Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N UAUGIYSINGA R „Au pair“ óskast á íslenskt heimili í Bandaríkjunum til að gæta tveggja drengja, 3ja og 6 ára. Aldur 20-25 ára. Foreldrar báðir læknar. Vinnutím- inn sveigjanlegur. Bílpróf. Reyklaus. Uppl. í símum 001 802 649 2453 og 553 6316. Vélstjóri Vélstjóra vantar á ísfisktogara frá Suðurnesj- um. Vélarstærð 1103 kw. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 9. maí, merktar: „Togari - 594“. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumbaravogur, Stokkseyri, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræð- ing (deildarstjórn), svo og í afleysingar í júlí og ágúst. íbúðarhúsnæði fyrir hendi. Upplýsingar í síma 483 1310. VINNU- OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR Hjukrunarfræðingar óskast til sumarafleysingastarfa við Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Um er að ræða 100% starf. Aðeins morgunvaktir og fáar helgarvaktir. Vinsamlega hafið sambarid við hjúkrunarfor- stjóra, Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur, milli kl. 11 og 12 virka daga í síma 552 9133. Dvalarheimiliö í Sjálfsbjargarhúsinu er ætlað hreyfihömluðu fólki, er þarfn- ast aðstoðar og umönnunar allan sólarhringinn. íbúar eru 45 og starfs- menn um 50. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iöjuþjálfi, sjúkraliðar, læknar og aörir starfsmenn vinna við heimilið. Við vinnum nú sérstaklega að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Boð- in eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgarinnar. f GREIFU^ Matreiðslumaður Vantar vanan matreiðslumann í veitingahús úti á landi frá 15. júní til 15. ágúst. Þarf að geta unnið algjörlega sjálfstætt. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „M - 16129“ fyrir 10. maí. Oskum eftir bakara Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 8. maí, merktar: „15500". Fullum trúnaði heitið. Vélstjóri Yfirvélstjóra vantar strax á nóta- og togveiði- skipið Arnarnúp (ex Drangur). Upplýsingar gefnar í síma 465 1200 eða 854 5756, eða um borð í bátnum, sem er í slipp á Akranesi. Skrifstofustarf óskast 22ja ára gömul stúlka, sem er að Ijúka námi frá Viðskipta- og tölvuskólanum óskar eftir skrifstofustarfi. Góð tölvu- og málakunnátta. Vinsamlega hafið samband í símum 505 0129 og 587 6562 eftir 8. maí. Meðmæli ef óskað er. Guðbjörg Eva. SjÚKRAHÚS REYKJAVÍ KUR Deildarlæknisstaða á öldrunarlækningadeild Laus er til umsóknar deildarlæknisstaða við öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur í Fossvogi. Staðan veitist frá 1. júní eða 1. júlí 1996 til allt að eins árs. Vaktavinna er við sameiginlega vakt lyflækningadeilda. Á deildinni fer fram fjölþætt teymisvinna við mat,- meðferð og endurhæfingu aldraðra. Staðan kemur að góðum notum fyrir þá, sem hyggja á framhaldsnám í öldrunar-, lyf-, heimilis-, geð- eða taugalækningum. Umsóknir sendist til Pálma V. Jónssonar, forstöðulæknis, sem veitir allar frekari upp- lýsingar í síma 525 1530. OB UPPUÝSINGAMIÐSTfio ,ia'hG HittHui Starfsnám fyrir ungt fólk í atvinnuleit 18-25 ára Starfsnám Hins hússins 1996 hefst 13. maí nk. Starfsnámið skiptist í tvennt, námskeið og starfsþjálfun. Eftir fjögurra vikna nám- skeið er reynt að finna þátttakendum starf við hæfi hjá borgarstofnunum, félögum, menningarstofnunum og í Hinu húsinu. Boð- ið verður upp á starfstengd námskeið sam- hlilða starfsþjálfuninni. Starfsnámið er launað í starfsþjálfuninni, þ.e. í fimm mánuði. Námskeiðið er án launa en þátttakendur halda atvinnuleysisbótum á meðan. Til að geta tekið þátt í starfsnámi Hins hússins þarf umsækjandi að vera á aldr- inum 18-25 ára, vera skráður hjá Vinnumiðl- un Reykjavíkurborgar og hafa rétt á atvinnu- leysisbótum. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 6. maí. Umsóknum má skila á Vinnumiðlun Reykja- víkurborgar, Engjateigi 11, sími 588 2580 og í Hitt húsið, Aðalstræti 2, sími 551 5353 á eyðublöðum sem þar fást. Hársnyrtisveinn óskast Óskum eftir að ráða hressan og snyrtilegan hársnyrtisvein með góða framkomu í fullt eða hlutastarf. Góð laun fyrir góðan starfskraft. Upplýsingar á staðnum eða í síma. Hársnyrtistofan Greifinn, Hringbraut 119, Reykjavík, sími 552 2077. „Au pair“ til Svíþjóð Tvær læknafjölskyldur, nálægt miðbæ Lund- ar, óska eftir hvor sinni „au pair“ í 10 mán- uði frá miðjum ágúst. Létt húsverk og barna- gæsla. Bílpróf æskilegt. Ef vistin er lengri en 6 mán. þá eru ferðir fram og til baka fríar. Nánari uppl. í s. 00 46 46 2118442 (Hildur) eða 00 46 46 149693 (Hrafnhildur). Umsókn- irsendisttil Önnu Stjernquist-Destanik, Kávl- ingevágen 37, 222 40 Lundi, Svíþjóð. Sölumaður óskast í varahlutaverslun Hæfniskröfur eru að: • Vera orðin 25 ára eða eldri. • Vilja fasta framtíðarvinnu. • Vera bifvélavirki, bílarafvirki eða sambæri- leg menntun. • Tala og skrifa ensku. • Geta unnið sjálfstætt. • Vinnur skipulaga við úrlausn verkefna. • Hafa snyrtilega og góða framkomu. • Geta brosað. • Gerir kröfur um árangur. • Vera þjónustuglaður. • Eiga gott með að vinna með duglegu fólki. • Þekkja vel þarfir bílgreinarinnar. • Vera samviskusamur og nákvæmur. • Vinna vel undir álagi. • Hafa gaman af því að hafa mikið að gera. • Þekkja vel kröfur bíleigenda. Bílanaust hf. er 34 ára innflutnings- og dreif- ingarfyrirtæki, sem sérhæfir sig í að bjóða vandaðar vörur fyrir bíleigendur og viðgerð- armenn. Markmið félagsins er að vera í takt við kröfur tímans, veita góða þjónustu og mikið vöruúrval. í dag starfa um 80 manns hjá félaginu á fjórum stöðum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum útibúum Bílanausts sem og á skrifstofu. Framhalds- skólakennarar Auglýst er eftir kennurum næsta skólaár í eftirtaldar kennslugreinar: Danska (’A staða), enska ('A), þýska (1/2), franska ('h), stærðfræði (7i), tölvufræði (’A), raungreinar ('/,), viðskiptagreinar (1/2), sér- kennsla (1/2). Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir berist undirrituðum, sem jafnframt gefur nánari upplýsingar í síma skólans 478 1870. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Zophonías Torfason, skólameistari. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Kennara vantar í Fjölbrautaskólann í Garðabæ til að kenna þessar greinar frá og með næsta skólaári: Eðlisfræði Efnafræði Jarðfræði Sagnfræði Stærðfræði Töivufræði Umsóknarfrestur er til 22. maí 1996. Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 565 8800. Skólameistari. Laus staða í sparisjóði Einn af leiðandi sparisjóðum landsins óskar eftir að ráða starfsmann í hagdeild. Starfið felur meðal annars í sér stjórnun og framkvæmd á innri endurskoðun sparisjóðs- ins, áætlana- og skýrslugerð, aðstoð við bæði aðal- og milliuppgjör og markaðsmál. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu við- skiptafræðingar eða með sambærilega menntun. Starfsreynsla við bankastörf er æskileg. Áhersla er lögð á öguð vinnubrögð, góða tölvukunnáttu, skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mann- legum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 13. maí nk. Umsóknir skilist til afgreiðslu Mbl., merktar: „H - 13586“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.