Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 32
S2 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VALBORG
BJÖRG VINSDÓTTIR
+ Valborg Björg-
vinsdóttir fædd-
ist að Ási í Fáskrúðs-
firði 16. mars 1925.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Neskaupstaðar
1. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Oddný Sveinsdóttir
og Björgvin Þor-
steinsson kaupmað-
ur, til heimilis að Ási
í Fáskrúðsfirði, þau
eru bæði látin. Val-
borg var þriðja í röð
fjögurra systra, sem
lþngum hafa verið kenndar við
Ás. Þær eru: 1) Gunnþóra (f.
11.1L 1916), búsett í Reykjavík,
gift Oskari Björnssyni sem lést
í júlí sl. 2) Ragnheiður (f. 6.3.
1921), búsett i Englandi, gift
Richard Lee sem lést árið 1991.
3) Ása (f. 25.7. 1928) búsett í
Reykjavík, gift Ásgeiri Samú-
elssyni sem lést í ágúst sl. Auk
þess ættleiddu Oddný og Björg-
vin tvö börn Ragnheiðar:
Oddnýju, búsett í Garðabæ;
Björgvin, búsettur í Puerto
Rico.
Annan nóvember 1946 giftist
Valborg eftirlifandi eiginmanni
HJARTANS vina mín er gengin inn
í fjallið heima, systirin góða á Fá-
skrúðsfirði. Náttúrubarnið Valborg.
Mannvinurinn Valborg. Dýravinur-
inn Valborg.
Fyrsta vorferð okkar Valborgar í
fjallið, með litla Bögga og stóra
Bögga, hafðj ávallt yfir sér vissan
helgiblæ. Ákveðnum helgisiðum
þurfti að fullnægja. Silfurtær fjalla-
lækur var valinn, með góð sæti á
steinum eða lækjarbakka. Þar dró
Valborg skó af fótum sér, laugaði
þá í ísköldu vatninu.
Síðan var gengið á vit gróandans,
horft með næmu auga á fyrstu
brumhnappa viðkvæmra fjallajurta.
Efst í fjallinu var numið staðar,
hvílst á Stórasteini, og Valborg dró
andann djúpt að sér. Vorsólin var
komin yfir lognkyrran ljörð, og fjall-
göngufólkið búið að ná friðhelgi
fjallsins inn í sig.
„Heldurðu, að ég komist upp í
fjall í vor?“ sagði hún við mig, eftir
að hún vissi að lífshlaupið væri senn
á enda. Hún þráði svo mjög að lifa
vorið.
Ég játaði því, sé hana líka fyrir
mér, þar, á þessari stundu - svo
unga, fríska og fijálsa undan fjötr-
um hins jarðneska líkama.
Valborg vann erfiðisvinnu í frysti-
húsi. Frístundirnar notaði hún í fjall-
göngur. Steinasöfnun var hjartans
áhugamál. Ófáa steinana báru þau
hjónin heim úr fjallinu, ómetanlega,
litríka kristalla, sem hlutu heiðurs-
sess innan um blómin í stofunni
hennar Valborgar - glitruðu þar
ekki síður en dýrindis stofudjásn.
Hennar yndi var að handleika þá og
fægja. Hún þekkti þá alla, gaf þeim
líka heiti.
„Álfkonuskórinn" hennar Val-
borgar er afar fíngerður og fer vel
í lófa, með dökkum hneppslum yfir
ristina, fóðraður glitrandi silfur-
bergi, og sýnir dulúð steinaríkisins,
þegar sólarljósið er látið falla í gegn-
um hann.
Ekki undarlegt, þótt álfkonan
fagra og bjarta vitjaði hennar tveim-
ur dögum fyrir andlátið, og hin sjúka
kona segði:
„Lítil álfkona er að kalla á mig
inn í steininn, segir að ég komist
ekki aftur út.“
Ljósverur náttúrunnar létu bæra
á sér, þegar systirin góða stóð á
skilum tveggja heima.
- Er hægt að óska sér betri fylgd-
ar yfir Iandamærin?
Valborg og Baldur áttu sitt heima
í Kaupvangi, einu elsta húsi Búða-
kauptúns niðri í fj'örukambinum, þar
sem flóðið kyssir upphleðsluna í stein-
blómagarðinum hennar Valborgar, og
fjaran fyllist af vorboðum, þegar sólin
rís aftur yfir þröngum íjallahring.
%
sinum, Baldri
Björnssyni (f. 14.7.
1921) fyrrverandi
verslunarmanni og
bankastarfsmanni.
Valborg og Baldur
eignuðust tvö börn:
1) Björgvin (f. 15.4.
1947) kvæntur
Onnu Þóru Péturs-
dóttur og eiga þau
þrjú börn og fjögur
barnabörn. 2)
Birna (f. 30.4.
1964), maki Bæring
B. Jónsson, og eiga
þau eina dóttur.
Heimili Valborgar og Baldurs
var ávallt að Kaupvangi í Fá-
skrúðsfirði, sem nú heitir Hafn-
argata 15.
Valborg lauk námi í bók-
námsdeiid frá Kvennaskólanum
í Reykjavík. Um árabil vann
Valborg í verslun föður síns,
Kompaníinu, og rak hana tíma-
bundið ásamt eiginmanni sín-
um, eftir andlát föður síns. En
mestan hluta starfsævinnar
stundaði hún frystihússtörf.
Valborg verður jarðsungin
frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í
dag, 9. febrúar. Athöfnin hefst
klukkan 14.
Faðmur fjarðarins umvafði Val-
borgu, allt hennar líf, hvergi leið
henni betur. Hún var með hafið,
hina óijúfanlegu víðáttu, inni í stofu
hjá sér - hún þurfti ekki að ferðast.
Kaupvangur seiddi. Spegill var
yfir öllu kauptúninu á einu vetrarsíð-
degi æskunnar, og ófært á milli
húsa. Þá var skautað til Valborgar,
en steytt á steini í Kaupvangs-
brekku. Skautaferðinni lauk samt
vel. Stelpan fékk að sofa í stofunni
hjá Valborgu sinni; heyra öldugjálfur
og fuglagarg; sjá bátana sigla inn
og út fjörðinn. Hlý geislun Valborg-
ar læknaði mörg sárin.
Valborg og Baldur voru með ein-
dæmum gestrisin. Ástúð umvafði
alla gesti í Kaupvangi. Heimsóknir
þangað, heim í Fáskrúðsljörð, hafa
verið mér heilsulind. Nú drúpa fjöll-
in höfði, eftir að Valborg er gengin.
Ófáar myndir líða fram í hugann:
Valborg að klappa Gránu, sægráu
kúnni okkar heima í Ási. Valborg
að stijúka Kalla, litla kettlingnum
sem hún og Baldur björguðu frá
drukknun eina sumarnótt í tilhuga-
lífinu. Litla stelpan horfði dáleidd,
skildi ekki þá, hvernig öll dýr urðu
eitt, í kærleika með Valborgu.
í Kaupvangi voru alltaf heimilis-
dýr. Ófáar kisur hafa gengið þar um
garð, mjallhvítar, gular, gráar -
stundum fleiri en ein - áttu svo vel
heima, innan um blóm og steina.
Valborg er eina systirin frá Ási,
sem helgaði Fáskrúðsfirði allt sitt
æviskeið, næstyngst af íjórum systr-
um og sú fyrsta sem fellur í valinn.
Hinar systurnar þijár fluttar að
heiman, þegar Obba, kjördóttirin í
Ási, var að alast upp.
Valborg var gædd þeirri einstöku
náðargáfu að hugsa fyrst um aðra
- gleyma sjálfri sér. Hún var kona,
sem kunni ekki að barma sér. Jafn-
vel í veikindum hennar skiptu aðrir
í fjölskyldunni meira máli en hún
sjálf. Litlu börnin, sem eru að fæð-
ast í heiminn, áttu óskipta athygli
hennar. Hún vildi ekki tala um veik-
indi sín, en reyndi að vera glöð og
hress - hin sterka, sanna Valborg.
Umvafin þeirri ástúð og hlýju,
sem hún hafði sáð í kringum sig,
bar fjölskyldan Valborgu á höndum
sér síðustu vikurnar heima. Á jólun-
um sameinuðust fjölskyldur Bögga
og Birnu í Kaupvangi. Stóru ömmu-
börnin, Pétur og Valborg, komin
með litla langömmustráka, smáfólk
sem gladdi ömmuhjartað ósegjan-
lega - og Anna Björg, yngsta
ömmubarnið Bögga megin. Lang-
yngsta ömmubarnið, Birta, er
þriggja ára þessa dagana.
Sérstök tengsl voru á milli Birtu
og ömmunnar. Kannski skynjaði
Valborg, að Birta fengi aðeins að
njóta ömmuhlýju í skamman tíma,
og vildi gefa henni allt, á meðan hún
gat. Birta átti vel heima í ömmu-
fangi, annar ættliður í beinan kven-
legg, sem ætlar að fá sterka svip-
mótið hennar Valborgar - kastaníu-
rauða, liðaða hárið og skásettu aug-
Síðasta ósk Valborgar var í anda
þess heilsteypta vinarþels, sem hún
tileinkaði sér allt sitt líf: Hún óskaði
þess, að kærleikurinn tengdi ávallt
fólkið hennar saman, að þar yrðu
engir brotnir hlekkir.
Valborg er ekki horfin, andi henn-
ar lifir. Fjallalækir, blóm og steinar
munu hvísla nafn hennar - fjöll og
fjörður bergmála - eins lengi og
ástvinir hennar ganga í fjallinu
heima.
Megi ljósveran bjartg. frá huliðs-
heimum náttúrunnar leiða systurina
góðu inn í dýrð hins óþekkta.
SöknUður mun breytast í fagra
endurminningu, sorg í ljóðræna feg-
urð.
Oddný Sv. Björgvins.
Svo alltof fljótt er á enda gengið
æviskeið Valborgar Björgvinsdóttur,
þar sem iðjað var af ærnu kappi
alla tíð, þar sem hress lund og hlýja
góð áttu ljúfa samleið. Á skömmum
tíma hefur einn óvina lífsins lagt
hana að velli, þessa hugumdjörfu og
horsku konu. Örfá minningarorð
skulu minni góðu vinkonu helguð
nú við leiðarlok.
Ég hafði af Valborgu nokkur
kynni, þegar ég kenndi ungur maður
á Búðum og fann strax að þar fór
heillynd kona og hreinskilin vel, sem
hvergi lá á skoðunum sínum, skelegg
og einörð í málflutningi öllum og
skóf ekki utan af hlutunum, ef henni
hitnaði í hamsi. En ég fann líka
mætavel aðra eðliskosti ekki síðri,
þá innri hlýju sem skein í gegnum
orðræðu hennar, ekki hvað sízt þeg-
ar þeir áttu í hlut sem halloka höfðu
farið í lífinu. Það var reisn yfir Val-
borgu, víst um það.
Með okkur Valborgu og hennar
ágæta lífsförunaut tókust kynni góð
og þau áttu síðar eftir að eflast og
styrkjast, þegar ég átti við þau fund,
heima eða að heiman og margt bar
þá á góma sem gott væri að riíja
upp, skoðanir stundum skiptar um
einstök atriði, en ekki um meginmál
þó, það samfélag samhjálpar sem
bæði vildu sjá á vísri velferðarleið.
Einhveijar beztu heimsóknir og
um leið þær gjöfulustu sem ég átti
á þingárum mínum voru í hraðfrysti-
húsið á Fáskrúðsfirði og aldrei var
þangað farið öðruvísi en að eiga
góðan orðastað við Valborgu og fá
um leið að heyra þann undirtón og
þá undiröldu sem mér bar öðrum
fremur skylda til að finna og fara
eftir sem bezt. Hún Valborg lét sína
skoðun tæpitungulaust í ljós og dró
ekkert undan, en hún setti mál sitt
fram með fullum rökum og ágæta-
greind sem hún var og fylgdist vel
með þá fór ekki hjá því að hollt
væri að hlusta á hennar mál, það
sem henni fannst að hveiju sinni,
hvar betur skyldi á taka. Hreinskilni
hennar sem fór saman við einlæga
velvild í minn garð mat ég mikils,
enda fór ekki milli mála að orð henn-
ar voru af góðum og gefandi hug
mælt og til hollráða gefin.
Fyrir það allt er ég innilega þakk-
látur og ekki síður ánægjustundir á
hinu fallega heimili þeirra hjóna, þar
sem hvergi var til sparað af húsráð-
endum, þar sem hjartanlega var
glaðzt yfir góðum áföngum eða mál
reifuð og rædd, hversu ráðið skyldi
fram úr sem farsælast.
Aðrir munu eflaust gera lífshlaupi
góðrar og sannrar konu verðug skil,
en ég færi á kveðjustund kæra þökk
fyrir öll samskipi áranna þar sem
hún var hinn gjöfuli veitandi.
Við Hanna sendum mínum kæra
baráttufélaga, honum Baldri, og
börnum þeirra hjóna, svo og að-
standendum öðrum, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Til heilla var gengið á gæfunnar braut
og gefandi kærleiks þíns fjölmargur naut.
Það birtir í hug við þau minningamál
sem merla og tindra í þakklátri sál.
Blessuð sé minning Valborgar
Björgvinsdóttur.
Helgi Seljan.
SAMUEL JON
SAMÚELSSON
+ Samúel Jón
Samúelsson
fæddist í Hnífsdal
11. október 1914.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 4.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Amalía H.
Rögnvaldsdóttir, f.
7.9. 1880 á Uppsöl-
um í Seyðisfirði, og
Samúel J. Samúels-
son, f. 14.12. 1884 í
Hattadalskoti í
Súðavíkurhreppi.
Samúei var fjórði í
röð systkina sinna,
en þau eru: Hrefna, f. 30.3.1912
(látin); Elísabet, f. 18.8. 1913
(látin); Kristín, f. 18.8. 1913 (lát-
in); Hulda, f. 6.1. 1916, búsett í
Hveragerði; Kristjana, f. 12.5.
1918, búsett á ísafirði; og Guð-
mundur, f. 15.5. 1921, búsettur
í Reykjavík.
Samúel giftist 11. október
1958 eftirlifandi eiginkonu
sinni Guðrúnu Halldórsdóttur
frá Arngerðareyri
við Isafjarðardjúp.
Guðrún átti dóttur
sem Samúel gekk í
föðurstað. Hún heit-
ir Sigrún Jónsdótt-
ir, gift Pétri Björns-
syni, og eiga þau tvö
börn, Guðrúnu Osp
og Jón Helga.
Samúel ólst upp á
Isafirði og var
nokkur sumur á
Bakka í Ilnífsdal.
Hann lærði bakara-
iðn hjá Óla J. Hert-
ervig á Siglufirði
1933-37, og fór síð-
an í framhaldsnám til Kaup-
mannahafnar 1938. Hann starf-
aði í mörg ár við Brauðgerð
Mjólkursamsölunnar og um
tíma sem bakari á farþegaskip-
inu Gullfossi. í seinni tíð starf-
aði hann sem verkstjóri hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
Útför Samúels fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurtæra tár,
er allri svalar ýta-kind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mjer,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mjer himneskt ljós í hjarta skin
í hvert Sinn, er jeg græt,
þvi drottinn telur tárin mín -
jeg, trúi, og huggast læt.
(Kristj. J.)
Nú er hann elsku afi minn látinn.
Það er svo erfitt að horfast í augu
við það að fá ekki að njóta félags-
skapar hans áfram og á þessari
stundu minnist ég þeirra óteljandi
ánægjustunda sem við áttum sam-
an._
Ég man þegar ég var lítil og við
fórum saman í langa göngutúra.
Við gengum alltaf sömu leiðina, upp
hitaveitustokkinn í Öskjuhlíð og síð-
an í Sölufélagið þar sem afi vann.
Þar sýndi hann mér allar stóru vél-
arnar og mér fannst eins og ég
væri komin inn í annan heim. Á
sumrin dvöldumst við fjölskyldan
oft í sumarhúsi við Bifröst. Þar átt-
um við afi aðra uppáhaldsgönguleið
og meira að segja uppáhaldsstein
þar sem við settumst alltaf niður,
sumar eftir sumar, og hvíldum okk-
ur.
Við afi höfðum bæði mikinn
áhuga á bókum. Ég var fljót að
eignast mínar uppáhaldsbækur og
sögur sem afi þreyttist aldrei á að
Iesa fyrir mig. Þessar sögur, Kið-
lingarnir sjö og Heiða,_ræddum við
afi svo fram og aftur. Ég man hvað
Heiða átti góðan afa og hve henni
þótti vænt um hann og ég hugsaði
oft um samband þeirra eins og sam-
bandið milli mín og afa míns. Þegar
ég varð eldri breyttust uppá-
haldsbækurnar og bókasmekkur
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT ér að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
okkar afa varð líkari og umræðurn-
ar heimspekilegri.
Við afi höfum alltaf verið góðir
vinir. Hann var alltaf til staðar fyrir
mig ef eitthvað bjátaði á, hvatti mig
áfram og sagði mér að láta draum-
ana rætast.
Elsku afi minn. Ég sakna þín svo
mikið, _en ég veit að þér líður vel
núna. Ég mun alltaf geyma stund-
irnar okkar í hjarta mínu. Blessuð
sé minning þín.
Guðrún Osp.
Þú áttir auð er aldrei brást,
þú áttir eld í hjarta,
sá auður þinn er heilög ást
til alls hins góða og bjarta.
Til meiri starfa guðs um geim
þú gengur ljóssins vegi.
Þitt hlutverk er að hjálpa þeim
er heilsa nýjum degi.
(H.T.)
Með þessum ljóðlínum vil ég
kveðja móðurbróður minn Silla sem
er farinn heim eins og við skátar
tökum gjarnan til orða.
Ég var svo lánsamur að eiga með
honum smástund fyrir nokkrum dög-
um. Hann spurði frétta að vestan,
honum var umhugað um okkur
frændsystkinin og hann rifjaði upp
æskuminningar þaðan.
Það vakti hjá mér minningar þeg-
ar ég var strákpúki og Silli frændi
kom í heimsókn. Heimsóknir hans
voru einsog sólarkoma. Brosleitt
andlitið og glettnin lýstu upp um-
hverfið. Þar var heimsmaður á ferð
og lítill hnokki sóttist eftir því að
vera í fanginu hans. Seinna þegar
heimur unga mannsins stækkaði fór
hann að heimsækja frænda sinn í
bakaríið. Þar var undraheimur svo
ekki sé talað um allt góðgætið sem
fylgdi þeim- heimsóknum. Mér eru
líka minnisstæð þau skipti sem
móðurfjölskyldan kom saman. Þar
ríkti söngur, glens og gaman og
ekki voru þær verri sögurnar sem
þar voru sagðar. Þar var Silli frændi
gjarnan hrókur alls fagnaðar.
Seinna þegar ég stálpaðist bauð
hann mér sumarstarf hjá.sér í bak-
aríinu á Raufarhöfn. Þar kynntist
ég nýrri hlið á honum. Það var verk-
lagni hans og aldrei hef ég síðar séð
aðra eins hamhleypu til verka og
hann. Samt var alltaf tími til að leið-
beina og kenna ungum manni til
verka. Ég naut líka umhyggju hans
þegar unglingurinn var að misstíga
sig á fyrstu skrefunum til fullorðins-
ára.
I þessum kveðjuorðum dvel ég við
æskuminningarnar. Ég er Silla
frænda afar þakklátur fyrir allt sem
hann gaf mér og aldrei verður frá
mér tekið, en það eru æskuminning-
ar um kærleiksríkan frænda.
Guðrúnu, Sigrúnu og fjölskyldu
bið ég líknar drottins.
Jón Tynes.