Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FRÉTTIR__________________________________ Samanbiirður Þjóðhagsstofnunar á launum o g lífskjörum á íslandi og í öðrum löndum Svipuð hag- sæld en mun meiri vinna * Islendingar bæta sér upp lægrí laun með lengri vinnudegi en tíðkast í öðrum löndum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um laun og lífs- kjör, sem Guðjón Guðmundsson kynnti sér. 0 5 þús. dollarar 10 21 15 20 25 30 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 1 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Norequr Japan Danmörk ISLAND Frakkiano: AsiraiiE Breíiand Lands- framleiðsla á mann í OECD- ríkjum 1994 o 1 " 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Ef 13 500 þús.kr 1.Q00 11.500 2.000 2.5,00 I Bslgía i Frakklancí Hollanc! Noregur í Austurríki Bandaríkin Kanada i Lúxemboro Danmörk Suibjóð skaland Sviss Finniand i Ástralía i Spánn ! Bretíand i Japan tí 24 g Tyrkland Áætluð lands- framleiðsla á vinnustund í OECD- ríkjum 1994 HAGSÆLD hér á landi er á svipuðu stigi og í þeim löndum þar sep hún er hvað mest en íslending- ar hafa meira fyrir því að afla gæðanna en þjóðir á áþekku hag- sældarstigi. Þetta eru meginniður- stöðurnar í skýrslu sem Þjóðhags- stofnun hefur unnið fyrir forsætis- ráðherra um laun og lífskjör á ís- landi, í Danmörku og víðar. Full- vinnandi fólk á íslandi vinnur að jafnaði 50 klst. á viku en 39 stund- ir í Danmörku. Tímakaup í dönskum iðnaði er 97% hærra en í íslenskum. Skýrsluhöfundar segja að helsta skýringin á þessu sé lítil framleiðni hér á landi. Til þess að gera alþjóðlegan verð- lagssamanburð reiknuðu skýrslu- höfundar út jafnvirðisgildi gjald- miðla og notuðu það í stað gengis. Jafnvirðisgildið sýnir hvað mikið þarf í gjaldmiðlum einstakra landa til að kaupa sama magn vöru og þjónustu í öðrum löndum. í skýrslunni kemur fram að verð- lag á Norðurlöndunum er afar hátt. Verðlag einkaneyslu á íslándi árið 1994 reyndist vera 12,8% hærra en meðaltal 15 ESB-ríkja en verð- lag í Danmörku var 15,1% hærra en hér. Árið 1994 var gengi dönsku krónunnar 11 kr. en jafnvirðisgildið var hins vegar 9,65 kr. Allar dansk- ar fjárhæðir í skýrslunni eru um- reiknaðar til íslenskrar krónu miðað við það gengi. í fyrrihluta skýrslunnar er al- þjóðlegur samanburður á lífskjörum þjóða. Þar kemur m.a. fram að ís- land var í 11. sæti meðal OECD ríkja yfir landsframleiðslu á mann árið 1994 miðað við jafnvirðisgildi gjaldmiðla (sjá töflu). Meðalstærð íbúða er hvergi meiri en hér á landi og aðeins Danir búa rýmra. íbúðir í byggingu eru hvergi stærri en héríendis. Bifreiðaeign er mikil hér á landi, 439 fólksbílar voru á hverja 1.000 íbúa árið 1993 og voru að- eins fleiri í Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu og Þýskalandi. Gæði heilbrigðisþjónustunnar og eign heimila á völdum neysluvörum var óvíða meiri. Lág laun ísland er í 18. sæti af 20 OECD ríkjum yfir tímakaup í iðnaði 1993. Greiddar voru 562 kr. í tímakaup en 1.017 kr. á jafnvirðisgildi í Kanada, þar sem hæsta tímakaupið var greitt. ísland var í 19. sæti af 24 yfir mánaðariaun verkafólks í iðnaði eftir skatta og trygginga- gjald í OECD ríkjum árið 1994. 1 seinni hluta skýrslunnar er gerður samanburður á Iaunum og iífskjörum á íslandi og í Danmörku. Þar kemur fram að tekjur hjóna með börn í Danmörku, óháð stærð fjölskyldunnar og atvinnuþátttöku, voru að jafnaði 39% hærri en á ís- landi árið 1993. Dönsku hjónin fá hærri barnabætur en þau borga líka ríflega tvöfalt hærri beina skatta. Ráðstöfunartekjur dönsku hjón- anna eru 15% hærri en þeirra ís- lensku þrátt fyrir að vinnuvikan á íslandi sé að meðaltali 11,1 klst. lengri. Heildarmánaðartekjur hjóna á íslandi með börn árið 1993 voru 237.700 kr. en 329.800 kr. í Dan- mörku miðað við jafnvirðisgildi gjaldmiðla, sem er 38,8% mismun- ur. Barnabætur íslensku hjónanna voru að meðaltali 7.900 kr. á mán- uði en 9.400 kr. í Danmörku. ís- lensku hjónin fengu að meðaltali 4.300 kr. í vaxtabætur á mánuði en vaxtabætur eru ekki greiddar í Danmörku. íslensku hjónin greiddu 52.500 kr. í skatta á mánuði en dönsku hjónin 112.300 kr. Dönsku hjónin greiddu því 113,7% hærri skatta. Ráðstöfunartekjur íslensku hjónanna voru að meðaltali 197.400 kr. en dönsku hjónanna 226.900 kr. sem er 14,9% mismunur. Tvö- til þrefalt hærri laun Til að bera saman laun á íslandi og í Danmörku voru valdir nokkrir hópar launþega sem annars vegar starfa á almennum markaði og hins vegar hjá hinu opinbera. Afar lítill hluti heildarlaunanna í Danmörku er vegna yfirtíðar og þar fá margar stéttir ekkert greitt fyrir yfirvinnu. Hins vegar eru greiðslur vegna yfir- vinnu verulegur hluti heildarlauna íslenskra launþega, eða um fjórð- ungur heildarlauna ASÍ fóiks og þriðjungur heildarlauna opinberra starfsmanna. Dagvinnulaun eru í öllum tilvikum mun hærri í Dan- mörku en á Islandi. Munurinn virð- ist vera sérstaklega mikill hjá versl- unarfólki og fólki í iðnaði á almenn- um vinnumarkaði en minni meðai háskólamenntaðra starfsmanna á einkamarkaði. Enn meiri munur er á dagvinnulaunum hjá hinu opin- bera þar sem dönsku launin eru tvö- til þrefalt hærri. Munurinn minnkar mjög mikið þegar tiilit hefur verið tekið til greiðslna fyrir yfirvinnu og fleira á Islandi. I skýrslunni segir að útilok- að sé að kveða upp úr hvort um óunna yfirtíð sé að ræða hér á landi. Bent er á að þegar upp er staðið jafnist munurinn á heildarlaunum eftir skatt milii landanna mjög. Fiskverkafólk, afgreiðslufólk og gjaldkerar beri iitlu minna úr býtum hér en í Danmörku en munurinn sé áfram mikiil á byggingaverka- mönnum. Verkfræðingar í einka- þjónustu komi vel út úr samanburð- inum og eru með um 16% meira til ráðstöfunar en í Danmörku. Á opin- bera vinnumarkaðnum fáist svipuð niðurstaða þótt munurinn sé njá mörgum stéttum Dönum enn veru- lega í hag. Hjúkrunarfræðingar og héraðsdómarar komi þó vel út úr samanburðinum en kennarar, skrif- stofufólk, bréfberar og tollverðir hins vegar miður. Skattar og barnabætur í skýrslunni kemur fram að skattar í Danmörku eru mun hærri í Danmörku en á ísiandi. í Dan- mörku eru engin skattleysismörk Vísbendingar um gæði heUbrigðisþiónustu w Fjöldi lækna á þús. íbúa (1991) Fjöldi sjúkrarúma á þús. íbúa (1991) Ungbarnadauði af hverjum 1000fæddum (1992) Meðal ólifuð ævi meybarns við fæðingu 1 Spánn 3,9 4 7,9 80,5 2 Belgía 3,6 10 8,2 79,8 3 Grikkland 3,4 5 8,4 79,9 4 Þýskaland 3,2 11 6,0 79,4 5 Noregur 3,1 14 5,8 80,6 6 Svíþjóð 2,9 13 5,3 80,8 7 ÍSLAND 2,8 15 4,8 80,7 8 Danmörk 2,8 6 6,6 77,8 9 Portúgal 2,8 5 9,2 78,2 10 Frakkland 2,7 10 6,8 81,8 11 Finnland 2,5 13 5,1 80,2 12 Holland 2,5 12 6,3 80,0 13 Bandaríkin 2,3 5 8,4 78,9 14 Austurríki 2,1 11 7,5 79,7 15 Japan 1,6 4,4 82,2 16 írland 1,5 6 6,6 79,0 17 Bretland 1,4 6 6,6 78,9 18 Ítalía 1,3 7 8,3 80,6 Eign heimila á nokkrum neysiuvörum 1988 r| r ■qHBMh. Ör- í t P A.m.k. Hljóm- Mynd- Upp- bylgju- t 1 ruita' tveir flutnings- bands- Einka- þvotta- ofn xHfl ' sjónvarp bílar tæki tæki tölva vél (1992/3) 1 ísland 99 40 ... 57 ... 28 2 Bretland 98 22 ... 51 16 ... 65 3 Svíþjóð 96 ... ... ... 32 69 4 Holland 91 73 33 19 10 31 5 Lúxemborg 90 24 48 23 11 40 ... 6 Finnland 90 14 70 45 16 33 7 Noregur 89 17 23 ... 32 ... 8 Austurríki 88 16 45 31 6 28 9 Þýskaland 87 15 42 26 ... 29 40 10 Belgía 87 10 26 8 21 11 Danmörk 86 7 78 21 9 25 35 12 Sviss 86 17 53 38 15 40 ... 13 Frakkland 84 27 41 24 28 38 14 Irland 82 10 37 21 6 8 15 Ítalía 78 22 43 13 7 17 16 Grikkland 51 2 27 25 3 8 17 Portúgal 49 4 16 5 6 Ráðstöfunartekjur einstakra hópa á almennum markað1994 í íslenskum krónum i Danmörku á íslandi M i s m u n u r Afgreiðslufólk á kassa 70.413 69.214 1.199 1,7% Byggingarverkamenn 98.697 77.049 21.648 28,1 % Fiskvinnslufólk 84.558 81.740 2.818 3,4% Gjaldkeri og bókari 90.905 90.252 653 0,7% Verkfræðingur 130.471 155.976 -25.505 -16,4% þannig að greiddur er skattur af fyrstu krónunni sem Danir fá í laun en skattleysismörk á íslandi voru 1994 57.199 kr. Jaðarskattar eru mun hærri í Danmörku en á ís- landi. Hins vegar eru mjög margar frádráttarheimildir í danska skatt- kerfinu andstætt því íslenska. Skattar sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu voru 49,8% í Danmörku árið 1993 en 33,2% á íslandi. Bein- ir skattar heimila sem hlutfall af heildar beinum sköttum voru 89,5% í Danmörku en 83,9% á íslandi. Samsvarandi hlutfall fyrirtækjar var 10,4% í Danmörku en 16,1% á Islandi. Sá munur er á barnabótum í löndunum að í Danmörku eru ekki til tekjutengdai- barnabætur eins og á íslandi. í skýrslunni segir að barnabætur til hjóna/sambýlisfólks séu miklu lægri á íslandi en í Dan- mörku. íslensk hjón með eitt barn eldra en sjö ára fá aðeins 15% af þeim greiðslum sem dönsk hjón fá. Barnabótaaukinn breyti myndinni mjög þannig að greiðslur til tekju- lágs íslensk barnafólks eru mun hærri en til dansks. í Danmörku eru bætur greiddar vegna barna allt til 18 ára aldurs en hér á landi til 16 ára aldurs. Lífeyrir og þjónustugjöld í skýrslunni segir að uppbygging lífeyriskerfa sé áþekk í báðum lönd- um. Almannatryggingar myndi grunninn og greiðslur séu í auknuni mæli tekjutengdar. Lífeyrir al- mannatrygginga er hærri í Dan- mörku. Þar eru mánaðargreiðslur til ellilífeyrisþega að hámarki 70 þúsund kr. á mánuði en 48 þúsund kr. á íslandi. Lífeyrir úr lífeyrissjóð- unum virðist hins vegar hagstæðari hér en í Danmörku. Að samanlögðu eru tekjur lífeyrisþega í Danmörku hærri en hér á landi, eða 82.900 kr. á móti 77.500 kr. í Danmörku eru fæðingardag- peningar gi-eiddir til kvenna sem hafa lágmarks atvinnuþátttöku og krafist er að þær hafi innt af hendi a.m.k. 120 vinnustundir á undan- gengnum 13 vikum eða fengið at- vinnuleysis- eða sjúkradagpeninga. Fæðingarorlof er 24 vikur en auk þess á þunguð kona rétt á dagpen- ingum þegar fjórar vikur eru til fæðingar en konur í opinberri þjón- ustu þegar átta vikur eru til fæðing- ar. Foreldrar geta deilt með sér síð- ustu 10 vikum fæðingarorlofsins og faðirinn á einnig rétt á dagpen- ingum í 2 vikur eftir fæðingu sé hann frá vinnu á meðan. Fæðingar- dagpeningar eru jafnháir fyrri laun- um. Hérlendis er fæðingarorlof 26 vikur og feður eiga ekki sjálfstæðan rétt til orlofs en geta nýtt sér orlof í stað móður. Engin gjaldtaka er í danska heil- brigðiskerfinu. Á íslandi er lega á' sjúkrahúsi almennt ókeypis en greiða þarf fyrir ýmsa aðra læknis- hjálp, eins og komu til heimilislækn- is og sérfræðings. í Danmörku eru lyf niðurgreidd með svipuðum hætti og á Islandi. Dönsk börn fá ókeyp- is tannlækningar að 18 ára aldri en sjúkratryggingar greiða hluta tannlæknakostnaðar þeirra sem eru 18 ára og eldri. Á Islandi greiða sjúkratryggingar 75% vegna tann- lækninga íslenskra barna undir 16 ára aldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.