Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 20

Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR List myndnámsins og lifandi tónlist IONLISI Iláskólabíö KVIKMYNDATÓNLIST Das Kabinet des Doktor Caligari Tónlist eftir GuiseppeBecce leikin af Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Mark Andreas Schlingensieb en. Miðvikudagurinn 7. febrúar 1996 ÞRÁTT fyrir þá staðhæfingu, að tónlist sé í eðli sínu merkingar- laus, nánar tiltekið fyrirbærið tónninn, hefur fimmskipt eðli tón- listar, þ.e. tónhæð, tónblær, styrk- ur, hrynjandi og hraði, mikil áhrif á tílfinningar manna og einnig er hægt að líkja eftir stemmningum, hreyfingum og auðvitað ýmsum tilfinningalegum viðbrögðum. Það er þessi eftirhermuhæfni tónlistar, sem hefur frá upphafi tengt hana leikhúsi og þá ekki síst verið mikil- væg við gerð kvikmynda, list myndnámsins, eins og vel má kalla kvikmyndalist. Tónlist sú sem ítalska tónskáld- ið Guiseppe Becce (fæddur 1881) samdi við kvikmyndina Sýning doktors Cagliari, er að mestu glöt- uð en það hefur verið fýllt í eyð- urnar með öðrum tónsmíðum eftir Becce en hann samdi kvikmynda- tónlist, skemmtitónlist, sönglög og slagara og naut töluverðra vin- sælda í Berlín þar sem hann starf- aði frá 1906. Sú tónlist sem leikin var við kvikmyndina hefur trúlega verið endurunnin af stjómandum Schlingensieb en og þótt ritháttur hennar sé í heild nokkuð þéttur og kaflamir keimlíkir, féll tónlist- in vel að viðburðarás myndarinn- ar. Tónlistin er á köflum nokkuð erfið og var leikur Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands góður og einstaka einleiksstrófur vom sérlega vel leiknar. Schlingensieben er frá- bær stjórnandi og hélt hann vel utan um samspil hljómsveitar og myndar. Trúlega hefur Schling- ensieben mótað tónlistina og gert meira en að tína saman tónlist eftir Guiseppe Becce enda er Schlingensieben frábær fagmað- ur. Við eftirgrennsian um sögu kvikmyndatónlistar kom fram, að upphaflega hafi píanóleikarar eða orgelleikarar spilað af fingrum fram undir myndunum en fljótlega var farið að gefa út með hverri filmu sérstaka tónlist og fyrir stærri kvikmyndahúsin yar samin sérstök kvikmyndatónlist, oftast fyrir litla hljómsveit. Fyrstu hljóm- sveitarraddskrána fyrir kvikmynd samdi Saint-Saéns árið 1908 við kvikmyndina L’assassinat du Duc de Guise, eftir Lavedan. og upp úr 1920 var farið að taka kvik- myndatónlist upp á svonefndan “soundtrack", svo að Sýning dokt- ors Caligari, sem er gerð um 1919, er með síðustu myndunum sem gerð er fyrir lifandi tónlist. Kvikmynd og lifandi tónlist eiga ótrúlega vel saman, svo sem marka mátti af viðtökum áheyr- enda og vaknar sú spurning hvort ekki væri hugsanlegt að endur- skapa þetta listform, þegar niður- soðin tónlist, að ekki sé talað um rafgerða tónlist, er að verða með sárafáum undantekningum hreint óþolandi formúlugarg. Jón Ásgeirsson KVIKMYNPIR Iláskðlabfó SÝNING DOKTORS CALIGARI („Das Cabinet des Dr. Caligari") Leikstjóri Robert Wiene. Handrits- höfundar Carl Meyer og Hans Janowitz. Leiktjöld Walter Röhrig, Walter Reimann og Hermann Warm. Kvikmyndatökustjóri Willy Hameister. Tónlist eftir Wagner, Schubert ofl., flutt af Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Marks A. Schlingensieben Aðalleik- endur Wemer Kraus, Conrad Veidt, Lil Dagover, Friedrich Fe- her. Þýskaland 1919. HÁTÍÐASÝNING á hinni sí- gildu hrollvekju Sýning doktors Caligari, stóð svo sannarlega und- ir nafni sem hápunktur aldaraf- mælis kvikmyndarinnar. Útslagið gerði mögnuð samvinna við Sinf- óníuhljómsveit íslands, sem flutti verk eftir Wagner, Strauss, Schu- bert og Giuseppe Becce, (höfund upprunalegu kvikmyndatónlistar- innar sem nú er að mestu glöt- uð). Undir styrkri stjórn Marks A. Schlingensiepen - sem er sér- hæfður í tónlist við þöglar myndir og hefur reynslu af því að stjóma hljómsveitum við svipuð tækifæri. Það kom eftirminnilega fram á Hljóð og mynd þessari góðu sýningu hversu kvik- myndin og tónlistin eru samrýmd- ar og styðja hvor aðra þegar vel er að staðið. Öllum kvikmynda- unnendum er nauðsyn að sjá Sýn- ingu doktors Caiigari og tónlist meistaranna er ætíð stórfengieg. Að fá að njóta þess að sjá hljóð og mynd falla í faðma með slíkum undramætti sem á sviðinu í Há- skólabíó, er ómetanlegt. Um tón- listina er fjallað annarsstaðar í blaðinu. Sýning doktors Caligari var tímamótaverk í árdaga kvik- myndalistarinnar, leiktjöldin, leik- urinn, kvikmyndatakan og lýsing- in voru undir expressjónískum áhrifum, óvenju listræn og óhefð- bundin, enda frægust slíkra mynda. Dularfull persóna, doktor Caligari (Wemer Krauss), ferðast um Þýskalánd með sýningu á svefngenglinum Sesar (Conrad Veidt). Morð fylgja í kjölfarið og er vinur söguhetjunnar, Francis, (Friedrich Feher) verður nýjasta fórnarlamb hins ókunna morð- ingja, flettir hann ofanaf glæpum Caligaris. Lokaatriðið leiðir hins- vegar í ljós að Francis er vistaður á geðveikrahæli og framvindan hugarburður sjúks manns. Með árunum eru það leiktjöldin og lýsingin sem halda Sýningu doktors Caiigari í heiðursflokki kvikmyndanna, jafnógnvekjandi (jafnvel stafagerðin) og frammúr- stefnuleg og þau voru á öndverðri öldinni. Óraunveruleg málverk sem gefa bjagaða mynd af um- hverfinu og túlka martraðar- kenndan hugarheim geðsjúklings af snilld. Lýsingin og sjónarhorn tökuvéla bæta um betur í þessum rökkurheimi þar sem hádramatísk leiktúlkun, að hætti þöglu mynd- anna, eiga ríkan þátt í áhrifum heildarmyndarinnar. Eintakið sem sýnt var hefur hlotið nokkra Iita- meðferð á síðari tímum og til efs hvort hún er til bóta. Umgjörðin var hinsvegar til fyrirmyndar. í forgrunni sveit hljómlistarmann- anna, kvikmyndin spannaði tvo innri fjórðunga tjaldsins, yst til hægri birtist vel þýddur og smekklega gerður textinn. Að- standendur lokapunktsins, sem er ein ánægjulegasta upplifun sem undirritaður hefur notið lengi í kvikmyndahúsi, geta sannarlega verið ánægðir með sitt og eiga mikið lof skilið. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Ásdís HRAFNKELL vinnur að einu verkanna í nælonhúðun. Stuðla- berg með dýfu NÚ stendur yfir sýning.á nýjum verkum Hrafnkels Sigurðssnar í Ingólfsstræti 8. Efniviðinn í verkin sækir Hrafn- kell úr íslenskri náttúru, hefur tekið stuðlaberg traustataki og klætt í nælon. Ingólfsstræti 8 er opið alla daga frá kl. 14-18, nema mánudaga. Sýningin stendur til 3. mars. Antík-upp- boðá sunnudag GALLERÍ Borg heldur uppboð sunnudaginn 11. febrúar kl. 16. Uppboðið fer fram í nýjum salarkynnum í Aðalstræti 6. Boðin verða upp húsögn, smá- vara og ekta handunnin pers- nesk teppi. Uppboðsmunirnir eru sýndir í Aðalstræti í dag, föstudag, og á morgun kl. 12-18, einnig sjálfan uppboðsdaginn kl. 12-14. Samstarfsverkefni Listaskólanna Sagan af dátanum eftir Igor Stravinsky UNDIRBÚNINGUR hófst í síðasta mánuði fyrir nemendauppfærslu fjöl- listaverks eftir Igor Stravinsky sem nefnist Sagan af dátanum. Það eru þrír af listaskólunum, Leiklistarskóli Islands, Listdansskóli íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík sem sameina krafta sína. Leikarar og dansarar eru Gunnar Hansson, Hall- dór Gylfason, Baldur T. Hreinsson, Atli Rafn Sigurðarson og Sólrún Þórunn Bjarnadóttir. Sögumenn eru Þrúður Vilhjálms- dóttir, Katla Þorgeirsdóttir, Hildi- gunnur Þráinsdóttir og Inga María Valdimarsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru Átfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, Borgar Þór Magnason, Einar Jóns- son, Snorri Heimisson, Birkir Freyr Matthíasson, Mika Rythá og Kjartan Guðnason. Textahöfundur er C.F. Ramuzm en Þorsteinn Valdimarsson íslenskaði og studdist þá við norska þýðingu Pauline Hall. Höfundur dansa er Margrét Gísladóttir, leikstjóri Gísli Alfreðsson, hljómsveitarstjóri Kjart- an Óskarsson og ljósahönnuður Benedikt Axelsson. Síðasta sýning er í kvöld, föstu- daginn 8. febrúar, kl. 20 í Lindarbæ. Alvar Aalto húsgagna- hönnuður 1920-40 ÁSDÍS Ólafsdóttir list- fræðingur mun halda fyr- irlestur í fyrirlestraröð- inni Orkanens 0je í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 11. febrúar kl. 16, og mun hún fjalla um arkitektinn Alvar Aalto sem hús- gagnahönnuð á milli- stríðsárunum 1920-1940. Ásdís er fædd árið 1961. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð hélt hún til framhaldsnáms í Frakklandi, fyrst til Montpellier og síðan til Parísar, þaðan sem hún Iauk doktorsprófi í listfræði í mars 1995. Síðustu tíu árin hefur hún sérhæft sig í sögu hönnunar á 20. öld og fjallaði doktorsverk- efni hennar um útbreiðslu hönn- unar milli stríða með sérstaka áherslu á húsgögn Alvars Aalto. Ásdís starfar nú hjá frönskum list- fræðingi í París, auk ýmissa rit- starfa og fyrirlestrahalds. Ásdís mun fjalla um það tíma- bil í ferli Alvars Aalto þegar hann hefur störf og hannar flest sín húsgögn. Þetta voru jafnframt, mikilvæg mótunarár fyrir persónulegan stíl hans og formþróun, ár sem hann byggir á alþjóðlegan starfsframa sirin eftir síð- ari heimsstyijöld. Eitt af sérkennum Alvars Aalto er það sambland sem ríkir í verkum hans milli hinnar sterku finnsku arfleifðar annars vegar og alþjóð- legra nútímastrauma sem hann tók sjálfur virkan þátt í að móta hins vegar. Húsgögn hans, sem hlutu verulega útbreiðslu um allan heim á þessum tima, eru því lýsandi dæmi um þessatvo þætti, sem vert er að gaumgæfa nánar til betri skilnings á verkum þessa brautryðjanda nútímabygginga- listar og hönnunar," segir í kynn- ingu Norræna hússins. Norræna húsið hefur látið prenta fyrirlestur Ásdísar um Al- var Aalto og mun hann liggja frammi í anddyri Norræna hússins án endurgjalds. Allir eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. Ásdis Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.