Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Peres tekur á móti Netanyahu Jerúsalem. Reuter. ^ BENJAMIN Netanyahu, næsti for- sætisráðherra ísraels, átti í gær fyrsta fund sinn með Shimon Peres, fráfarandi forsætisráðherra, eftir kosningarnar. Ræddu þeir örygg- ismál og valdaskiptin. Hatrömm kosningabarátta virtist gleymd þegar Netanyahu og Peres tókust í hendur í viðurvist frétta- manna og hétu því að starfa saman að stjórnarskiptunum. Netanyahu, sem sigraði Peres með tæplega einu prósentustigi, ræddi við Martin Indyk, sendiherra Bandaríkj- anna í ísrael, á öðrum fundi. Sendi- herrann sagði að fundinum loknum að Netanyahu, leiðtogi Likud-banda- lagsins, væri staðráðinn í að halda áfram að vinna að friði með Palest- ínumönnum þegar hann tæki við völdum. A myndinni sjást Peres og Net- anyahu ræða við blaðamenn. Stærsta dagblað Tékklands harðort í garð forsetans Havel gagnrýndur fyrir seinagang Prag. Reuter. STÆRSTA dagblaðið í Tékklandi gagnrýndi Vaclav Havel, forseta landsins, harðlega í gær fyrir að skipa ekki hægrimanninn Vaclav Klaus forsætisráðherra á ný eftir að þriggja flokka samsteypustjórn hans missti meirihluta á þingi í kosningun- um um helgina. I blaðinu Mlada Fronta Dnes sagði að orðstír þjóðarinnar væri í húfi og það gæti valdið óbætanlegu tjóni að bíða með að skipa nýjan leiðtoga svo vikum skipti. Skrif blaðsins þóttu óvenju hörð gagnrýni á Havel, enda sjaldan hallað á hann í fjölmiðlum. „Það er óskiljanlegt að Vaclav Havel forseti skyldi ekki veita Vaclav Klaus umboð til að hefja viðræður við samstarfsflokka og stjórnarand- stöðu um myndun nýrrar stjórnar [á mánudag]," skrifaði stjórnmálaskýr- andinn Jiri Leschtina, sem er stuðn- ingsmaður Klaus. Leschtina gaf í skyn að staða Prag sem eyja stöðugleika í krafti hægri- stefnu væri í húfi, en allt í kring réðu kommúnistar ríkjum. Tékkneska fréttastofan CTK hafði eftir heimildum innan stjórnarinnar að Klaus hefði farið fram á að vera skipaður forsætisráðherra á ný á fundi með Havel á mánudag. Havel sagði eftir fundinn að það gæti tekið nokkrar vikur að velja næsta forsætisráðherra, jafnvel þótt viðræður um það hvernig komast eigi úr sjálfheldunni, sem myndaðist í kosningunum, gengju greiðlega. Havel kveðst hlynntur því að sam- steypustjórnin sitji áfram með ein- hvers konar stuðningi jafnaðar- manna, sem fengu meira fylgi í kosn- ingnunum en búist hafði verið við og áttu stærstan þátt í að stjórnin missti meirihlutann. Það verður ekki hlaupið að því að mynda slíka stjórn þar sem Milos Zeman, leiðtogi jafnaðarmanna, er í nöp við Klaus og hefur sagst ekki mundu styðja minnihlutastjórn með hann í forystu. Flokkur Klaus, Lýðræðislegi borg- araflokkurinn, lýsti yfir því í gær að það yrði gert að skiiyrði fyrir því að flokkurinn sæti áfram í stjóm að Klaus héldi forsætisráðherrastólnum. Enginn skyldi þó útiloka slíka stjórn því að Lýðræðislegi borgara- flokkurinn og Jafnaðarmannaflokkur Zemins hafa svipaða stefnu í efna- hagsmálum, og greinir frekar á um hraða umbóta, en markmið. Þá hafa yfirlýsingar leiðtoga flokkanna verið sýnu hófstilltari eftir kosningar, en í hita kosningabaráttunnar. Starfsmenn Rauða krossins myrtir Genf. Reuter. ÞRÍR starfsmenn Alþjóðanefndar Rauða krossins voru myrtir í Búr- úndí í gær þegar óþekktir byssu- menn hófu skothríð á bifreið starfs- mannanna, að því er segir í yfirlýs- ingu frá Rauða krossinum Mennirnir þrír voru allir Sviss- lendingar. Þeir voru á ferð í bifreið merktri rauðum einkenniskrossi samtakanna, á leið frá héraðinu Cibitoke til Bajumbura, höfuðborg- ar Búrúndí, þegar skotið var á þá, nærri þorpinu Mugina. í yfirlýsingu Rauða krossins er árásin fordæmd, og einnig það virð- ingarleysi sem merkjum alþjóða- samtakanna hafi verið sýnt. Einnig kemur fram að Rauði krossinn veiti nú tugum þúsunda íbúa Cibitoke-héraðs neyðaraðstoð, þar sem skortur sé á vatni og lækn- ishjálp. Miklir bardagar milli Hútu- ættbálksins og Tútsa hafa geisað í héraðinu. Talsmaður Rauða krossins sagði í gær að of snemmt væri að segja til um hvort samtökin myndu kalla heim fulltrúa sína í Búrúndí, en þeir eru alls um 40. -----*—♦—*--- Súdan Mannskæð- ur kóleru- faraldur Nairobi. Reuter. KÓLERUFARALDUR hefur orðið að minnsta kosti 700 manns að bana í suðurhluta Súdans á síðustu sjö vikum, að sögn alþjóðlegra læknasamtaka í gær. „Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem starfsmenn hjálparstofnana komast ekki á mörg svæði í suðurhluta Súdans vegna borgarastyrjaldarinnar," sagði í yfirlýsingu frá Læknum án landamæra. Meira en milljón manna hefur flúið heimili sín í suðurhluta lands- ins vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað frá árinu 1983. Viðvörun frá Rauða krossinum • • Orbylgjuvopn þrouð Jakarta. Reuter. VERIÐ er er að þróa örbylgju- og hljóðvopn, þrátt fyrir nýlegt bann við annarri tegund af vopnum sem hafa skelfileg áhrif á menn, leysi- geislum sem blinda þá er fyrir verða. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Alþjóðanefnd Rauða krossins, ICRC, stendur fyrir í Jakarta. Louise Doswald-Beck, sem situr í lögfræðideild ICRC, sagði að vopnin sem fullyrt er að verið sé að þróa, séu ógnun við núverandi ástand í heimsmálum. „Nú fara fram umfangsmiklar rannsóknir á öflugum örbylgjuvopnum sem eiga fyrst og fremst að hafa áhrif á raftæki en margar spurningar hafa vaknað um hvaða áhrif þær kunna að hafa á menn.“ Sagði Doswald-Beck að ýmislegt benti til þess að slík vopn hefðu afar slæm áhrif á heilann. alaun Þá nefndi hún hljóðvopn, sem hún segir fjölda vopnaframleiðslu- ríkja hafa þróað. Það eru vopn sem senda frá sér hljóðbylgjur sem hafa m.a. þau áhrif á eyru manna að jafnvægisskyn þeirra brenglast. „Menn missa jafnvægið og þeim verður óglatt eftir skamma stund en verði þeir fyrir miklum eða langvarandi áhrifum, valda hljóð- bylgjurnar dauða á svipaðan hátt og sprenging.“ Doswald-Beck segir fjölmörg iðnríki vinna að þróun á örbylgju- og hljóðvopnum, þeirra á meðal Bandaríkin, mörg Evrópuríki og að öllum líkindum Rússar. Rauða krossinum sé ómögulegt að krefj- ast banns við þessum vopnum vegna leyndarinnar sem umljúki þróun þeirra. Mistök á flotaæfingu Skutu niður banda- Reuter Mikilvæg en illa sótt ráðstefna ÖNNUR Byggðaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna, HABITATII, um lífið í stórborgum og þau vandamál, sem þar er við að fást, offjölgun, mengun og fátækt, er nú haldin í Istanbul í Tyrklandi. Talið er, að um 10.000 manns muni sækja hana, miklu færri en félagsmálaráðstefnuna í Kaup- mannahöfn og kvennaráðstefn- una i Peking á síðasta ári, og lítið mun fara þar fyrir þjóðar- leiðtogum. Er mikil óánægja með þetta afskiptaleysi því að vanda- málin, sem nú hrannast upp í stórborgunum, geta haft alvar- legar afleiðingar fyrir alla heimsbyggðina. Mennirnir tveir eru að virða fyrir sér veggmynd, sem á að tákna eyðingu náttúru- legs umhverfis. Páll Pétursson félagsmálaráðherra flutti ræðu á ráðstefnunni í gær fyrir hönd íslendinga. nska flugvél Reuter. AHOFN japansks tundurspillis urðu á þau mistök í gær að skjóta niður bandaríska herflugvél í sam- eiginlegum flotaæfingum nokk- urra ríkja vestur af Hawaii-eyjum. Voru tveir menn í flugvélinni og var báðum bjargað. Bandaríska herflugvélin, árás- arflugvél af gerðinni A-6E Intrud- er, var skotin niður af áhöfn tund- urspillisins Yugiris en hann ásaint sjö öðrum japönskum herskipum tók þátt í RIMPAC-flotaæfingun- um, sem haldnar eru annað hvert ár. Að auki tóku þátt í þeim skip frá Suður-Kóreu, Chile, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum. Talsmaður japanska varnar- málaráðuneytisins sagði, að bandaríska flugvélin hefði dregið á eftir sér mannlausa flugvél eða flygildi, sem átti að vera skot- markið, en japönsku skytturnar skutu hins vegar niður sjálfa drátt- arflugvélina. Flugmönnunum tveimur var bjargað úr sjónum af báti frá Yugiri og voru síðan fluttir með þyrlu um borð í bandaríska flug- móðurskipið Independent. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær, að flugmönnun- um liði vel og hann og yfirmenn bandaríska sjóhersins vildu gera sem minnst úr þessum atburði. Yfirvöld í Japan og Bandaríkjun- um eru nú að kanna hvað fór úr- skeiðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.