Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvar liggnr efnahagsbati Islendinga í framtíðinni? TIL SKAMMS tíma hefur þjóðar- auður einnar þjóðar verið talinn iiggja í náttúrulegum auðlindum, landsgæðum og mannafla. Frá 1790 hafa hagfræðingar notað þessar einingar til að spá fyrir og reikna út efnahagsbata þjóða. Um 1990 sáu menn að þessar einingar giltu ekki lengur. Undanfarna tvo áratugi hafa þjóðir með engar nátt- úrulegar auðlindir og lítil landgæði náð mestum efnahagsbata. Sem dæmi um þessar þjóðir eru Japan, Singapore og S-Kórea. Þjóðir sem hafa byggt efnahag sinn á náttúru- legum auðlindum og landsgæðum hafa dregist aftur úr í lífsgæðum, eða aukið þjóðarhag sinn með öðr- um hætti. Þjóðir sem hafa náð mestum efnahagsbata undanfarna tvo ára- tugi hafa byggt þann bata á fram- leiðslu hátæknibúnaðar og þjón- ustu. Hátæknibúnaður eru vörur eins og bílar, sjónvörp, myndbönd, tölvur og þess háttar. Það er ekki nóg að framleiða þessar vörur, það þarf líka að selja þær á erlendum mörkuðum. Til þess hafa þessar þjóðir tekið upp öfluga útflutnings- stefnu og sótt skipulega á erlenda markaði. Það þarf að hafa heildar- stefnu, en það hafa ríkisstjórnir þessara landa verið með. Nú er helsti þjóðarauður einnar þjóðar talinn vera menntun fólksins og athafnamenn. ísland er mjög auðugt á báðum þessum sviðum, en ekki nýtt sem skyldi. Útflutning- ur íslendinga hefur löngum byggst á sjáv- arafurðum og landbún- aði. Þetta eru náttúru- legar auðlindir sem hafa farið minnkandi í þjóðarframleiðslu efn- aðri þjóða og færst til vanþróaðri þjóða. Hjá þessum vanþróuðu þjóðum er vinnuafl mjög ódýrt og land- gæði og veðrátta eins og best verður á kosið. Ef íslendingar ætla að keppa við þessar van- þróuðu þjóðir má búast við að lífsgæði fari versnandi á Islandi. Heimurinn hefur skroppið saman í viðskiptalegum skilningi. Alþjóðaviðskipti hafa aukist gífurlega á undanförnum árum. Það er jafn fljótlegt að hafa pappírsviðskipti við fyrirtæki hinum megin við götuna og fyrirtæki í annarri heimsálfu. Flutningatækni og hraði í vöruflutningum er alltaf að aukast. Það getur tekið sama tíma að senda vörur milli landa og að senda vöruy innanlands. Tíminn er ekki lengur þröskuldur í alþjóða viðskiptum. Þjóðir eru almennt að opna fyrir alþjóðaviðskiptum með því að fella niður tolla og aflétta viðskiptahömlum. Það er sama hvar fyrirtæki er staðsett, það verður alltaf að vera samkeppnisfært á alþjóðamarkaði. Ef fyrirtæki er Símon Gissurarson ekki samkeppnisfært, þá kemur einhver sem er samkeppnisfær á alþjóðamarkaði og býður sömu vöru eða þjónustu. Þetta á alveg jafnt við fyrirtæki á Hornafirði sem í New York. Þjóðir hafa verið að átta sig á þessum stað- reyndúm undanfarin ár. Frjáls viðskipti milli landa, lækkun tolla og hafta svo og öflug út- fiutningsstefna á há- tæknivörum hafa verið lykilþættir í efnahags- bata þeirra þjóða sem náð hafa hvað lengst undanfarin ár. Þjóðir sem hafa verið með háa tolla og viðskiptahömlur hafa dreg- ist mjög afturúr í lífsgæðum. Þar má nefna Brasilíu, Indland og síð- ast en ekki síst fall Sovétríkjanna. Öll þessi lönd beittu tollum og höml- um til að vernda sinn iðnað. Þau hafa öll breitt um stefnu í átt til opnari og frjálsari viðskipta. Ein- ungis tvö lönd í heiminum beita ennþá öflugri haftastefnu í viðskipt- um, en það eru Kúba og Norður- Kórea. Efnahagur þeirra fer hríð- versnandi og er það spurning um mánuði eða í mesta lagi nokkur ár þar til efnahagskerfi þeirra hrynur. Efnahagsleg gæði þjóðar nú til dags fer ekki eftir náttúrulegum auðlind- Auður Islands liggur í athafnamönnum og menntun fólksins, segir Símon Gissurar- son, en hvorugt er nýtt sem skyldi. um, landgæðum eða hvort landinu sé stórnað lýðræðislega. Efnahags- leg gæði fara eftir því hversu menntuð þjóðin er og einnig að ráðamenn innleiði nýjustu og bestu tækni og þekkingu á hveijum tíma. íslendingar hafa verið mjög fljót- ir að tileinka sér nýjungar. Við hofum stigið stórt skref í því að gera viðskipti við útlönd frjáls, lækka tolla og fellt niður höft. Næsta stig er að auka útfliítning á tæknibúnaði og þjónustu. Á íslandi er mikil þekking á sviði fiskveiða, fiskvinnslu og tæknibúnaðar þar að lútandi. Við erum samkeppnis- færir á alþjóðamarkaði á þessum sviðum. En eins og áður sagði, ef fyrirtæki er ekki samkeppnisfært á heimsmarkaði, þá missir það af lest- inni. íslendingar hafa alla burði til þess að ná lestinni ef þeir og bjóða sína tækni og þekkingu á alþjóða- markaði. Það eru nú þegar fyrir- tæki á Islandi, sem eru farin að selja vöru sína og þjónustu á al- þjóðamarkaði og hafa náð góðum árangri. Það sem ráðamenn þurfa að gera er að koma á fót öflugri og samræmdri útflutningsstefnu á tækni og þjónustu í sjávarútvegi. Ef staðið er rétt að málum geta allir íslendingar notið góðs af og allur heimurinn verið okkar mark- aðssvæði. Stefnan gæti litið svona út: — íslendingar þrói og fullkomni allar þær vélar sem þarf til við fisk- vinnslu og gera boðlegar fyrir al- þjóðamarkaðinn. — íslendingar þrói og fullkomni stjórnunarkerfi í formi tölvuhug- búnaðar til að reka og stjórna fisk- veiðum, fiskvinnslu og sölu fiskaf- urða og geri hann boðlegan fyrir alþjóðamarkaðinn. — íslendingar komi upp alþjóða sölukerfi fyrir fiskafurðir þar sem þeir selja fiskafurðir frá öllum lönd- um. — íslendingar fjárfesti í erlend- um útgerðarfyrirtækjum, fisk- vinnslufyrirtækjum, fyrirtækjum sem framleiða fiskvinnsluvélar og öðrum fyrirtækjum sem eru viðriðin fiskvinnslu. Það þarf síðan að vera með fast- mótuð og mælanleg markmið fyrir hvern lið hér á undan. Með sameig- inlegu átaki stjórnmálamanna, stjórnenda fyrirtækja og starfsfólki þeirra væri mjög auðveldlega hægt að hrinda þessu í framkvæmd. Svip- að þessu hafa þjóðir eins og Japan- ir gert og tekist að ná yfirburðum á ákveðnum sviðum. Islendingar hafa alla þekkingu og getu til að ná yfirburðum á alþjóðamarkaði og nú er rétta tækifærið. Höfundur erað ljúka masternámi í alþjóðaviðskiptum við George Mason University í Banda- ríkjunum. Troða snjomn berfætt í skólann ÞAÐ ER ekki erfitt að lýsa Gorno Badak- hshan í Pamir-fjöllum í Tadsjikistan fyrir ís- lendingum. ímyndum okkur bara að Islend- ingar búi ekki við ströndina heldur inni á miðhálendinu, tök- um alla bíla burtu, nema nokkrar gamlar Lödur, byggjum leir- kofa og útikamra, hækkum fjöllin upp um svo sem þijá til fjóra kílómetra, bæt- um tuttugu stigum við meðalhitann á sumrin, drögum tuttugu stig frá meðalhitanum á veturna og þá Þórir Guðmundsson væntingu. Jarðnæði í Pamirfjöllum gaf engan veginn nóg af sér til að fæða íbúana, hvað þá flóttafólkið. Álþjóðlegar hjálparstofnanir tóku við sér, þar á meðal Alþjóðasamband Rauða kross félaga. Á síðasta ári flutti sambandið fimm þúsund tonn af kolum til að hita upp spítala og skóla í Gorno Badakhshan. Eitt þús- und vörubílar fluttu kol- in um erfiða fjallaslóða vítt og breytt um Pam- irfjöll. Árangurinn er augljós. höfum við svipaðar aðstæður og ríkja í Pamirfjöllum. Á Sovéttímanum var búið til gerviefnahagslíf í Gorno Badak- hshan. Matur var fluttur inn um 750 kílómetra erfiða fjallavegi og seldur ódýrt og þó að framleiðni ríkisbúanna í héraðinu væri ekki mikil þá skipti það ekki meginmáli fyrir afkomu íbúanna. Þeir voru hluti af miklu stærri heild. Það breyttist fyrir fimm árum. Með hruni Sovétríkjanna árið 1991 hrundu líka undirstöður efnahags- lífs í Gorno Badakhshan. Ári síðar upphófst blóðug borgarastyrjöld í Tadsjikistan með þeim afleiðingum að allt að 60.000 manns létu lífið. Hundruð þúsunda flosnuðu upp af heimilum sínum. Gorno Badak- hshan slapp að mestu við átökin en tugþúsundir flúðu til héraðsins, aðallega Pamirar sem höfðu lent í andstöðu við stjórnvöld í Tadsjikist- an. Neyðarástand snerist upp í ör- Hefðum lokað „Hefðum við ekki fengið kol frá Rauða krossinum þá hefðum við lokað spítalanum" sagði Mubu- rakkadam Bekmahmadov, lager- stjóri á litlum spítala í Bartangdaln- um, þegar ég fór að skoða aðstæð- ur á spítalanum nýlega. Spítalinn, sem samanstendur af þremur hvít- máluðum litlum húsum og tekur 25 sjúklinga í rúm, er eina athvarf þeirra sem veikjast í dalnum. Starfsfólk heldur honum opnum þó að launin komi ekki alltaf á réttum tíma. „Ég fæ 350 tadsiskar rúblur (ca. 80 krónur) í laun á mánuði. Fyrir það get ég keypt eina handsápu. En ég hef reyndar ekki fengið borg- að síðan í febrúar," sagði Bekma- hmadov lagerstjóri. Hann lifir aðal- lega af því sem hann getur ræktað í garðinum; kartöflum og dálitlu hveiti og af afurðum 18 kinda og einnar kýr. Annars staðar í Gorno Badakhshan, í Roshtkala, heimsótti Eitt sker í augu gests- ins, segir Þórir Guð- mundsson, og það er fótabúnaður fólks, eink- um barna. Flest eru í slitnum skóm, mörg í algjörlega gatslitnum skóm og sum alls ekki í neinum skóm. ég annan spítala. Yfirmaður spítal- ans, dugmikil kona, að nafni Alij- orava Paikarmo, sýndi mér aðstæð- ur. Raflagnir voru allar með ólíkind- um, nöktum vírunum var stungið beint inn í innstungur. Skurðstofan hafði ekki verið yfirfarin í fimm ár. Málningin var farin að flagna af veggjum og sár komin í dyrakarma sem féllu ekki vel að stöfum. Spítal- inn hefur ekki efni á málningu. Lyf og matur frá Rauða krossinum Rauða krossinum hefur hingað til tekist að útvega fjármagn til þess að kaupa nauðsynlegustu lyf og önnur sjúkragögn fyrir spítala í Gorno Badakhshan auk þess sem allir sjúklingar fá matarskammt frá Rauða krossinum. Það dugir samt ekki alltaf til. Alijorava Paikarmo fór með mig inn á fæðingardeild- ina. Hún er hituð upp þannig að vatn er hitað upp með kolum og því síðan dælt um leiðslur sem liggja um öll herbergi. En í vetur þegar rafmagnið fór af í þijá daga bilaði dælan og vatnið fraus í leiðslunum. Þær sprungu og nú er hitunarkefið á fæðingardeildinni ónýtt. Ef ekki tekst að gera við það fyrir veturinn - og ekkert bendir til að það muni takast því kostnaðurinn er of mik- ill - verður fæðingardeildinni lokað og þá verða konur í Roshtkaladal að fæða í heimahúsum. Á gatslitnum skóm Eitt sker í augu gestsins og það er fótabúnaður fólks, einkum barna. Flest eru í slitnum skóm, mörg í algjörlega gatslitnum skóm_ og sum alls ekki í neinum skóm. Ég gekk upp að fimm ára gutta, Munavar, sem stóð berfættur í hryssingskulda með krepptar tær og samanherptar varir og spurði hvort hann ætti ekki skó að ganga í. Jú, sagði hann, en þeir væru svo slitnir. Mér var litið á gatslitna skó hinna krakk- anna allt í kring og velti því fyrir mér hvernig skórnir hans Munavars litu úr ef þeir voru í verra ástandi en skórnir sem þarna mátti sjá rétt hanga á fótum barnanna. Munavar þvertók fyrir að sér væri kalt en viðurkenndi að á veturna væri stundum dálítið kalt. Svo hóstaði hann. Fullorðna fólkið sem þarna var nærri sagði að Munavar ætti enga góða skó af því að hann væri ekki enn kominn á skólaaldur. Sjö ára krakkar og eldri sem gengju í skóla hefðu fengið skó frá Rauða krossinum um veturinn. Og það var rétt að eldri krakkar sem þarna voru höfðu miklu betra skótau. Ekki pössuðu þeir þó allir því sum- ir voru greinilega í skóm af fullorðn- um en aðrir í skóm sem voru mörg- um númerum of litlir. Sumir sögð- ust samt hafa skilið Rauða kross skóna eftir heima því þeir færu bara í þeim í skólann. Ég heimsótti líka skólann sem krakkarnir í dalnum ganga í. Þetta var fremur lítil steinbygging. Kennsludagur var liðinn en inni í stofunum hengu uppi gömul landa- kort. Einn bekkurinn hafði greini- lega verið að læra um Ástralíu. Rauði krossinn útvegar kol til upp- hitunar í skólanum en til að spara var hætt að kynda fyrir mánuði. Samt var enn hrollkalt þarna inni. Á veturna fer kuldinn niður í allt að mínus 65 stig á Celsíus. Sum börnin ganga allt að fimm kíló- metra leið í skólann en reiknings- kennari sem þarna var þvertók fyr- ir að þau héldu sig nokkurn tímann heima sökum veðurs. Skólanum væri haldið úti og krakkarnir kæmu hvernig sem veðrið væri. Rauði krossinn veitir skólabörnum í Gorno Badakhshan mat en í fæstum skól- um er nokkur eldunaráhöld að finna og krakkarnir taka matinn því heim. Eitt af forgangsverkefnum Alþjóðasambands Rauða kross fé- laga er að stuðla að því að hægt verði að matbúa í skólum svo skóla- börn fái áreiðanlega eina góða máltíð þar. Kannanir sýna að mörg börn þjást af viðvarandi næringar- skorti. Við getum hjálpað! Hjálparstofnanir vonast til að geta aðstoðað heimamenn til sjálfs- hjálpar en enn vantar mikið upp á að því marki verði náð. Peningar fyrirfinnast vart í efnahagslífinu og þess vegna er svo erfitt fyrir fólk að ná í fatnað og skó sem eru ekki framleiddir í Pamirfjöllum. Rauði kross Islands ætlar að koma til hjálpar með hjálp íslerid- inga. Félagið hefur fengið Steinar Waage og Sorpu til liðs við sig og á næstunni verður tekið við skóm á öllum gámastöðvum Sorpu á höf- uðborgarsvæðinu í þar til gerða gáma. Jafnframt taka deildir Rauða kross íslands um allt land við skórn í söfnunina. Allar nánari upplýs- ingar um söfnunina eru veittar hjá Rauða krossi íslands í síma 562 6722 og hjá deildum hans. Allra lielst vantar ’uildaskó, sér- staklega á börn, en annars er hægt að nota alla skó i sæmilegu ástandi. Nú er rétti tíminn til aö fara að róta í geymslunni og kanna livort þar sé ékki nýtilegan skófatnað að finna. Hann kemur að góðum not- um uppi í Pamirfjöllum. Höfundur er sendifulltrúi llauða kross íslands íMið-Asíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.