Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 25

Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR Framhaldsskólafrumvarpið og framtíðarsýn í menntamálum MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur lýst því yfir að áhersla verði lögð á að afgreiða frumvarp til nýrra laga um framhaldsskóla á Alþingi í vor. Framhaldsskólafrum- varpið er afrakstur af starfi Nefnd- ar um mótun menntastefnu er starf- aði að mestu í tíð Ólafs G. Einars- sonar, fyrrverandi menntamálaráð- herra. Hið íslenska kennarafélag hefur ásamt Kennarasambandi ís- lands tvisvar gefið umsögn um frumvarpið og í bæði skiptin gert fjölmargar rökstuddar athuga- semdir við grundvallaratriði er varða stjórnun og stefnumörkun framhaldsskóla, faglegt sjálfstasði þeirra, hugmyndir um breytingar á skipan kennslu og prófa og breyt- ingar á ráðningarkjörum kennara og skólameistara. í umsögn HÍK og KÍ frá 27. nóvember síðast- liðnum er send var menntamálanefnd og menntamálaráðherra segir m.a.: „Hið ís- lenska kennarafélag og Kennarasamband íslands eru sammála um að veigamiklar breytingar þurfi að gera - á fyrirliggjandi frumvarpi til laga um framhaldsskóla til þess að sátt geti ríkt um það milli yfirvalda og starfsmanna skólanna og til þess að það verði framhaldsskólum og nemendum þeirra til hagsbóta." En hvers vegna er framhalds- skólafrumvarpið ekki það spor í framfaraátt fyrir íslenskan fram- haldsskóla sem af er látið? Framhaldsskólalög sett 1988 Gildandi lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um að framhaldsskól- inn skuli bjóða öllum nemendum námsleiðir við hæfi að loknum grunnskóla. Þessi ákvæði hefur ekki tekist að uppfylla. Lögin sem eru frá 1988 voru á sínum tíma sett eftir áralanga umræðu um þörf slíkrar lagasetningar fyrir fram- haldsskólann. Framhaldsskólinn tók afar stórstígum breytingum á nokkurra ára bili frá lokum 7. ára- tugarins og fram á þann áttunda. Sú skoðun varð viðtekin í þjóðfélag- inu að allir ættu að eiga möguleika á námi að loknum grunnskóla, áfangakerfið var tekið upp á þess- um tíma og drífa þurfti upp fram- haldsskóla eða framhaldsdeildir víða um landið. Þessi ár voru tími grósku og nýsköpunar og nokkurs konar sokkabandsár hins nýja framhaldsskóla með breyttum hug- myndum um rétt ungmenna til menntunar og lýðræðislegri kennslu- og starfsháttum. Þegar loks var orðin pólitísk samstaða um að setja lög um framhaldsskólann var mesta umrótið að baki og hinn nýi framhaldsskóli búinn að festa sig nokkuð í sessi. Ástæða þess að skólasagan er hér riíjuð upp í litlu broti er sú að hiklaust má halda því fram að lögin sem sett voru 1988 voru smíðuð utan um skóla- starf sem nokkuð almenn sátt var um bæði hvað varðar innra starf og ytra skipulag. Gildandi lög eru ekki gallalaus en hins vegar er ekk- ert tilefni til að setja ný lög nema með því séu stigin ákveðin skref í átt til þess að leysa brýnustu vanda- mál framhaldsskólans í dag og að með þeim sé einnig sköpuð sýn til framtíðar. Ný lög fyrir framhaldsskólann þyrftu þá með öðrum orðum að tryggja rétt allra til náms að lokn- um grunnskóla, skapa leiðir til lausnar á brottfallsvanda fram- haldsskólans, tryggja með skýrum hætti stóraukna fjölbreytni náms- framboðs bæði í verknámi og bók- námi. Ný lög þyrftu sömuleiðis að hafa að leiðarljósi að ganga ekki í berhögg við þá þætti í starfsemi og skipulagi framhaldsskóla sem almenn sátt er um. Síðast en ekki síst er vert að undirstrika það sem ætti að vera skylda þeirra er flytja lagafrumvörp um skólastarf nefni- lega að sýna fram á að fjármagn fýlgi með svo að lagabókstafurinn standi ekki dauður og merkingar- laus eins og alltof algengt er og dæmi má finna um bæði í starfi grunn- og framhaldsskóla í dag. Faglegt sjálfstæði framhaldsskóla minnkar og rekstrarlegt sjálfstæði eykst ekki að nokkru marki Fyrirliggjandi frumvarp til nýrra laga er ekki spor í þá átt að tryggja betur að framhalds- skólinn verði fyrir alla. Gert er ráð fyrir að þrengja möguleika framhaldsskólanna á að skipuleggja starf sitt sjálfir og dregið úr sveigjanleika í námi og námsframboði sbr. 16. og 17. grein VII. kafla frumvarpsins um námsskipan. Síðar- nefnda greinin ber þess einnig glöggt vitni að frumvarpshöfundar hafa ekki hugsað til- lögur sínar út frá for- sendum og hugmynda- fræði áfangakerfisins þar sem mikið er lagt upp úr samþættingarmöguleikum og greiðum leiðum milli brauta og sviða. Niðurstaðan eftir skoðun á kaflanum um námsskipan er því sú að faglegt sjálfstæði framhalds- skóla minnkar og miðstýring á námsframboði og námsskipan boð- ar meiri afskipti af innra starfi framhaldsskóla en tíðkast hafa. Rekstrarlegt sjálfstæði fram- haldsskóla eykst sömuleiðis óveru- lega og geta ákvæði um frelsi skóla- nefnda framhaldsskóla til að milli- færa fé af rekstrarlið fjárlaga til launaliðar og af launalið til rekstr- arliðar (sbr. 39. gr. frv.) varla tal- ist skipta sköpum fyrir framhalds- skóla sem um árabil hafa mátt sæta árvissri aðför á Ijárlögum og eru reknir fyrir minna fé en skyn- samlegt getur talist eigi þeir að geta uppfyllt gildandi lög. Minna lýðræði við stjórnun og stefnumörkun framhaldsskóla Verði frumvarpið að lögum dreg- ur stórlega úr áhrifum kennara á stjórnun og stefnumótun fram- haldsskóla. Þessi stefna birtist t.d. í IX. kafla frumvarpsins um starfs- nám þar sem kennarar og skóla- stjórnendur eiga saman 2 fulltrúa af 18 í samstarfsnefnd um starfs- nám á framhaldsskólastigi (26. gr.) og í 28. grein frumvarpsins um starfsgreinaráð þar sem enginn fulltrúi tilnefndur úr hópi kennara á að sitja. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kennarar og nemendur verði ekki lengur fullgildir fulltrúar í skólanefndum. Þetta er skref aft- urábak og stríðir gegn nútímahug- myndum um þátttöku og ábyrgð starfsmanna í rekstri og stefnumót- un stofnana og fyrirtækja. Þessi skipan mála torveldar skólanefnd- um milliliðalaus tengsl við starfs- menn skólanna Framhaldsskólafrumvarpið og verkaskipting milli framhaldsskóla í tillögum nefndar um mótun menntastefnu var á sínum tíma lagt til að ákveðnari áhersla yrði lögð á verkaskiptingu milli framhaldsskóla og stofnaðir yrðu svokallaðir kjarnaskólar sbr. 31. grein frv. til laga um framhaldsskóla. Á haust- dögum var skólameisturum fram- Alvarlegur ágreiningur er um framhaldsskóla- frumvarpið, segir Elna K. Jónsdóttir, milli stjórnvalda og kennara. haldsskóla aflient plagg er hafði yfirskriftina Um skipan náms á framhaldsskólastigi. Tillögur til umræðu ásamt bréfi menntamála- ráðherra dagsettu 23. október 1995 með yfirskriftinni Verkaskipting milli skóla á framhaldsskólastigi. I bréfinu er þess m.a. óskað að skóla- meistari ásamt skólanefnd veiti umsögn um verkaskiptingartillögur milli framhaldsskóla. í grein menntamálaráðherra í Morgunblað- inu 30. janúar kemur ennfremur fram að verkaskiptahugmyndirnar hafi verið kynntar á Alþingi um leið og fyrsta umræða fór fram um framhaldsskólafrumvarpið. Við þessa kynningu er tvennt að athuga: Tillögurnar hafa ekki verið kynntar fyrir samtökum kennara og er J)að undarlegt þar sem HÍK og KI eru bæði stéttar- og fagfélög framhaldsskólakenn- ara og skólameistara og um- sagnaraðilar bæði um tillögur nefndar um mótun menntastefnu og framhaldsskólafrumvarpið. Til- lögur um breytingar á starfsemi framhaldsskóla varða auk faglegra sjónarmiða beint hag félagsmanna kennarafélaganna. I annan stað skal bent á að í 10. grein laga um framhaldsskóla er fjallar um kenn- arafundi segir: „Almennur kenn- arafundur í framhaldsskóla fjallar um stefnumörkun, um námsskip- an, kennsluhætti og aðra starf- semi.“ Kennarafundir í framhalds- skólum eiga því tvímælalaust að fjalla um áform yfirvalda í mennta- málum um breytingar á starfsemi skóla og verkaskiptingu milli þeirra og hefði verið eðlilegt að slíkt kæmi fram í bréfi ráðherra. Tillögurnar virðast hafa fengið mismikla umfjöllun í framhalds- skólum og sums staðar alls ekki verið teknar á dagskrá kennara- funda. Að lokum þetta Þeim er þetta les má vera Ijóst að alvarlegur ágreiningur er stað- festur milli flytjenda frumvarps til nýrra laga um framhaldsskóla og kennara.. Kennarar og samtök þeirra telja frumvarpið í ýmsum greinum vega að faglegu sjálfstæði framhaldsskóla, boða óþarflega mikla ihlutun um innra starf og draga verulega úr möguleikum kennara til þátttöku í stefnumörkun og stjórnun. Menntamálaráðherra ijaliar um framhaldsskólafrum- varpið í áðurnefndri grein í Morgun- blaðinu 30. janúar og gefur þar til kynna að ekki sé ástæða til átaka um þær greinar framhaldsskóla- frumvarpsins er varða ráðningar- kjör kennara og víst má taka undir það að eðlilegra sé að bíða almennr- ar stefnumörkunar í starfsmanna- málum ríkisins enda fækkar við það ágreiningsmálum er snúa að flutn- ingi frumvarps til laga um fram- haldsskóla. Hér skal að lokum ítrek- uð sú ósk kennarafélaganna að frumvarpið verði endurskoðað í samstarfi við kennarafélögin svo sátt megi nást um starfsemi fram- haldsskóla í landinu. Höfundur er formaður Hins íslenska kennarafélags. Quelle Quelle Quelle NÝR STÓR USII! Kynntu þér vor- og sumar tískuna í Evröpu Stór númer í kvenfatnaði Eurokids - barnalisti Búsáhaldalisti Gerðu það sjálfur Image - fyrir ungt fólk Senioren - fyrir miðaldra Raftækja- og tæknilisti FRÁ ÞÝSKALANI VERSLUNARHÚS ^JiUELLE - KÖPAVOGSDAL^ Fallegir kvenjakkar frá kr. 3.900 Leðurjakkar hálfsíðir kr. 7.900 Ullarkápur síðar kr. 5.900 ! Utanyfirjakkar, ýmsar gerðir kr. 1.900 j Blússur-Peysur frá kr 990 Hálfsíðir ullarjakkar frá kr. 2.900 | Úlpur með skinnhettu kr. 2.900 | 3 A l . A VIÐ SETJUM ALLAN OKKAR FATNAÐ A UTSOLU, AÐEINS NY OG GOÐ VARA L I S T A KHUP VERSLUNARHÚSIÐ DALVEGI 2 SÍMI 564 2000 Frábser gasð i! Gott verð. Elna Katrín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.