Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 23 AÐSEIMDAR GREINAR Eiginhagsmuna ástarkærleikur Hátt gellur í herrans vini, honum Sverri Hermannssyni. Og nú blæs á okkar fróni, úr nösum Jens í Kaldalóni. í Tímanum blasir glæsileg mynd laugardaginn 6. janúar af góðum dreng, þar sem fyrirsögn á veglegu samtali við Sverri Hermannsson bankastjóra Lands- bankans þar sem hann segir: Það sem er mik- ilsverðast við breyt- ingu á bönkunum er að menn viti vegferð- ina á enda. Það leggja erlendir ráðgjafar okk- ar áherslu á. Hér er mælt af svo magn- þrunginni visku að með eindæmum er un- aðskenndur hreimur í þessari rödd, og svo má segja að framhald- ið í þessu samtali sé, sem og fyrirsögnin: „Hákarlarnir komnir í kjölfarið Að rekja þau skrif öll sem búið er að rispa út af þess- ari sölu bankanna er svo skelfileg og vitlaus, að það er ekki á nokk- urs siðaðs manns færi að leggja sig niður við að ræða til hlítar um þau mál. Þau rista einnig svo djúpt og tilfinningalega inní vitund og tilveru þeirra sem best vita, t.d. hvernig ástand banka- og peningamála var háttað og fyrirkomið, og verður ekki frá þeim tekið um reynslu þeirra sem við máttu búa allan sinn tilveruþátt bæði til lands, sjávar, iðnaðar og allra hluta. Ríkisbank- arnir eru fótfesta og stærsti undir- stöðugrunnurinn undir velferð og tilveru þjóðarinnar, og hafa verið það alla sína tíð, enda ekki stofnað til þeirra af neinu fálmi eða fumi. Salan á íslandsbanka verður aldrei þessari þjóð bætt á nokkurn máta. Hún var eiginhags- muna ástarkærleikur til þeirra sem mesta möguleikana höfðu til þess að sölsa undir sig öll þau helstu auðævi sem nokkur leið var til að sér að draga og þær litlu einingar sem þar með soguðust með í farteskið voru björgun- arverk þeirra blá- snauðu einstaklinga og félagasamtaka, sem hvergi áttu höfði sínu að halla í ijármálaleg- um þrengingum þeirra tíma, og er svo ennþá í mörgum tilvikum. En svo er eins og bankastjórinn misstígi sig í annan fótinn þegar hann í greinarskrifi sínu 9. þ.m. í Morgunblaðinu er að bera hönd fyrir Hákarlana vegna íjármagnstekjuskattsins svokall- aða, og telur þá eina möguleika þar um að bjarga að bankarnir borgi þann skatt fyrir gamla fólkið, seiri svo mikið eigi af sparisjóðsbókum í bönkunum. Ekki vantar nærgætn- ina í drenginn þann arna, en svo eru nú allar tölvurnar orðnar tölu- Salan á íslandsbanka var mistök, segir Jens Guðmundsson í Kaldalóni, sem telur ríkisbanka undirstöðu velferðar. stafamargar, að einhver ráð ættu að vera til þess að draga frá svona fyrstu milljónirnar. En þeir sem eru nú með um og yfir 100 milljónirnar í fjármagnstekjur ættu nú að þola, án bóta, að leggja eitthvað af mörk- um, svona í einhveijum takti við það sem bankastjórinn má gera af sínum tekjum, eða hvað. En svona frómt frá sagt er ekki annað hægt að segja en að bankarn- ir í dag reki eina þá hroðalegustu fjárplógsstarfsemi sem nokkurn- tíma hefur þekkst á landi hér þegar ekki er hægt að fá millifærzlu á peningum í banka nema borga sér- stakt gjald fyrir. Gjalda verður sér- staklega fyrir hvern einstaka tékka til skráningar o.s.frv. En hroðaleg- ast af öllu illu er svo hitt, að fleiri þúsundir barna og gamalmenna, sem á langri ævi margt hefur dreg- ið saman aura í sparisjóðsbók hefur ekki haft hugmynd um að aðeins eitt prósent væri borgað af því á ári í vexti, en þetta fé gamalmenn- anna hans Sverris míns, lánar hann svo út ásamt öðrum hæstvirtum bankastjórum allt uppí 12% á ári já, og ekki nema rúmt ár síðan vextir voru uppí 18%. Og þarna er n.l. sá dulúðgi skattur tekinn með því hroðalegasta drottinvaldi sem til er í nokkrum viðskiptum manna af alsaklausum b'örnum og gamal- mennum. Með því að binda peninga í banka til margra ára til þess að fá eitt eða tvö prósent hærri vexti af þeim er engum manni bjóðandi, enda sem enginn maður nennir að standa í öllum þeim földu skilmálum sem uppá er boðið. En svo hélt maður líka að vaxtamunurinn á inn- og útlánsvöxtum væri til þess að standa undir rekstrarkostnaði bankanna að ekki þyrfti að taka aukagjald fyrir hveija einustu færslu þar að auki sem gerir ótald- ar milljónir eða milljarða í tekjur þessara stofnana. En svo tekur nú steininn úr, þá er íjármálaráðherran kemur með andlitið útum dyrnar í sjónvarpið fyrir alþjóð með þá hágöfugu visku sína að það væri nú ágætt að selja Búnaðarbankann til að rétta af rík- issjóðshallann á þessu ári, sem sé svona 4-5 milljarðar. Slíkir höfð- ingjar eða hitt þó heldur ættu að segja sem fyrst af sér ábyrgðarstöð- um fyrir þjóðina, sama hvaða flokki þeir tilheyra, því í slíkum sálum blas- ir ábyrgðarlaus einsemdin og mátt- vana úrræði til þeirra verka sem á öllu þó ríður að séu veglega gerð. En svo kemur hið mikilsverðasta gullkornafóður á jötur landans frá höfðingjanum honum Sverri í Morg- unblaðinu 18. janúar sem vissulega átti erindi á borð þjóðarinnar, sem sýnir líka bestu úrræðin á verðgildi þeirra dýru eigna sem þjóðin hefur byggt upp sér til bjargar í áranna rás, og á kannski eftir að þurfa að taka á þeim málum aftur í sama formi, hver veit. En þessum málum er ekki lokið, og verða gerð betri skil þó síðar verði. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Sókn gegn vágesti EITT allra stærsta og alvarlegasta vanda- mál sem íslenska þjóðin heur staðið frammi fyr- ir um langt árabil er hið ört vaxandi alvar- lega ástand í vímuefna- málum unga fólksins. Að undanfömu hafa komið fram ógnvekj- andi upplýsingar um það hve vímuefnaneysla meðal ungs fólks hefur aukist gífurlega á síð- ustu misserum. Einnig hafa komið fram upp- lýsingar um það hve alvarlegar afleiðingar fylgja þessari vímu- efnaneyslu og það er hreint út sagt sorglegt að horfa upp á það hvað er að gerast meðal æsku landsins í þessum efnum. íslensk ungmenni eiga mikla framtíðarmöguleika, við búum við eitt besta menntakerfi í heimi þar sem allir eiga möguleika til menntunar, íslenska þjóðin byggir á auðugri arfleifð á ýmsum sviðum og nú er allt útlit fyrir mikla framþró- un og uppbyggingu á ýmsum sviðum atvinnulífs og menningar á allra næstu árum, ef okkur tekst að halda rétt á okkar málum. Það væri sorg- leg og mikil harmasaga ef æska landsins villist frá þessari braut og út í aukna áfengis- og vímuefna- neyslu, sem dæmin sanna að leggur líf allt of margra einstaklinga og fjöl- skyldna í rúst. Ástæður þeirra vandamála sem þjóðin öll stendur frammi fyrir á þessu sviði eru eflaust margar og margvíslegar. Það er deginum ljós- ara að ef þetta ástand á ekki að verða að meiriháttar þjóðfélags- vandamáli, verður þjóðin öll í sam- einingu að axla ábyrgðina og taka höndum saman um að snúa vörn í sókn gegn þeim hræðilega vágesti sem vímuefnin eru. Það hefur kom- ið fram að ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að ráðast í markvisst átak gegn þessu vandamáli og ber að fagna því, en jafn- framt er hvatt til þess að hinir ýmsu opinberu aðilar sem láta sig mál- ið varða verði samstiga um aðgerðir, að öðrum kosti dreifast kraftarn- ir og hætt er við að fjár- magn nýtist ekki eins pg best verður á kosið. í þessu sambandi er rétt að rifja það upp að í tengslum við breyt- ingar sem gerðar voru síðasta vor á lögum um ÁTVR og innflutning á áfengi, beitti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sér fyrir lagaákvæði um sérstakan forvarnasjóð og er áætlað að þetta skili um 50 milljónum króna til forvarna á ári. Tilkoma þessa forvarnasjóðs opnar algerlega nýja Vímuefnin eru alvarleg- asta vandamálið, segir Magnús Stefánsson, sem hvetur til þjóðará- taks gegn þessari ógn. möguleika á eflingu forvarna gegn vímuefnaneyslu þar sem slíkt fjár- magn hefur ekki verið til staðar til þessa. í þessari umræðu er óhjákvæmi- legt að velta því fyrir sér hvort ekki sé bráðnauðsynlegt að auka fjár- framlög til eflingar löggæslu og toll- eftirlits í landinu og hvort ekki hafí verið gengið of langt í niðurskurði íjárveitinga til þessa málaflokks. Það má færa full rök fyrir því að sam- dráttur í löggæslu hafi bein áhrif til aukinna vímuefnavandamála óg að útgjöld hins opinbera vegna þeirra aukist á öðrum sviðum. Þá er full þörf á því að taka upp alvarlega umræðu um það hvort ekki er rétt að hækka sjálfræðisald- ur upp í 18 ár, þannig að foreldrar geti lengur haft yfirráð og eftirlit með börnum sínum í því skyni að veita þeim vernd gegn þeim vanda sem um er rætt. Loks hlýtur þessi umræða að skila þeirri niðurstöðu að hvorki sé raunhæft né rétt að lækka aldursmörk til áfengiskaupa úr 20 árum í 18 ár, en formaður Þjóðvaka er fyrsti flutningsmaður að slíkri tillögu á Alþingi. Þrátt fyrir að forvarnir séu grundvallaratriði í baráttunni gegn vímuefnunum, þá má ekki gleyma þeim sem hafa nú þegar orðið vímu- efnum að bráð og þurfa aðstoð til þess að snúa aftur til betra lífs. Þá verður einnig að hampa þeim og verðlauna sem staðist hafa freist- ingarnar og hafnað vímunni, meðal annars í því skyni að fullvissa æsk- una um að sá lífsmáti sé „inn“ en vímuefnið sé „út“ í samfélaginu. Loks geta þeir einstaklingar sem hafa náð að sigrast á vandanum leikið lykilhlutverk í því að uppfræða aðra um það hve vont líferni felst í vímunni og að enginn ætti að verða henni að bráð. Átak og góður árangur í forvörn- um byggist á þátttöku allra þjóðfé- lagshópa. Góð reynsla af markviss- um og öflugum áróðri gegn reyking- um fyrir nokkrum árum sýnir að markviss, stanslaus og endalaus áróður gegn vímuefnaneyslu getur skilað árangri. Þjóðinni allri ber skylda til þess að taka höndum sam- an og reka burt þann vágest sem hefur knúið dyra og er nú kominn inn á gafl á allt of mörgum íslensk- um heimilum. Ég hvet til að svo verði og okkur takist að forða efni- legri íslenskri æsku frá villu vegar, frá ógninni sem býr í vímuefnunum. Höfundur er aiþingismaður Fram- sóknarflokksins í Vesturlands- kjördæmi. Magnús Stefánsson Bílavö SKEIFUNNI2, SÍMI 588-2550 Opið iaugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Ath.: Tilboftsverft á fjölda bifreiða. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Toyota Corolla Hatsback XLI ’94, grás- V.W Golf GLI ’95, blár, 5 g., ek. 18 þ. km., 2 dekkjagangar. V. 1.070 þús. Mazda 121 92, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 40 þ. km. Fallegur bíll. V. 750 þús. Suzuki Sidekick JLXi 16v '93, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 38 þ. mílur, rafm. í rúðum, samlæsingar, álfelgur, upphækk- aður, ABS-bremsur. V. 1.690 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bíll. V. 3.950 þús. MMC L-200 D.Cap diesil '91, grár, 5 g., ek. 98 þ. km. lengd skúffa, 32“ dekk, ál- felgur, m/spili, kastarar o.fl. V. 1.350 þús. Toyota Corolla XLi Hatsback 5 dyra '96, grænsans., 5 g., ek. 4 þ. km. V. 1.250 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 station '92, blár, 5 g., ek. aöeins 28 þ. km., dráttarkúla, samlæsingar o.fl. V. 1.170 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 station '91, rauöur, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 1.050 þús. Toyota Landcruiser VX T. diesel '93, steingrár, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, þjófav. o.fl. V. 4.450 þús. Suzuki Sidekick JLX ’90, 3ja dyra, hvítur, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 980 þús. Honda Civic DX '89, 3ja dyra, rauður, 5 g., ek. 87 þ. km. Góður biU V. 580 þús. Tilboð: 490 þús. stgr. Hyundai Elantra GLSi 1.6 Sedan '92, grásans., 5 g., ek. 60 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús. V.W. Golf 1.4 CLi station ’94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km. rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Mazda 626 GLX 2.0 ’91, steingrár, 5 g., ek. 69 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, 2 dekkjagangar o.fl. Tilboðsv. 990 þús. Toyota Hilux D. Cap m/húsi '94, 2.4 bens- ín, 5 g., ek. 30 þ. km., 33“ dekk, bretta- kantar o.fl. V. 2,2 millj. Willys Koranda 2.3 diesil (langur) ’88, 5 g., ek. aöeins 30 þús. km. V. 980 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 ’91, rauöur, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Cherokee Pioneer 4.0L '87, 5 dyra, blár, sjálfsk., ek. 110 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott ástand og útlit. V. 1.190 þús. Níssan Sunny Sedan SLX 1.6 '93, hvítur, 5 g., ek. 50 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.030 þús. Volvo 740 GL '87, rauður, 5 g., ek. 103 þ. km. V. 750 þús. Subaru Legacy 1.8 station '90, sjálfsk., ek. 98 þ. km. V. 1.080 þús. BMW 316 '88, 4 dyra, vínrauður, 5 gíra, ek. aðeins 54 þ.km. Toppeintak. V. -690 þús. Sk. ód. Einnig: MMC L-300 Minibus 4x4 ’88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vól yfirfarin (tímareim o.fl). V. 1.050 þús. Tilboðsv. 990 þús. Mjög góö lánakjör. Ford Bronco II XL ’88, 5 g., ek. 93 þ. Gott eintak. V. 990 þús. MMC Lancer EXE '91, hlaöbakur, sjálfsk., ek. aöeins 11 þ.km. Einn m/öllu. V. 940 þ. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.