Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 17

Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 17 ERLENT dSf stutt Þingið víkur Slezevic- ius frá ÞING Litháens samþykkti í gær að víkja forsætisráðherra landsins, Adolfas Slezevicius, frá með miklum meirihluta atkvæða. 94 þingmenn af 123 voru hlynntir brottvikningu forsætisráðherrans, sem sætti gagnrýni fyrir að notfæra sér sér vitneskju um slæma stöðu banka, sem var lokað fyrir jól- in, til að taka út sparifé sitt úr honum í tæka tíð. Ekki er vitað hver tekur við af honum. Zhírínovskíj býður „hafsjó af vodka“ RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj hyggst halda upp á silfurbrúðkaup sitt á sunnudag með því að bjóða heimilislausum Rússum til veislu sem keisari væri full- sæmdur af. „Við höfum eytt mörgum milljónum rúblna í hafsjó af vodka, víngeyma og bjórtunnur. Það verður flug- eldasýning. Gestirnar fá bökur að borða og öllu heimilislausa fólkinu hefur verið boðið,“ sagði talsmaður Zhírínovskíjs. Hann bætti við að fólkið yrði leyst út með gjöfum. Veislan er liður í kosningabaráttu Zhirínovskíjs vegna forseta- kosninganna í júní. Ferja losnar af strandstað FINNSK farþegafeija, sem strandaði skammt frá Stokk- hólmi í fyrrakvöld, losnaði af strandstað í gær og kom til hafnar í sænsku höfuðborginni með 1.300 manns innanborðs. Talsmaður Silja Line, sem rek- ur ferjuna, sagði að farþegana hefði ekki sakað og ekki hefðu orðið miklar skemmdir á skip- inu. Kosið í Israel 28. maí SHIMON Peres, forsætisráð- herra Israels, hefur skýrt Warren Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, frá því að efnt verði til þingkosn- inga í ísrael 28. maí. Þetta var haft eftir ónafngreindum heimildarmanni í fyrradag. Kosningarnar áttu að fara fram í október. Óveður í Frakklandi TVEIR menn biðu bana í vest- urhluta Frakklands í fyrra- kvöld þegar stormur og úr- helli olli miklum usla. 24 ára ýtustjóri fórst í aurskriðu ná- lægt Bayonne og 73 ára kona varð fyrir tré sem féll niður í Bordeaux. Tugir fjölskyldna urðu að yfirgefa heimili sín og vegir eyðilögðust þegar ár flæddu yfir bakka sína. Bátar og brýr skemmdust í stormin um og rafmagnslaust var á heimilum 140.000 manna í grennd við Bordeaux í gær þar sem rafmagnslínur slitnuðu Niðurskurður í Finnlandi Hclsinki, Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, hefur tilkynnt um allt að 16 milljarða marka (um 230 milljarða króna) niðurskurð ríkisútgjalda á næstu þremur árum. Tilkynning for- sætisráðherrans kom öðrum stjórn- arliðum á óvart enda sætir jafnaðar- maðurinn Lipponen vaxandi gagn- rýni, einkum frá vinstri. Stjórnin hefur þegar dregið mikið úr útgjöld- um ríkissjóðs, m.a. til velferðarmála, en nú er talað um að ganga lengra. Vaxandi útgjöld, sem m.a. má rekja til aukins stuðnings við banka- kerfið, hafa leitt til sex mílljarða marka (90 milljarða króna) halla umfram áætlun. Þar sem stjómin hafði boðað að skuldasöfnun ríkis- sjóðs yrði stöðvuð á kjörtímabilinu þurfti að grípa til róttækari aðgerða en ráðgert hafði verið. Þegar fimm flokka stjórn Lipponens tók átti að skera útgjöld ríkissjóðs niður um 20 milljarða marka (um 300 milljarða króna) á kjörtímabilinu. Minni framlög til sveitarfélaga Sparnaðurinn mun einkum koma niður á sveitarfélögum. Framlag rík- issjóðs til þeirra mun a.m.k. dragast saman um einn milljarð marka (um 15 milljarða króna) umfram áætlun. Þetta getur valdið vanda ekki síst þar sem útgjöld sveitarfélaga. til skólamála eru nú þegar komin niður á svipað stig og fyrir 15 árum. Heil- brigðis- og menntamál eru helstu kostnaðarliðir sveitarfélaga. Nýskipaður fjármálaráðherra, Sauli Niinist, telur að rétta megi fjár- lagahallann að hluta með sölu ríkis- fyrirtækja, en ekki megi draga frek- ar úr framlögum til velferðarmála. Pertti Paasio, formaður þingflokks jafnaðarmanna, gagnrýndi starfsað- ferðir Lipponens en ýmsum þykir sem hann hafi ekki haft eðlilegt sam- ráð áður en hann kynnti tillögur sín- ar. Paasio kvað þetta ekki vænlegt til að tryggja stuðning þingmanna. JÓHANNES Páll páfi á bæn í dómkirkjunni í Managua aragua áður en hann hélt til EI Salvador. Reuter Nic- Páfi hvetur til sátta í E1 Salvador San Salvador. Reuter. JÓHANNES Páll páfi kom til E1 Salvador í gær til að hvetja til sátta í landinu eftir langvinnt stríð vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og hægrisinnaðra einræðisherra sem kostaði 75.000 manns lífið. Samkomulag náðist um frið í E1 Salvador árið 1992 en ofbeldið heldur áfram að setja mark sitt á þjóðlífið. „ Við erum þjóð sem hefur undirritað friðarsamning en býr ekki við frið. Við búum við ofbeldi, atvinnuleysi og mikla fátækt,“ sagði Gregorio Rosa Chavez aðstoðarbiskup. Kirkjan klofin Stríðið setti einnig mark sitt á kaþólsku kirkjuna í E1 Salvador og páfi fór ekki varhluta af því. Hundruð vinstrisinnaðra náms- manna söfnuðu undirskriftalist- um til að hvetja páfa til þess að NOATUN I GOÐ VORUKAUP! taka Oscar Arnulfo Romero, um- deildan biskup o'g þekktasta fórn- arlamb stríðsins, í dýrlingatölu. Romero aðhylltist frelsunarguð- ræði og dauðasveit hægrisinna skaut hann til bana árið 1980. Sljórn landsins og íhaldsamir prestar taka ekki í mál að hann verði tekinn i dýrlingatölu. Rosa Chavez kvaðst vona að páfi gæti jafnað ágreininginn inn- an kirkjunnar milli þeirra, sem aðhyllast frelsunarguðfræði, og hinna, sem hallast að hefðbundn- ari kenningu núverandi erkibisk- ups, Fernandos Saenz Lacalle. Talið er að páfi hafi vígt hann erkibiskup til að aðskilja kirkjuna og stjórnmál og draga úr lang- vinnri spennu milli kirkjunnar og stjórnvalda. Áður var páfi í Nicaragua og í dag heldur hann til Venezuela. TORO SPAGETTISÓSA FYLGIR HVERJU KÍLÓI AF KINDAHAKKl Lambahrygg ir pr.kg. Kintiah akk pr.kg. NAGGAR frá Húsavík 400 gr- 399. ■■ -- ' ...- Frosin Ýsuflök 299 Frosin Ýsuflök Roðlaus, beinlaus 349r Gróft Samlokubrauð 99.- Sunquik 1 W- appe\sinuþVkkni ,JSSÍ— 229. MönHnu Pi»ut 600 9- Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öli kvöld NÓATÚN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.