Morgunblaðið - 05.06.1996, Page 2

Morgunblaðið - 05.06.1996, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðræðum um sameiningu ÚA og þriggja dótturfélaga Samheija slitið Ágreiningfur um verðmæti og framtíðarmöguleika Ekki frekari áhugi Samherja á hlutabréfakaupum í ÚA Veitustofnanir Reykjavíkur 25 milljónir sparast með breyttri innheimtu VIÐSKIPTAVINIR veitustofnana Reykjavíkurborgar, þ.e. Hitaveit- unnar og Rafmagnsveitunnar, greiða reikninga þessara stofnana mánaðarlega frá og með september eða október í haust. Sendur verður út einn reikningur, þar sem sundur- liðaður er kostnaður við notkun vatns og rafmagns og sér Lands- banki íslands um innheimtuna. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, sagði að bein lækkun kostnaðar vegna tilboðs Landsbankans í innheimtuna næmi 5 milljónum, en 20 milljóna sparnað- ur til viðbótar næðist með betri skil- um vegna mánaðarlegra afborgana. Afskriftir, sem nú næmu um 50 milljónum á ári, ættu einnig að minnka verulega. ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, hefur slitið viðræðum við fulltrúa stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa og bæj- arstjórann á Akureyri um hugs- anlega sameiningu þriggja dóttur- félaga fyrirtækisins, Strýtu, Söltun- arfélags Dalvíkur og Oddeyrar og Útgerðarfélag Akureyringa. Við- ræður hafa staðið yfír að undan- förnu, en þeim lauk formiega í gær. Fyrir atbeina bæjaryfírvalda tók stjóm ÚA ákvörðun um að heija viðræður við forsvarsmenn Sam- heija um hugsanlega sameiningu félaganna og hafa fulltrúar beggja aðila undanfarnar vikur lagt mat á verðmæti fyrirtækjanna og afkomu- möguleika. „Þegar verið er að meta fyrirtæki þarf að meta stöðuna í dag og framtíðarmöguleikana. Þetta er alltaf stór óvissuþáttur en við metum þessa hluti ekki á sama hátt og að okkar mati stóð ekki til að um þessa hiuti yrði deilt,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija. Ekki lengur áhugi á hlutabréfakaupum „Sýn okkar er ekki sú sama um virði fyrirtækjanna og við sáum ekki ástæðu til að halda viðræðum áfram. Það fínnast einhveijir aðrir mögu- ieikar og við höldum okkar striki,“ sagði Þorsteinn Már. Samhliða viðræðum um samein- ingu fyrirtækjanna óskaði Samheiji eftir því að kannaður yrði möguleiki á að Akureyrarbær seldi hluta sinna bréfa í ÚA til Samheija og annarra, en þó með það að markmiði að bær- inn yrði áfram sterkur eignaraðili. Eftir að viðræðum um stækkun ÚA er lokið hefur Samheiji ekki frekari áhuga á hlutabréfakaupum í félag- inu, þar sem þau skapa ekki nægi- lega möguleika tii áhrifa á stjórnun fyrirtækisins. Af hálfu Samheija var hugmyndin að koma á laggirnar öflugu sjávarút- vegsfyrirtæki í fjölbreyttum rekstri. „Til að sameining fyrirtækja með þessum hætti nái fram að ganga þarf að ríkja um það fullkomin sátt af hálfu beggja aðila,“ sagði Þor- steinn Már. Of mikið bar í milli Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa, sagði að viðræðurnar hefðu verið opnar og gagnlegar, en of mikið borið í milli til að raunhæft væri að árangur næðist. „Þegar við hófum þessar viðræður áttum við allt eins von á að upp gæti komið ágreiningur um eignarmat fyrir- tækjanna. Það gerðist og við urðum sammáia um að það þjónáði ekki tilgangi að halda viðræðum áfram,“ sagði Björgólfur. Morgunblaðið/Kristinn f.': satask WmZ', * Áswnaffi 'MLJÍjt Póstur o g sími verður hlutafé- lag um áramót PÓST- og símamálastofnun verður breylt í hlutafélag um næstu ára- mót samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í gær. Verður gefið út eitt hlutabréf í Pósti og síma hf. sem verður í eigu ríkisins. Lögin voru samþykkt með 30 atkvæðum þingmanna Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks gegn 12 atkvæðum þingmanna Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Jóhönnu Sigurðardóttur Þjóðvaka. Þing- menn Alþýðuflokks og tveir þing- menn Þjóðvaka sátu hjá við at- kvæðagreiðslu um lagafrumvarpið. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu frumvarpið á ýmsum for- sendum. Þeir fullyrtu m.a. að með því væri búið í haginn fyrir einka- væðingu póst- og símaþjónustunn- ar í landinu og áskilnaður um sam- þykki Alþingis, kæmi til sölu á eignum ríkisins, væri mjög óljós. Þá væri staða 2.500 starfsmanna Póst- og símamálastofnunar í upp- námi og óvíst hver áhrif af form- breytingunni verði á hag ríkissjóðs og neytenda. Halldór Blöndal samgönguráð- herra lýsti því hins vegar ítrekað yfir að ekki stæði til að selja hiuta; fé ríkisins í Pósti og síma hf. Í lögunum segir að ekki megi selja hlutaféð nema að undangengnu samþykki Alþingis. Halldór hefur einnig sagt að nauðsynlegt væri að breyta P&S í hlutafélag til að gera stofnunina betur í stakk búna til að mæta sívaxandi samkeppni í fjarskipt- um, ekki síst erlendis frá. Símgjöld jöfnuð Samhliða frumvarpinu um Póst og síma hf. voru flutt frumvörp um breytingu á póstlögum og fjar- skiptalögum. Samþykkt var breyt- ingartillaga við síðastnefnda frum- varpið frá meirihluta samgöngu- nefndar Alþingis um að notkunar- gjaid fyrir talsímaþjónustu skuli vera það sama allstaðar á landinu ekki síðar en um mitt ár 1998 og þá verði óheimilt að innheimta sérstakt álag vegna langlínusam- tala. Utför Ivars Guðmunds- sonar ÚTFÖR Ivars Guðmundssonar, fyrrverandi blaðamanns, frétta- ritstjóra og upplýsingafulltrúa, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 15 í gær. Vinir og vandamenn báru kistu hans úr kirkju. Nær eru Guðmundur Guð- mundsson, Inga Vagnsdóttir og Helgi Oddsson aftast. Fjær eru Geir Borg, Fríða Ingvarsdóttir og Hans Jóhannsson aftast. Prestur var séra Jakob Ágúst Hjálmars- son, dómkirkjuprestur. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá BYKO. Fleiri farþegar í innanlands- o g millilandaflugi FARÞEGUM í innanlandsflugi fjölgaði í fyrra frá árinu 1994 á ölium helstu áætlunarflugvöllum landsins nema einum, í Vestmanna- eyjum, þar sem farþegum fækkaði um 12% milli áranna. Mest var fjölgunin á Akureyri, eða um 8% og á Hornafirði nam hún 7%. Á þremur flugvöllum, á ísafírði, Húsavík og Egilsstöðum, fjölgaði farþegum um 6% milli ára, 5% aukning varð í Reykjavík og 4% aukning á Sauðárkróki. Heildarfar- þegafjöldi innanlands undanfarin tíu ár hefur aukist að meðaltali um 2% á ári. Þetta kemur fram í yfirliti Flug- málastjórnar. Þar segir enn fremur að í innanlandsfluginu hafi vöru- flutningar dregist saman um 5% frá 1994 til 1995 og póstur um 10%. Þessi samdráttur var hlutfallslega mestur á Húsavík og Egilsstöðum, eða 25% á hvorum stað, en á tveim- ur stöðum varð aukning sem nam 2%, eða á Sauðárkróki og Akur- eyri. Að meðaltali hafa vöru- og póstflutningar dregist saman um 8% á ári sl. fimm ár. Millilandafarþegum fjölgaði á síðasta ári um 10% og töldust þeir tæplega 700 þúsund. Þar af voru 242 þúsund, eða 26%, áningarfar- þegar á Keflavíkurflugvelli. I fyrra fjölgaði millilandafarþegum á Ak- ureyrarflugvelli um 17% og 10% í Keflavík, en 19% fækkun varð í Reykjavík. Fjölgunin á Keflavíkur- flugvelli nemur 7% á ári að meðal- tali sl. fimm ár. Þrátt fyrir samdrátt í innanlands- flutningum á vöru og pósti jukust slíkir flutningar í millilandaflugi um 13% árið 1995. Meðaltalsaukning um Keflavíkurflugvöll undanfarin fímm ár nemur 8%. Flest flugskírteini í tíu ár í ársbk 1995 voru 324 loftför skráð á íslandi, en 313 ári áður og nemur aukningin 4%. Þessi tala gefur þó ekki alveg rétta mynd, þar sem töluvert var um nýskráningar og afskráningar vegna tímabund- inna verkefna flugrekenda erlendis. Um síðustu áramót voru 1.910 einstaklingsflugskírteini í gildi, sem er mesti fjöldi skírteina sem verið hefur í gildi frá árinu 1986. Mest fjölgaði í hópi flugnema, eða 13%. Óvíst um þinglok EKKI var ljóst í gærkvöldi hvort þinglok yrðu á Alþingi í dag eins og stefnt hafði verið að. Miðað hafði verið við að ljúka umræðu í nótt um þau mál sem af- greiða átti og hafa atkvæðagreiðslur um þau í dag. En undir miðnættið hafði málum lítið miðað. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthafsveiðar var tekið á dagskrá í gærkvöldi og flutti Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki, nærri 3 klst. framsöguræðu um minnihluta- álit sjávarútvegsnefndar, sem vill vísa málinu til ríkisstjómarinnar. Frumvarp heilbrigðisráðherra um svæðisráð sjúkrahúsa var tekið til fyrstu umræðu í gær þrátt fyrir andmæli stjórnarandstöðu. Umræð- unni var frestað í gærkvöldi og upp- lýsti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra að frestunin hefði verið án samráðs við sig, en slíkt er mjög óvenjulegt þegar stjómarfrumvarp á í hlut. Til stóð að hefja umræðuna á ný í nótt eða dag. Þriðja ágrein- ingsmálið, sem ríkisstjómin vill af- greiða fyrir þinglok, er frumvarp um náttúruvernd. Forseti áfram skattfijáls Ljóst varð í gærkvöldi að frum- varp um að afnema skattfrelsi for- seta íslands verður ekki afgreitt á þessu þingi og mun meirihluti alls- herjarnefndar leggja til að málinu v'sað til ríkisstjórnarinnar. Minnihluti nefndarinnar lagði í gær- kvöldi fram nefndarálit og átaldi harðlega að frumvarpið hefði ekki fengið viðhlítandi umfjöllun í nefnd- ínm. Æskilegast hefði verið að nefndin sjálf hefði flutt málið á þann hatt sem pólitísk samstaða næðist U"V°R að minnsta kosti hefði átt að taka a skattfrelsi maka forseta, sem se að mati minnihlutans ekki í anda nyrrar jafnræðisreglu stjórnar- skrarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.