Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 14
(t (FAjiLií-Ji).k.M ~rr::rT7TT*rTr7* MORGUNBLAÐIÐ tH—l'tTi' “T:rÍ"S'il Jl't,v-IIUT3CT13- 14 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 LAIMDIÐ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Tjaldurinn og hreiðrið Grindavík - Tjaldinum er ekki gefið um gesti sem koma of ná- lægt hreiðurstæði hans. Þegar ljósmyndari var á ferðinni í Bót í Grindavík gætti hann sín ekki nægilega og tjaldurinn bað hann lengstra orða að koma sér á braut. Skömmu seinna gekk ljós- myndarinn fram á hreiður með þremur eggjum í, sem var tilefni óskarinnar. Skólaslit í Reykholti Reykholt - Nemendur náðu ágætum árangri á fyrsta ári sem skólinn er rekinn af FVA. Á síðastliðnu sumri gerðu menntamálaráðuneytið og Fjöl- brautaskóli Vesturlands með sér samkomulag um að FVA byði upp á eins árs nám á framhalds- skólastigi í Reykholti. Námið er skilgreint sem til- raunaverkefni og hentar vel nemendum sem eru óákveðnir í vali á framhaldsnámi og miðast við nemendur sem eru að byija framhaidsnám eða eru skammt á veg komnir í því. Fyrsta starfsár ársnáms í Reykholti lauk með útskrift nemendanna 19. maí sl. Til að standast ársnámið þurfa nem- endur að taka samtals 18 eining- ar á vetrinum. Auk hefðbundinna kjarna- greina er námið fólgið í náms- og starfsfræðslu, samskiptum Morgunblaðið/DP. STEINUNN Einarsdóttir til vinstri og Auður Helgadóttir. og Ijáningu, ritvinnslu og ýms- um valgreinum, ljósmyndun, myndlist, hestamennsku, mat- reiðslu o.fl. Bestum námsárangri náðu _ þrír nemendanna, þau Ágúst Oli Leifsson, Steinunn Einarsdóttir og Auður Helgadóttir. Skólastjóri í Reykholti er Þór- unn Reykdal. Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞÁTTTAKENDUR í fyrstu málmsuðukeppni í framhaldsskóla sem haldin var á vegum FS. Fyrsta málmsuðu keppnin hjá FS Keflavík - Nýlega fór fram í Fjöl- brautaskóla Suðumesja fyrsta málmsuðukeppnin á vegum fram- haldsskóla og tóku 10 nemendur þátt í keppninni. Landsbanki íslands veitti vegleg verðlaun til sigurvegaranna. Krist- ján Jóhannesson, kennari og deild- arstjóri málmiðnaðardeildar, stjórn- aði keppninni sem var opin öllum og sagðist hann vonast til að næst yrðu enn fleiri þátttakendur og þá jafnvel aðilar úti á vinnumarkaðin- um. Keppt var í 3 mismunandi suðum, uppsuðu með pinna (PF kverksuðu), láréttri logsuðu (PA) og láréttri hlífðargassuðu (PA). Síðan átti að sjónskoða suðurnar, bæði raufarhlið og rót, og síðan átti að röntgen- mynda þijár bestu suðurnar. Sigurvegari varð Eiríkur Jóhann Einarsson og fékk að launum 50.000 kr. frá Landsbanka Islands, í öðru sæti varð Jens Karl ísfjörð og fékk í verðlaun 30.000 kr. og í þriðja sæti varð Kári Haraldsson sem fékk 10.000 kr. að launum. Aðrir þátttak- endur fengu viðurkenningar fyrir þátttökuna. KOLBRÚN Hjartardóttir er nemandi í grunndeild málm- iðnaðar og var einn af þátt- takendunum í suðukeppninni. Sjómannadagurinn í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞAÐ voru mikil átök í reiptoginu þar sem síldar- skipstjórar tókust á við skipstjóra af bátum ísfélagsins. ÞEIR voru heiðraðir fyrir vel unnin störf til sjós. Hreinn Gunnarsson, Grétar Þorgils- son og Einar Hannesson. Fjöldi fólks tók þátt í hátíðarhöldunum Vestmannaeyjum - Hátíðarhöld sjómannadagsins í Vestmannaeyj- um fóru fram með hefðbundnu sniði. Skemmtidagskrá var við Frið- arhöfn á laugardag en síðan var dagskrá á Stakkagerðistúni á sunnudag. Við Friðarhöfn var keppt í kapp- róðri, reiptogi, knattspyrnukeppni var milli áhafna og síðan var svo- kallað bílastökk þar sem ofurhugi ók bifreið á mikilli ferð fram af stökkp'alli við bryggjukantinn og flaug langt út í höfn. Búið var að útbúa bílinn sérstaklega fyrir þetta ævintýri, styrkja hann, festa öku- mannssæti sérstaklega og var öku- maðurinn klæddur flotgalla og hjálmi og vel ólaður niður í sætið. Mörgum þótti þó þetta atriði full glæfralegt en ökumanninn sakaði ekki þótt bifreiðin hafi verið fljót að sökkva eftir að hún lenti í höfn- inni. Á laugardagskvöld voru síðan dansleikir á fjórum stöðum og því mikill fjöldi að skemmta sér. Á sunnudeginum hófst dagskráin í blíðskaparveðri með afhjúpun minnisvarða um björgunarafrek Jóns Vigfússonar er hann kleif Of- anleitishamar 13. febrúar 1928 og sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar er hann synti til lands eftir að Hell- isey VE sökk austur af Heimaey 11. mars 1984. Sjómannamessa var síðan í Landakirkju eftir hádegið og að henni lokinni minntist Snorri Óskarsson, hrapaðra, drukknaðra og þeirra sem farist hafa í flugslys- um við minnisvarðann á lóð Landa- kirkju og blómsveigur var lagður að minnisvarðanum. Hátíðarhöld voru á Stakkagerð- istúni síðdegis. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna og fiskimannasambandsins, flutti þar ræðu dagsins, Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék, Samkór Vest- mannaeyja flutti nokkur lög og hljómsveitin Hálft í hvoru og María Björk fluttu nokkur sjómannalög. Viðurkenningar voru veittar fyrir keppni laugardagsins við Friðar- höfn og sjómenn voru heiðraðir af félögum sínum fyrir vel unnin störf. Þeir sem heiðraðir voru að þessu sinni voru Hreinn Gunnarsson, frá Sjómannafélaginu Jötni, Grétar Þorgilsson af Verðanda og Einar Hannesson af Vélastjórafélagi Vestmannaeyja. Að vanda var sjómannadagskaffi í Alþýðuhúsinu þar sem konur úr Slysavarnadeildinni Eykyndli sáu um kaffisölu. Sj ómannadagurinn á Húsavík Húsavík - Sjómannadagurinn var hátíðlega haldinn á Húsa- vík með hefðbundnum hætti og hófst með messu í Húsavík- urkirkju þar sem sr. Sighvatur Karlsson messaði. Þótt bjart væri var svo kalt að hátíðarhöldunum sem vera áttu við höfnina var frestað. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, þeir Helgi Bjarna- son, sem stundað hefur sjó mestan hluta ævi sinnar, og Siguijón Kristjánsson, sem stundar sjóinn enn þótt sjötug- ur sé. Slysavarnakonur gengust fyrir kaffisölu í Félagsheimil- inu og mættu þar á fjórða hundrað manns, sem áttu þar góða stund. Morgunblaðið/Silli ÞEIR voru heiðraðir, f.v. Siguijón Kristjánsson og Helgi Bjarnson. Ytri-Rangá við Helluþorp Urbætur í frárennsl- ismálum Hellu - í vor hafa staðið yfir fram- kvæmdir við 1. áfanga í viðamiklum úrbótum á frárennslismálum Hellubúa. Nokkrar útrennslisrásir við þorpið hafa verið sameinaðar og útrennsli flutt neðar í ána en tilgangurinn með því er að minnka sjónmengun við þorpið. Annar áfangi framkvæmdanna verður á næstu misserum að koma upp grófhreinsibúnaði við nýju út- rásina. Þar mun síðar verða stað- settur dælubrunnur sem mun dæla frárennslinu í hreinsistöð sem áætl- að er að reisa innan fárra ára. „ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir JÓHANN Bjarnason, verktaki á Hellu, hefur haft umsjón með verklegum framkvæmd- um við nýju útrennslisrásirn- ar við Hellu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.