Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 6

Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kortastofnanir á Norðurlöndum gefa út tölvudisk Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra tók við fyrsta geisladiskinum með landakorti af Norðurlöndunum úr hendi Agústs Guðmundssonar, forstjóra Landmælinga ríkisins. Guð- mundur kvaðst hlakka til að kynna sér möguleika kortanna. DÆMI um íslenska skjámynd af Norðurlandakorti á geisladiski. Tobin orðinn for sætisr áðherra Nýfundnalands Landakort fyrir tölvuvædda þjóð LANDMÆLINGAR íslands og aðrar kortastofnanir á Norður- löndum hafa gefið úr geisladisk fyrir tölvur, CD-ROM, með landakortum af öllum Norður- löndunum. Agúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, segir að diskurinn nýtist við ýmis sérverkefni, kennslu og sem almennur fróðleikur. Guðmund- ur Bjarnason umhverfisráðherra kveðst sannfærður um að tölvu- vædd þjóðin eigi eftir að nota diskinn mikið í vinnu, námi og frístundum. Diskurinn sýnir heildarkort af Norðurlöndunum, þar með talið Grænland og Færeyjar, í mæli- kvarðanum 1 á móti 15 milljón- um, auk útlína annarra landa I Norður-Evrópu. Af hveiju Norð- urlandanna eru þrenns konar kort, í mælikvarðanum 1 á móti 2 milljónum. Með mismunandi skipunum á tölvunni er hægt að skoða staðfræðikort, þar sem sýndir eru bæir og borgir, vega- kerfi, flugvellir, örnefni, skógar, hraun og jöklar, vatnakerfi og landamæri. Annar möguleiki er að kalla fram hæðarkort, sem sýnir hæðarmismun lands í sam- spili við ár og stöðuvötn, og loks sýnir stjórnsýslukort landamæri og stjórnsýslulega skiptingu landanna. Stjórnsýslukort yfir ísland sýnir þannig umdæmi sýslumanna og afmarkar þjóð- garða. Hugbúnaður gefur ýmsa möguleika við leit að nöfnum og landfræðilegum hnitum, mæl- ingu vegalengda og flatarmáls, innsetningu nafna og teikninga og flutning gagna yfir í önnur forrit. Með hveiju korti fylgir gagna- safn með örnefnum, samtals um 5.000 nöfn. Islenska örnefnasafn- ið telur 300 nöfn, en leiðbeining- ar með disknum eru allar á ís- lensku, þrátt fyrir að hugbúnað- ur sé á ensku. Á blaðamannafundi Landmæl- inga Islands voru kynntir ýmsir möguleikar disksins, til dæmis hvernig hægt er að færa upplýs- ingar um áfangastaði fjölskyld- unnar í sumarfríinu inn á kort, hvernig hægt er að fjarlægja öll nöfn af korti og láta nemendur spreyta sig við að geta í eyðurn- ar, fá upplýsingar um vegalengd milli tveggja staða og fleira. Diskurinn kostar það sama á öll- um Norðurlöndunum, eða 5.800 íslenskar krónur. BRIAN Tobin hefur látið af emb- ætti sjávarútvegsráðuneytis Kanada og við honum er tekinn Fred J. Mifflin. Tobin lét af embætti 25. janúar og kvaddi landsmálapólitíkina til að hverfa á heimaslóðir í Ný- fundnalandi. Mifflin er einnig frá Nýfundna- landi og kemur úr kanadíska hern- um, þar sem hann var orðinn næstæðsti yfirmaður sjóhersins. Þegar Mifflin gekk úr hernum 1988 var hann kjörinn á þing. Mifflin er ekki ókunnugur sjávar- útvegsmálum. Hann hefur gegnt ýmsum störfum fyrir kanadísku stjórnina og tengdust þau meðal annars hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Hann verður 58 ára á þessu ári. Mætti með netin á ráðstefnu SÞ Tobin komst í sviðsljósið í „grá- lúðustríðinu" á síðasta ári þegar hann lét taka spænsk skip við veiðar við 200 mílna landhelgi Kanada og kom með net þeirra á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York um úthafsveiðar til að sýna fram á að Spánveijarnir hefðu notað ólögleg veiðarfæri. AÐALSKOÐUN hf„ sem hefur í rúmt á starfrækt bifreiðaskoðunar- stöð í Hafnarfirði, opnar um miðjan febrúar útibú á Seltjarnarnesi. í fréttabréfi Aðalskoðunar segir að útibúið verði staðsett í Is- bjarnarhúsinu og nú standi yfir breytingar á því. í útibúinu verði Tobin er nú forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador. Clyde Wells, forveri hans, sagði af sér forsætisráðherraembættinu í desember og valdi Fijálslyndi flokkurinn, sem hefur hreinan meirihluta í þinginu í Nýfundna- landi, Tobin til að taka við stöðu flokksleiðtoga. Varð hann þá sjálf- krafa forsætisráðherra héraðsins. 22. desember verða haldnar kosn- ingar í Nýfundnalandi og mun Tobin þá sækjast eftir þingsæti til að styrkja stöðu sína í forsætis- ráðherraembættinu. Baráttumaður fyrir ábyrgri fiskveiðistj órnun Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kvaðst í gær lítið þekkja til hins nýja íjávarútvegsráðherra Kanada og sagði að ekki væri gott að segja hvaða áhrif afsögn Tobins myndi hafa. „Tobin var einn skeleggasti bar- áttumaður fyrir ábyrgri fiskveiði- stjórnun og því er eftirsjá af hon- um,“ sagði Þorsteinn. „Tobin hafði mjög styrkt stöðu Kanada á þessu sviði og síðan á reynslan eftir að leiða í ljós hvemig eftirmaður hans verður. En það kemur alltaf maður í manns stað.“ ein skoðunarbraut með fullkomn- um skoðunartækjum auk aðstöðu fyrir viðskiptavini. Stór hluti viðskiptavina Aðal- skoðunar hf. býr í Reykjavík, að því er segir í fréttabréfinu, og með opnun útibúsins komi fyrirtækið enn frekar til móts við þá. Aðalskoðun opnar á Seltjarnarnesi Heilbrigðisráðherra upplýsti í umræðu utan dagskrár um heilbrigðismál á Alþingi Lí ffær aflutningur eins einstaklings kostar allt að 100 milljónum kr. DÆMI er um að læknisaðgerð á einum einstaklingi og eftirmeðferð geti kostað íslenska ríkið um 100 milljónir króna, eða svipað og rekst- ur eins héraðssjúkrahúss á ári. Þetta kom fram hjá Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær í utandagskrárumræðu á Alþingi um ástand heilbrigðiskerf- isins. Ingibjörg lýsti auknum kröfum sem gerðar væru til heilbrigðisþjón- ustunnar og sagði að Trygginga- stofnun ríkisins kostaði aðgerðir í útlöndum á sjúklingum sem aðeins væru gerðar á fáum stöðum í heimin- um og hefðu varla þekkst fyrir 5-10 árum. Þessar aðgerðir kostuðu millj- ónatugi hver og dæmi væri um að ein aðgerð geti kostað 100 milljónir. Ingibjörg sagði við Morgunblaðið, að um væri að ræða líffæraflutn- inga, sem framkvæmdir hefðu verið á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta- borg. Samningur hefur verið milli íslenska ríkisins og sjúkrahússins síðan 1992. Nú hefðu Trygginga- stofnun og heilbrigðisráðuneytið óskað eftir endurskoðun á samn- ingnum, vegna þess að í ljós hafi komið að íslenska ríkið greiddi meira en Svíar fyrir sambærilegar aðgerð- ir. Ingibjörg sagði að báðir aðilar hefðu áhuga að halda samstarfinu áfram ef viðunandi niðurstaða feng- ist. Endimörk niðurskurðar Umræðan, sem stóð í tæpa 7 klukkutíma, var haldin að ósk stjórn- arandstöðuflokkanna. Kristín Ást- geirsdóttir, þingmaður Kvennalista, hóf umræðuna. og spurði hvort svo væri komið fyrir einni ríkustu þjóð heims að hún þyrfti ár eftir ár að sauma að sjúkum, öldruðum og fötl- uðum. Kristín sagði að talnaleikir og fijálshyggjuhugmyndir hefðu yfir- skyggt þarfir velferðarkerfisins. Ár- angurinn í sparnaðargleðinni væri sáralítill, og nú væru menn komnir að endimörkum niðurskurðarstefn- unnar. Á sama tíma væri fyrirséð að út- gjöld til trygginga- og heilbrigðis- mála muni aukast gífurlega á næstu áratugum og það kallaði á gífurlega uppstokkun og nýja framtíðarsýn. Kristín sagði að um tvennt væri að ræða. Annars vegar að leggja til aukið fjármagn og hins vegar að stokka upp kerfið, breyta áherslum og ná þannig fram sparnaði og hag- ræðingu, með því m.a. að draga úr eftirspurn eftir þjónustu, forvörnum og að bæta heilsu þjóðarinnar. Kristín sagði ekki hægt að hlusta á þau rök að peningar til heilbrigðis- kerfisins væru ekki til. Á meðan skattsvik væru látin viðgangast, ekki væri komið á fjármagnstekju- skatti o.s.frv. væri erfitt að rökstyðja að peningar séu ekki til. Á krossgötum Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að íslenska heilbrigð- is- og velferðarkerfið væri eitt það besta í heimi og stöðugt ykjust kröf- urnar. Nú væri þjóðin stödd á kross- götum milli þess sem sé tæknilega mögulegt og þess hvað hún hefði fjárhagslegt bolmagn til. • Ráðherra sagði að útgjöld til heil- brigðismála hefðu stóraukist að raungildi á síðustu árum. Á árunum 1984-1995 hefðu útgjöld til al- mennra sjúkrahúsa aukist á verðlagi ársins 1995 úr 14 milljörðum í 16,7 milljarða, eða um 19%. Greiðslur vegna öldrunarþjónustu og endur- hæfingar hefðu aukist úr 2,2% í 4,7% eða um 114%, útgjöld heilsugæslu úr 3 í 4,8 milljarða eða um 60% og framlög til lyija og hjálpartækja úr 2,6 milljörðum í 3,9 milljarða eða um 50%. Á sama tíma hefði lands- mönnum fjölgað um 11%. Ingibjörg sagði að unnið væri að mótun framtíðarstefnu í heilbrigðis- málum. Hún sagðist hafa lagt höfuð- áherslu í sínu starfi á hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins til að nýta betur skattpeningana. Greitt fyrir aukna þjónustu? Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að viðfangsefnið á næst- unni hlyti að vera hvaða verkefni ætti að vinna á spítulunum og hvaða í einkarekstri. Friðrik sagði að einnig þyrfti að svara þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að leyfa fólki að greiða fyrir þjónustu í stærri stíl en gert er, sérstaklega þegar fólk óskaði eftir því að fá lækningar sem hægt væri að framkvæma en þjóðin hefur ekki efni á. Loks þyrfti að sjá til þess að aukin kostnaðarhlutdeild þeirra, sem fengju þjónustuna, þýddi um leið að íjármagnið yrði eftir í heilbrigðismálunum til að halda úti viðunandi þjónustu fyrir alla. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokks, sagði þetta skelfilegar hugmyndir og spurði Ingibjörgu Pálmadóttur heii- brigðisráðherra hvort hún væri þeim sammála en hún sagðist ekki geta sætt sig við, að þeir efnameiri gætu keypt sér þjónustu umfram aðra. Fjárfestingarslys Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði deiluna ekki snúast um hvort greiða þyrfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Deil- an snerist um það hver ætti að greiða og hvort sjúklingarnir ættu að greiða vegna síns sjúkdóms en sffellt stærra hlutfall útgjaldanna væri sótt í vasa sjúklingsins. Undir þetta tók Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þing- maður Þjóðvaka. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, sagði mestu máli skipta að byggja upp undirstöðu heilsugæsluþjónustunnar þannig að sem mest af vandamálun- um væru leyst þar. Tilraunir til að koma á fót tilvísunarkerfi gætu skipt miklu máli í því sambandi. Þá sagði Steingrímur að nauðsyn- legt væri að auka forvarnir og halda aftur aí fjárfestingu í einkageiran- um. Hann sagði að eitt mesta fjár- festingarslys síðari tíma væri nýleg kaup lækna á segulómunartæki, sem þeir ætluðu síðan að afskrifa með því að senda ríkinu reikninga fyrir notkuninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.