Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjórir sjálfstæðismenn með frumvarp um sjávarútveg
Vilja leyfa allt að 49%
erlenda fjárfestingn
ERLENDIR aðilar mega eiga allt
að 49% hlut í fyrirtækjum, sem
stunda fiskveiðar og fiskvinnslu,
samkvæmt frumvarpi sem Kristján
Pálsson og þrír aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á
Alþingi.
Þriðja frumvarpið
Þeir segja í greinargerð að því
fyrr sem stór skref verði stigin í
átt til frjálsari samskipta við er-
lenda fjárfesta og íslenskum fyrir-
tækjum sé gefínn kostur á að til-
einka sér breytingar sem nú eiga
sér stað í hinum vestræna heimi,
þeim mun betur muni ganga að
bæta kjör almennings á Islandi.
Tvö önnur lagafrumvörp um er-
lenda fjárfestingu í sjávarútvegi
liggja fyrir Alþingi. Annað er frá
þingmönnum Þjóðvaka um að heim-
ila útlendingum að eiga allt að 20%
í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj-
um. Hitt er stjórnarfrumvarp um
erlenda fjárfestingu en þar er að-
eins gert ráð fyrir óbeinni eignar-
aðild útlendinga, allt að 25%.
Oryggi landsins ekki
stefnt í hættu
Þingmennirnir fjórir segja í
greinargerðinni að með tilkomu
samninga um Evrópska efnahags-
svæðið hafí verið gert ráð fyrir að
fjárfesting aðila innan þess yrði
heimil á Islandi með undantekning-
um í orkufyrirtækjum, flugi og sjáv-
arútvegi. í frumvarpi ríkisstjórnar-
innar um erlenda fjárfestingu sé
gert ráð fyrir að bein fjárfesting
erlendra aðila sé allt að 49%. Ekki
sé hægt að sjá nein rök fyrir því
að mismuna fyrirtækjum á íslandi
að þessu leyti. Ástæður eins og að
sjálfstæði landsins sé stefnt í hættu
eigi ekki við lengur enda sé örygg-
isákvæði í stjórnarfrumvarpinu,
sem heimili viðskiptaráðherra að
stöðva erlenda f árfestingu ef hún
ógnar öryggi landsins eða gengur
gegn allsherjarreglu, almanna-
öryggi eða almannaheilbrigði.
Flutningsmenn með Kristjáni
Pálssyni eru Pétur H. Blöndal, Vil-
hjálmur Egilsson og Guðjón Guð-
mundsson.
Byggðastofnun styrkir Skagfirðinga
Nokkrir bændur
fá 100 minka
Gullnáman
Ungur mað-
ur fær Gull-
pottinn
MAÐUR á þrítugsaldri hlaut 12 millj-
ón króna Gullpott í spilakassa Gull-
námunnar aðfaranótt fimmtudags.
Ungi maðurinn fékk upp tákn fyr-
ir Gullpottinn í spilakassa á vegum
Gullnámunnar á veitingastaðnum
Ölveri í Glæsibæ rétt eftir miðnætti
á miðvikudag. Hann fékk kvittun
fyrir Gullpottinum á veitingastaðn-
um og er nú 12.069.700 kr. ríkari.
Um leið og táknin birtust á spilakass-
anum bárust merki um að vinningur
hefði komið fram hjá Happdrætti
Háskóla íslands.
------♦ » ♦----
Saulján
árekstrar á
einum degi
SAUTJÁN árekstrar höfðu orðið á
svæði lögreglunnar í Reykjavík frá
kl. 8 í gærmorgun til kl. 10 í gær-
kvöldi.
Lögreglan aðstoðaði ökumenn í 15
tilvikum við að fylla út tjónstilkynn-
ingar. Hins vegar voru aðeins fylltar
út tvær skýrslur vegna umtalsverðs
eignatjóns. Ekki er vitað um meiðsl
á fólki.
Lögreglan telur að fjölda árekstra
megi fyrst og fremst rekja til þess
að ökumenn hafi ekki hagað akstri
miðað við aðstæður. Hún minnir á
hversu mikilvægt sé að hafa gott bil
á milli bíla og ekki síst þegar hálka
leggst á götumar.
Morgunblaðið/Ari Hafliðason
Þyrla stað-
sett á Pat-
reksfírði í til-
raunaskyni
Patreksfirði. Morgunblaðið.
ÞYRLA af gerðinni BELL 206
Long Ranger II í eigu Þyrluþjón-
ustunnar hf. í Reykjavík lenti á
gamla fótboltavellinum á Pat-
reksfirði í gær. Stefnt er að því
að þyrlan verði staðsett á Pat-
reksfirði í þijá mánuði.
Upphafið að þessu máli er
erindi sem forráðamenn Þyrlu-
þjónustunnar hf. sendu Vestur-
byggð um að boðið væri upp á
þjónustu sem þyrlan getur veitt
á Patreksflrði og myndi hún
þjóna Vestfirðingum öllum, sem
öryggistæki eða til útleigu fyrir
fyrirtæki. Vesturbyggð setti
þriggja manna nefnd í málið sem
m.a. sendi öllum sveitarfélögum
á Vestfjörðum og stærri fyrir-
tækjum bréf og óskaði eftir
fjárstuðningi við rekstur vélar-
innar á staðnum.
Ólafur Örn Ólafsson, einn
nefndarmanna, sagðist vona að
áframhald yrði á þessu verk-
efni. „Þetta er gífurlegt öryggis-
atriði fyrir svæðið og fyllti menn
öryggistilfinningu," sagði hann.
Jón Kjartan Björnsson flug-
stjóri, sem flaug vélinni vestur
ásamt Kristni Unnarssyni, sagði
að vélin hefði verið á Grænlandi
og þjónað svæðinu í kringum
Scoresbysund. Flugþol vélarinn-
ar er þrjár og hálf klukkustund
og tekur hún sex farþega og
flugmann eða einar sjúkrabörur
og tvo farþega.
BYGGÐASTOFNUN hefur ákveð-
ið að veita 4 milljónum kr. í nýtt
tilraunaverkefni í atvinnuþróun í
Skagafirði. 8-10 bændum verður
hjálpað til að hefja loðdýrarækt
með því að leggja þeim til 100
minkalæður hveijum eða samsvar-
andi fjölda refalæða. Bændur í
öðrum héruðum hafa sótt um sam-
bærilega fyrirgreiðslu en ekki
fengið afgreiðslu.
Guðmundur
Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar,
segir að stór og góð
fóðurstöð sé rekin á
Sauðárkróki og í
héraðinu sé töluvert
af tómum loðdýra-
skálum og búrum.
Loðdýraræktendur
framleiði stærri og
betri skinn en víð-
ast hvar sé mögu-
legt og sé það meðal annars rakið
til þess hvað fóðrið er gott. „Við
viljum reyna að nýta betur þessa
fóðurstöð ogfjárfestinguna í sveit-
unum þar sem sauðfjárræktin
stendur höllum fæti,“ segir Guð-
mundur.
Umsóknir úr öðrum héruðum
Ekki er búið að úthluta þessum
styrkjum en það verður gert í sam-
ráði við Búnaðarsamband Skaga-
fjarðar. Þá segir Guðmundur að
það sé forsenda þessa verkefnis
að Kaupfélag Skagfírðinga geti
selt nýju bændunum fóðrið á sama
verði og þeim loðdýrabændum sem
fyrir eru. Þeir hafa notið fóðurnið-
urgreiðslu Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins en ekki er gert ráð
fyrir því að nýju loðdýraræktend-
urnir njóti hennar.
Eftir að fréttist um þessa
ákvörðun Byggðastofnunar hefur
um tugur manna af öðrum svæð-
um óskað eftir sambærilegri fyrir-
greiðslu til að heija loðdýrabú-
skap. Guðmundur segir að um-
ræddar 4 milljónir séu teknar af
fé sem ákveðið var í búvörusamn-
ingi að Byggðastofnun fengi til
að styðja við atvinnu í sveitum.
Ekki sé meira fé til ráðstöfunar.
Spurður að því hvort ekki gætu
verið svipaðar aðstæður til loð-
dýraræktar í öðrum héruðum seg-
ir Guðmundur að svo geti verið,
en það hafí ekki verið kannað.enn.
Farþega synjað um bætur
vegna ölvunar ökumanns
HÆSTIRÉTTUR hefur'synjað um skaðabæt-
ur manni sem slasaðist alvarlega í Svíþjóð
þegar bíll sem hann var farþegi í valt. Hæsti-
réttur telur sannað að slysið hafi mátt rekja
til ölvunar ökumannsins. Gullkortatrygging
sem krafíst var bóta samkvæmt bæti ekki
tjón sem rakið verði til áfengisneyslu og al-
menn slysatrygging ekki tjón sem rakið verði
til gáleysis en hvort tveggja þótti eiga við í
málinu.
Maðurinn hafði verið í sumarbústað kunn-
ingja síns í Svíþjóð og höfðu báðir neytt áfeng-
is. Þeir fóru saman í ökuferð um miðja nótt
sem lauk með því að bíllinn hafnaði út af
veginum.
I Svíþjóð var ökumanninum refsað fyrir
ölvunarakstur en ekki fyrir gáleysi í umferð
þar sem líkur þóttu benda til að slysið mætti
rekja til sprungins hjólbarða.
Hæstiréttur taldi hins vegar ósannað að
slysið yrði rakið til sprungins hjólbarða heldur
sé langlíklegast að það hafí orðið vegna ölvun-
ar ökumannsins sem hafi verið svo ölvaður
að hann hafi verið óhæfur til að bregðast við
hinu óvænta sem upp á kunni að koma við
aksturinn. Með því að taka áhættu á að fara
í ökuferðina hafi farþeginn undanskilið sig
ábyrgð samkvæmt tryggingunum.
Honum var því synjað um bætur en hann
hafði krafíst rúmlega 26 milljóna króna í
bætur annars vegar samkvæmt slysatrygg-
ingu og hins vegar samkvæmt gullkortstrygg-
ingu.
Viðræðu-
nefnd um
sölu sjón-
varpshússins
HEIMIR Steinsson útvarpsstjóri
hefur ákveðið að svara beiðni ís-
lenska útvarpsfélagsins hf. um
viðræður vegna hugsanlegra
kaupa félagsins á sjónvarphúsinu
við Laugaveg 176, með því að til-
nefna þriggja manna könnunar-
viðræðunefnd sem í eiga sæti
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins, Markús Örn
Antonsson, framkvæmdastjóri Út-
varps, og Pétur Guðfinnsson,
framkvæmdastjóri Sjónvarpsins.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðuherra hefur ekki viljað tjá sig
um afstöðu sína til húsnæðismála
Ríkisútvarpsins þótt hann segist
hafa ákveðnar skoðanir á því
hvaða kostir séu hentugastir.
Hann vilji bíða eftir tillögum
nefndar sem hann skipaði á vor-
mánuðum til að fjalla um málið.
í bréfi sem Ríkisútvarpinu barst
frá menntamálaráðherra segir:
„Verði það niðurstaða forráða-
manna Ríkisútvarpsins eftir at-
hugun málsins, að stefna beri að
sölu húseignarinnar, ber að senda
menntamálaráðuneytinu erindi
þess efnis. Þyki rétt að fallast á
þá niðurstöðu mun verða óskað
eftir því við fjármálaráðuneytið að
það annist söluna í samráði við
Ríkiskaup.“
Útvarpsstjóri, sem á sæti í áður-
nefndri húsnæðisnefnd, sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær
geta fullyrt að ennþá.lægi ekkert
fyrir um afstöðu nefndarinnar
enda hefði hún haldið fáa fundi.
Nefndin hefði ætlað að skila tillög-
um fyrir síðustu árslok en sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum er
von á þeim með vorinu.
>
>
>
>
>
>
i
i
I
;
I
l
I
I
I
I
I
\