Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sagan - geymdin — gleymskan TIL fjarlægra Austurlanda barst mér í nýliðnum mánuði fregn af skrifum tveggja ágætismanna, er tóku sig - væntanlega af sjálfsdáð- um - fram um að „leiðrétta" form- ála minn að flutningi Jólaóratoríu Bachs í Hallgrímskirkju fyrir síðustu jól. Sjálfsagt gengur höfundum gott til, þótt ekki verði séð að skrif þeirra verði tónlist Bachs til fram- dráttar, og ekki geta greinarnar ' flokkast undir sagnfræði, þrátt fyrir þann yfirlýsta til- gang þeirra. Er hér átt við grein Bjarka Svein- björnssonar, „Um flutn- ing á stórverkum Bachs“, í Morgunblað- inu 9. janúar sl. og grein Ragnars Bjöms- sonar fyrrverandi dó- morganista og núver- andi tónlistargagnrýn- anda Morgunblaðsins, „Minni Ingóífs", hinn 11. janúar sl. Hvorugur greinarhöfunda virðist hafa áttað sig á, að inn- gangur minn að efnisskrá var hug- leiðing um verkið, list J.S. Bachs og gildi hennar í sögunni og nútímanum, en engin söguleg úttekt né yfirlit um, hverjir hefðu flutt tónlist Bachs hér á landi, frá því að hún byijaði að heyrast, þótt tveggja Bachtúlkenda væri getið, Páls ísólfssonar og Pólý- fónkórsins, án þess að ég léti nafns míns getið. Það sem báðir greinar- höfundar hnjóta um í grein minni er eftirfarandi: „Meistaraverk Bachs fyrir kóra, hljómsveit og einsöngvara lágu að mestu í þagnargildi hér á landi, þar til Pólýfónkórinn reið á vaðið með Jólaóratoríunni í Kristskirkju árið 1964.“ Þessi staðreynd stendur óhögguð, hvað sem greinum fyrr- nefndra greinarhöfunda líður, eins og ég mun síðar færa rök að. Bjarki Sveinbjömsson var góður Iiðsmaður Pólýfónkórsins í nærri áratug og gekk til liðs við kórinn á næsta starfsári eftir fmmflutning Matthe- usarpassíunnar .undir minni stjórn í Háskólabíói í mars 1972. í gagn- rýni, sem birtist í Morgunblaðinu 6. apríl það ár, segir Þorkell Sigur- björnsson: „Á skírdag heyrðist Mattheusar- passía Bachs í fyrsta sinn á íslandi. Flytjendur vom Pólýfónkórinn, barnakór og tvær kammerhljóm- sveitir ásamt níu einsöngvurum und- ir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Þar með er samt ekki allt talið, þvi að þá söng ekki aðeins Pólýfónkórinn heldur og nær allir áheyrendurnir líka í þremur sálmalögum." Þessi flutningur Mattheusarpass- íunnar var örlítið styttur, en 10 árum síðar var verkið flutt í fyrsta sinn í heild á íslandi undir minni stjórn, en með góðu liðsinni Hamrahlíðar- kórsins og Barnakórs Öldutúnsskóla. Hvers vegna segir Bjarki Svein- bjömsson, að dr. Urbancic hafi flutt Mattheusarpassíuna á íslandi, „og nánast öll stórverk Bachs“? Hverjir eru að falsa tónlistarsöguna? Fyrir mér vakir ekki að skrá ís- lenska tónlistarsögu, en ég hef þó með-litlu móti orðið einn af mörgum gerendum hennar. Að því er ég best veit hefur mikill hæflleikamaður unnið að ritun hennar um árabil og mun verk hans væntanlega sjá dags- ins ljós fyrr en síðar. Báðir fyrr- greindir skrifarar láta að því liggja, að ég sé að reyna að túlka íslenska tónlistarsögu mér í hag! Þar kom að því að ég hefði einhvem hag af tón- listinni, sá íslenskra tónlistarmanna, sem vann af hugsjón einni að fram- gangi tónlistar á Islandi, ekki aðeins launalaus, heldur sem fjárhagslegur bakhjarl umfangsmikils tónleika- halds í þijá áratugi. Bjarki segir: „Það er nú stundum eins og menn vilji gleyma starfi útlendinganna að tónlistarmálum landsins ... eða þá að menn velja það úr sögunni sem hent- ar þeim og þeirra málstað og túlka útfrá því..." (Leturbr. höfundar.) Ragnar segir: „Þetta með sögurit- unina. Eitt er að skrá söguna eins hlutlaust og mögulegt er. Annað er að skrá hana eins og maður vildi hafa hana, en slík sagnarit- un er eiginlega tví- verknaður, því að þar kemur að rétt vill vera rétt og ýtir burtu rang- færslunum." „Hafi ein- hver einn frekar öðmm verið brautryðjandi í flutningi þessara stóru kórverka Bachs á Is- landi, var það Tónlist- arfélagskórinn og V. Urbancic... Einnig flutti þessi sami kór og sami stjórnandi mörg önnur stærri kórverk annarra stórvirkra höf- unda, verka sem ég held að Pólýfón- kórinn hafi aldrei reynt við, en voru ekki síður krefjandi en verk Bachs.“ (Leturbr. höf.) Ragnari verður nokkuð tíðrætt um gleymskuna. Líklega hefur hann gleymt því, að á 30 ára starfsferli Pólýfónkórsins stýrði ég ekki aðeins flutningi á verkum Bachs, heldur ijölda annarra, alls um 70 tónskálda, allt frá Monteverdi til Béla Bartoks og Poulencs, sem ekki höfðu áður heyrst á íslandi, á samtals nærri 400 tónleikum innan lands og utan. Eitt- hvert stórverka Bachs var nærri ár- viss viðburður, og stundum tvö frem- ur en eitt. í gagnrýni sinni síðari árin hef ég veitt því athygli, að Ragn- ar hefur stundum gleymt því, að Pólýfónkórinn hafði fmmflutt verk og eignað frumflutninginn á íslandi öðrum, eins og Rossinimessuna, sem Pólýfónkórinn flutti árið 1980, og skrifaði þó Ragnar einnig um þann flutning. Ekki hefur mér fundist taka því að elta ólar við slíkt, en læt þess getið nú, vegna þess að hann telur það í sínum verkahring að vanda um við mig í nafni sögunnar, „ýta burtu rangfærslunum". Mæt og virt minning dr. Victors Urbancic og dr. Róberts A. Ottóssonar Því fer fjarri að ég hafi gleymt framlagi dr. Victors Urbancic né Róberts A. Ottóssonar til íslenskra tónlistarmála. Ég virti þá mjög báða og dáði, enda vom þeir með mínum fyrstu lærimeisturum. Ég söng í kór hjá báðum, og dr. Róbert hvatti mig mjög til framhaldsnáms. Fyrir und- arlega rás örlaganna settust þeir báðir að hér á landi um svipað leyti og urðu stórvirkir í íslensku tónlist- arlífi. Fyrir það stendur öll þjóðin í þakkarskuld, því að mörgu fleygði fram fyrir þeirra atbeina. Minning þeirra beggja er mér kær, og síst vildi ég skyggja á heiður þeirra, enda getur enginn borið mér það á brýn. Að láta að því liggja, að ég hafi hom í síðu erlendra tónlistarmanna á ís- landi er algjör fölsun, því að ég hef átt við þá ágætt samstarf og kallað til yfir 30 úrvalseinsöngvara og hljóð- færaleikara frá útlöndum, að taka þátt í flutningi kröfuharðra tónverka, auk þeirra, sem störfuðu og starfa enn í Sinfóníuhljómsveit lslands. Tónlistin er aíþjóðlegt afl og mál, sem allir skilja, þrátt fyrir ólík þjóðerni. Mér var vel kunnugt um flutning Tónlistarfélagskórsins og Hljóm- sveitar Reykjavíkur á Jóhannesar- passíu Bachs árið 1943 undir stjóm Urbancic, þar sem stórsöngvaramir Guðmundur Jónsson og Þorsteinn Hannesson hlutu sína eldskírn. Stutt- ur úrdráttur úr Jólaóratoríunni var færður upp í Fríkirkjunni í desember 1944 með sama kór og hljómsveit undir stjórn dr. Urbancic. Það hefur verið mikið afrek á mælikvarða þess tíma, og enginn efast um elju og fórnfýsi þeirra, sem að stóðu. Slíkar breytingar á verkinu, sem þar voru gerðar, m.a. til að aðlaga íslenskum texta, orka þó jafnan tvímælis. í verkum sínum semur Bach jafnan út frá textanum, hvert orð er klætt í lit tóns og hljóms, sem ekki má raskast, með ólíku orði eða öðru hljóðfalli textans, því ella tapar tón- listin spennu sinni og töfrum og hendingamótun, „frasering“, breyt- ist, sem mörgum sést yfir. Til þess að gefa sem raunsannasta mynd af tónlist Bachs eru hin stóru trúarlegu verk hans nú nær alltaf flutt á frum- málinu, en þýðing textans látin fylgja með. Ég fór að jafnaði þann milliveg að láta syngja kóralana - sálmana - á íslensku en allt annað á frummál- inu. Mér var fullkunnugt um þessa forsögu á flutningi Jóhannesarpassíu og Jólaóratoríu Bachs og hef aldrei eignað mér frumflutning þeirra hér á landi. Svo miklar breytingar voru gerðar á Jólaóratoríunni, tilfærslur Því fer fjarri, segir Ingólfur Guðbrands- son, að ég hafi gleymt framlagi dr. Victors Urbancic og dr. Róberts A. Ottóssonar til ís- lenskra tónlistarmála. og úrfellingar, að vafasamt er að kalla það frumflutning verksins, heldur sýnishorn. Þetta sýnir efnis- skráin ljóslega. Bjarka verður tíðrætt um það af- rek að fella texta Passíusálmanna við Jóhannesarpassíu Bachs. Ég er á öndverðri skoðun: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru ein dýr- asta perla íslenskrar tungu, auk þess að vera heimsbókmenntir um kvöl og pínu frelsarans. Búningur þeirra á að vera alíslenskur, einnig í tónum. Þar hefur tónskáldið Atli Heimir Sveinsson þegar unnið gott verk, sem hann e.t.v. útfærir enn. Fleiri íslensk tónskáld mættu glíma við að tón- setja Passíusálmana á verðugan hátt. Báðir meistararnir Hallgrímur Pét- ursson og J.S. Bach eru of stórir í sniðum til þess að reyna svona eftirá að hnoða þeim saman í eitt á kostn- að beggja. Ætla má, að allt að 700 manns hafi heyrt hvorn flutning í Fríkirkj- unni, og Jóhannesarpassían var end- urtekin sjö árum síðar, 1950. Eftir það liðu 20 ár, þar til þessi verk heyrðust aftur á Islandi í flutningi Pólýfónkórsins og komin ný kynsióð flytjenda og áheyrenda. Það er því ekki ofsagt, að þessi tónlist Bachs hafi að tnestu legið íþagnargildi, þar til Pólýfónkórinn kom til sögunnar oggerði þau að aðalviðfangsefni sínu með margendurteknum flutningi um aldarfjórðungsskeið og mótaði hefð í flutningi þeirra og stíl, sem ekki þekktist áður hér á landi. Þessi stað- reynd er viðurkennd af öllum, sem til þekkja, og lýsi ég það persónuleg- an róg á hendur mér og ævistarfi mínu að gefa í skyn, að ég hafi nokkru sinni reynt að túlka sögu ís- lenskrar tónlistar mér í hag. Vísa ég slíkri „söguleiðréttingu" höfund- anna heim til föðurhúsanna. Tónlistarsmekkur fólks er að von- um misjafn. Af grein Ragnars Björnssonar má ráða að hann sé enginn sérstakur aðdáandi Bachs, enda telur hann Bach engan sér- stakan brautryðjanda í tónlist, en hvaða tónskáld sögunnar nýtur meiri virðingar og hefur haft meiri áhrif allt til nútímans en Johann Sebastian Bach? Samkvæmt grein Ragnars um „minni Ingólfs" leggur hann allan flutning á kórverkum Bachs að jöfnu, svo og öll stærstu kórverk hans, þótt viðurkennt sé, að Mattheusarp- assían og H-mollmessan séu há- punktur tónrænnar sköpunar og miklu kröfuharðari í flutningi en Jólaóratorían og Jóhannesarpassían. Reyndar má ráða af grein Ragnars, að verk Bachs séu ekki sérlega vandasöm í flutningi miðað við mörg önnur. Þetta ætti Ragnar þó að vita af reynslunni. Ég get ekki gleymt flutningi Óratóríukórs Dómkirkjunn- ar á Jólaóratoríunni undir stjórn Ragnrs hinn 29. desember 1974, sem hlaut yfirskriftina „Morð í Dómkirkj- unni“ hjá gagnrýnanda dagblaðs. Ekki skorti Ragnar þó slagtæknina, eins og frægt er. En gagnrýnendum getur skjátlast eins og alkunnugt er. Skoðanir þeirra eru ekki algildar, og veldur þar, hver á heldur pennanum. Því miður er gagnrýni stundum ræt- in og lítið í ætt við tilgang hennar, lýsir helst innibyrgðri gremju eða óvild gagnrýnandans í stað málefna- legrar, leiðbeinandi umfjöllunar, sem byggð er á þekkingu og hlautlausri afstöðu til efnis og flytjenda. Mig undrar samt, að Ragnar skyldi ekki líka segja frá þessu framlagi sínu til flutnings á kórverkum Bachs, því eftir orðum hans sjálfs „kemur að því að rétt vill vera rétt“. Gagnrýnendum er mikill vandi á höndum að fjalla af þeirri sanngirni, þekkingu og yfirsýn svo um viðburði líðandi stundar, að skrif þeirra verði grundvöllur sögulegra heimilda, þeg- ar fram í sækir. Kærustu minningar mínar um tónlistarflutning á ég frá stundum, þegar tókst að samstilla hugi flytjenda á plani, sem er langt ofar jarðneskum hversdagsleika og hrífa áheyrendur á vit fegurðar, er var þeim sem ný opinberun. Undir- tektirnar voru almennt frábærar, bæði hjá almenningi og gagnrýnend- um, sem mark var á takandi, þrátt fyrir dálítið furðulegt skítkast end- rum og eins úr skotgröfum óvildar- manna. Það skal ekki rakið hér en rifjaðar upp handa greinarhöfundum og öðrum, sem gleymt hafa, nokkrar umsagnir, sem sýna stöðu kórsins og álit. Eftir flutning á H-moll messu Bachs 1976, skrifar Þorkell Sigur- björnsson tónskáld í Morgunblaðið: „Flutningur H-moll messu Bachs hlýtur að teljast mestur viðburður yfirstandandi tónleikaárs í Reykja- vík, bæði vegna stöðu verksins sjálfs innan tónbókmennta sér í lagi, og svo hversu vel tókst til.“ Sópransöngkonan frábæra, Jacquelyn Fugelle, segir í viðtali við Morgunblaðið 1985: „Flutningur Pó- lýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Islands á H-moll messu Bachs er sá besti, sem ég hef heyrt hingað til, en ég hef sungið þetta verk víða um heim.“ Rögnvaldur Siguijónsson skrifar í Þjóðviljann 27. mars 1985: „Þetta er í þriðja skipti, sem H-moll messan er flutt hér á landi undir stjórn Ing- ólfs. Það er auðheyrt, að Ingólfur kann verkið út í fingurgóma, og sýndi hann mikla kunnáttu, öryggi og músíkalskt næmi í stjórn sinni á þessari perlu heimstónbókmennt- anna, H-moll messu Bachs.“ Eftir flutning Jóhannesarpassíu í Háskólabíói í apríl 1981, skrifar Jón Ásgeirsson í Morgunblaðið: „Pólý- fónkórinn er ein_ merkasta tónlistar- stofnun okkar íslendinga, og eftir aðeins aldarfjórðungsstarf hefur kór- inn þegar lagt svo mikið til íslenskr- ar menningar að aðeins verður jafnað við Sinfóniuhljómsveit íslands. Framtíð Pólýfónkórsins er ekki einkamál Ingólfs Guðbrandssonar, saga hans er að verulegu leyti þróun tónmenntar í landinu, og verði kórn- um sköpuð betri skilyrði, yrði slíkt til mikillar blessunar fyrir íslenskt tónlistarlíf." Um flutning Mattheusarpassíu Bachs 1982 skrifar Jón Ásgeirsson í Mbl.: „Listin er ekki eyðsla og só- un. Listin er skapandi afl, sem brýt- ur sér leið til markmiða stærri hvers- dagsleikanum, upphefur manninn í trú á verðmæti æðri frumþörfum hans, svo mikils verðum, að án þeirra yrði lífið næsta tilgangslítið, þrátt fyrir velsæld og ytri glæsileika... Þessum stóra hópi ágætra tónlistar- manna stýrði Ingólfur Guðbrandsson til fangbragða við erfitt og krefjandi tónverk meistara Bachs með þeim árangri, að telja verður þessa tón- leika tímamót í sögu tónleikahalds á íslandi og í heild mikinn listasigur fyrir stjómandann, listasigur, sem ekki verður með neinu móti haldið fram, að átt hefði sér stað hvort sem er, einhvem tíma fyrir tilstilli ein- hvers annars manns.“ Um sömu tónleika skrifar Thor Vilhjálmsson í Þjóðviljann 25. apríl 1982: „Það er árvisst undur og kraftaverk að Ingólfur Guðbrands- son flytur okkur hin stærstu kórverk tónbókmenntanna með sínu vaska liði og hefur komið sér upp dýrlegu hljóðfæri sem er Pólýfónkórinn..., sem leggur á sig ómælda vinnu og sækir æ hærra, og nú síðast Matthe- usarpassían eftir Bach ... á föstudag- inn langa, sem á að vera leiðinleg- asti dagur ársins. Mikið var gaman þennan dag!“ Rituðum heimildum um starf Pólý- fónkórsins var frá upphafi haldið til haga og útdráttur þeirra gefínn út á bók, áður en starf hans lagðist af árið 1988. Ofangreindar umsagnir um hljómleika kórsins eru sóttar í bókina, sem ber nafnið „í ljósi líð- andi stundar“ - Pólýfónkórinn 1957-87. Á annað þúsund söngvara hófu upp raust sína með kórnum á 31 ári, sem hann starfaði, og em þeir allir nafngreindir í bókinni, sem enn er fáanleg hjá Heimsklúbbi Ing- ólfs handa þeim, sem kynnu að vilja kynna sér sögu hans nánar. Efnis- skrár kórsins eru einnig ágæt heim- ild um þátttöku margs ungs tónlist- arfólks, sem var þarna að stíga sín fyrstu spor á braut tónlistarinnar, en er nú í fremstu röð íslenskra tón- listarmanna. í vestrænum menningarlöndum er frumflutningur á Mattheusarpassíu ritaður stórum stöfum í tónlistarsög- una. Vandséð er hvaða hvatir liggja að baki þeirri staðhæfingu Bjarka Sveinbjörnssonar að dr. Urbancic hafi frumflutt hana hér á landi, þótt fyrir þvi sé enginn fótur, og sýna þar með annaðhvort fákunnáttu sína éða lítilsvirðingu á starfi mínu og Pólýfónkórsins. Vilji hann láta líta á sig sem íslenskan tónvísindamann, þarf hann að vanda betur vinnubrögð sín í framtíðinni. Einnig er ástæða til að leiðrétta, að dr. Urbancic flutti ekki Stabat Mater eftir Pergolesi, heldur Stabat Mater Rossinis 1951, sem Pólýfónkórinn flutti einnig með Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1984. í grein sinni fjallar Bjarki nokkuð um glataðar upptökur, sem átti að varðveita í safni Ríkisútvarpsins, en virðast með öllu týndar. Slæmt er, ef satt er. En þetta á ekki aðeins við um upptökur Jóns Leifs og dr. Urbancic. Á fyrstu árum Pólýfón- kórsins gilti hið sama, ef óskað var eftir afriti upptöku, fannst hún ann- aðhvort ekki, eða svarað var, að tón- bandið hefði verið endumotað fyrir upptöku á öðru efni. Nú eru þrjú ár liðin frá því að síðasti formaður Pólý- fónkórsins gerði sér ferð á fund út- varpsstjóra að óska eftir afritum af upptökum kórsins í því skyni að gefa úrval þeirra út og bjarga frá glötun. Formanninum var vísað frá Heródesi til Pílatusar, en allt kom fyrir ekki, ekkert svar hefur borist enn. Hefur Ríkisútvarpið engum skyldum að gegna um varðveislu og afnot þess efnis, sem því er trúað fyrir, þrátt fyrir skylduáskrift allra landsmanna að þessari stofnun? Hver er ábyrgð Ríkisútvarpsins í þessum efnum? í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sunnudaginn 4. febrúar sl. birtist tímamótaumfjöllun um varðveislu lista í landinu og aðgengi þeirra fyr- ir almenning, og er þar m.a. minnst á Pólýfónkórinn. Til hefur staðið í nokkur ár, að efna til útgáfu á geisla- diskum á því besta, sem Pólýfónkór- inn skildi eftir sig í hljóðritun, en efnið er aðeins til í vörslu útvarps- ins, sem engu hefur svarað þessari málaleitan, þótt ætla mætti að það væri útvarpinu til hagræðis að geta gripið til þeirra. Á næsta ári eru 40 ár frá stofnun Pólýfónkórsins. Þess yrði, úr því sem komið er, ekki betur minnst en með því að hrinda slíkri útgáfu í framkvæmd. Vill nokkur leggja slíku málefni lið? Samhengi í listum okkar og menn- ingu fæst ekki nema méð varðveislu hins besta á hverjum tíma. Höfundur er tónlisUirfrömuður og forstjóri Heimsklúbbs Jngólfs. Ingólfur Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.