Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 9

Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR Róleg laxveiði - hörkugóð silungsveiði LAXVEIÐIN hófst ekki af þeim krafti sem bjartsýnir veiðimenn væntu, en skýringin var þó ekki lax- leysi heldur kuldakast sem brast á og hafði mest áhrif á laugardaginn. Síðan hefur ástandið farið skánandi. Silungsveiði hófst aftur á móti á tveimur frægum svæðum 1. júní, á báðum urriðasvæðum Laxár í Þing- eyjarsýslu og í Litluá í Kelduhverfi. í báðum ám veiddist mjög vel, eink- um er mið er tekið af slæmum að- stæðum. Sátt stjórn „Þeir eru sáttir stjórnarmennirnir, lokatalan hjá þeim var 24 laxar og skilyrðin hafa batnað eftir kuldann framan af helgi. Laxinn hefur veiðst víða og er kominn á fulla ferð fram í á. Þeir voru að tala um að 100 laxar væru komnir á milli fossa og í gærmorgun voru tíu fiskar á Berg- hylsbroti. Þórólfur Halldórsson fékk einn þar og það hefur ekki gerst að lax veiðist svo ofarlega í ánni jafn- snemma sumars. Laxinn er allur 8 til 12 pund,“ sagði Jóhannes Stef- ánsson, kokkur í veiðihúsinu við Norðurá, um hádegisbilið. Metlaxinn stækkar! „Laxinn hans Jóns Ingvarssonar var stærri heldur en við sögðum þér á laugardaginn. Hann var þá nýkom- inn á land pg Jón hafði sett hann á vasavigt. Á henni vóg laxinn 18 pund. Á húsvigtinni kom hins vegar í ljós að laxinn var 19 pund og förum við að sjálfsögðu eftir henni," sagði Jón Ólafsson í samtali við Morgun- blaðið. Þá voru komnir 12 laxar á land úr Þverá og margir höfðu sloppið. Það sama var uppi á teningnum í Norðurá. Vatn hefur minnkað í báð- um ánum síðustu daga, snjóforði er lítill eða enginn og árnar reiða sig á rigningu sem lætur enn ekki á sér kræla. Verði sumarið þurrviðrasamt gæti vatnsleysi sett strik í reikning- inn víða. Auk Norðurár og Þverár hefur laxveiði aðeins byijað í Laxá á Ásum, en þar hefur lítið verið að gerast. Menn hafa þó orðið eitthvað varir í Dulsunum og dregið þar nokkra laxa . Lítið hefur sést annars staðar, en hlutirnir eru þó fijótir að brejdast í laxveiði eins og menn vita. Hörkugóð urriðaveiði „Það var hálfgert gjörningaveður á laugardaginn er veiðin hófst, 1-2 stiga hiti, svarta þoka og slydda. Samt var veiðin með ágætum og menn duglegir þrátt fyrir ill skil- yrði. Það veiddust 40 fiskar þann daginn og á sunnudaginn var einnig góð veiði, enda hafði veðrið þá snar- batnað. Þetta var feitur og fallegur fiskur, allt að 4,5 pund og hann veiddist víða á svæðinu. Mest í Hof- staðaey og frá Geirastöðum í byijun, en svo lifnaði yfir á öðrum svæðum. Mýið er aðeins að taka við sér og ástand fiska sem veiðst hafa bendir til þess að lífríkið er í góðu ásig- komulagi," sagði Hólmfríður Jóns- dóttir veiðivörður í samtali við Morg- unblaðið nú í vikubyijun. Veiðin var tekin á ýmsar straumflugur, einkum í stærðum 4 og 6. Á urriðasvæðinu í Laxárdal var einnig góð veiði, 25 fiskar lágu fyrsta daginn og hátt í annað eins á sunnudaginn. Björg Jónsdóttir, bústýra í veiðihúsinu að Rauðhólum, sagði megnið af aflanum vera fal- lega 4-5 punda fiska. Fluguvalið var „úr öllum áttum“ eins og Björg orð- aði það. Stórir fiskar í Köldukvísl Veiðimenn eru aðeins farnir að renna í Köldukvísl sem fellur til Tungnár skammt frá Sigöldu. Sem dæmi um árangur má nefna fjög- urra manna hóp sem renndi í einn dag fyrir skömmu. Aflinn var 11 fiskar, allt 3-6,5 punda bleikjur. Tók fiskurinn bæði spón og maðk. HIÍTEL ÍSLAXD KYXXIR EIXA BESTU TÓXLISTARDABSKRÁ ALLRA TÍMA: *ooftr,'BB KYHISLOOim 4oU»«s,on SKBMMTIR SÉR BESTU LÚG ÁRATUGARIXS / FRÁBÆRUM FLUTXIXGI SÚXGVARA, BAXSARA BG IO MAXXA HLJÚMSVEITAR GUXXARS ÞÓROARSOXAR * THeSe«rchers Sonxvarar: Bjiirgvin Halldórsson l’úlmi Gunnarsson ÁA,, Ari Jónsson BRi BjamiArason Söngsystur, ; Úi i Dansarar . Kynnir: Þoígéii Ástvaídsson llandrit, úllit og lciks Bjiirn G. Bjiinisson Næstu sýningar: júm': 8. og 22. BITLAVINAFELAGIÐ lelkur lyrip dansi eftip syninguna ATH: Enginn aðgangseyrir á danslcik! HÓTETi fTOND Vinsamlegast hafið samband, sími: 568 7111 Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999 Geisladiskur með tónlistinni koininn út! Minkapelsar á tilboðsverði Gríptu tœkiíœrið Vorum að fá minkapelsa. Allar stœrðir - mörg snið. Greiðslukjör PELSINN vlð allra hæfl. Kirkjuhvoli • sími 552 0160 3RI$t0tttlÞIll|irÍk ■k|arni málslns! Ráðgjöf til eigenda spariskírteina ríkissjóðs Þann 1. og 10. júlí nk. koma til innlausnar þrír flokkar spariskírteina ríkissjóðs frá 1986: Við ráðleggjum þérvið endurfjármögnun á spariskírteinum þínum og önnur atriði varðandi spariskírteinaeign þína. Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax5626068. Hvaö sem þú gerir - sparaöu meö áskrift aö spariskírteinum 1986 - 1A6 1986 - 1A4 1986 - 2A6 Komdu eða hringdu í ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og leitaðu upplýsinga um spariskírteini ríkissjóðs og bestu kosti við endurfjármögnun þeirra. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.