Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Samningur um fjárfestingarverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu
Unnið verði að kynningu svæð-
isins meðal erlendra fjárfesta
HERAÐSNEFND Eyjafjarðar, Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar hf. og At-
vinnumálaskrifstofa Akureyrar hafa
gert samstarfssamning við Fjárfest-
ingarskrifstofu íslands um að unnið
verði að kynningu Eyjaíjarðarsvæð-
isins meðal erlendra íjárfesta sem
valkost vegna fjárfestinga í mat-
vælaiðnaði. Áætlað er að verkefnið
standi yfir í rúmt ár og að kostnað-
ur verði 12 milljónir króna, sem
skiptist á milli heimaaðila og fjár-
festingarskrifstofunnar.
Samhliða þessu verkefni er fyrir-
hugað að vinna að undirbúningi og
skipulagi vegna annars konar iðn-
aðar en matvælaiðnaðar. Er um að
ræða vinnu við mörkun iðnaðar-
Vinnuslys á
Togara-
bryggjunni
VINNUSLYS varð á Togara-
bryggjunni á Akureyri í gær.
Starfsmaður Útgerðarfélags
Akureyringa hf., sem var að
vinna við útskipum, klemmdist
á milli lyftara og gáms og marð-
ist nokkuð. Maðurinn var flutt-
ur með sjúkrabifreið á FSA til
skoðunar en meiðsli hans voru
ekki talin alvarleg.
Fyrir regnið
KVIKMYNDAKLÚBBUR
Akureyrar sýnir makedónísku
myndina Fyrir regnið í Borgar-
bíói á sunnudag 11. febrúar kl.
17 og mánudag 12. febrúar kl.
18.30.
Myndin fjallar um hörmung-
ar ófriðarbrölts mannsins og
átakanlegar afleiðingar þess.
Hún er í þremur hlutum, en
persónur og atburðir tengjast.
MESSUR
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli næstkomandi laug-
ardag, 10. febrúar í Svalbarðs-
kirkju kl. 11.00 og í Grenivíkur-
kirkju kl. 13.00. Guðsþjónusta
í Grenivíkurkirkju á sunnudag,
11. febrúar kl. 14.00. Biblíu-
dagurinn, Bogi Pétursson for-
stöðumaður á Ástjörn prédikar.
Kyrrðar- og bænastund í Greni-
víkurkirkju sunnudagskvöldið
11. febrúar kl. 21.00.
stefnu, gerð svæðisskipulags, út-
tekt á vinnumarkaði og aðstæðum
í Eyjafirði vegnar kynningar á
svæðinu fyrir erlenda fjárfesta.
Gert hefur verið sérstakt samkomu-
lag milli Héraðsnefndar Eyjafjarð-
ar, Byggðastofnunar og Markaðs-
skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar um þennan þátt
málsins.
Bjami Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar, sagði að sjónum yrði
beint að matvælaiðnaði í víðustu
merkingu, hvort sem um væri að
ræða átöppun á vatni eða vinnslu
á físki. „Ætlunin er að ná til er-
lendra fjárfesta sem annaðhvort
KOSTNAÐUR við snjómokstur á
Akureyri í síðasta mánuði var um
700 þúsund krónur en í sama
mánuði í fyrra var kostnaðurinn
tæpar 7 milljónir króna. Kostnað-
ur við hálkueyðingu var hins veg-
ar mun meiri í janúar sl. en í jan-
úar 1995, eða um 900 þúsund
krónur í ár en 340 þúsund i sama
mánuði í fyrra.
Akureyrarbær hefur jafnan
notað sand til hálkueyðingar en
í vetur og fyrravetur hefur verið
í gangi tilraunaverkefni með
vilja stofna til nýrra fyrirtækja eða
koma inn í þau fyrirtæki sem fyrir
eru á svæðinu. Það hefur verið nefnt
að ýmislegt annað er hægt að gera
en leita að álverum," sagði Bjarni.
í matavælaiðnaðarverkefninu
felst m.a. að kynna sérvöldum hópi
fyrirtækja í matvælaiðnaði mögu-
leika til að fjárfesta í vinnslu mat-
væla á öllum sviðum matvælafram-
leiðslu með áherslu á notkun þess
hráefnis og þeirrar þekkingar sem
til staðar er. Einnig verður útbúið
vandað kynningarefni um aðstæður
hérlendis á þessu sviði.
Markmiðið með verkefninu er að
freista þess að auka erlenda fjár-
festingu á íslandi á þessu sviði iðn-
Mun minni í
ár en í fyrra
notkun vikurs til hálkueyðingar.
Gunnar Jóhannesson, verkfræð-
ingur hjá Akureyrarbæ, segir að
notkun vikurs hafi komið það vel
út í fyrravetur að ástæða hafi
þótt til að nota hann áfram í vetur.
Vikurinn er dýrari en sandurinn
en Gunnar segir að menn vonist
aðar en einnig mun hluti vinnunnar
nýtast sem undirbúningur undir
kynningu svæðisins vegna annars
konar atvinnurekstrar.
Eyjafjörður er þekkt matvæla-
vinnslusvæði. Þar starfa nokkur
stærstu matvælaframleiðslufyrir-
tæki landsins og hefur velta þessar-
ar greinar farið vaxandi undanfarin
ár.
Með sanni má segja að matvæla-
vinnsla sér stóriðja á svæðinu því
heildarvelta matvælaiðnaðarins á
svæðinu eru upp undir 20 milljarðar
króna á ári. Fjárfestingarverkefnið
fellur því vel að þessari ímynd svæð-
insins, segir í fréttatilkynningu frá
Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar.
til að hann hafi ekki eins slæm
áhrif á lagnakerfi bæjarins og
sandurinn. „Við teljum að tugir
tonna af sandi hafi farið ofan í
lagnakerfið í rigningunni sl.
sunnudagskvöld. Þegar mikill
straumhraði er á vatninu berst
sandurinn fram en þegar straum-
hraðinn er minni sest sandurinn í
lagnakerfið og situr þar eins og
steypa. Þannig að við erum aðeins
að velta þessu fyrir okkur og fylgj-
umst með því hvort vikurinn sest
eins í lagnakerfið," segir Gunnar.
Tónleikar
í Safnað-
arheimili
MICHAEL Jón Clarke og Ric-
hard Simm halda tónleika á
vegum Tónlistarfélags Akur-
eyrar í Safnaðarheimili Akur-
eyrar á morgun, laugardaginn
10. febrúar, kl. 17.
Á efnisskránni er verkið Dic-
hterliebe eftir Robert Schum-
ann og íslensk sönglög eftir
Jórunni Viðar, Atla Heimi
Sveinsson, Hjálmar H. Ragn-
arsson, Árna Thorsteinsson og
Sigfús Einarsson.
Michael Jón Clarke hefur
starfað sem fíðlu- og söngkenn-
ari og kór- og hljómsveitarstjóri
á Akureyri í röska tvo áratugi
og komið fram sem einsöngvari
við fjöldamörg tækifæri, heima
og erlendis.
Richard Simm hefur búið á
íslandi frá árinu 1989 og stund-
að tónlistarkennslu, fyrst í
Skagafirði og síðan á Akureyri.
Hann hefur komið fram á tón-
leikum víða um heim og unnið
til viðurkenninga fyrir píanóleik.
Heimspeki-
fyrirlestur
PÁLL Skúlason heimspekingur
flytur fyrirlestur, sem nefnist
Umhverfing, í Deiglunni í
Kaupvangsstræti á morgun,
laujgardaginn 10. febrúarkl. 14.
I fyrirlestrinum fjallar Páll
um forsendur umhverfis- og
náttúruverndar og hyggst hann
skýra ýmsar grundvallarhug-
myndir og viðhorf í rökræðum
um umhverfismál, þar á meðal
greinarmuninn á umhverfis-
hyggju og náttúrverndar-
hyggju.
Félag áhugafólks um heim-
speki á Akureyri efnir til fyrir-
lestrarins og hefst starf þess á
nýju ári með heimsókn dr. Páls.
Kostnaður við snjómokstur í janúar
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN Akureyrarbæjar þurftu að ræsa snjóruðningstæki bæjarins í gærmorgun en þá var
10-15 sm jafnfallinn snjór i bænum. Okumenn þurftu að taka fram sköfurnar og hreinsa bíla sína og
á meðal þeirra var Hrafnhildur Eiríksdóttir, sem hér er að hreinsa af bíl sínum, fyrir framan íbúð
sína við Vestursíðu.
Tilmæli
frá Morgunblaðinu
til þeirra sem hafa borið út Morgunblaðið
í afleysingum eða eru hættir!
Hafið þið gleymt að skila pokum eða kerrum?
Ef svo er vinsamlega hringið og látið okkur vita.
Komum og sækjum.
56<? 1122
Slökkvilið Akureyrar
Tvö útköll á tæp-
um hálftíma
SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað
út tvívegis á sama klukkutímanum
í fyrrakvöld. Þegar mest var voru
11 slökkviliðsmenn að störfum í einu
á þremur slökkviliðsbílum. Þrír menn
eru á vakt hveiju sinni en allt liðið
var kallað út þegar fyrra útkallið
kom.
Kl. 19.17 var tilkynnt um eld í
þvottahúsi i kjallara húss í Víðimýri
og á meðan unnið var að slökkvi-
starfi þar, eða kl. 19.40, kom beiðni
um aðstoð frá Kristjánsbakarí við
Ilrísalund. Þar varð skammhlaup í
rafmagnstöflu og myndaðist mikill
reykur, samkvæmt upplýsingum
slökkviliðsins.
Rafvirkjar, sem voru að vinna við
rafmagnstöflu í Kristjánsbakaríi,
misstu vírbút niður í töfluna og við
það varð samsláttur og sprenging
og myndaðist mikill reykur. Hluti
slökkviliðsmanna, sem voru í útkall-
inu í Viðimýri, svo og menn sem
voru til taks á slökkvistöðinni fóru
í Kristjánsbakarí. Þar var húsið
reyklosað og gekk sú vinna vel.
Einnig gekk vel að ráð niðurlögum
eldsins í Víðimýri en eldsupptök eru
ókunn.
Farið var á tveimur slökkviliðsbíl-
um í útkallið í Víðimýri en annar
þeirra fór svo að Kristjánsbakaríi og
einnig bíll af stöðinni. Þá var sjúkra-
bifreið notuð til að flytja búnað á
milli útkallsstaðanna.