Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 32
32 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Góð mynd verður betri
með stœkkun
*
Prentum á boli
Kynnið ykkur óvcnju hagstætt
verð á litstækkun hjá okkur.
13x18 20x30
15x21 28x35
18x24 30x40
20x25 30x45
Óvenju hagstætt verð á slides-framköllun.
Passamyndir á sama stað.
EXPREl
L I T M Y N D I R
Við erum umhverfisvœn
Hótel Esju - sími 581 2219
^ Framtíð
fr:;| (\NDS
á 60 mínútum
Þriðjudaginn liÝJAJR AIIÐILMDniR
30. apríl
kl. 17:15 á Hótel Borg
F rummælendur:
Halldór Blöndal, samgönguráðherra
Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur
Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastj. Marels hf.
Fundarstjóri:
Elsa Valsdóttir, varaformaður Heimdallar
c
SIÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Dagbók frá Kairó
FYRSTA daginn eta allir bras-
að lambakjöt enda er þessi
hátíð til að minnast þess þegar
guð fyrirskipaði Abraham að fórna
syni sínum en aflétti þvi og lambi
var fórnað í staðinn.
Svo eru fjölskylduboðin og
heimsóknir og þarf raunar ekki
hátíðir til, Egyptar eru með af-
brigðum hændir að fjölskyldum
sínum og ræktarsamir. Þeir sem
hafa betri efni fara úr bænum, en
langflestir fara í „útilegu" á hvetj-
um grænum bletti borgarinnar;
heilu fjölskyldurnar sitja í görðun-
um og ef ekki vill betur þá kannski
bara á umferðareyjum og borða
nestið og skrafa og börnin leika
sér af hjartans lyst.
En svo hafa auk þessa verið
tvennir páskar í apríl. Fyrst þessir
venjulegu okkar páskar, þá var
ekki ýkja mikið um að vera því
hér eru fáir mótmælendur eða
rómversk kaþólskir en það var þó
frí í skólanum.
Koptisku páskarnir voru viku
síðar og var frí í tvo daga og allir
héldu hátíð hvort sem þeir voru
kristnir eða múslimar. Á öðrum
degi páskanna er sérverkaður fisk-
ur - einskonar skreið - hvarvetna
á borðum. Þessi fiskréttur er að
því er mér skilst aðeins snæddur
2. dag koptísku páskanna.
Það var kominn eilítill próffíðr-
ingur í mannskapinn í bekknum
mínum síðustu daga skólans og
veitir þetta námskeið í egypsku
arabískunni engin réttindi í bók-
staflegum skilningin þó skírteini
fagurt og frítt hafi verið afhent.
Við töluðum ekki um þetta nema
gætilega og enginn vildi beinlínis
kveða upp úr með það að hann
kvíði fyrir.
Loks harkaði Heather banda-
Hátíðir í
hverri viku
og próf-
skrekkur
Nú er að bresta á ein
hátíðin enn, Eid el
Adba, sem er meginhá-
tíð múslima og stendur
í 5-7 daga. Jóhanna
Krisljjónsdóttir segir
að þá séu menn á ferð
og flugi - eftir efnum
og ástæðum og allt enn
fyllra af fólki hér í
Kairó líka en venjulega
hvernig sem það er nú
hugsanlegt.
ríska af sér og spurði Monu hvort
hún gæti gefið okkur vísbendingu
um á hvað yrði lögð mest áhersla.
Þá leið stuna léttis frá okkur hin-
um, Michael, Rikardo, Javier, Ann-
iku, Kuono, Gani og mér en aðrir
í bekknum hafa gufað upp ein-
hvers staðar á leiðinni og það kom
auðvitað í ljós að við vorum öll
með þennan snert - nema senni-
lega Kuono sem lætur ekkert slíkt
í ljós fremur en sönnum Japana
sæmir.
Mona sagðist ekki mundu prófa
okkur í nútíðunum - sem eru tvær
í egypskri arabísku. Önnur nútíðin
er til dæmis ana aktob - ég skrifa
og.hin er ana baktob - þ.e. ef ég
er að skrifa að staðaldri. Aðalplús-
inn við það að Mona sleppti nútíð-
inni fannst okkur vera að þar með
þurftum við heldur ekki að hafa
áhyggjur af neitunarlist nútíðar
sem er æði erfið ekki síst í fram-
burði og mætti taka sögnina
jassrab - að drekka sem dæmi.
Sú sögn er raunar einnig notuð
um að reykja sígarettur. Þú (kvk.
et.) drekkur ekki (eða reykir ekki
sígarettur) getur verið inti
mbbtissrabíss eða inti metissrabíss
og virtist mun einfaldara þegar
við vissum að það átti ekki að
prófa í þessu.
Það kom upp úr dúrnum þarna
að við vorum komin töluvert fram
úr kennsluáætlun námskeiðsins án
þess að okkur hafi nú alltaf fund-
ist við vera mikil gáfnaljós þegar
við höfum verið að hiksta okkur
fram úr samræðum eða æfingum.
Það ríkti því bjartsýni hjá okkur
og við keyptum blómaskreytingu
handa Monu - sem við hefðum
sennilega gert hvort sem var -
því hún hefur rekið okkur áfram
af festu en skemmtilegum húmor.
SÖFNUNARSJÓÐUR LÍFEYRISRÉTTINDA
UPPLÝSINGAR UM STARFSEMI Á ÁRINU 1995
Helstu niðurstöður reikninga árið 1995 í Þúsundum króna
Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris árið 1995: Efnahagsreikningur 31.12.1995
Vaxtatekjur og verðbætur 798.562 Veltufjármunir:
Reiknuð gjöld vegna verðlagsbr. (1) -293.234 Bankainnistæður 39.924
Ávöxtun umfram verðbólgu 505.328 Skammtímakröfur 1.515.403
Hreint veltufé jákvætt 1.555.327
Iðgjöld Lífeyrir 456.469 -43.799 Fastafjármunir:
Rekstrarkostnaður -16.856 Veðskuldabréf sjóðfélaga (2) 284.752
Hækkun á hreinni eign án matsbr. 901.142 Veðskuldabréf Húsnæðisstofnunar (2) 2.813.157
Reiknuð gjöld vegna verðlagsbr. (1) 293.234 Önnur skuldabréf (2) 5.369.660
Hækkun á hreinni eign á árinu 1.194.376 Hlutabréf 82.826
Hrein eign frá fyrra ári 8.912.907 Varanlegir rekstrarfjármunir 1.561
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 10.107.283 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 10.107.283
1. Verðbreytingarfærslan hækkar upp (peningalegar eignir) í samræmi viö verðbólgustuðul. Útreikningurinn byggist á breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar innan ársins.
2. Með áföllnum vöxtum og verðbótum.
Kennitöiur
Raunávöxtun: Umfram lánskjaravísitölu 1995 7,03%
Hrein raunávöxtun: Ávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar 6,84%
Kostnaðarhlutfall: Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum 0,18%
Kostnaðarhlutfall: Rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum 3,69%
Lífeyrisgreiðslur: Lífeyrir, sem hlutfall af iðgjöldum 9,59%
Starfsmannafjöldi: Slysatryggðar vinnuvikur deilt með 52 3
Tryggingafræðileg athugun
Á árinu 1993 var framkvæmd tryggingafræðileg athugun á framtíðarstöðu sjóðsins sem
miðast við árslok 1992. Helstu niðurstöður úttektarinnar, miðað við að 3,5% ávöxtun náist á
eignir sjóðsins umfram hækkun lánskjaravísitölu næstu áratugina voru, að höfuðstóll sjóösins
og verðmæti framtíðariðgjalda næmi kr. 1.780 milljónum umfram skuidbindingar.
Verðtryggður lífeyrisréttur (útdráttur)
Ellilífeyrir: Réttur til töku ellilífeyris hefst þegar sjóðfélagi er 70 ára. Heimilt er að hefja töku
lífeyris 67 ára, en þó með lækkun sem nemur 6% fyrir hvert ár. Einnig má fresta töku lífeyris til
75 ára og hækkar þá lífeyririnn um 6% fyrir hvert ár.
Örorkulífeyrir: Réttur til örorkulífeyris miðast við að örorkan sé a.m.k. 40% að mati trygginga-
yfirlæknis. Örorkan er miðuð við vanhæfi sjóðfélagans til þess að gegna því starfi, sem aðild hans
að sjóðnum er tengd og að sjóðfélagi hafi greitt iðgjöld til sjóðsins undanfarin þrjú almannaksár
og a.m.k. sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum áður en orkutapið átti sér stað.
Makalífeyrir: Makalífeyrir er greiddur maka látins sjóðfélaga í minnst 24 mánuði og lengur ef
eitt af eftirfarandi skilyrðum er uppfyllt: 1. Eftirlifandi maki er orðinn 35 ára og hjónaband staðið
í a.m.k. 5 ár og var stofnað áður en sjóðfélagi náði 60 ára aldri. 2. Yngsta barn sjóðfélga er 18
ára eða yngra. 3. Makinn er öryrki.
Barnalífeyrir: Börn og kjörbörn yngri en 18 ára sem sjóðfélagi lætur eftir sig við andlát eiga rétt
á lífeyri úr sjóðnum hafi sjóðfélaginn greitt til hans í a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi tólf
mánuðum eða naut örorkulífeyris úr sjóðnum.
Elli-, örorku- og makalífeyrisgreiðslur eru I réttu hlutfalli við þau iðgjöld sem sjóðfélagarnir
greiddu til sjóðsins. M.ö.o hærri iðgjöld gefa hærri lífeyri. Allar lífeyrisgreiðslur eru fullverð-
tryggðar og taka breytingum samkvæmt lánskjaravísitölu.
Almennar upplýsingar
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 95 frá 1980 með síðari breytingum. Er hann ætlaður
öllum starfandi mönnum sem ekki eiga sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Á árinu 1995
greiddu til sjóðsins 16.359 einstaklingar. Heildarfjöldi sjóðfélaga í árslok 1995 var 85.174
Skrifstofa sjóðsins er til húsa að Laugavegi 13, 2 hæð.
í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda 1995 voru:
Magnús Pétursson formaður
Birgir B. Sigurjónsson
Hrafn Magnússon
Ragnar H. Guðmundsson
Gunnar J. Friðriksson varaformaður
Halldór Björnsson
Margeir Daníelsson
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jóhannes B. Sveinbjörnsson