Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 52
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hæstiréttur um uppsögn þungaðrar konu
Uppsögn stendur
ef vinnuveitandi
veit ekki af þungun
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Rík-
isútvarpið af kröfu konu, sem krafð-
ist skaðabóta vegna uppsagnar. Kon-
an var þunguð þegar henni var sagt
upp störfum, en Hæstiréttur taldi
að þar sem vinnuveitandinn hefði
ekki vitað af þunguninni nyti konan
ekki verndar lagaákvæðis um að
óheimilt væri að segja bamshafandi
konu upp starfi nema gildar ástæður
væru fyrir hendi.
Héraðsdómur hafnaði kröfu kon-
unnar um skaðabætur, þar sem
vinnuveitandinn hefði ekki vitað um
þungunina. Konan mótmælti því ekki
að ósannað væri að forsvarsmenn
RÚV hefðu haft vitneskju um þung-
un hennar þegar henni var tilkynnt
um uppsögn.
Hæstiréttur segir í dómi sínum
að almennt þurfi atvinnurekandi
ekki að greina ástæður fyrir upp-
sögn úr starfi. í lögum 57/1987
hafi barnshafandi konum verið veitt
sú réttarbót að vera verndaðar gegn
uppsögn úr starfi nema af gildum
ástæðum. „Eðlilegust skýring á
lagaákvæði þessu, sem og á sér
nokkra stoð í lögskýringargögnum,
er að ekki megi láta konu gjalda
þess að hún sé barnshafandi. Þung-
un konu má því ekki vera ástæða
uppsagnar heldur verða aðrar og
gildar reglur að koma til. Ef vinnu-
veitandi hefur ekki vitneskju um
þungun konu þegar henni er sagt
upp starfi getur þungunin ekki ver-
ið ástæða uppsagnarinnar. Regian
getur því ekki átt við þegar vitn-
eskja vinnuveitandans er ekki fyrir
hendi,“ segir í njðurstöðum Hæsta-
réttar.
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/Ágúst
Sprengdu nótina
SKIPVERJAR á Jóni Kjartanssyni
SU sprengdu djúpu nótina, er þeir
fengu risakast á loðnumiðunum um
6 mílur austur af Hvalbak í fyrri-
nótt. Þeir urðu því að skipta yfir
á grunnu nótina eins og flest önn-
ur loðnuskip, því að Ioðnan er nú
að ganga upp á grynnra svæði að
sögn skipverja á Jóni, sem segir
óhenvjumikið af loðnu á miðunum.
42 síma-
númer
hleruð
frá 1992
Á SÍÐUSTU þremur og hálfu
ári hafa verið kveðnir upp 29
úrskurðir í héraðsdómstólum
um heimild til að hlera sam-
tals 42 símanúmer. Þar af
voru 27 úrskurðir kveðnir upp
í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þetta kemur fram í svari
dómsmálaráðherra við fyrir-
spurn Svavars Gestssonar,
þingmanns Alþýðubandalags-
ins. Svavar spurði hversu oft
heimildir hefðu verið veittar
til símahlerana síðasta ára-
tug, en fram kemur í svarinu
að tölvuskráning upplýsinga
um dómsmál hafi fyrst hafist
um mitt ár 1992, þegar hér-
aðsdómstólarnir voru settir á
stofn, og upplýsingar um
símahleranir fyrir þann tíma
séu svo brotakenndar að ráðu-
neytið hafi ekki treyst sér til
að taka þær saman.
Héraðsdómur Reykjavíkur
kvað árið 1992 upp tvo úr-
skurði um hlerun á tveimur
símanúmerum, árið 1993
kvað dómurinn upp 8 úrskurði
um hlerun á 10 númerum,
árið 1994 9 úrskurði um hler-
un á 16 númerum og á síð-
asta ári voru úrskurðirnir 8
um hlerun á 12 númerum.
Héraðsdómur Reykjaness
kvað upp einn úrskurð, bæði
árin 1992 og 1993, um hlerun
á einu símanúmeri.
Lengst hefur símahlerun
staðið yfir í 2 mánuði en að
meðaltali hafa þessar hleranir
staðið í tæpa 30 daga.
Ókunnugt um aðrar
hleranir
Svavar spurði sérstaklega
hvort utanríkisráðuneytið
hefði látið stunda símahleran-
ir, en í svarinu kemur fram
að dómsmálaráðuneytinu er
ekki kunnugt um aðrar síma-
hleranir en þær sem að ofan
greinir.
Framkvæmdum frestað
við tvær skólpútrásir
FRAMKVÆMDALOKUM við lagningu tveggja
útrása frá hreinsistöð fyrir skólp út í sjó frá Ana-
naustum, ásamt tengilögn meðfram Eiðsgranda
og Ánanaustum að hreinsistöðinni, hefur verið
frestað um eitt ár. Samkvæmt verkáætlun átti
_ að ljúka framkvæmdunum á þessu ári. Heildar-
kostnaður við þessi verkefni er áætlaður um 450
milljónir króna en á fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar er 45 milljónum veitt til verksins. Á þessu
ári eru tekjur Reykjavíkurborgar af holræsagjaldi
áætlaðar 560 milljónir króna og tekjuáætlun fyrir
síðasta ár nemur 555 milljónum króna.
Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir
að efnt verði til útboðs á þessu ári vegna þessara
framkvæmda.
„Við gefum þá verktökum góðan tíma til þess
að undirbúa sig og verkið verður framkvæmt sum-
arið 1997. Það kemur sér reyndar mjög vel fyrir
okkur að verkefninu sé seinkað um eitt ár því það
gefur okkur rýmri tíma. Það má búast við því að
með þessu náist hagkvæmari innkaup og tilboð í
framkvæmdirnar," sagði Sigurður.
Framkvæmdir halda áfram við hreinsistöðina í
Ánanaustum og á þessu ári verður framkvæmt
fyrir 150 milljónir króna. Sigurður segir ráðgert
að verkinu ljúki að mestu á árinu.
Dælustöð hefur verið í gangi í Faxaskjóli í nokk-
ur ár og dælir hún skólpi út frá Eiðsgranda uns
hreinsistöðin hefur verið tekin í notkun. Við Eiðs-
granda verður reist dælustöð sem mun dæla út
skólpi, sem í dag er veitt út í fjöruborð við Eiðs-
granda, til hreinsistöðvarinnar.
„Það verður farið vel af stað með dælustöðina
í Eiðsgranda og veitt er 60 milljónum króna tii
framkvæmdarinnar á þessu ári,“ sagði Sigurður.
Framkvæmt þegar fyrir rúma 2 milljarða
Um síðustu áramót hafði Reykjavíkurborg veitt
2,2-2,3 milljörðum króna til endurnýjunar á aðal-
holræsakerfi borgarinnar. Skólpi hefur verið dælt
frá dælustöð við Laugalæk frá 1989 og búið er
að leggja útrásir 100 metra út í sjó.
Á þessu ári er veitt 20 milljónum króna til
byggingu dælustöðvar við Sævarhöfða sem er
þriðjungur af heildarkostnaði. Gert er ráð fyrir
að ljúka framkvæmdinni á næsta ári og verður
þá hægt að leggja af útrás sem fer í Elliðaárnar.
Snjókast á
Tjörninni í
Reykjavík
LANGÞRÁÐUR sryór hefur nú
loks fallið í höfuðborginni
undanfarna daga. Skíðafólk
gladdist yfir því að lyftur voru
opnaðar á skíðasvæðum höfuð-
borgarsvæðisins og fjölmennti í
brekkurnar til að stunda íþrótt
og útiveru, margir hverjir eftir
langa bið. Snjórinn í borginni
er greinilega ekki aðeins
skemmtun fyrir litlu börnin, sem
fagna honum að sjálfsögðu og
leika sér af lyst, heldur einnig
fyrir þessa menntskælinga, sem
fóru í alvöru snjókast á Tjörn-
inni í Reykjavík. Þá varð handa-
gangur í öskjunni eins og sést á
myndinni.