Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Páll Stefánsson
„LITTU á Drangey, drottninguna í sænum,“ segir í vísu
Jakobs Jónssonar.
Drottinn er
víst ennþá
krati
Vísnatorg
Á Vísnatorgi að þessu sinni verður litið inn
á stofnfund Kveðanda, vísnafélags Þingey-
inga, hlýtt á hagyrðinga ljóða hver á ann-
an o g farið í Drangey. Pétur Blöndal er
umsjónarmaður torgsins.
AÐ ER glatt á hjalla hjá
þingeyskum vísnavin-
um um þessar mundir.
Kveðandi, vísnafélag
Þingeyinga, var stofnaður föstu-
daginn 12. apríl undir kjörorðinu:
„Höldum uppi merki stökunnar."
Á fundinum var kosin bráða-
birgðastjórn og hana skipa Jó-
hanna Álfheiður Steingrímsdóttir
Ámesi í Aðaldal, Hreiðar Karls-
son Húsavík og Þorfinnur Jóns-
son Ingveldarstöðum í Keldu-
hverfi.
Þorfinnur flutti framsöguer-
indið sem hann kryddaði með
nokkrum vísum. Hann hóf mál
sitt á orðunum:
Hér við ekki flytjum ijöll
en fetum slóðir kunnar.
Velkomin þið verið öll
vinir ferskeytlunnar.
Stofnun félagsins er til marks
um uppsveiflu og vinsældir stök-
unnar um þessar mundir og er
það fagnaðarefni. Þorfinnur var-
aði menn þó við að sofna á verðin-
um:
Hér þarf vilja og hug að sýna
halda vökunni.
Efla skal en ekki týna
íslands stökunni.
Kristján H. Benediktsson hef-
ur alla tíð verið ötull liðsmaður
íslands stökunnar. Hann sendi
bréf á torgið með vísum úr ýms-
um áttum, m.a. tvær vorvísur.
Þá fyrri nefnir hann „Á slæmu
vori“:
111 er tíð og enginn bati,
alltaf þyngjast menn í spon
drottinn er yíst ennþá krati
ef hann ræður þessu vori.
Þá síðari nefnir hann „Batn-
andi tíð“:
Gróa að nýju grös á-hól,
góð er von um bata,
glampar aftur geisli af sól,
guð er laus við krata.
Og enn um veðrið. Björn Þór-
leifsson segir að blíðan sé aldrei
meiri á Akureyri en í símtölum
heimamanna við Sunnlendinga:
Þar ilmar gróður grænna hlíða
og glampar títt á lygnan sæ.
Sunnanvindar, sól og blíða
setja mark á þennan bæ.
Björn heldur áfram og segir
að Sunnlendingar leggi ekki allt-
af trúnað á þessar veðurlýsingar.
Þeir komi með mótbárur og aft-
umaganda, þykist jafnvel hafa
sannanir fyrir öðru. „En við vit-
um ekki betur," segir hann:
Menn eru að tala um fjúk og frost
er framhjá djúpar lægðir sveima,
sem okkur bjóði illan kost!
- Aldrei þegar ég er heima.
Jakob Jónsson hefur sjálfsagt
ekið um í ijómablíðu þegar hann
orti í Vatnsskarði á leið til Skaga-
fjarðar:
Beinakerling byggð úr steinum vænum
býsna oft til samanburðar hvetur.
Líttu á Drangey, drottninguna í sænum.
Drottinn sjálfur gerir alltaf betur.
Rúnari Kristjánssyni varð
hinsvegar litið til himins í næstu
vísu:
Máni fuliur fer um loft,
flestum þykir karlinn em
þannig sést hann ekki oft,
einu sinni mánuð hvem.
Jóhann í Stapa gat ekki orða
bundist vegna leikhússstjóra-
vandræða Borgarleikhússins:
A kröftunum ekki liggur liðið
mér líst það mætti ofrausn kalla
að Borgarleikhús setti á sviðið
sjónleik fyrir þjóðina alla.
í síðasta þætti skaut Friðrik
því á Jóhannes Sigfússon Gunn-
arsstöðum að hann væri Lang-
nesingur og sagði umsjónar-
manni að Jóhannes væri afar við-
kvæmur fyrir því. Jóhannes svar-
ar Friðrik:
í lystisemdum lifi hér
og leik við hvem minn fingur
þakka Guði að ég er
ekki Mývetningur.
Jóhannes ljóðar svo á Árna
Jónsson í Fremstafelli:
Ámi í Felli yrkja kann,
þó ekki á honum beri,
ef sett er ögn af sykri í hann
og svolítið af geri.
í síðasta þætti var borinn fram
vísir að hringhendu:
Ungar snótir ennþá mér
undir fótinn gefa
Helgi Hafliðason er fyrstur til
að botna:
að mér hljóta’að halla sér,
hugarrót mitt sefa.
Þá tekur við Skúli Flosason
Akureyri:
Lífsins bót, það löngum er
lofnar hót að sefa.,
Loks bótnar Þórarinn:
Sú er bót að enginn er
um þau hót að þrefa.
Að lokum þakkar umsjónar-
maður þeim sem lögðu leið sína
á torgið og kastar fram fyrripart-
inum:
Trillukarlar saltan sjó
sækja og þorskinn draga
• Póstfang þáttaríns er:
Vísnatorg/Morgunblaðinu,
Krínglunni 1, 103 Reykjavík
Netfang: pebl@mbl.is
Yfir flúð-
ir auðnu
og meins
„ÉG Á mér enga uppáhalds-
stöku,“ segir Ragnar Ingi Aðal-
steinsson sem er gestkomandi á
Vísnatorgi
að þessu
sinni. „Mér
detta þó í
hug tvær
vísur sem ég
hef stundum
farið með
þegar ég hef
talað um
breiddina í
íslenskri vís-
nagerð. Það er annarsvegar svo-
hljóðandi vísa eftir Sigurð Nor-
dal:
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lífsins streymir.
Sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
Hin er eftir Hjálmar Frey-
steinsson lækni. Hún er samin
þegar auglýsingin „Sparið og
notið Sparr“ gekk í eyrunum á
manni í gamla daga:
Ef þú vilt bera þitt barr
best þér reynast mun
að spara og nota Sparr
í sperrur og einangrun.
Það er til allt þarna á milli og
mér þykir það allt skemmtilegt.“
Ragnar Ingi gaf út kennslu-
bækur sem hann nefnir Suttung
fyrir páskana og er ætluð til
kennslu á bragfræði í grunnskól-
um. „Ég byrjaði á bókinni í árs-
byrjun 1994 og hef verið að
dunda við hana mikið til síðan,“
segir hann. „Ég hef áður gefið
út bragfræðibækur þannig að
þessi uppsetnirig er árangur af
langri þróun og tilraunum."
Hann segist vonast til að bók-
in fari sem víðast, enda fylgi
henni leiðbeiningar fyrir kenn-
ara sem ættu að auðvelda þeim
vinnuna. í lokin velur Ragnar
Ingi svo sléttubandavísu úr bók-
inni. Hann segir að nemendur
geti farið svona með hana ef
þeir eru í góðu skapi:
Námið heillar, ekki er
illa menntuð þjóðin.
Klámið bönnum, hvergi hér
hrakleg yrkjum ljóðin.
Ef þeir séu hinsvegar orðnir
leiðir í skapi geti þeir farið með
hana aftur á bak:
Ljóðin yrkjum hrakleg hér
hvergi bönnum klámið.
Þjóðin menntuð illa er
ekki heillar námið.
UTSOLUSTAÐIR
SKÓRNIR FYRIR SUMARIÐ '96
Cortina Sport, Skólavörðustíg 20
R.R. skór, Kringlunni
Smash, Kringlunni
Verslunin 11, Laugavegi
Sportbúð Kópavogs, Ham
Sportbúð Óskars,
Versl. Perfect,Akureyri
Versl. Krummafótur, Egilsstöðum
FILA FltA FILA FILA FILA FILA FILA