Morgunblaðið - 28.04.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 19
ATVIN N U
IFélagsmálastofnun
Hafnarfjarðar
Varnarliðið
- laust starf
Rekstrarstjóri
Staða rekstrarstjóra á Félagsmálastofnun
Hafnarfjarðar er laus til umsóknar nú þegar.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og
hafa góða reynslu á sviði tölvubókhalds. Þá
þarf viðkomandi að vera vanur skýrslugerð-
um og geta unnið rannsóknarvinnu á sviði
félagsmála. Um fullt starf er að ræða. Góð
hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsyn-
leg. Laun samkvæmt samningi Starfsmanna-
félags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á Félagsmála-
stofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, fyrir
6. maí nk.
Félagsmálastjórirm íHafnarfirði.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður
Þjónustudeild
Vegna yfirtöku grunnskólans 1. ágúst nk. og
aukinna verkefna því fylgjandi hefur verið
stofnuð þjónustudeild við Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar. Starfsfólk deildarinnar mun
sinna ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu við leik-
skóla og grunnskóla.
Auglýst er eftir starfsfólki í eftirtaldar stöður:
Kennslufulltrúi, ein staða v/grunnskóla.
Skólasálfræðingur, tvær stöður v/leik- og
grunnskóla.
Talkennari, ein stað v/leik- og grunnskóla.
Ráðið verður í störfin frá og með 1. ágúst
nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Um kaup og kjör fer skv. samningum STH
og Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf berist Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 4 fyrir 3. maí nk.
Nánari upplýsingar veita skólafulltrúi (Magn-
ús Baldursson) í síma 555 3444 og deildar-
stjóri þjónustudeildar (Guðjón Ólafsson) í
síma 565 8011.
Skólafulltrúinn íHafnarfirði.
Skrifstofustjóri
Staða skrifstofustjóra við embætti Sýslu-
mannsins í Vestmannaeyjum er laus til um-
sóknar.
Starf skrifstofustjóra felst meðal annars í
umsjón með bókhaldi og fjárreiðum embætt-
isins, fjármálastjórn, gerð rekstraráætlana,
starfsmannahaldi og innheimtu opinberra
gjalda. .
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi
í viðskiptafræði, hafi sambærilega menntun
eða reynslu á sviði bókhalds og rekstrar.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síð-
ar en 15. júlí nk.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Halla
Margrét Tryggvadóttir, skrifstofustjóri, í síma
481-1066.
Umsóknum, er tilgreina aldur, menntun og
fyrri störf, skal skilað til undirritaðs fyrir 17.
maí 1996.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
26. apríl 1996.
Georg Kr. Lárusson.
Kennari við A.T. Mahan High School á
Keflavíkurflugvelli
Um er að ræða kennslu 12 til 18 ára banda-
rískra unglinga um menningu og sögu ís-
lands. Viðkomandi þarf þar af leiðandi að
vera vel að sér í landafræði.bókmenntum
og sögu landsins.
Mjög góðrar kunnáttu í ensku er krafist,
bæði á talað mál og skrifað.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 21. ág-
úst nk.
Skriflegar umsóknir á ensku berist til varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis, ráðning-
ardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ,
eigi síðar en 10. maí 1996.
Staða forstöðu-
manns
Byggðasafns Snæfellinga og
Hnappdæla er laus til umsóknar
Forstöðumaður starfar í umboði stjórnar
Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
Hann annast daglegan rekstur safnsins,
skipuleggur innra starf þess, sér um sýninga-
hald, hefur umsjón með húseignum og öðr-
um eignum safnsins og starfar að öðru leyti
á grundvelli erindisbréfs og stofnskrár
Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
Safnið er í eigu Héraðsnefndar Snæfellinga
en yfirstjórn þess er í höndum fimm manna
yfirstjórnar.
Forstöðumaður skal hafa háskólamenntun á
sviði þjóðfræða, safnfræða eða öðrum þeim
fræðum sem flokkast undir menningarsögu
á sviði minjaverndar. Launakjöir eru í sam-
ræmi við kjarasamning Félags íslenskra
fræða og ríkisins.
Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um
menntun, reynslu og fyrri störf, sendist for-
manni stjórnar safnsins, Guðrúnu A. Gunn-
arsdóttur, Sundabakka 10a, 340 Stykkis-
hólmi, eigi síðar en 15. maí nk. Nánari upplýs-
ingar um starfið veitir Guðrún í síma
438 1241 (fyrir hádegi).
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Kennarar
Okkur vantar nokkra kennara til starfa við
grunnskólann í Vestmannaeyjum.
Við Barnaskóia Vestmannaeyja eru lausar
3-4 kennarastöður. Um er að ræða 1-2 stöð-
ur við almenna kennslu (hluti sérkennsla),
1 staða við handmenntakennslu (smíðar) og
1 staða við tónlistarkennslu (bekkjarkennsla
og skólakór).
Nánari upplýsingar gefur Hjálmfríður skóla-
stjóri í símum 481 1944 og 481 1898.
Við Hamarskóla í Eyjum eru lausar 3-4
kennarastöður. Um er að ræða 1 stöðu sér-
kennara, 1-2 stöður við almenna kennslu
(yngri börn) og 1-2 stöður á unglingastigi,
kennslugreinar eðlisfræði, stærðfræði og
tölvur.
Ef þú ert áhugasamur kennari sem vilt taka
þátt í virku skólastarfi hafðu þá samband við
Halldóru skólastjóra í síma 481 2644 eða
481 2265.
Skólastarf í Vestmannaeyjum stendur á gömlum og traustum
grunni og tók fyrsti barnaskóli á íslandi til starfa í Eyjum árið
1745. Barnaskóli Vestmannaeyja er heilstaeður grunnskóli og
eru nemendur450 talsins. Skólinn ervel búinn kennslutækjum,
hressum krökkum og áhugasömu starfsfólki. Hamarsskóli er
nýlegur skóli og var fyrsti áfangi tekinn í notkun 1982. í skólan-
um eru 360 nemendur á aldrinum 6-16 ára. Þar eru skemmtileg-
ir krakkar, hresst starfsfólk og góður starfsandi.
Skólanefnd grunnskóla í Vestmannaeyjum.
Lausar stöður
Við embætti sýslumannsins á Akureyri eru
lausar til umsóknar tvær stöður varðstjóra í
lögreglunni á Akureyri. Umsóknarfrestur er
til 1. júní 1996 og stöðurnar veitast frá og
með 1. júlí 1996. Laun eru samkvæmt launa-
kerfi starfsmanna ríkisins.
Upplýsingar um stöðurnar fást hjá yfirlög-
regluþjónum og skal umsóknum skilað til
undirritaðs fyrir lok umsóknarfrests.
Sýslumaðurinn á Akureýri,
Björn Jósef Arnviðarson.
AKRANESKAUPSTAÐUR
Skólafulltrúi
Auglýst er laust til umsóknar starf skóla-
fulltrúa hjá Akraneskaupstað. Um er að
ræða nýtt starf, sem er laust nú þegar.
Skólafulltrúi mun hafa umsjón og eftirlit með
framkvæmd laga um grunnskóla, leikskóla
og tónlistarskólans á Akranesi auk þess sem
honum kunna að verða falin ýmis önnur verk-
efni. Meginstarf skólafulltrúa verður þó um-
sjón þeirra málefna sem varða grunnskól-
ana, leikskólana og tónlistarskólann, umsjón
með rekstri, kennsluskipan, áætlanagerð,
kennsluráðgjöf, umsjón ráðgjafarþjónustu
skólanna, öflun og miðlun upplýsinga, kostn-
aðareftirlit, endurmenntunarmál o.fl.
Laun verða samkvæmt kjarasamningum
Akraneskaupstaðar og Starfsmannafélags
Akraneskaupstaðar.
Umsækjendur þurfa að hafa uppeldismennt-
un, víðtæka þekkingu á skólamálum og
stjórnunarreynslu. Umsóknarfrestur er til 30.
apríl nk. og skulu skriflegar umsóknir berast
skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti
16-18, Akranesi.
Nánari upplýsingar veita Gísli Gíslason, bæj-
arstjóri eða Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari
(sími 431 1211).
Bæjarstjórinn á Akranesi.
VEÐURSTOFA
ÍSLANDS
Forstöðumaður
þjónustuviðs
Staða forstöðumanns Þjónustusviðs Veður-
stofu "íslands er laus til umsóknar.
Starfið felst m.a. í stjórn á daglegum rekstri
sviðsins en á því fer fram m.a. dagleg veður-
þjónusta. Vegna breytinga í umhverfi Veður-
stofa svo og vegna nýrra möguleika í upplýs-
ingamiðlun mun sérþjónusta, markaðssetn-
ing og samkeppni verða vaxandi þáttur í
starfsemi Þjónustusviðs. Þess vegna þurfa
umsækjendur að hafa háskólapróf og upp-
fylla eftirtalin skilyrði:
• Hafa stjórnunarreynslu og eiga auðvelt
með mannleg samskipti.
• Hafa þekkingu á markaðsmálum og gerð
þjónustusamninga.
• Hafa almenna þekkingu/reynslu á tölvum.
• Hafa gott vald á ensku og norðurlanda-
máli.
Hér er um að ræða fjölbreytt starf og spenn-
andi viðfangsefni, þar sem innlend og erlend
samskipti eru vaxandi þáttur.
Umsóknir skulu berast Veðurstofu íslands
fyrir 20. maí nk. með upplýsingum um mennt-
un, reynslu og fyrri störf.
Nánari upplýsingar veitir veðurstofustjóri,
Magnús Jónsson.