Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 10

Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 10
 10 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfshópur sem skoðað hefur starfsmat sem tæki til að draga úr launamun Kynhlutlaust starfsmat fari fram í nokkrum stofnunum STARFSHÓPUR, sem unnið hefur á vegum félagsmáiaráðuneytisins að því að safna upplýsingum og gera tillögur um starfsmat sem tæki tii þess að draga úr launamun karla og kvenna, leggur til að farið verði út í starfsmat á einni til tveim- ur stofnunum ríkisins, í einu einka- fyrirtæki og einni stofnun á vegum Reykjavíkurborgar. Jafnframt er komin út áfangaskýrsla starfshóps- ins um starfsmat sem leið til þess að ákvarða laun. Starfshópurinn leggur til að í of- angreindum stofnunum og fyrir- tækjum verði beitt kynhlutlausu starfsmatskerfi til þess að raða störfum innbyrðis á hveijum vinnu- stað. Við val á fyrirtækjum yrði hugað að fjölbreytileika starfa og þess gætt að á vinnustaðnum væri bæði að finna hefðbundin karla- og kvennastörf. Ætlunin sé fyrst og fremst sú að athuga innbyrðis vægi starfa en ekki að tengja niðurstöður starfsmatsins gildandi kjarasamn- ingum. Fram kemur að kynhlutlaus starfSmatskerfi hafi alla sömu eigin- leika og hefðbundin starfsmats- kerfi, en þau séu frábrugðin að því leyti að hugað sé að því að gera þeim þáttum sem einkenna hefð- bundin kvennastörf jafnhátt undir höfði og þeim þáttum sem einkenni hefðbundin karlastörf. Einnig sé farið af stað með það að markmiði að þátttaka kvenna í starfsmatsferl- inu endurspegli fjölda þeirra á vinnustaðnum og þannig séu sjónar- mið þeirra og hagsmunir tryggð við framkvæmd starfsmatsins. Sérfræðiaðstoð frá útlöndum Lagt er til að yfírumsjón verkefn- isins verði í höndum starfshópsins, en í því felist meðal annars að velja starfsmatskerfí og stofnanir sem það verður framkvæmt í og útfæra nán- ar markmið, leiðir og umfang þess. Fram kemur það álit að nauðsynlegt verði að kaupa sérfræðiaðstoð frá útlöndum vegna verkefnisins. Starfshópnum var einnig falið að gera tillögur um ráðstöfun fjármuna sem samið var um í síðustu kjara- samningum og eru ætlaðir til að draga úr launamun kynjanna. Hóp- urinn gerir það að tillögu sinni að fjármununum verði varið til þessa tilraunaverkefnis. Þá leggur starfshópurinn til að ákvæði um tilraunaverkefni um starfsmat komi inn í endurskoðaða framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar í jafnréttismálum sem lögð verður fram á Alþingi á næstunni. í hópnum át.tu sæti Siv Friðleifs- dóttir, alþingismaður, formaður, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, Gunnar Bjöms- son, deildarstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, Jóngeir H. Hlinason, fram- kvæmdastjóri Vinnumálasambands- ins, Kristín A. Ámadóttir, aðstoðar- kona borgarstjóra, Rannveig Sigurð- ardóttir, hagfræðingur BSRB, og Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar. Siv Friðleifsdóttir, formaður starfshópsins, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Formaður Alþýðuflokks um breyttar uppgjörsaðferðir ríkissjóðs Löngu tíma- bær aðlögun „ÞAÐ ER ofmælt hjá leiðarahöf- undi Morgunblaðsins að fjármála- ráðherra standi fyrir byltingu í ríkisfjármálum með tillögum um nýja uppbyggingu ríkisreiknings og fjárlaga. Hér er um að ræða löngu tímabæra aðlögun á reikn- ingsskiiavenjum í ríkisrekstri að sambærilegum reglum, sem gilda í fyrirtækjarekstri, og að alþjóðleg- um stöðlum. Þessar breytingar eru, a.m.k. flestar hverjar, mjög til bóta, meðal annars vegna þess að við fáum skýrari mynd af umsvif- um ríkisins, ijárhagslegum skuld- bindingum, raunverulegri lánsfjár- þörf, hlut ríkisins í þjóðarfram- leiðslu, lánstrausti ríkis og hver raunveruleg áhrif ríkisfjármála- stefnunnar eru í efnahagsstjórn- inni almennt,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, er hann var inntur álits á tillögum ríkisreikninganefndar um breytt uppgjör ríkissjóðs. Jón Baldvin sagði að 1991 hefðu staðið miklar deilur milli núverandi og fyrrverandi fjármálaráðherra um grundvallaratriði, eins og hvort byggja skyldi á greiðslugrunni eða rekstrargrunni við uppgjör. „Rekstrargrunnur, sem tekur tillit til skuldbindinga fram í tímann, er eðlilegri en einfalt bókhald á greiðslum inn og út úr ríkissjóði á ársgrundvelli. Það sætir reyndar furðu að fjármálaráðherra, sem hefur setið 5 ár í starfi, skuli ekki löngu búinn að koma þessari breyt- ingu á. Allt frá 1986 hefur sætt gagnrýni að upplýsingar í fjárlaga- frumvarpi, fjárlögum og reyndar einnig lánsfjárlögum, gæfu tak- markaða og þar af leiðandi villandi mynd af heildarumsvifum ríkis- ins.“ Til bóta að skilgreina hugtök Jón Baldvin sagði að sem dæmi um villandi uppsetningu hingað til væri hlutur ríkisins í lífeyrissjóða- kerfinu, þar sem um væri að ræða skuldbindingar upp á tugi milljarða umfram það sem tryggt væri í ið- gjaldagreiðslum. „Breytingar, sem fela í sér að lagfæra þetta, eru til bóta. Þá er gott að búið sé að skil- greina ýmis hugtök, til dæmis hvað sé þjónustugjald og hvað skattur. Þá er sú ákvörðun góð, sem tekin var í tíð fyrri ríkisstjórnar, að sýna þriggja ára áætlanir við framlagn- ingu fjárlagafrumvarps, en verður væntanlega frekar að gagni þegar þessar reglur eru komnar til fram- kvæmda." Jón Baldvin sagði nefndin hefði ekki treyst sér til að mæla með að farið yrði að alþjóðlegum stöðl- um við vaxtafærslu ríkissjóðs. „Eg held að við ættum að fylgja lágu verðbólgustigi eftir mun fastar en verið hefur með því að láta verð- bótaþáttinn að baki og semja okk- ur að siðum annarra þjóða, sem byggja á þeirri forsendu að verð- bólga skuli vera lág.“ Agúst Einarsson þingmaður TUÍög- urnar eru stórt skref í rétta átt „TILLÖGUR ríkisreiknings- nefndar eru stórt skref í rétta átt. Þar eru gerðar tillögur um eignaskrá, lögfestingu fjáraukalaga, betri skil á B- hluta ljárlaga og flokkun ríkis- fyrirtækja. Þetta lýtur allt að skilvirkara uppgjöri á ijármál- um ríkisins, sem og það að miða við rekstrargrunn en ekki greiðslugrunn," sagði Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóð- vaka, um tillögur um breyttar upggjörsaðferðir ríkissjóðs. Ágúst sagði jákvætt að laga uppgjör ríkissjóðs að uppgjörs- aðferðum fýrirtækja. „Við í íjóðvaka höfum lagt mikla áherslu á langtímaíjárlög, bætt- ar uppgjörsaðferðir og eftirlit í ríkisrekstri, ásamt nýjum stjórnarháttum að þessu leyti, eins og samningsstjórnun. Þess- ar tillögur miða að okkar mati í þá átt og við teljum mjög til bóta að þær verði lögfestar." Réttari fjárlög Ágúst sagðí fjárlög verða réttari með þessu móti. „Ríkis- sjóður er í raun ekkert annað en mjög stórt fyrirtæki og rekstraruppgjör þarf að laga að því sem gerist hjá fyrirtækj- um. Raunverulegar skuldbind- ingar ríkissjóðs verða þá ljósar, í stað þess að nú eru einstök ár í ríkisrekstrinum ekki gerð end- anlega upp fyrren löngu síðar.“ Aðspurður hvort hann sakn- aði einhvers úr tillögunum sagði Ágúst, að langtímahugs- un í ríkisfjármálum hefði mátt fá skýrari farveg í þeim, en hana væri hægt að tryggja með nánari útfærslu. „Það er brýnt að taka á skuldbindingum ríkis- sjóðs til lengri tíma, eins og lífeyrisskuldbindingum." 1 I i i i i i i i i i i i i i i i i i i c i i i i i í I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.