Morgunblaðið - 28.04.1996, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
I
-H
ATVIN N IIA UGL YSINGAR
Blaðberi óskast
Blaðberi óskast í Fjallalind og Fífulind
Kópavogi.
Upplýsingar á mánudag í síma 569-1114.
Auglýsingateiknari
Morgunblaðið óskar að ráða auglýsinga-
teiknara til starfa. Starfið er laust fljótlega.
Auglýsingateiknarinn þarf að vera hug-
myndaríkur og hafa reynslu í auglýsingagerð.
Askilin er kunnátta og reynsla í notkun
QuarkXPress. Kunnátta í öðrum forritum
kemur einnig til góða. Ennfremur þarf hann
að geta unnið hratt og örugglega undirtíma-
pressu og hafa gaman af samskiptum við
annað fólk.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs-
ingar fást eingöngu á skrifstofu Guðna
Jónssonar, og skal umsóknum skilað á
sama stað.
Umsóknarfrestur er til 4. maf nk.
CtUÐNT IÓNSSON
RÁÐCIÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22
Hólmavíkurhreppur
Leikskólakennarar
Leikskólinn á Hólmavík óskar að ráða leik-
skólakennara í full störf eða hlutastörf. Ráð-
ið verður í störfin frá 1. júní eða 15. ágúst nk.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólma-
víkurhrepps, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík,
í síðasta lagi föstudaginn 17. maí 1996.
Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma
451 3510 og leikskólastjóri í síma 451 3411.
Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps.
TÆKNITEIKNARI
BYGGINGATÆKNIFRÆDINGUR
Traust þjónustu- og framleiðslufyrirtæki óskar að ráða
tækniteiknara eða byggingatæknifræðing (gjarnan
nýútskrifaðan) til starfa.
Starfssvið
• Sölumennska og þjónusta við viðskiptavini.
• Tölvuteikningar í CAD- kerfum.
• Önnur tilfallandí verkefni.
Leitað er að áhugasömum og þjónustuliprum
einstaklingi með söluhæfileika, sem hefur gaman af
mannlegum samskiptum og áhuga á fjölbreyttu
þjónustustarfi. Viðkomandi þarf að hafa hæfileika til
að vinna undir álagi og tímapressu. Haldgóð kunnátta
í AutoCAD eða sambærilegum kerfum nauðsynleg.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir
hjá Ráðgarði frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs á
eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „450 fyrir
4. maí n.k.
RÁÐGARÐURhf
STfÓRNTUNAR OG REKSIRARl^ÁÐGjöF
FURUQERÐl £ 10B REYKJAVÍK SÍMI S33-1BOO
netfang: radgardurdltn.la
Framreiðslumaður
Kennarar - kennarar
A
tlÓTELOÐAL
óskar að ráða þjón til starfa nú þegar.
Upplýsingar veitir hótelstjóri í síma
461-1900.
Rekstur kaffistofu
Nýja sendibílastöðin hf. óskar eftir aðila til
að taka að sér rekstur kaffistofu/mötuneyti
fyrirtækisins frá og með 1. júní nk.
Óskað er eftir hugmyndaríkum aðila með
reynslu í rekstri af kaffistofu eða mötuneyti.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofunni ásamt umsóknareyðublöðum.
Væntanlegum umsækjendum er bent á að
skila inn umsóknum fyrir 7. maí.
Engar upplýsingar eru veittar í síma.
Nýja sendibílastöðin hf,
Knarrarvogi 2, 104 Reykjavík.
Laus staða
skólastjóra
Við Grunnskólann á Eskifirði er laus til um-
sóknar staða skólastjóra.
Ennfremur stöður grunnskólakennara, meðal
kennslugreina stærðfræði, heimilisfræði og
sérkennsla. Húsnæðisfríðindi og flutnings-
styrkur.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma 476 1472
og formaður skólanefndar í síma 476 1143.
Umsóknarfrestur er til 13. maí.
FRAMLEIÐSLUSTIÓRI
Þekkt og traust iðnfyrirtæki sem tengist byggingaiðnaði
óskar að ráða framleiðslustjóra. Fyrirtækið vinnur að
uppbyggingu gæðakerfis samkvæmt IS0 9001
staðlinum.
Starfssvið
• Framleiðsluskipulagning og áætlanagerð.
• Rekstur vélbúnaðar.
• Þróunarvinna, endurskoðun framleiðsluferla o.fl.
• Sjá um að gæðakröfur fyrirtækisins séu uppfylltar.
Hæfniskröfur
• Vélaverkfræði, framleiðsluverkfræði eða sambærileg
menntun.
• Stjórnunar- og skipulagshæfileikar ásamt
samstarfshæfni.
• Góð tölvukunnátta.
Lögð er áhersla á að fá kröftugan einstakling með
gott frumkvæði sem getur komið nýjungum í
framkvæmd.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem
trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs
merktar: “Framleiðslustjóri ” fyrir 7. maí nk.
RÁÐGARÐURhf
STjÓRNUNAR OG R13CSTRARIGDGJÖF
FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK SImI 533-1800
netfang: radgardurOitn.ia
Nú ertækifærið!
Lausar stöður við Kirkjubæjarskóla á Síðu
næsta skólaár. Sérstaklega vantar okkur
kennara í handmennt og heimilisfræði en
einnig í almenna kennslu. í skólanum er
unnið metnaðarfullt starf, hann hefur góða
vinnuaðstöðu, gott bókasafn og ágætar
kennaraíbúðir. í skólanum eru tæplega 100
nemendur og samfélagið er skólavænt.
Skólinn er í 270 km fjarlægð frá Reykjavík,
í fallegu umhverfi þar sem veðursæld er mikil.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Hanna
Hjartardóttir, í síma 487 4633, (487 4635
hs.) og hún verður einnig til viðtals í mötu-
neyti Kennaraháskólans v/Stakkahlið
þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 16.00-18.00.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
Viðskiptafræðingur
Tryggingastofnun ríkisins óskar að ráða við-
skiptafræðing til starfa á lífeyrisdeild stofn-
unarinnar hið fyrsta. Starfsreynsla æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf,
sendist starfsmannahaldi Tryggingastofnun-
ar ríkisins fyrir 10. maí nk.
LANDSPITALINN
.../' þágu mannúðar og vísinda...
SÝKLAFRÆÐIDEILD
LANDSPÍTALANS
Sérfræðingur
Staða sérfræðings í sýklafræði við sýkla-
fræðideild Landspítalans er laus til umsókn-
ar. Um er að ræða fullt starf og verður stað-
an veitt frá 1. ágúst 1996.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 1996.
Starfið felst meðal annars í kennslu lækna-
og meinatæknanema.
Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri
störf og reynslu af kennslu og vísindastörfum
sendist á eyðublöðum lækna til yfirlæknis
deildarinnar, Ólafs Steingrímssonar, sem
veitir upplýsingar um starfið.
Reyndur aðstoðarlæknir
Staða reynds aðstoðarlæknis við sýklafræði-
deild Landspítalans er laus til umsóknar. Um
er að ræða fullt starf og verður staðan veitt
frá 1. ágúst 1996.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 1996.
Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri
störf og reynslu af kennslu og vísindastörf-
um, sendist til yfirlæknis deildarinnar, Ólafs
Steingrímssonar, sem veitir upplýsingar um
starfið.
LYFLÆKNINGADEILD - HJARTA-
DEILD
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast á hjartadeild
Landspítalans. Um er að ræða bæði fastar
stöður og í afleysingar vegna barnsburðar-
leyfa.
Upplýsingar veita Unnur Sigtryggsdóttir,
deildarstjóri, s. 560 1250, og Bergdís Krist-
jánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s.
560 1303.
I