Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 11
FRETTIR
Qlafur Jóhannesson lagaprófessor í grein um prentfrelsi og nafnleynd
Bæði réttur og skylda til
trúnaðar við heimildarmenn
NAUÐSYNLEGT er að blaðamenn
hafi rétt til að neita að segja til heim-
ildarmanna sinna, sagði Olafur heit-
inn Jóhannesson, lagaprófessor, í
grein sem hann ritaði í Ulfljót, tíma-
rit Orators, félags laganemat árið
1969. í greininni ieggur Ólafur
áherslu á, að ftjálsræði blaðanna sé
hyrningarsteinn eiginlegs prentfrels-
is. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
vitnaði til greinar Ólafs á þingi á
þriðjudag, þegar þingmenn ræddu
þingsályktunartillögu um að nefnd
endurskoði gildandi löggjöf um vernd
trúnaðarsambands ijöímiðlamanna
og heimildarmanna.
Grein Ólafs nefnist „Prentfrelsi
og nafnleynd" og í henni rekur hann
m.a. þau lagaákvæði sem snerta við-
fangsefnið. Ólafi verður tíðrætt um
rétt höfunda prentaðs efnis til nafn-
leyndar og segir að þó að nafnleynd-
arréttur sé að vísu ekki óhjákvæmi-
leg lögfylgja prentfrelsis, sé slíkur
réttur samt óneitanlega talsverður
þáttur í raunverulegu prentfrelsi,
a.m.k. að því er til blaðanna taki.
Prentfrelsi sé ekki aðeins dýrmætt
fyrir hvern einstakling, heldur sé það
einnig ásamt öðrum stjórnarskrár-
vemduðum pólitískum réttindum,
eins og t.d. almennum kosningarétti,
fundafrelsi og félagafrelsi, nauðsyn-
leg forsenda lýðræðislegra stjórnar-
hátta. Eigi það ekki hvað síst við
um hið svokallaða „pressufrelsi", þ.e.
ritfrelsi blaðamanna og fréttaritara.
Sé prentfrelsi á því sviði takmarkað
sé lýðræðið í hættu.
Ólafur segir, að í fljótu bragði
mætti ætla, að blaðamönnum væri
ekki mikil þörf á nafnleyndarrétti í
lýðfijálsu landi, eða að slíkur réttur
gæti a.m.k. ekki verið þeim mikils
virði þar. Ennfremur mætti segja
sem svo, að blaðamenn væru þar,
jafnt og aðrir, ekki ofgóðir til að
standa fyrir skoðunum sínum og
birta þær undir nafni: „En ef betur
er að gáð, verður nafnleyndarréttur
ekki afskrifaður umsvifalaust á
þennan hátt. í iýðræðislandi er ýmis-
konar aðstöðumunur. Menn geta þar
verið í minnihlutaaðstöðu; menn geta
verið öðrum háðir á ýmsan hátt;
menn vilja ekki koma fram á opinber-
um vettvangi og blanda sér þar í
deilur o.s.frv. Samt sem áður geta
þeir menn, sem þannig er ástatt um,
haft vitneskju eða upplýsingar, sem
eiga erindi til almennings og æski-
legt er að birtist í blöðum. Blöð gegna
mikilvægu hlutverki í lýðræðislandi.
Þau eiga að vera fijálsir fréttamiðl-
ar, halda uppi gagnrýni á það, sem
miður fer í þjóðfélaginu, og veita
stjórnvöldum og öðrum forráða-
mönnum aðhald. Góð blöð eiga að
leita sannleikans og segja hann, þeg-
ar við á, hver sem í hlut á. Fyrir
greinarhöfunda í dagblöðum og
heimildarmenn blaðamanna getur
því nafnleyndarréttur haft sitt að
segja. Hann getur meira að segja
verið forsenda fyrir því, að blöðin
geti rækt hlutverk sitt til fullnustu.
Ef hann væri ekki fyrir hendi, fengju
blaðamenn stundum alls ekki þær
upplýsingar, sem þeim eru nauðsyn-
legar, eða þær gagnrýnisgreinar,
sem erindi eiga á prent. Segja má,
að þessar röksemdir eigi öllu fremur
við um þá, sem senda blöðum grein-
ar, og heimildarmenn blaðamanna
heldur en blaðamennina sjálfa. En
fyrir blaðamenn getur verið mikils
virði að hafa rétt til að neita að segja
til heimildarmanna sinna. Þess vegna
eru margir, sem segja, - að vísu
ekki hvað síst blaðamenn, - að nafn-
leyndarréttur a.m.k. að vissu marki
sé nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að
prentfrelsi fái_ notið sín til fulls,“
segir í grein Ólafs.
Ólafur segir' að prentlögin frá
1956, sem enn eru í gildi, séu augljós-
lega byggð á þeirri reglu, að höfundi
efnis sé óskylt að nafngreina sig og
leiði það af ákvæðum um ábyrgðar-
menn prentaðs efnis. Um það
ábyrgðarkerfi sagði svo í gi-einargerð
með frumvarpinu til prentlaga, að
því væri ætlað að slá vörð um prent-
frelsið, með því að sporna við eftir-
grennslan yfirvalda um það, hveijir
kunni að eiga hlutdeild í því, sem
ritað sé, að ná með skjótum og virk-
um hætti til þess, sem teljist sekast-
ur og loks sérstaklega að vernda
nafnleynd höfundar og heimildar-
mapns.
Ólafur segir langtíðast, að ritstjór-
ar (ábyrgðarmenn) beri ábyrgð á
efni dagblaða og vikublaða, enda sé
meginefni margra þeirra blaða birt,
án þess að nokkur höfundur sé til-
greindur. Ef blaðamaður skrifi undir
nafni beri hann ábyrgð á skrifum
sínum, en bann við nafnleynd blaða-
manna myndi tæpast samrýmast
hugmyndum manna í lýðræðislandi
um eiginlegt prentfrelsi. „Sérstak-
lega er nauðsynlegt, að blaðamenn
hafi rétt til að neita að segja til heim-
ildarmanna sinna. Er í siðareglum
blaðamanna ... einmitt lögð rík
áhersla á, að blaðamaður bregðist
ekki trúnaði heimildarmanns síns,“
segir Ólafur og vísar þar til þeirrar
greinar siðareglnanna, þar sem segir
að blaðamanni beri að virða nauðsyn-
legan trúnað við heimildarmenn sína
og sama gildi um skjöl og önnur
gögn, sem honum sé trúað fyrir.
Ölafur segir að nafnleyndarrétt
blaðamanna eigi löggjafinn að viður-
kenna skýrt og ótvírætt og frá hon-
um eigi ekki að gera aðrar undan-
tekningar en almannahagsmunir
krefjist. „Nafnleyndarréttur á ekki
aðeins að taka til greina, sem ritaðar
eru í blað, heldur og til þeirra heim-
ildarmanna blaðamanna, sem gefa
þeim munnlegar upplýsingar. Hér á
ekki aðeins að vera um rétt að ræða
heldur og skyldu til leyndar. Sá
leyndarréttur og sú leyndarskylda á
ekki að ná til blaðamanna einna held-
ur einnig annarra, sem vegna starfa
sinna við útgáfu blaðs geta fengið
vitneskju um höfund eða heimildar-
mann, án þess að þeim sé frá því
sagt, t.d. setjara í prentsmiðju."
Ólafur leggur á það ríka áherslu,
að fijálsræði blaðanna sé hyrningar-
steinn eiginlegs prentfrelsis.
Fólk
Erindreki
SYFÍ á Vest-
fjörðum
•SLYSAVARNAFÉLAG íslands
hefur ráðið Bjarka Rúnar Skarp-
héðinsson sem erindreka félagsins
á Vestíjörðum frá
og með 1. febrúar.
Markmið starfsins
er að vinna að
frekari uppbygg-
ingu björgunar-
sveita og slysa-
varnastarfs á
Vestfjörðum en
þar eru rúmlega
30 deildir og sveitir starfandi.
Meðal þess sem Bjarki mun beita
sér fyrir er að efla og samræma
innra starf björgunarsveita-, slysa-
varna- og unglingadeilda á svæð-
inu, yfírfara þjálfunarmál björgun-
arsveita, huga að tækjabúnaði og
viðhaldi hans, jafnframtþví sem
hann mun vera félagsfólki til ráð-
leggingar og áðstoðar. Erindreka
er einnig ætlað að vinna að því að
kynna starf og stefnu Slysavarnafé-
lags Islands, vinna að aukinni þekk-
ingu almennings á orsökum slysa,
helstu ráðum til að afstýra þeim
og skapa skilning á mikilvægi slysa-
varna- og björgunarstarfa í landinu.
Bjarki Rúnar Skarphéðinsson er
formaður björgunarsveitar Slysa-
varnafélags íslands á Þingeyri.
Hann hefur í mörg ár starfað í
björgunarsveitinni og sótt námskeið
bæði hérlendis og erlendis. Einnig
hefur Bjarki verið aðal- og varaum-
dæmisstjóri Slysavarnafélagsins á
svæðinu.
ÞREKPALLUR-AEROBIC-STEP.
Það nýjasta í þjálfun. Þrek, þol og
teygjur fyrir fætur, handleggi og
maga. Þrjár mismunandi hæðar-
stillingar, stöðugur á gólfi,
æfingaleiðbeiningar.
Verð aðeins kr. 4.700, stgr. 4.495.
ÞREKSTIGI - MINISTEPPER.
Litli þrekstiginn gerir næstum sama gagn og stór,
en er miklu minni og nettari. Verð með gormum
kr. 2.095, með dempurum kr. 4.900, og með
dempurum og tölvumæli kr. 6.300, stgr. 5.985.
Einnig fyrirliggjandi stórir þrekstigar,
verð frá kr. 23.900, stgr. 22.705.
Greiðslukort og
greiðslusamningar
Símar: 553 5320
568 8860
Ármúla 40
HLAUPABAND
- GÖNGUBAND.
Fótdrifið með hæðar-
stillingu og fjölvirkum
tölvumæli, verð aðeins
kr. 17.900, stgr. 17.000.
Rafdrifið með hæðarstillingu
og fjölvirkum tölvumæli, verð
aðeins kr. 65.000, stgr. 61.750.
ÞREKHJÓL. Verð aðeins frá
kr. 14.500, stgr. 13.775. Þrek-
hjól m/púlsmæli og 13 kg. kast-
hjóli kr. 19.500, stgr. 18.525.
Bæði hjólin eru með tölvumæli,
sem mælir tíma, hraða og vega-
lengd, stillanlegu sæti og stýri
og þægilegri þyngdarstillingu.
LÆRABANINN kominn aftur. Verð aðeins
kr. 790 með æfingaleiðbeiningum. Margvís-
legar æfingar fyrir læri, brjóst, handleggi,
bak og maga. Þetta vinsæla og handhæga
æfingatæki er mikið notað í æfingastöðvum.
HEILSUDAGAR
ÍÞRÓTTASKÓR, fyrir aerobic, hlaup,
körfubolta og innanhúss frá Adidas,
Nike, Puma, Reebok og fl.
ÆFINGATÆKI
FRÁBÆR TILBOÐ
ÞREKSTIGI
- KLIFURSTIGI
Verð aðeins
kr. 22.500,
stgr. 21.375.
Fjölvirkur
tölvumælir
og stillanlegt
ástig.
Fjölnota æfingabekkur
Bekkpressa, niðurtog, fluga og tví-
virkt fótaæfingatæki. 9 þungaþrep.
Tilboð aðeins 13.650 stgr. 12.970.
Handlóð og lóðasett á frábæru verði.
Fjölbreytt úrval.
5% staðgreiðsluafsláttur