Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM langt til þess að sjá það. Hún fer með vald og valdatæki ríkisins og vill oftast meira af hvorutveggja. Eftir valdatöku Kommúnista- flokks Sovétríkjanna varð atvinnu- lífið smám saman allt á vegum ríkisins. Þeir sem vildu fá embætti af einhveiju tagi urðu að ganga í Flokkinn. Helztu undantekning- arnar voru vísindamenn og lista- menn. Þeir nutu þar hæfileika sinna. Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna varð stærstur með um 18 milljónir meðlima. Þarna er nokkuð stór og vel skipulagður hópur kjós- enda, sem stendur á sögulegum merg. Sú saga er nokkuð mislit, ærið svört og blóði drifin, en saga samt, saga mikilla sigra og skyndi- legs ósigurs, sem á eftir að verða banvænn. Botninn er að vísu dott- inn úr málstaðnum, hugsjóna- grundvellinum, en eins og oft á sér stað um umbúðirnar, hylkið eða pappírspokann, þá geta þær stund- um staðið einar um hríð á eldhús- borðinu, þótt innihaldið sé farið. Þetta er eins og skurnin utanaf blásnu eggi. Tilsýndar er þetta lík- ast Potemkintjöldum. Sálina og sannfæringuna vantar, þótt hags- munapotið og undirhakan séu fyrir hendi. Það þarf engan að undra þótt stærðar flokksins gæti nú í frjáls- um kosningum. Þetta er embættis- mannastéttin, gömul og ný. Eins og nú er komið, þá eru margir flokksmenn orðnir ríkir atvinnu- rekendur og kaupsýslumenn. Margir flokksmenn hafa komizt yfir miklar eignir við einkavæðing- una. Þetta eru eignir sem áður til- heyrðu ríkinu, já, eignir sem þeir hafa komizt yfir með betri kjörum en hagstæðum, það er að segja því sem næst gefins. Hvar? Hjá opinberum embættismönnum, fé- lögum sínum í Flokknum. Einka- væðing getur reynzt sumum býsna ábatasöm hafi menn hin réttu sam- bönd. Sumir hafa fyrir satt, að það örli á þessu fyrirbrigði víðar. Glæpamafían er svo partur af þessari þjóðlífsmynd, því að efnis- ^yggjan og guðleysið er þama í gamalli rækt. Þetta em kommún- istar sem vilja engan kommúnisma - hugsjónakommúnisma, bara Flokkinn, með ríkisvaldið sem tak- mark eftir forskrift Leníns. Zjúg- anov ku segja þetta sjálfur. Hann segist vilja markaðsbúskap og er- lenda fjárfesta. Þama eru alls ekki á ferðinni neinir kommúnískir hug- sjónamenn. Stalín kærði sig ekki heldur um neinn hugsjónakom- múnisma. Lenín og Stalín vildu alræði - óheft vald. Stjóm þeirra útrýmdi stétt atvinnurekenda og kaup- sýslumanna, og að lokum bænda- stéttinni. í staðinn kom ríkisrekin stóriðja, sem fyrst og fremst mið- aðist við vopnaframleiðslu en ekki þarfir markaðarins, þarfir fólksins; ríkisbú, rekin af embættismönnum ríkisins og launuðum landbúnaðar- verkamönnum; og samyrkjubú, sem einnig var stjórnað af emb- ættismönnum ríkisins, les: Flokks- ins. Fólkið í sveitunum var í raun- inni ánauðugt, átthagabundið, þar sem enginn gat breytt um búsetu án leyfis lögreglunnar. Hinn endurreisti Kommúnista- flokkur Rússlands er flokkur emb- ættismanna eins og áður, í engum skilningi neinn verkalýðsflokkur, en nýjar stéttir hafa bætzt í hóp- inn, öfl gróða og glæpa. Lögregl- an, böðlarnir og fangaverðirnir hljóta að hafa leitað skjóls í Flokknum. Samtals er þetta allstór hópur, kannski ekki 13%, en góð undirstaða flokksstarfseminnar samt. Kosningarnar sýna það sem menn voru raunar búnir að átta sig á áður: Þjóðir Rússlands vantar ekki lífsreynslu, en þær vantar pólitíska reynslu, stjómmála- þroska, reynda stjórnmálamenn. En þetta er að verða til I erfiðri deiglu afskaplega erfiðrar þjóðfé- lagsþróunar, þar sem kjami máls- ins er siðferðisgmndvöllurinn og efnahagsmálin. Mín persónulega skoðun er sú, að sköpun nýrrar bændastéttar hefði þurft að verða forgangsverk- efni hinnar nýju stjórnar. Fólkið þarf að borða, alltaf, og þeirri nauðsyn þarf að sinna fyrst af öllu. Stjórnin lagði upp með þetta, en afturhaldsmennirnir á þingi Dúm- unnar, undir forystu kommúnista, eyðilögðu að miklu leyti fyrirætlan- ir stjórnar Jeltsíns. Hin miskunnarlausa hönd náttúrunnar hafði kennt mönnum akuryrkju. Veiðimenn og hjarð- menn gerðust bændur. I dag er náttúran ekki eins harðhent. En landbúnaðarverkamenn sa- myrkjubúa og ríkisbúa hafa marg- ir úrkynjast andlega undir forsjár- hyggju og kúgun kommúnista. Þá skortir þekkingu, reynslu, sjálfs- traust, kjark og framtak. Þeir em óvanir sjálfstæðum ákvörðunum. An efa gætir þess og, að dug- mesta hluta bændastéttarinnar var tortímt við stofnun samyrkjubú- anna svokölluðu. En þetta mun lærast smám saman, ástandið lag- ast með tímanum. Skynsamleg stjórnarstefna getur gert mikið til þess að örva þessa óhjákvæmilegu þróun. Framtíðin er með umbóta- sipnum og Jeltsín. Æskan mun í vaxandi mæli snúa sér til þeirra. Rússar eru mikil þjóð. Þeir hafa fengið stórt hlutverk meðal þjóða heims: Að færa þeim heim reynsl- una af kommúnismanum: vítinu til að varast. Þeir munu sigrast á erfiðleikum augnabliksins. En þeir verða að vera óhræddir og harð- hentir við drauga' fortíðarinnar, sem sumir hveijir átta sig ekki á því að þeir eru dauðir. Sannlega, þjóðir Rússlands munu sigra þá. Höfundur er hagfræðingur. Reynslan hefur sýnt að ManéX vttaminið inniheldur hina fullkomnu blöndu vandlega valinna vitamina og steinefna scm eru nauðs.vnleg til að byggja upp og halda við hári, húð og nöglum. Kraftur frá Umboösaöili: Cetus, Skipholti 5OC. sími SSi 7733. SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 B 31 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn -kjarni málsins! KQMIÐOG DANSIÐ! 1 læstu námskeið um næstu :RÐU . . . LÉTTA nelgi DANSSVEIFLU ÁTyEIM RR7 7700 DOGUMi 00 7 77UU Áhugahópur um almenna dansþátttök.u i íslandi hringdu núna LÆRIÐ HJÁ PEM SEM ÞSKKJA Rekstur og umsjon tölvuneta Rafiönaöarskólinn býöur nú upp á áhugavert og spennandi skipulagt starfsnám á tölvutæknilegu sviði, I I framtióarspái ganga eftir er líklegt aö þörfin fyrir sfarfskrafta meö sérþekkingu í rekstri og umsjón tölvunela veröi rnikil. Heildarverð kr. 120.000,-* Námsgögn innifalin. ‘Morr) slóllnrfélög greiða niður námscjjöld sinna (élagsmánna. Lengö námsins er 220 kennslustundir og er sérhannaö meö þarfir atvinnulífsins í huga. Námiö hentar þeim sem eru í atvinnuleit og/eöa vilja styrkja stööu sina meö sérþekkingu. ATVINNUTÆKIFÆRI FRAMTÍÐARINNAR 4 é iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiim ooa a oooq ooaaQoo RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan t lb - Sími 568 5010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.