Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 125. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sáttatónn í Rússum á NATO-fundi í Berlín Geta sætt sig við stækkun NATO Reuter JAVIER Solana, framkvæmdastjóri NATO, réttir Jevgení Prím- akov, utanríkisráðherra Rússlands, höndina áður en sá síðar- nefndi ávarpaði utanríkisráðherrafund NATO-ríkjanna i Berlín. Prímakov sagði að viðræður þeirra Solana hefðu verið mjög uppbyggilegar og mikið ánægjuefni að NATO liti á Rússa sem jafninga í umræðum um nýja skipan öryggismála í Evrópu. Berlín. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, gaf til kynna á fundi með utanríkisráðherrum ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Berlín í gær að Moskvustjórnin gæti sætt sig við aðild fyrrverandi Var- sjárbandalagsríkja að NATO en væri hins vegar algerlega andvíg því að bandalagið flytti herafia og vopnabúnað að rússnesku landa- mærunum. Embættismenn aðildar- ríkjanna greindi á um hvort um stefnubreytingu væri að ræða af hálfu Rússa. Ymsir töldu að Moskvu- stjórnin hefði slakað verulega á and- stöðu sinni við stækkun NATO í austur. Aðrir sögðu hins vegar að Primakov hefði áréttað fyrri afstöðu Rússa, en á kurteislegri hátt en áður. Bandarískir embættismenn og Segjast andvígir hernaðarupp- byggingu NATO við rússnesku landamærin ráðherrar frá Þýskalandi og Frakk- landi sögðust ekki telja að afstaða Rússa hefði breyst og bentu á að þeir hefðu áður gefið til kynna að þeir léðu máls á málamiðlun. Minnispenna „í raun hefur afstaða Rússa ekk- ert breyst en segja má að með yfir- lýsingu Prímakovs hafi nokkuð dregið úr spennunni vegna fyrir- hugaðrar stækkunar NATO,“ sagði Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að fundurinn með Prímakov hefði verið „mjög vinsam- legur“ og kvaðst vona að samskipti bandalagsins við Rússa bötnuðu. „Ég tel ekki að Rússar hafi breytt afstöðu sinni, að minnsta kosti ekki veruiega. Segja má frekar að and- inn hafi breyst." Utanríkisráðherrar Póllands og Ungveijalands, sem sátu fundinn, fögnuðu ummælum Prímakovs og sögðu þau til marks um að Rússar væru smátt og smátt að breyta af- stöðu sinni. Óvænt ummæli Búist hafði verið við að Prímakov yrði mjög harður í horn að taka gagn- vart bandalaginu á fundinum með tilliti til forsetakosninganna í Rúss- landi 16. þ.m. og því kom yfirlýsing hans mjög á óvart. Raunar gekk hann svo langt að hrósa NATO, fyrr- um höfuðóvini ráðamanna í Moskvu. „Við teljum að NATO hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna og því hefur gengið vel að laga sig að hinum nýja raunveruleika,“ sagði Prímakov og í einkasamtölum lagði hann áherslu á að Moskvustjómin hefði áhyggjur af hernaðaruppbyggingu NATO við rússnesku landamærin í Austur-Evrópu en ekki af stækkun bandalagsins. Clinton gertað bera vitni Little Rock. Reuter. ALRÍKISDÓMARI í Little Rock í Arkansas úrskurðaði í gær að Bill Clinton Bandaríkjaforseta bæri að bera vitni í réttarhöldum sem hefj- ast 17. júní og tengjast rannsókn Whitewater-málsins svokallaða. Réttað verður yfir tveimur bankamönnum í Arkansas, sem eru sakaðir um að hafa notað fé banka sinna til að styrkja kosningabaráttu Clintons og fleiri stjórnmálamanna. Dómarinn sagði að sýna mætti myndbandsupptökur af vitnisburði forsetans eins og gert var í nýlokn- um réttarhöldum í máli fyrrverandi viðskiptafélaga hans, James og Susan McDougals, og Jims Tuck- ers, ríkisstjóra Arkansas. Ariane Kourou. Reuter. STJÓRNSTÖÐ á jörðu sprengdi Ariane-5 geimflaug f loft upp, að- eins 37 sekúndum eftir að henni var skotið á loft í Frönsku Guiana í gær, þar sem hana hafði borið af leið. Flaugin var íjóra km frá jörðu og í hverri eldflaug, sem notuð var til að skjóta henni á loft, voru enn 150 tonn af sprengiefni þegar hún var sprengd. Logandi brak féll um 500 metr- um frá stjórnstöðinni og 17 km frá skotpallinum, þótt braut flaugar- innar hefði átt að tryggja að allt brak félli í sjóinn. Yfirvöld í Frönsku Guiana, franskri nýlendu á norðaustur- strönd Suður-Ameríku, sögðu að íbúunum stafaði ekki hætta af flaug s])ringui' sprengingunni og engin hætta væri á umhverfisspjöllum. Um 100 gestir fylgdust með geimskotinu og voru með gasgrím- ur þegar þeir voru fiuttir á brott. Áfall fyrir ESA Þetta var fyrsta ferð geimflaug- arinnar og sprengingin er mikið áfall fyrir Geimferðastofnun Evr- ópu (ESA), enda var geimskotið lið- ur í áformum hennar um að styrkja stöðu sína enn frekar í samkeppn- inni um gervihnattaflutninga. Geimflaugin var ómönnuð og í henni voru fjórir vísindahnettir sem eyðilögðust. Áætlað er að geimskot- ið og gervihnettirnir hafi kostað rúmar 500 milljónir dala, 34 millj- arða króna. Engir tryggingarsamn- ingar höfðu verið gerðir vegna geimskotsins. Geimskotinu hafði verið frestað í eina klukkustund þar sem hætta var talin á eldingum en ákveðið var að skjóta flauginni á loft þótt skyggnið væri slæmt. Nefnd hefur verið skipuð til að rannsaka orsök slyssins og hún á að greina frá nið- urstöðunni um miðjan júlí. ESA kvaðst ætla að halda áfram geimskotaáætlun sinni, sem hefur kostað jafnvirði 540 milljarða króna á síðustu tíu árum, en næsta geim- skoti verður að öllum líkindum frestað þar til á næsta ári. Tveir af helstu viðskiptavinum stofnun- arinnar, gervihnattafyrirtækin Intelsat og Eutelsat, sögðust enn bera fullt traust til stofnunarinnar. Reuter Fómar- lambanna í Peking minnst HUNDRUÐ óeinkenniskiæddra lögreglumanna voru við öllu búin á Torgi hins hinmeska friðar í Peking í gær en þá voru sjö ár liðin síðan skriðdrekar kínverska hersins kæfðu lýðræðisbylting- una svokölluðu í blóði. Ekkert bar til tíðinda þar en í Hong Kong efndu hundruð náms- manna til mótmæla og brenndu brúður af Li Peng, forsætisráð- herra Kína, sem skipaði fyrir um aðgerðirnar á torginu þar sem hundruð manna létu lífið. Mlyndin var tekin á mótmælafundi í Hong Kong þar sem 20.000 lýðræðis- sinnar héldu á kertum til að minnast fórnarlambanna á Torgi hins himneska friðar. Rússland Biðlað til „þriðja aflsins“ Moskvu. Reuter. GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, bauð í gær nokkrum frambjóðendum í forsetakosningunum 16. júní ráðherraembætti kæmist hann til valda í von um að geta þann- ig tryggt sér stuðning þeirra i baráttunni við Borís Jeltsín for- seta. Fréttastofan Interfax hafði eftir Zjúganov að hann væri reiðubúinn að bjóða öllum frambjóðendum „þriðja aflsins" ráðherraembætti ef hann bæri sigur úr býtum í kosningunum. Þetta hugtak er yfirleitt notað yfir þijá aðra frambjóðendur, umbótasinnann Grígorí Javl- ínskí, Alexander Lebed, fyrr- verandi hershöfðingja, og augnskurðlækninn Svjatoslav Fjodorov. „Þið megið líta á yfirlýsingu mína sem formlegt tilboð," hafði fréttastofan eftir Zjúg- anov. „Við erum að ræða þetta ýtarlega." Javlínskí, Lebed og Fjodorov hafa reynt án árangurs að sam- einast í baráttunni við Jeltsín og Zjúganov. Javlínskí og Lebed hafa útilokað samvinnu við kommúnista. Talið er að enginn fái helm- ing atkvæðanría í fyrri umferð kosninganna 16. júní og að kosið verði á milli Jeltsíns og Zjúganovs í síðari umferðinni í júlí. Þeir leggja því mikla áherslu á að tryggja sér stuðn- ing þeirra frambjóðenda sem ekki verða í kjöri í síðari um- ferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.