Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Drottning neðansjávarsins... Töluvert er um óhreinsaða ketti í Reykjavík Kattarspóluormur í 9% allra sandkassa ENGAR reglur eru til um kattahald í Reykjavik og ekki er unnið skipu- lega að útrýmingu útigangskatta í borginni. Margir kattaeigendur láta hjá líða að ormahreinsa ketti sína. I rannsókn sem Heiðdís Smáradóttir, líffræðinemi í Háskóla íslands, gerði á sandkössum í Reykjavík og Kópa- vogi fannst kattarskítur í 66% kass- anna. Kattarspóluormur fannst í 9% sandkassanna, en hann getur verið mönnum hættulegur. Þá fannst í einu tilviki toxoplasma, en hann getur valdið fósturskemmdum. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem toxoplasma greinist í kattarskít hér á landi. Sýnin voru tekin í október til des- ember í vetur. Rannsakaðir voru 32 sandkassar og fannst saur úr köttum í 21 kassa. Fimm tegundir af sníkju- dýrum fundust í 6 sandkössum. I 3 sandkössum fundust egg úr kattar- spóluormi og í einum kassa fundust egg úr hundaspóluormi. I einum kassa fannst þolhjúpur einfrumungs- ins Giardia, en Iíkur eru á að þar sé um að ræða sömu tegund og veldur niðurgangi i fólki. Þá fannst dauð rotta í einum sandkassa. Kattarspóluormur lifir í melting- arvegi katta og eggin berast út með saumum. Ef þau berast ofan í menn klekjast lirfurnar út og fara á svo- kallað lirfuflakk með blóðrásinni. Þær mynda síðan um sig hjúpa þar sem þær stöðvast út í vefjum líkam- ans. Það fer eftir því hvar þessir hjúpar eru hvort þetta reynist við- komandi hættulegt eða ekki. Toxoplasma fannst í kattarskít Heiðdís sagði að engar tölur væru fyrirliggjandi um sýkingar af völdum kattarspóluorms í mönnum hér á landi. Það þýddi þó ekki endilega að þessi sýking hefði ekki komið fyrir hér. Hún sagði að erlendis væri þetta sumstaðar stórt vandamál. Um 10 þúsund sjúkdómstilfelli greindust árlega í mönnum í Bandarikjunum. í rannsókn á sandkössum í Ósló hefðu 36% sandkassa verið menguð af eggjum kattarspóluormsins. Heiðdís fann í einum kassa toxo- plasma, en það getur valdið bog- frymlasótt. Hún getur valdið fóstur- skemmdum hjá ófrískum konum. Heiðdís sagði að eftir því er hún kæmist næst væri þetta í fyrsta skipti á íslandi þar sem toxoplasma greindist í kattarskít. Hún sagði að böm hefðu fæðst með bogfrymlasótt hér á Iandi. Ekki væri sjálfgefið að mæður barnanna hefðu smitast af köttum. Ymsar aðrar smitleiðir kæmu til greina. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem getur stafað af kattarskít. Það er hægt að bæta ástandið mikið ineð því að hreinsa kettina reglulega, breiða yfír sandkassana, hreinsa kattarskít úr kössunum og skipta reglulega um sand í þeim. Mér sýn- ist að það sé mjög lítið gert til að hamla á móti þessu smiti. Það er ekki skylda að ormahreinsa ketti og ég sá hvergi dæmi um að breitt væri yfir sandkassana," sagði Heið- dís. Heiðdís ságði að í sumum sand- kössum hefði verið mjög mikið af kattarskít. Hún sagði að hættan væri mest á veturna. Þá gætu kett- irnir ekki grafið skítinn í moldarbeð og þess vegna leituðu þeir í sandkass- ana. Heiðdís vann ritgerð sína undir leiðsögn Kals Skímissonar sníkju- dýrafræðings á Tilraunstöð Háskóla íslands í meinafræðum. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði náms- manna. Ormahreinsun katta nauðsynleg Steinn Steinsson, héraðsdýra- læknir í Reykjavík, sagði að dýra- læknar ráðlegðu kattaeigendum að ormahreinsa ketti sína a.m.k. einu sinni á ári. Hann sagðist telja að þorri kattaeigenda færi að þessum ráðum. Vandamálið væri hins vegar að talsvert væri um útigangsketti í Reykjavík og þeir væru ekki hreins- aðir. Guðmundur Björnsson, meindýra- eyðir í Reykjavík, sagði að ekki væri mikið um eiginlega villiketti í Reykja- vík. Hins vegar væri töluvert um að heimiliskettir legðust út. Hann sagði að allir kettir sem kvartað væri und- an og meindýraeyði tækist að hand- sama væru fluttir í Kattholt og þar væri reynt að koma þeim til eigenda sinna. Guðmundur sagðist ekki treysta sér til að dæma um hvort útigangs- köttum væri að fjölga í borginni. Kvartanir væru alltíðar. Mörg dæmi væru um að kettir færu inn í hús, ætu mat og gerðu stykkin sín. Félag læknanema f fíkniefnaumræðuna Yerður að auka fræðilega umræðu Tryggvi Helgason er formaður Félags læknanema. Það er stór félagsskapur, sem í eru alls um 250 manns, og hefur félagið gengið fram fyrir skjöldu með umtalsvert innlegg í um- ræðuna um fíkniefna- neyslu ungmenna og sér- stakri áherslu á nýja lyfið á markaðinum sem kallað hefur verið ýmist Alsæla eða E-taflan o.fl. Innlegg þeirra læknanema má m.a. sjá á blaðsíðu 3 í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi er fyrst beðinn um að reifa tilefni þess að læknanemar vildu láta til sín taka með þessum hætti. „Notkun á þessu efni hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og'tilefni auglýs- inganna er sú skoðun okkar að umræðan um málefnið í fjölmiðl- um hafi ekki verið á réttum nót- um. Okkur hefur fundist, og finnst enn, að umræðan hafi ver- ið hallari undir eiturlyfjasalana og neytendur heldur en þann mikla fjölda sem ekki notar fíkni- efnj. Ég nefni sem dæmi gagnrýnis- lausa notkun á orðunum Alsæla, E-tafla eða jafnvel enska orðið Ecstasy. Þetta eru auglýsinga- heiti fíkniefnasalanna, en við telj- um að taka þurfi fræðilega flötinn af meiri festu. Ég er til dæmis sannfærður um að það myndi slá mjög á Ijómann og stemmning- una í kring um þetta efni ef fjöl- miðlar notuðu fræðiheitið eða skammstöfun þess. Þá værum við að tala um að þessi eða hinn hefði neytt efnisins MDMA, en ekki álsælu. Þetta er auðvitað ekki það eina, en það mætti byrja á því að bæta úr þessu.“ Og þið viljið heíja. umræðuna upp á þetta plan með auglýsingunni? „Já, í texta auglýsingarinnar er efnið MDMA kynnt. Efnið er amfetamínafleiða, sem þýðir að það er skylt amfetamíni. Við út- skýrum verkun efnisins á líkam- ann, rekjum sögu þess og lýsum því hvernig fólk deyr af völdum þess. Hvort þessi leið virkar, þ.e.a.s. að birta auglýsingu af þessu tagi, verður að koma í ljós, og það er erfitt að meta. Við gerum þó ráð fyrir því að ein- hveijir lesi textann og þá situr kannski eitthvað eftir í vitund þeirra. Og vonandi getur auglýs- ingin orðið hvati til þess að áherslur í umræðunni breytist til hins betra og um leið ---------- hvatning til lækna og annars heilbrigðis- starfsfólks um að kynna sér efnið, verk- un þess og einkenni." Ykkur hefur þá ekki þótt nóg að gert? —— „Við viljum hvorki gera of mikið úr þessu vandamáli eða of lítið. Þetta er vandamál og auð- vitað vitum við að einhver ung- menni eru að fikta við þetta efni og önnur þekktari fíkniefni. En þarna komum við aftur að um- íjöllun fjölmiðla. Þeir hafa fjallað, um eiturlyfjavandann með þeim hætti að þeir sem þekktu ekki til gætu haldið að annar hver maður á aldrinum 15 til 25 ára væri á kafi í eiturlyfjum. Þar er lítið gert úr dómgreind mikils fjölda ungs fólks og það ómaklega. Þótt margir á mínum aldri og yngri hafi verið að fikta við fíkni- Tryggvi Helgason ►Tryggvi Helgason er fædd- ur í Reykjavík 5. september 1971. Hann er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur en bjó í Sviþjóð um tíma í æsku. Tryggvi lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Hamrahlíð árið 1991 og hóf þegar nám við Læknadeild HÍ. Hann er nú læknanemi á fimmta ári auk þess að stunda nám við Söngskóla Reykjavíkur. Þar er hann kominn á sjötta stig. Auk þessa hefur Tryggvi verið í ýmsum félagsmálum, var for- maður Nemendafélags MH, sat í Stúdentaráði og er nú í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Hann er ógiftur og barnlaus. Þetta var hins vegar innlegg sem ég hygg að hafi verið nauðsynlegt efni þá er umræðan talsvert ýkt og nauðsynlegt að koma henni á skynsamlegt'plan. Gefa fólki kost á að taka upplýsta afstöðu og velja síðan sjálft.“ Hver var aðdragandinn að fram- göngu ykkar og verður eitthvert framhald á henni? Er þetta ef til vill byijunin á miklu átaki af ykkar hálfu?" „Hugmyndin vaknaði fyrir svo sem þremur vikum síðan og var þá mest rædd í stjórn félagsins. I framhaldinu var rætt við ýmsa um útfærslu á auglýsingunni og það voru margir sem komu að henni áður en yfir lauk. Um hugsanlegt framhald er það að segja að það er varla hægt að tala um átak eða her- ferð af okkar hálfu. Við höfum ekkert bolmagn til að standa í slíku. T.d. taka styrktaraðilar þátt í auglýsingabirt- ingunum með okkur. Og svo er það auk þess varla okkar hlutverk. Þetta var hins vegar innlegg sem ég hygg að hafi verið nauðsyn- —— legt. Það er aftur á móti hægt að tala um óformlegt framhald, því nokkrir kunningja minna í félag- inu hafa lýst sig fúsa til að hjálpa, t.d. með fræðslu og kynningum, eins og þegar opin hús verða í framhaldsskólunum. Þetta eru læknanemar úr ýmsum áttum og þeir myndu leggja áherslu á að heimsækja sína gömlu skóla. Þá er fyrirhugað að rita almenna grein um fíkniefni og ungt fólk í næsta tölublað tímaritsins Læknanemans. Um frekara framhald er ekkert að segja í bili, en það er aldrei að vita upp á hveiju við tökum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.