upplýsingar gefa Rúnar Halldórsson og Harpa Sigfúsdóttir, félagsráðgjafar vist- unarsviðs, í síma 588 8500, frá kl. 9 til 12 virka daga. Jákvæð, spennandi og uppbyggjandi verkefni Miklir tekjumögu- leikar Ört vaxandi fyrirtæki í upplýsingatengdri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða þrjá jákvæða, bjartsýna og kraft- mikla einstaklinga með óbilandi trú á sjálfa sig og framtíðina. Þeir verða að vera sjálf- stæðir úrræðagóðir, þolinmóðir, vera snyrti- legir og hafa trausta og heillandi framkomu. Skilyrði er að viðkomandi reyki ekki. Starfið er fólgið í sölu á auðseljanlegum bókum sem fyrirtækið gefur út, auk kynning- ar og sölu á annarRi upplýsingatengdri þjón- ustu fyrirtækisins fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. Boðið er upp á mjög góða vinnuað- stöðu með fullkominni síma-, fax- og fundar- aðstöðu. Vinnutími er frá kl. 9 til 5. Stúdentspróf skilyrði. Æskilegt er að viðkom- andi hafi einhverja reynslu af sölu-, mark- aðs- og/eða kynningarstörfum. Boðið er upp á ókeypis starfsþjálfun og ókeypis námskeið til stuðnings og styrktar. Viðkomandi verður verktakaráðinn en boðið er upp á tryggingu og rífleg sölulaun. Aukavinna á kvöldin Einnig er óskað eftir 5 einstaklingum til að vinna á kvöldin frá kl. 18-22 alla virka daga og um helgar eftir samkomulagi. Sömu verk- efni, skilyrði og kjör og greint er frá hér að ofan. Söluumboðsmenn úti á landi Einnig er óskað eftir söluumboðsmönnum til að selja bækur og þjónustu fyrirtækisins á landsbyggðinni. Miklirtekjumöguleikar. Til- valinn aukavinna sem hægt er að byggja á persónulegum samböndum í smærri bæjar- félögum. Verkefni sem hægt er að sinna hvort heldur sem er á daginn, kvöldin og/eða um helgar. Skriflegar umsóknir með Ijósmynd af viðkom- andi auk upplýsingar um menntun, fyrri störf og/eða starfsreynslu auk einnar vélritaðrar síðu þar sem umsækjandi skýrir hvers vegna hann telji að ofangreind verkefni henti honum og hvað hann hafi að bjóða sem starfsmað- ur, sendist til afgreiðslu Mbl. merkt: „J - 11690“. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.