Morgunblaðið - 28.04.1996, Page 13

Morgunblaðið - 28.04.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 13 C E PEACE 2000 INSTITUTE Austurstræti 17, 101 Reykjavík, Iceland. Tel: (+354) 552 3900. Fax: (+354) 561 0388 More than 100 member organisations world-wide - Constituted in Iceland No. 540795-2669 Hr. Forsætisráðherra Davíð Oddson, Stjórnarráð íslands, Reykjavík. 28. febrúar 1996 Háttvirtur forsætisrráðherra, Eins og þér er vafalaust kunnugt hefur fjöldi sérfræðinga um allan heim lýst því yfir á opinberum vettvangi að kjarnorkuvopn séu ein mesta ógn gegn framtíð mannkyns og að sú stefna sem kjarnorkuveldin hafa tekið í þessum málum að undanförnu sýni mikið ábyrgðarleysi. Joseph Rotblat sem nýlega tók við friðarverðlaunum Nóbels notaði það tækifæri til að skora á kjarnorkuveldin að „muna skyldu sína við mannkyn“. Að frumkvæði ýmissa friðarsamtaka, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og annarra aðila hefur verið unnið mikið starf undanfarin ár til þess að fá álit frá Alþjóðadómstólnum í Haag um lögmæti á notkun kjamorkuvopna. Eins og greinilega kom í ljós við slysið í Chemobyl virðir geislavirkni ekki landamæri þjóða og getur hæglega breiðst um stór svæði með veðri og vindum. Talið var sjálfsagt að kanna lögmæti slíkra útrýmingarvopna því nokkuð ljóst sé að notkun þeirra gæti hæglega orsakað útrýmingu mannkyns og í minnsta falli útrýmingu mikils fjölda óbreyttra borgara og eyðileggingu landsvæða fyrir komandi kynslóðir. Það kom stofhendum Friðar 2000 mikið á óvart þegar ríkisstjóm íslands sýndi það ábyrgðarleysi að leggjast gegn því að Alþjóðadómstóllinn fengi þetta mál til umfjöllunar. Þann 15. desember 1994 fór ffam atkvæðagreiðsla hjá Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna og þá greiddi Island atkvæði á móti efitirfarandi samþykkt: The General Assembly decides pursuant to Article 96, Paragraph 1, of the Charter of the United Nations, to request the International Court of Justice urgently to render its advisory opinion on the following question: "Is the threat or use of nuclear weapons in any circumstances permitted under intemational law?" (Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna beinir því til Alþjóðadómstólsins í Haag að úrskurða hvort notkun kjarnorkuvopna samræmist alþjóðlegum lögum). í sama mánuði og þessi atkvæðagreiðsla fór fram sjósettu Bretar Trident kjamorkukafbát í Skotlandi. Það em alkunn sannindi, að þessir bátar sigla meðal annars um Atlantshafið fyrir utan strendur íslands á svokölluðum cftirlitsferðum. Ef slys henti slíkan bát á þessum slóðum, svo sem ef hann færist, má ætla að fiskimið íslendinga eyðilegðust eða yrðu í hættu um alla ffamtíð. mannkyn ogframtiðl ii kynslóða. Virðingarfyllst, Ástþór Magnússon Stofnandi Friðar 2000 V i Alþjó6astofnunin Fri6ur 2000 sendi forsætisrá6nneytinn þessa fyrirspnrn fyrir réttum tveimur mánu6\im, en enn hafa engin svör borist! F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.